Naked Basics+ makeuplúkk!

Var ansi glöð þegar ég komst að því að Naked Basics palettan beið mín á pósthúsinu í gær- loksins!
Þá á ég loks allar augnskugga paletturnar úr Naked línunni- þó mig vanti slatta upp á að eiga allar snyrtivörurnar í þessari línu haha! 




Pallettan var auðvitað æði- skuggarnir æði og draumur að blanda með þeim, svo ótrúlega nýir líka að þeir eru alveg extra creamy! 
Bæði hægt að gera einföld og falleg "dagleg" lúkk- en svo er þetta líka bara drauma blöndunar paletta- flestir litir sem manni gæti dreymt um til að gera alla blöndun þægilegri, sama hvernig lúkk maður er að gera. Mikið af svona nude litum, og allir mattir nema einn sem er líka draumur ef maður á hinar Naked paletturnar því þar voru mestmegnis shimmer/satin/glitter skuggar. 


Með primer. 

Varð auðvitað að prufa gripinn, skellti í lúkk þar sem ég notaði alla litina að einhverju leiti:
Mjög einfalt "all-matte" pin-up style look. Þannig það er hægt að nota palettuna eina og sér í svona meira nude og náttúrulega look- en svo er hægt að nota skuggana í sitthvoru lagi t.d. til að gera flawless blöndun í smokey lúkkum o.þ.h.

Held hún muni koma sér vel í safninu mínu þessi pínkulitla og krúttlega paletta- hún var jafnvel minni en ég bjóst við- en smellpassar í lausa plássið hjá mér:
Þarna sjáiði líka báðar glimmer-paletturnar sem ég föndraði og er mjög skotin í!

-Kata!
(P.s. Fyrsta vikulega "kíkt í snyrtibudduna hjá hinum og þessum" bloggið ætti að koma inn á næstunni- náði ekki að vinna það í dag!)
Glimmer&Gleði á facebook!

Uppáhalds Janúar 2013!

Vei! Annað uppáhaldsblogg- eins og eru í uppáhaldi flestra :) En áður en við vindum okkur í það ætla ég að segja ykkur frá nýjum lið sem ég ætla að hafa á tveggja vikna fresti (mögulega vikulega, fer eftir þátttöku) hér á blogginu. En þá ætla ég að setja mig í samband við einhverja skvísuna og fá smá innlit í snyrtibudduna hennar- ásamt helstu uppáhalds lúkkum o.þ.h. Fyrsta ætti að koma inn á morgun! Þannig fylgist með því ;) (Einnig ef það eru einhverjar áhugasamar sem ég má spjalla við, þá endilega sendið mér skilabð á Glimmer&Gleði facebook síðunni! Því fleiri því skemmtilegra! Er það ekki?)
---------------------------------------------
Oh ég er alltaf í fullkomnun vandræðum að velja hvaða vörur ég á að setja í uppáhalds.
Svo mikið af vörum sem eru uppáhalds í hverjum einasta mánuði, en ég vill ekki drepa ykkur úr leiðindum með að hafa alltaf það sama.
En eftirfarandi vörur eru brot af uppáhaldinu mínu seinasta mánuðinn- flest sem ég hef notað daglega.






1. NYX kinnalitur í lirnum Taupe.
    Er búin að vera að nota þennan
    til að skyggja andlitið og er mjög
    hrifin! Hann er ekki svona appels-
    ínugulur í undirtónum eins og vill
    oft gerast með t.d. dökk sólarpúður












2. ELF kinnalitur í litnum Glow.
    Þetta er semsagt highlighter-
    til gultónaður með smá shimmer.
    Nota hann daglega og finnst hann
    bara rosa fínn- frískar svona upp á
    lokalúkkið- svolítið púðraður samt.












3. ELF kinnalitur í Mellow Mauve.
   Elska Elska Elska þennan kinnalit.
   Hann er svona fullkominn dökkur
   mauve litur- svona berjatónaður og
   hann gerir bara sjúklega mikið fyrir
   mann! Þarf að fara að slaka aðeins
   á í ofnotkuninni- nota varla annað!










4. Bourjois Delice De Poudre.
    Matt sólarpúður sem ég nota til
    að færa smá lit aftur í andlitið
    eftir að ég set BB kremið á mig.
    Er búin að nota það stanslaust
    síðan ég keypti það- einmitt ekki
    of appelsínugult. Lyktar líka
    unaðslega! Og það fæst í Lyf og
    Heilsu!!!








