En mamma mín er sápuGerðarkona! Og hún gerir yndislegar sápur af allskyns gerðum og ég er alltaf með góðan lager af hinum ýmsu týpum í baðskápnum hjá mér því bæði ég og kærastinn elskum þessar sápur! (Tala nú ekki um gestkomandi sem þvo sér um hendurnar, eru alltaf í sjokki yfir hversu mjúkur maður er þegar maður er búin að þvo sér um hendurnar)
Við erum alltaf með eina við vaskinn sem handsápu og eina til tvær í sturtunni til að þvo kroppinn! Ekki vitlaust að vera með eina í eldhúsinu líka!
Sumar sápurnar hennar hafa líka verið notaðar í hárið fyrir litlar snúllur með viðkvæman hársvörð!
Þetta er allavega möst fyrir mig, þar sem vetrarþurrkurinn sýnir höndunum mínum sko enga miskunn!
Þær ilma yndislega, eru með allskyns mismunandi góðar verkanir og svo eru þær líka krúttlegar! (Og endast merkilega lengi!)
Smá sýnishorn:
Jólasápurnar!
Jarðaberjasælan!
Bland af sápum
Jólapokarnir í ár- frekar mikið sætir! Tilvalið í jólapakkana!
Bahama sápan! Ávaxtagúrme
Pumpkin pie - neon-sápan!
Margt skemmtilegt til- krúttlegt til að setja með í jólapakkana!
Sápurnar fást víðsvegar um landið- er ekki alveg með alla staði á hreinu en meðal annars í:
Sápurnar fást víðsvegar um landið- er ekki alveg með alla staði á hreinu en meðal annars í:
-Vestfirzku Versluninni
-Púkó&Smart í Reykjavík
-Rammagerðinni í Reykjavík
og svo er hægt að panta beint frá mömmu í gegnum facebook síðu Heitt á Prjónunum- en hún sendir hvert á land sem er :)
Dagsins:
-Kata
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Engin ummæli :
Skrifa ummæli