Bleikt Bleikt Bleikt!

Bleikur er bara svo fallegur litur!

Skellti í bleikt lúkk á konudaginn, með bleiku glimmeri í tveim mismunandi bleikum litum og með nokkrum fögrum augnskuggum úr BH cosmetics 120 lita palettunni minni!

Helvíti sátt með útkomuna! Elska svona bleikt og elska auðvitað glimmer... glimmer gerir allt betra, svolítið eins og súkkulaði- nema glimmer er í boði alla daga vikunnar ;)

Talandi um bleikt, ég fékk sendingu frá útlöndum í gær, Bretlandi réttara sagt. Frænka kærasta míns sem er búsett úti sá bloggið mitt þar sem ég talaði um Candy Yum Yum varalitinn frá MAC og hvað mig langaði í hann og hún setti sig í samband við mig og sendi mér sinn svoleiðis því hún notar hann ekki og fýlar hann ekki á sér. Hún er æði! (Ég fékk reyndar annan geggjaðann pakka líka með allskonar fallegum snyrtivörum í dag frá annari dömu, sem ég sýni ykkur ef ég fæ leyfi :D) Svo að í dag voru jól hjá mér, og ég var almennt orðlaus og himinlifandi yfir öllu saman! Ég á bestu lesendurna, staðfest!
En að varalitnum! Hann stóðst allar mínar væntingar, algjörlega sjúkur og bleikari en allt bleikt (þó myndin hér að neðan sýni auðvitað ekki neitt hversu skær hann er) Efast svosem um að margar myndavélar nái undrinu almennilega á mynd!


Er eitthvað betra en nýjar snyrtivörur? Nei ég bara spyr...

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!

Dainty Jewellery

Hef verið með æði fyrir litlum og fínlegum skartgripum undanfarið! Vitiði um einhverjar verslanir sem selja svona glingur fyrir lítið?



















-Katrín María



Maybelline Vivids

Er ástfangin af nýju Color Sensational- Vivids varalitunum frá Maybelline.
Þessi lína er fullkomin fyrir sumarið- súper bjartir og skærir litir.

Held það séu allt í allt 10 litir (vantar tvo þarna inn á) Bland af bleikum, appelsínugulum, rauðum og fjólubláum litum sem allir eiga það sameiginlegt að vera skærir og fallegir. 


Mig langar í alveg nokkur stykki (sérstaklega þessa bleiku og fjólubláu)


Er einhver vel að sér í Maybelline málum og veit hvort þessar elskur séu eitthvað á leið til Íslands bráðlega (eða yfir höfuð) eða hvort þeir séu jafnvel komnir? (Allavega ekkert nýtt á AEY og virðist ekki koma nýtt neitt sérstaklega oft) Langar bæði í liti úr þessari seríu og svo úr Color Whisper línunni þeirra sem er líka tiltölulega ný (og sjúklega sæt!). Fyrir utan öll nýju 24 hour color tattoo-in sem skortir sárlega hérna! hahah.. Maybellinesjúk.

Einn úr Color Whisper línunni- þetta eru svona sheer litir, bara til að fá smávegis lit í varirnar. Til í alveg mörgum fallegum litum :) Svo elska ég pakkninguna- girly og skemmtileg!

Er komin með útlandaþrá á háu stigi- hlakka til að skoppa um Ulta, Target, Walmart, CVS, Walgreens og dansa um endalausa rekka af ódýrum snyrtivörum.
Svo ég tali nú ekki um Sephora þar sem ég er þekktust fyrir týna fleiri tugum af þúsundaköllum á örfáum mínútum.

Hafið þið prófað einhverja varaliti frá Maybelline? Hvernig fannst ykkur?

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!




Nýtt! NYX, Real Techniques o.fl.

Fékk loksins restarnar af því sem ég pantaði um daginn (planið er nú að taka pásu í internetversli!) og mig langar að deila með ykkur hvað kom "inn um lúguna" í dag.

LA Girl Pro Conceal hyljari (bara að prufa, hræódýrt), LA Girl glimmer í Clubbin' og Party Girl og svo langþráðir burstar frá Real Techniques. Fékk flawless base settið og svo stóra púðurburstann. Gott so far!
Er bara rétt aðeins búin að prófa Real Techniques burstana og svona við fyrstu kynni er ég allavega viss um að ég fýli RT buffing burstann betur en meikburstann sem fylgdi Sedona Lace Vortex settinu mínu.
Púðurburstinn er fínn, er ekki alveg búin að ákveðan í hvað ég ætla að nota hann, er vön svo stífum bursta í púðrið (elf powder brush) sem þjappar púðri svo vel yfir húðina þannig ég er ekki viss um að þessi sé nógu stífur. Ég notaði hann líka í sólarpúður svona yfir "hliðarnar" á andlitinu, ennið og svona og hann er fínn í það!
Skyggingaburstinn er fínn til að skyggja en get líka séð fyrir mér að hann séð góður í "undir-auga" púður, eins og til að púðra yfir hyljar o.s.f.v.
Á eftir að leika mér aðeins meira með þá, en ég er mjög ánægð með gæði í þessum burstum!