5. ELF HD púður.
   Var að opna nýja dollu af þessu
    yndispúðri. Nota þetta til að setja
    lauslega yfir baugahyljara undir
    augunum. Fullkomið svo maður
    fái ekki svona "hrukkur" fyrir
    neðan augun, eins og gerist
    hjá flestum sem ekki nota gott
    augnkrem. (Ég nota t.d. ekki
    augnkrem- en ef þið vitið um
    eitthvað gott og ódýrt augnkrem
    megið þið í guðanna bænum
    láta mig vita!)







6. Rimmel Stay Matte púðrið.
    Þetta er augljóst uppáhalds,
    er farin að sjá í botn á báðum
    dollum og strax orðin paranoid um
    að það klárist áður en ég næ að
    kaupa nýtt haha! Massa gott
    púður sem hjálpar farðanum að
    endast lengur yfir daginn og
    minnkar óþarfa glans og olíu.













7. Helena Rubenstein Loose Eyeshadow í litnum
    Daylight. Er búin að vera að elska þetta pigment
    til þess að highlighta innri augnkrókana þennan
    mánuðinn. Kemur svo ótrúlega fallegt endurkast
    og þarf bara svo ótrúlega lítið til að fá flott effect.


















 8. NYX Ultra Pearl Mania- í litnum Walnut.
     Enduruppgötvaði þennan púðuraugnskugga í
     mánuðinum og varð sjúk. Hann fékk að fljóta
     með í ansi mörg bronze lúkk og mig langar
     eiginlega að prófa fleiri liti úr þessari línu- því
     það er eitthvað svo geggjaður glans í þessu.
















9. OPI Goldeneye naglalakkið úr Skyfall-
    James Bond línunni. Fékk þetta í jólagjöf- enda
    hafði ég sagt öllum sem heyra vildu hvað mig
    langaði mikið í það. Varð ekki fyrir vonbrigðum!
    Ótrúlega sérstök áferð... svona glimmer en samt
    ekki glimmer. Nánast eins og að vera með gull
    á nöglunum- ótrúlega fallegt.










10. Maybelline 24 hour color tatto í On and On Bronze! Bronze krem augnskuggu/augnskuggagrunnur. Elska þetta, hvort sem það er eitt og sér eða undir aðra augnskugga- getur sko gert hina slöppustu skugga alveg fáránlega flotta. Og ótrúlega fljótlegt ef maður er á hraðferð að skella bara smá svona á augnlokin- kemur mjög vel út eitt og sér og helst vel á. 

11. Og síðast en ekki síst er nýji NYX varaliturinn minn í Medusa- sem ég er með á myndinni. Ég hefði átt að setja varablýantinn hér með því mér finnst varaliturinn flottastur með honum. En það var allavega NYX varablýantur í Deep Purple. Aðeins að hella sér seint í haust-trendið! (Gott að það er enn vetur á Íslandi)


Nýþvegnir burstar!

Var að þrífa burstana mína og ákvað að skelli inn stuttri færslu!
Vildi minna ykkur á að vera dugleg að þrífa burstana ykkar- strangt til tekið ætti maður að þrífa þá með vatni og brustasjampói eða öðru mildu sjampói einu sinni í viku.
Ég veit að fæst okkar nenna því vikulega og mjög margir þrífa burstana sína allt of sjaldan- en það getur verið mjög slæmt fyrir húðina okkar, þannig ef þú hefur verið að fá útbrot eða bólur og finnst þú búin að prófa allt til að losna við þær- gætu skítugir burstar verið orsökin. Það safnast sjúklega mikið af bakteríum í förðunarbursta, og sérstaklega bursta sem eru notaðir í blautan farða, blautan eyeliner, kremaugnskugga og annarskonar blautar vörur.
Ég mæli allavega með að þið þrífið burstana ykkar minnst einu sinni í mánuði ef þið nennið því ekki oftar (ég veit um ansi mörg tilfelli þar sem stelpur þrífa burstana sína muuuun sjaldnar en einu sinni í mánuði)
Gott fyrir húðina ykkar og burstana ykkar að þrífa þá reglulega! :)

Johnson's baby sjampóið er það besta sem ég hef prófað til að þrífa mína bursta!

-Kata predikari!
Heheheheheheheh bæ.



Músík!

Halló!

Hef ekki tíma til að gera almennilegt blogg í dag- en langaði að mæla með nokkrum lögum- nokkur sjúklega væmin og krúttleg.

Mjög krúttlegt lag ef manni vantar smá motivation :)


Elska elska elska þetta lag- búið að vera í fáránlega miklu uppáhaldi síðan í september og ég get ekki hætt að hlusta! hahah


 Vampire diaries þættirnir bjóða upp á eðal músík, þar á meðal er þetta lag sem ég elska svo mikið!


