---------------------------------------------
Oh ég er alltaf í fullkomnun vandræðum að velja hvaða vörur ég á að setja í uppáhalds.
Svo mikið af vörum sem eru uppáhalds í hverjum einasta mánuði, en ég vill ekki drepa ykkur úr leiðindum með að hafa alltaf það sama.
En eftirfarandi vörur eru brot af uppáhaldinu mínu seinasta mánuðinn- flest sem ég hef notað daglega.
1. NYX kinnalitur í lirnum Taupe.
Er búin að vera að nota þennan
til að skyggja andlitið og er mjög
hrifin! Hann er ekki svona appels-
ínugulur í undirtónum eins og vill
oft gerast með t.d. dökk sólarpúður
2. ELF kinnalitur í litnum Glow.
Þetta er semsagt highlighter-
til gultónaður með smá shimmer.
Nota hann daglega og finnst hann
bara rosa fínn- frískar svona upp á
lokalúkkið- svolítið púðraður samt.
3. ELF kinnalitur í Mellow Mauve.
Elska Elska Elska þennan kinnalit.
Hann er svona fullkominn dökkur
mauve litur- svona berjatónaður og
hann gerir bara sjúklega mikið fyrir
mann! Þarf að fara að slaka aðeins
á í ofnotkuninni- nota varla annað!
4. Bourjois Delice De Poudre.
Matt sólarpúður sem ég nota til
að færa smá lit aftur í andlitið
eftir að ég set BB kremið á mig.
Er búin að nota það stanslaust
síðan ég keypti það- einmitt ekki
of appelsínugult. Lyktar líka
unaðslega! Og það fæst í Lyf og
Heilsu!!!
5. ELF HD púður.
Var að opna nýja dollu af þessu
yndispúðri. Nota þetta til að setja
lauslega yfir baugahyljara undir
augunum. Fullkomið svo maður
fái ekki svona "hrukkur" fyrir
neðan augun, eins og gerist
hjá flestum sem ekki nota gott
augnkrem. (Ég nota t.d. ekki
augnkrem- en ef þið vitið um
eitthvað gott og ódýrt augnkrem
megið þið í guðanna bænum
láta mig vita!)
6. Rimmel Stay Matte púðrið.
Þetta er augljóst uppáhalds,
er farin að sjá í botn á báðum
dollum og strax orðin paranoid um
að það klárist áður en ég næ að
kaupa nýtt haha! Massa gott
púður sem hjálpar farðanum að
endast lengur yfir daginn og
minnkar óþarfa glans og olíu.
7. Helena Rubenstein Loose Eyeshadow í litnum
Daylight. Er búin að vera að elska þetta pigment
til þess að highlighta innri augnkrókana þennan
mánuðinn. Kemur svo ótrúlega fallegt endurkast
og þarf bara svo ótrúlega lítið til að fá flott effect.
8. NYX Ultra Pearl Mania- í litnum Walnut.
Enduruppgötvaði þennan púðuraugnskugga í
mánuðinum og varð sjúk. Hann fékk að fljóta
með í ansi mörg bronze lúkk og mig langar
eiginlega að prófa fleiri liti úr þessari línu- því
það er eitthvað svo geggjaður glans í þessu.
9. OPI Goldeneye naglalakkið úr Skyfall-
James Bond línunni. Fékk þetta í jólagjöf- enda
hafði ég sagt öllum sem heyra vildu hvað mig
langaði mikið í það. Varð ekki fyrir vonbrigðum!
Ótrúlega sérstök áferð... svona glimmer en samt
ekki glimmer. Nánast eins og að vera með gull
á nöglunum- ótrúlega fallegt.
10. Maybelline 24 hour color tatto í On and On Bronze! Bronze krem augnskuggu/augnskuggagrunnur. Elska þetta, hvort sem það er eitt og sér eða undir aðra augnskugga- getur sko gert hina slöppustu skugga alveg fáránlega flotta. Og ótrúlega fljótlegt ef maður er á hraðferð að skella bara smá svona á augnlokin- kemur mjög vel út eitt og sér og helst vel á.
