Skellti í bleikt lúkk á konudaginn, með bleiku glimmeri í tveim mismunandi bleikum litum og með nokkrum fögrum augnskuggum úr BH cosmetics 120 lita palettunni minni!
Helvíti sátt með útkomuna! Elska svona bleikt og elska auðvitað glimmer... glimmer gerir allt betra, svolítið eins og súkkulaði- nema glimmer er í boði alla daga vikunnar ;)
Talandi um bleikt, ég fékk sendingu frá útlöndum í gær, Bretlandi réttara sagt. Frænka kærasta míns sem er búsett úti sá bloggið mitt þar sem ég talaði um Candy Yum Yum varalitinn frá MAC og hvað mig langaði í hann og hún setti sig í samband við mig og sendi mér sinn svoleiðis því hún notar hann ekki og fýlar hann ekki á sér. Hún er æði! (Ég fékk reyndar annan geggjaðann pakka líka með allskonar fallegum snyrtivörum í dag frá annari dömu, sem ég sýni ykkur ef ég fæ leyfi :D) Svo að í dag voru jól hjá mér, og ég var almennt orðlaus og himinlifandi yfir öllu saman! Ég á bestu lesendurna, staðfest!
En að varalitnum! Hann stóðst allar mínar væntingar, algjörlega sjúkur og bleikari en allt bleikt (þó myndin hér að neðan sýni auðvitað ekki neitt hversu skær hann er) Efast svosem um að margar myndavélar nái undrinu almennilega á mynd!
Er eitthvað betra en nýjar snyrtivörur? Nei ég bara spyr...
-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!