Fjórir varalitir (round lipstick línan) frá NYX. Kosta tæpar 400 kr. stykkið sem verður að teljast gott!
Frá vinstri: Hot Pink, Shiva, Narcissus og Eros.

1. Narcissus-->2. Hot Pink-->3. Eros--> 4. Shiva
(Haha nefið á mér er svo fyndið á þessum myndum, skellti smá hyljara á það áður en ég tók myndir og setti ekkert púður)

Hér er ég svo með Medusa sem er úr sömu varalitalínu frá NYX- keypti hann um daginn og á þá samtals þessi 5 stykki.


Hverjar eru uppáhalds NYX vörurnar ykkar? Hafiði prufað hina varalitina frá NYX (Black label, matte o.þ.h)?
-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!

DIY Varaskrúbbur

Það þekkja flestir þurrar og skrælnaðar varir (ég tala nú ekki um í vetrarkuldanum) og hversu glatað það er að reyna að setja á sig skæran eða nude varalit og ætla að líta vel út.



Það er auðvitað ómögulegt og varaliturinn hleypur bara í kekki ef maður nær ekki að redda sér fljótlegri leið til að losna við dauðar húðfrumur af þurrum vörum.
Ég allavega er oft í vandræðum með þetta og það besta sem ég veit er þessi einfalda (og vinsæla) leið til að búa til skrúbb með dóti sem flestir eiga heima hjá sér.



1 tsk. vaselín
1 tsk. sykur
1 tsk. hunang

Hrærið svo vel saman



-Maður tekur bara smá á fingurinn og nuddar varirnar vel með þessu, hunangið gerir varirnar sjúklega mjúkar á meðan sykurinn skrúbbar húðfrumur í burtu og vaselínið gefur raka.
- Svo skolar maður skrúbbin vel af.
-Síðasta og mikilvægasta skrefið er að setja á sig góðan varasalva (t.d. vaselín) til að varirnar þorni ekki upp.
Varirnar verða hrikalega mjúkar og sléttar og varalitur kemur miklu betur út á þeim!

Það er hægt að setja þetta í dollu og geyma inni í ísskáp í ca. viku!

Önnur fljótleg leið er að nota tannbursta til að skrúbba varirnar, þær verða samt ekki eins mjúkar þannig- en það er góð leið þegar maður er á hraðferð og á ekki skrúbb inni í ísskáp :)

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!




MAC

Ég lýg því ekki að ég er MAC virgin.



Ég á ekki eitt einasta stykki af snyrtivörum frá þeim þó mig langi nú að prófa eitt og annað þar sem ég hef fylgst mikið með þeim á netinu og orðið vör við hinar og þessar vinsælar vörur.
Hugmyndin af þessu bloggi poppaði líklega upp í hausinn á mér því mig dreymdi í nótt að ég hafi keypt  Candy Yum Yum varalitinn frá MAC í Bónus á 1000 kr. og var himinlifandi. Hahah!
Það sem mig langar helst að eignast:


Candy Yum Yum- Neon bleikur varalitur með bláum undirtón. Þessi mynd segir núll til um litinn, hann er alveg æpandi öskrandi neon bleikur og fallegur. Væri gaman að eiga einn slíkan í sumar!

Painterly paint pot- Húðlitaður augnskuggagrunnur, þessi er vinsæll en mig langar að prófa hann því hann virkar auðvitað sem primer- en svo er hann það mikið litaður að hann setur alveg einlitan grunn fyrir augnskuggana sem á eftir koma (gott fyrir augnlok þar sem sést vel í æðar eða blátt í gegn). Hef heyrt að renni svolítið til, allavega á sérstaklega sveittum augnlokum (olíumiklum) en mig langar að prufa!

Rebel varaliturinn- aj eiga ekki allir og mamma þeirra þennan varalit? Mig langar allavega í hann, fallega dökkrauður. Hefði þurft að eignast hann seinasta haust samt til að geta látið hann njóta sín í vetrarkuldanum. 

Pink Swoon kinnalitur- þessi er svo afskaplega fallega bleikur. Og mig hefur alltaf langað til að prófa kinnalitina frá MAC- þessi litur er mjög ofarlega á lista, sumarlegur og sætur. (Greinilega aðeins farin að þrá sumar haha!)

Mineralize skinfinish í Soft and Gentle- væri flottur highlighter! Væri líka til í Stereo Rose sem hefur aðeins svona bleikari undirtóna.

Fleet Fast kinnaliturinn úr Hey, Sailor línunni sem kom út fyrir löngu (eða snemma á síðasta ári minnir mig, ekki viss) Veit ekki hvernig þessar línur virka, en reikna með að þær komi og fari jafnóðum (miðað við hvað þær seljast hratt upp) en ég hefði glöð vilja eignast þennan fallega kinnalit úr línunni!

Fleur Power kinnaliturinn er fallegur ferskjutóna litur. Þessi er mega sumarlegur og fallegur, svo er ég alltaf mjög hrifin af svona ferskjutóna kinnalitum. 

Það er svona eitt og annað sem ég væri forvitin að prufa en ég þekki voða lítið til MAC og veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Hvað eru uppáhalds MAC vörurnar ykkar? Með hverju mæliði? Hvað er must fyrir MAC byrjendur?