11. Og síðast en ekki síst er nýji NYX varaliturinn minn í Medusa- sem ég er með á myndinni. Ég hefði átt að setja varablýantinn hér með því mér finnst varaliturinn flottastur með honum. En það var allavega NYX varablýantur í Deep Purple. Aðeins að hella sér seint í haust-trendið! (Gott að það er enn vetur á Íslandi)
Mig langar svo að prófa color tattoo, verð að prófa að kaupa mér við tækifæri. :) Annars verð ég að segja að Lioele hefur klárlega vinninginn framyfir skin79. Það er töluvert þynnra, gæti verið fínt á sumrin þó.
SvaraEyðaLioele er hrein og klár haminga<3
SvaraEyðaOg já ég mæli með Color Tatto- merkilega skemmtilegar vörur frá ekki dýrara fyrirtæki!
P.s. mér lýst vel á bloggið þitt! (Og þá sérstaklega djúsí ameríska rúmfatnaðinn! Sárvantar eitthvað svona almennilegt á Ísland) Eða ég er bara ekki að leita á réttu stöðunum haha!
Ooooh á líka golden eye ! Elska það :)
SvaraEyðakv. Hildur
ps. klárlega uppáhalds bloggin mín
Það er svo floottt! (Og miklu flottara en það er á þessari mynd!)
SvaraEyðaOg takk takk! :D
Æ takk fyrir. Ég fékk einmitt rúmfötin í gær og við sváfum með þau í nótt. Algjör unaður! :)
SvaraEyðaNú er bara spennandi að vita hvernig Real Techniques burstarnir munu koma út. ;)
Oh þú verður eiginlega að láta mig vita! Hefurðu pantað áður af iHerb? Ég lagði inn á kreditkortið, en svo þorði ég ekki að panta því þeir voru ekki með paypal haha! Ætlaði að sofa á þessu en mig klæjar í fingurna að skella mér á þá!
SvaraEyðaNei ég hef ekki gert það áður, en ég sá að mjööög margir eru að panta af þessari síðu án vandræða. :)
SvaraEyðaJá ég sá það einmitt, en svo sá ég svo marga tala um að þeir væru duglegir að "týna" international pökkum því þeir eru hvorki tryggðir né rekjanlegir- og það er mjög hagstætt fyrir þá að fá bara peningana en senda enga vöru.
SvaraEyðaEn það var svosem muuun meira jákvætt en neikvætt feedback- og upphæðin ekki það stór, svo ætli ég taki ekki sénsinn- eiginlega of gott til að sleppa því haha :)
Já ég var einmitt pínu að spá í að taka aðeins dýrari sendingu og fá þá tracking með, en ákvað svo að taka sénsinn. Hvaða bursta ætlaru að prófa?
SvaraEyðaYour Base/Flawless core collection og powderbrush þarna risastóra :)
SvaraEyðaAllavega svona til að byrja með!
Mæli með expert face brush.. er ekki frá því að hann sé allra uppáhalds burstinn minn, að mac, elf og sigma meðtöldum!
SvaraEyðaOhh var að panta og var einmitt að reyna að velja milli expert face brush og powderbrush og valdi powder burstann :(
SvaraEyðaSem ég þarf í rauninni ekki því ég á nóg af allskonar púðurburstum hahah dem!
Hey, ég var í Lyfju í dag og ákvað að ath hvort þau væru með Bourjois Delice De Poudre sólarpúðrið og hún sagði að þau höfðu ekki verið með það í ca. 3 ár? :S Kannski var hún bara að rugla og vissi ekki um hvað ég var að tala, en var þetta kannski í Lyf og heilsu?
SvaraEyðakv. Heiðrún
Ajj! Já ég vissi að þetta hafi verið selt þarna fyrir nokkrum árum- en ég sá að þetta var komið aftur, ég náttúrulega gerði engan greinarmun á lyf og heilsu og lyfju- vissi ekki alveg hvar ég var stödd greinilega :/ En já sé það núna á vefsíðu Glerártorgs að þetta var Lyf og Heilsa. Afsakið þennan rugling! haha
SvaraEyðaMaskaraprimerinn frá ELF er rosalegur! Ég prófaði hann áðan, fáránlegur munur!
SvaraEyðaJá er það ekki!? Mér finnst hann allavega muna helling- eitthvað fyrir maskarann að festast við, sérstaklega ef maður leyfir honum aðeins að þorna!
SvaraEyðaÞessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyða