Ég er sérstaklega dugleg að missa kinnaliti og bronzera í gólfið (veit ekki hvað þetta er!) en þar sem maður getur á mjög fljótlegan og einfaldan hátt kippt hlutunum aftur í sitt fyrra form- að þá er þetta nú ekkert hræðilegt.
Ákvað að deila með ykkur hvernig ég laga púðrin mín!
Maður þarf alkóhól- eins hreint og hægt er, eða þú veist... engan sykur eða eitthvað sull (þú ert ekkert að fara að laga augnskuggana þína með dassi af mickey finns eða neitt!)
En því hærri sem alkóhól magnið er, því fljótari eru brotnu vörurnar að þorna, eftir að þær hafa verið lagaðar.
Mér datt eitt sinn í hug, þegar ég var að "spot-hreinsa" burstana mína með e.l.f. daglega burstahreinsinum mínum- sem þornar á nokkrum sekúndum og sótthreinsar burstana að möglega gæti ég notað hreinsinn til að laga kinnalitina mína og brotna augnskugga- því það var hátt alkóhól magn, sem þýðir að það er auðvitað sótthreinsandi, og svo var ekki mikið af óþarfa viðbættum efnum sem gætu verið slæm fyrir húðina (augljóslega ekki, þar sem þetta er burstahreinsir).
Tvær aðferðir sem hægt er að notast við:
Fyrir! |
Settu vöruna í ílát og duftaðu algjörlega niður (kremja alla köggla) |
Spreyaður slatta af e.l.f. daglegum burstahreinsi eða einhversskonar hreinu alkahóli og hrærðu saman. |
Skelltu í sitt fyrra ílát |
Gott er að nota einhverskonar klút eða pappír (gamalt lak eða sængurver er best!) Og þjappaðu vörunni vel niður í formið (passa að þjappa endum vel niður líka!) |
Tilbúði! Látið þorna (tekur mislangan tíma, eftir magni alkóhóls- en er pottþétt þurrt eftir svona 4-5 tíma) |
Önnur leið:
Duftaðu vöruna |
Helltu duftinu varlega í sitt upprunalega ílát |
Spreyaðu vel af e.l.f. burstahreinsinum ofan á vöruna |
Pressaðu vel niður með sléttu verkfæri (og laki eða öðru á milli) |
Reddý! Láta þorna í nokkrar klst :) |
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað- ég er búin að gera þetta við helling af kinnalitum, við bronzera og augnskugga og virkar allt jafn vel og varan verður eins og ný :)
Dagsins:
-Kata
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Snilld!! mín púður eru alltaf að brotna, á pottþétt eftir að prófa þetta næst :)
SvaraEyðaÞað er svo gleðilegt að geta eignast aftur heilsteypt púður! Ekkert meira pirrandi en brotið púður sem fer út um allt við notkun haha :D
EyðaÞú ert náttúrulega bara snillingur. Ég á einmitt púður í öreindum, kannski ég fái þig til að lappa upp á það fyrir mig um jólin ;)
SvaraEyðaÞað var nú bara minna en lítið mál elsku Þórunn! :)
EyðaAaaah djöfulsins snilld er þetta! Ég er mesti klaufi í heimi og er alltaf að brjóta púðrin mín - núna get ég bara skellt mér á fyllerí með duftinu og þá verð ég góð. Takk fyrir að deila þessu beibí :)
SvaraEyðaMaður er ekki maður meðal manna nema maður deili áfengi með duftinu sínu! haha :D
Eyða