-Kata
Glimmer&Gleði á facebook!



Augnskugga-rúlletta #2 (Bland liðinnar viku)

Okei eftir að ég prófaði um daginn að draga miða með númerum á, eitt númer fyrir hverja palettu, eitt númer fyrir hvern augnskugga- og dró þannig 5 random augnskugga úr 5 random augnskuggapalettum þá er ég ekki búin að gera neitt annað!
Er örugglega búin að gera þetta fimm sinnum í röð núna, þetta er svo ótrúlega skemmtilegt! Hef hingað til eiginlega verið allt of heppin með augnskugga, passa alltaf svo vel saman eitthvað- ekkert alvöru challenge!
En hér eru nokkur dæmi þar sem ég hef notað þessa random aðferð (Það skal tekið fram að maður er oftast ekki blessaður með fullkomnum blöndunarskugga- svo að blöndunin er ekki alltaf tip top):
Númer 1:

Dró augnskuggana með bláa plaststykkinu.

Þetta var útkoman úr því.
---------------------------------------------------------------------------------
Númer 2:
Var mjög hrædd við þennan græna hérna neðst í hægra horninu- hef ekki mikið verið í grænum!

----------------------------------------------------------------------
Númer 3:
Finnst fjólubláir og gylltir augnskuggar alltaf fara svo vel saman! :) Kærastinn dró þessa uppröðun haha og honum fannst þetta mjög spennandi!
Mjög fínt fyrir græn augu!
-----------------------------------------------------
 Númer 4:
Frekar dull litir- brúnir og svartir.
Hefði líklega verið flottara bara með svörtum eyeliner- en mig langaði svo að prufa bláa glimmerið mitt. 
---------------------------------------------

Finnst ykkur þessi "rúllettu" blogg leiðinleg?
Veit ekki hvort ég á að setja inn eitt og eitt svona annað slagið, eða hvort ég á að gera svona færslu þar sem ég tek nokkur svona lúkk saman.

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!





Snyrtibuddan- Andrea Gylfadóttir

Þá er komið að snyrtibuddu-bloggi númer tvö!
Í þetta skipti fáum við smá innsýn í snyrtibudduna hennar Andreu og hún segir okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldsvörum!

Hverjar eru 5 must have snyrtivörurnar þínar og afhverju?
1. Cover all mix hyljari frá Make Up Store – Elska elska elska þessa græju, þrír litir af hyljara, einn fyrir baugana og blá svæðið í kringum augu, einn litur fyrir rautt, bólur og svona og einn ljós litur til að highlighta og lýsa.
2. All in one face base púður frá The Bodyshop – Ég hef notað þetta púður í mörg ár núna og það klikkar aldrei, það er ódýrt (2.690 síðast þegar ég vissi). Eins og nafnið gefur til kynna er það all in one og er gert til að nota það án annars farða, ég nota það stundum eitt og sér og stundum létt yfir meik.
3. Intense foam cleanser frá Make up store – Þessi snilldar froða til að þrífa andlitið er í algjöru uppáhaldi, kemur í stórum brúsa með froðupumpu og ilmar dásamlega, svona fersk myntulykt af henni.
4. Jumbo eye pencils frá NYX – Er ekki búin að eiga þá lengi en þeir eru svo sniðugir að ég verð að hafa þá með. Þeir eru unaðslega creamy og dreifast vel á augnlokið og eru frábærir undir augnskugga eða einir og sér. Langar í alla litina!
5. Blautur eyeliner frá e.l.f. – Fékk hann í vinning í leik hér á Glimmer&Gleði og hef ekki skilið við hann síðan! Love it... lætur vel undan stjórn og helst á vel og lengi. Auðvelt að gera flotta eyeliner vængi á örskotstundu.


Hvað er go-to daglega make up look-ið þitt?

Ég byrja á rakakremi, hef verið að nota nivea aqua sensation nýlega, svo er það NYX HD Studio Photogenic primerinn, NYX HD Studio meikið, smá hyljari og svo létt púður yfir ef þarf, kinnalitur ef ég er í þannig skapi. Ef ég nenni nota ég smá liquid liner frá e.l.f. og svo bara Avon Super Shock Max maskarann. Skerpi augabrúnirnar aðeins með augabrúna kit-inu frá The Bodyshop. 


Hvað er go-to kvöld/djamm make up looki-ið þitt?

Farða rútínan er nokkurnvegin sú sama auk kinnalitar og/eða bronzers. Eftir að ég fékk NYX blýantana eru þeir óspart notaðir sem base undir augnskugga eða einir og sér. Er oftast með plain augnmálningu, ljós augnskuggi og dekkri í ytra horninu, vængjaður eyeliner á augnlok, svartur eða dökkbrúnn augnskuggi í stað eyeliners niðri. Þegar ég fer fínt nota ég sparimaskarann sem er frá Helena Rubenstein. 

Andrea!



Sitthvað spennandi í snyrtibuddunni hennar Andreu sem kanski væri vert að kíkja á!
Þakka henni fyrir þetta :)