Fluffy hár með smááá over the top makeup lúkki. Gat ekki setið á glimmerinu og því fengu nokkrar tegundir að njóta sín í þessari förðun... það eru bara áramót einu sinni á ári! Vel hægt að tóna niður eftir smekk.
Förðun:
-Blanda af skærbleikum í innri augnkróka og innri helming af glóbuslínu
-Bland af fjólubláum í ytra vaff og ytri helming glóbuslínu
-Eitthvað bland af fjólubláum og bleikum í miðjunni til að blanda lúkkið seamlessly
-Svartur vængjaður liner
- Glimmer liner yfir svarta linerinn, rautt innri helming, fjólublátt ytri helming og út.
- Svo eitthvað flipp-bland af glimmeri á gagnaugunum.
~~~~~~
Hár:
Semi faux hawk action í gangi ofan á höfðinu og svo hárið slegið niður að aftan- svo maður heldur síddinni en fær smá rokkaralegt útlit með lyftingunni á toppnum. Þetta er auðvitað klassa áramótalook- heldur hárinu frá andlitinu til að sýna flippaða förðun sem vonandi flestir sporta að einhverju leyti á gamlárskvöld!
-Katrín María og Júlíana
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Engin ummæli :
Skrifa ummæli