Það er líka alltaf eitthvað örlítið meira spennandi við snyrtiborðið og hafsjóinn af dunderíi sem það býður upp á heldur en rúmið- svona þegar maður er ekkert þreyttur allavega.
Var að prufa NYX pearl pigmentið mitt í litnum Walnut og vá! Sé eftir að vera alltaf að láta subberíið sem fylgir duftaugnskuggum stoppa mig í að nota þá. Ég fór yfir og skoðaði öll pigmentin mín og lék mér aðeins með þau á höndunum á mér og ég er sjúk í þau öll! Mun 100% fara að vera duglegri við að nota þetta allt.
NYX- Walnut
Útkoman:
Ég notaði Maybelline color tattoo í on and on bronze og það gerði þetta sko ekki verra! Vildi að myndavélin sýndi nákvæmlega hversu fallegur þessi augnskuggi er!
-Katrín María!
Glimmer&Gleði á facebook!
Elska síðustu myndina af þér ;)
SvaraEyðaSÆTUST!!
SvaraEyðavá hvað þetta er flott :D
SvaraEyðaVávává hvað þetta er mikið fallegt! Djöfull væri ég til í að eignast þennan - og líka að geta gert þetta eins vel og þú. Kannski kemur það með æfingunni ;) Er hægt að kaupa NYX vörur á Íslandi? Og sammála Sóley hvað síðasta myndin af þér er gorgeous ;*
SvaraEyðaTakk elsku stelpur!
SvaraEyðaOg Jónína ég er viss um að þú verður enga stund að mastera svona! Já NYX fæst á Íslandi, ættir að leita af þeim á facebook til að sjá frekari upplýsingar (ég er ekki alveg viss hvar þeir eru staðsettir) en annars er líka helling af hræódýrum NYX vörum á www.cherryculture.com - ég var einmitt að kaupa svona bits and bobs þaðan um daginn.
En ég fékk pigmentið sem ég notaði í þessu bloggi frá ARboutique Keflavík sem er sölusíða á facebook- held það hafi kostað 250 krónur og mun líklega endast mér lífstíð haha!