Ég verð alltaf að hafa eitthvað á veggjunum, líður ekki eins og heima hjá mér fyrr en flestir veggir eru vel "skreyttir" með fallegum myndum eða þess háttar.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti inn í íbúðina var að setja myndaramma á veggina- allt annað mátti bíða!
En ég vil taka fram að íbúðin mín er rosalega lítil og býður ekki upp á mikið veggpláss!
Elska þetta skilti! Hefur langað í það lengi og það var einmitt á óskalistanum mínum fyrir jólin. Var svo heppin að fá það frá Elísabetu Ósk mágkonu minni í jólagjöf<3
Strákarnir fóru að sjálfsögðu upp á vegg.
Þykir voða vænt um þessa fallegu mynd af Marilyn Monroe. Fékk hana í jólagjöf núna um jólin en Aníta Ösp hæfileikaríka "frænka" mín bjó hana til og gaf mér. Ekkert smá flott hjá henni og ég auðvitað hæstánægð að fá hana upp á vegg hjá mér<3
Þessi veggur er auðvitað met-tussulegur! (Afsakið orðbragðið) En mér þykir eitthvað seyðandi við hann og ég sæki stundum í hann innblástur. Setur einhvern svip á íbúðina sem ég fýla.
Síðast en aaaldrei síst! Naglalakk hillann sem kærastinn hannaði og smíðaði fyrir mig og gaf mér í afmælisgjöf í október. Mig hafði langað alveg endalaust lengi í naglalakkstand- hann þekkir mig þessi elska. Stundum stend ég bara og stari á hann- frekar ánægð með þetta stykki sem hangir mér til mikillar hamingju nú við hliðina á snyrtiaðstöðunni minni.
-Kata!
Glimmer&Gleði á facebook!
Ég er svo öfund sjúk út í þessa hillu ! Vá hvað ég þarf svona !!
SvaraEyðakv. Hildur
Já það vantar einhverja búð sem selur naglalakkhillur á Ísland. (Eða er það kanski til?)
SvaraEyðaSvo flottar svona glærar hillur líka!