Ég setti bara inn brot af listanum sem ég hafði skrifað niður, og ég ætlaði að bæta restinni við- en datt í staðinn inn á þennan spurningalista á youtube (sem ég breytti og bætti örlítið) sem ég held að væri skemmtilegt að svara því hann snýr ekki eingöngu að snyrtidóti heldur líka allskonar random hlutum.
Og að auki fáiði að heyra um eina snyrtivöru úr nánast öllum flokkum í þessum spurningalista svo þetta gefur aðeins heildstæðari mynd af uppáhalds vörunum mínum 2012!
Snyrtivörur
Uppáhalds vara á andlit:
![]() |
Auðvitað Lioele Triple The Solution BB kremið sem ég kynntist árið 2012. Meira um það í seinasta uppáhalds bloggi, |
Uppáhalds vara á kinnar:
ELF kinnaliturinn í Mellow Mauve- held ég hafi aldrei notað neinn kinnalit eins mikið og þennan. Er bara svo ótrúlega fallegur og náttúrulegur á andlitinu. Finnst makeup-ið mitt ekki næstum jafn flott án hans! |
Uppáhalds vara á augu:
![]() |
Ég verð að setja e.l.f. eyeshadow primerinn hérna. Eina varann sem ég notaði nánast undantekningarlaust á hverjum einasta degi allt árið. Frábær primer á frábæru verði hjá ELF. |
Uppáhalds vara á varir:
Uppáhalds rakakrem:
![]() |
Það er auðvitað Cetaphil rakakremið- sem ég hef talað stanslaust um svo ég ætla ekki að lýsa því nánar hér. Betri upplýsingar í seinasta uppáhalds bloggi! |
Uppáhalds naglalakk:
![]() |
OPI í litnum Divine Swine (stal þessari mynd af einhverri skvísu!) Bleikt glimmer naglalakk sem ég held ég verði að segja að ég hafi verið hrifnust af árið 2012. Mjög erfitt val engu að síður. |
Uppáhalds vara í hár:
Uppáhalds ilmvatn/bodylotion/skrúbbur:
![]() |
Wonderstruck- Taylor Swift ilmvatnið- jáb ég er endalaust að endurtaka mig. Meira um þetta ilmvatn í nýjasta uppáhalds blogginu! |
Random
Uppáhalds skart:
Uppáhalds skór:
![]() |
Dr. Martens skórnir sem mamma gaf mér í afmælisgjöf 2011- byrjaði ekki að nota þá neitt af viti fyrr en á liðnu ári. Og núna get ég auðvitað ekki verið í neinu öðru! Hahah.. |
Uppáhalds sjónvarpsþáttur/bíómynd:
Uppáhalds bók:
Uppáhalds matur:
Uppáhalds drykkur:
![]() |
Grænt og svart te- Tedrykkja mín fór úr 1-2% upp í 80% á árinu. Drekk grænt og/eða svart te á hverjum degi og líkar það mjög vel- engin önnur leið betri til að byrja daginn minn! |
Uppáhalds lag:
Ég kíkti bara í iTunes til að tjekka á mest spilaða laginu því ég get engan vegin valið úr öllum uppáhalds lögunum mínum árið 2012. En þetta er semsagt efst á lista í iTunes- enda eðal lag fyrir litla rómans jönkís eins og mig!
Vona að þið hafið haft gaman af þessu elskurnar.
Fínt ár- svona ef litið er á þessa einu litlu færslu.
En guði sé lof að þetta erfiða ár er liðið og farið!
Fínt ár- svona ef litið er á þessa einu litlu færslu.
En guði sé lof að þetta erfiða ár er liðið og farið!
Takk fyrir mjög svo skemmtilegt blogg sem ég rakst á fyrir tilviljun. En það sem mig langaði að spurja þig um er þetta krem Triple The Solution BB kremið, pantaru það bara á þessari síðu sem þú gefur upp? Er ekkert vesen að fá þetta sent til íslands og borga í gegnum netið ?
SvaraEyðaMeð fyrir fram þökk
Sandra
sandraf@simnet.is
Nei bara nákvæmlega ekkert mál :) Panta það í gegnum þessa síðu sem ég gef upp www.prettyandcute.com, og í checkout vel ég að borga í gegnum paypal sem er alltaf öruggast því þá gefurðu fyrirtækinu ekki upp kreditkortanúmerið þitt beint. (Þó ég persónulega treysti þessu fyrirtæki fullkomlega, enda heyrt af mörgum sem hafa pantað í gegnum síðuna án nokkurra vandamála.
SvaraEyðaGæti ekki verið einfaldara!
Og takk fyrir að kíkja við :)