Að þessu sinni fékk ég að spyrja Heiðrúnu Örnu nokkurra spurninga um hennar uppáhalds snyrtivörur og lúkk.
Hverjar eru 5 must have snyrtivörurnar þínar?
Það eru pottþétt La Source rakaremið frá Crabtree&Evelyn, BB kremið frá Bodyshop, Painterly augnskuggagrunnurinn frá MAC, Vaselín og Batiste þurrjampó!
Hvað er go-to daglega make up look-ið þitt?
Ég byrja venjulega á BB kreminu frá Body shop, yfir það set ég svo MAC studio careblend púður. Á augun nota ég venjulega MAC studio fix bold black maskarann og svo örlítið af dökkum augnskugga undir neðri augnháralínuna (í staðinn fyrir blýant). Á varirnar smelli ég svo annað hvort litalausu glossi eða bara gamla góða vaselíninu sem er alltaf best!
Hvað er go-to kvöld/djamm make up look-ið þitt?
Það er venjulega alveg eins og daglega meiköppið, nema ég set MAC augnskuggagrunninn í Painterly á augnlokin (svo allt sem komi þar á eftir haldist endalaust lengi á), svo set ég smá af Filament augnskugganum frá MAC (kampavíns/kremaður með smá shimmer og glans) yfir allt augnlokið. Að lokum bæti ég við kinnalit og sheer varalit frá Make up store í litnum Trip. Ef ég er svo í extra stuði smelli ég í aðeins meira smokey lúkk og þá bæti ég bara við Black Tied augnskugganum frá MAC á ytri helming augnloksins til að skyggja :)
Hér gefur að líta innihald snyrtibuddunnar hennar, þær ýmsu vörur sem hjálpa henni að ná bæði dags- og kvöldförðunum :)
![]() |
Heiðrún Arna |
Þakka Heiðrúnu kærlega fyrir að deila með okkur sínum uppáhaldsvörum og make up look-um!
-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!
Glimmer&Gleði á facebook!
Vá, djöfull brá mér þegar ég las "Heiðrún" en svo lengra "Arna" og ég bara já svoleiðis! hahaha Kv. Heiðrún
SvaraEyðahahaha :D
SvaraEyða