Og þetta lag! Textinn í þessu lagi er bara svo yndislegur- mér finnst fátt betra til að rífa mig upp en þetta lag. Mæli með því að þið sýnið textanum sérstaka athygli. Lagið er svo til í acoustic útgáfu ef þið fýlið ekki rough undirspilið. 

Væmið er í lagi... er það ekki?

-Katrín María



Andlit helgarinnar #2

Jæja,
önnur helgi komin og farin. Ákvað að deila líka með ykkur meiköppi helgarinnar fyrir þessa helgi. Hugsa að þetta sé ágætis ávani að deila með ykkur andlitum helgarinnar ef að ég hef eitthvað málað mig það er að segja.

Laugardagur:
Rauðbrúnnt demi-smokey. Einfalt og þægilegt- brenndur appelsínubrúnn yfir allt augnlok og blandað lauslega með ljósbrúnum skuggum upp fyrir glóbuslínu. Svo auðvitað vængjaður eyeliner... alltaf.

Sunnudagur:
Dökkbrúnt smokey með bronzuðu yfirbragði- eins og með lúkkið hér að ofa, mjög einfalt og fljótlegt. Er ekki mikil smokey manneskja- finnst augun mín alltaf eitthvað svo klikkuð með svona dökkri umgjörð- aldrei alveg nógu ánægð með þau. En fólkið í kringum mig fýlar þetta... Og þetta er ágætis æfing fyrir svona anti-smókista!


Meira og merkilegra var það ekki þessa helgina! :)
Takk fyrir innlitið!

-Katrín María




Glimmer DIY!



Það er ekkert leyndarmál að ég er glimmersjúk.
Um daginn sat ég í rólegheitunum að strjúka snyrtidótinu mínu.. svona eins og gengur og gerist almennt. Og ég var að handfjatla Coastal Scents palettuna mína og pirra mig á því að hún væri merkt Coastal Scents- stórum hvítum stöfum framan á- aðallega því það eru ekkert bara Coastal Scents augnskuggar í henni- og það er eitthvað svo óstílhreint að hafa blandaða augnskuggapalettu merkta einu fyrirtæki.



Svo ég ákvað að spreyja þær (á tvær) svartar- svo að þær væru bara einlitar og ómerktar.
En það dugði auðvitað ekki- ég fékk svona glimmersting í sálina og við stukkum fljótlega í Byko til að kaupa glært lakk í spreybrúsa- óótrúlega sniðugt og kostar bara einhvern 1600 kall svona brúsi:

Ég stráði semsagt slatta af chunky fjólubláu/multicolored glimmeri yfir framhliðina á palettunni, þar til ég var ánægð með magnið. Svo þakti ég sturtubotninn minn með pappír og kom palettunni varlega fyrir þar ofan á og fylgdi leiðbeiningunum aftan á sprey brúsanum, fór fyrst eina þunna umferð, svo aðra og aðra og aðra þangað til ég var sátt með þykktina á lakkinu. Svo þornar þetta í háglans og það er slétt og þykkt lag af glæru lakki yfir glimmerinu. Mjöööög flott. Það er líka hægt að nota þetta sprey til að lakka borð-toppa og allskonar svona skemmtilegt. 



Vildi að það sæist betur hversu fallega það glansar og glitrar á glimmerið- en þið náið conceptinu! 

Er ofboðslega hrifin af nýju glimmer-palettunum mínum og er strax farin að leita af næsta fórnarlambi til að glimmera upp- langar ískyggilega að gera þetta við toppinn á snyrtivöruhillunni minni! Ég leyfi ykkur þá allavega að sjá næsta glimmerverkefni ;)




Nýtt í safninu og ný hirsla!

Hæ elskur!
Ætla að sýna ykkur nokkra fallega hluti sem hafa bæst í safnið nýlega og einnig nýja fallega hirslu sem ég er sjúk í!


Keypti þetta fallega litla skargripaskrín á rúmfatalagernum á 2.490 kr.- búin að leita af svona glærri hirslu staaanslaust- en finn venjulega bara á síðum sem senda ekki til Íslands- eða þar sem sendingakostnaðurinn er hærri en varan sjálf. I like it alot<3


Svo keypti ég eitthvað svona dúllerí líka.

* Þrír maskarar, allir frá Rimmel. Þessi svarti; Lash Accelerator er uppáhalds maskarinn minn í lífinu bara. Og ég heyrði mikið gott um hina tvo þannig ég smellti þeim með í körfuna. (Feelunique.com)
* NYX augnskuggagrunnur í krukku- það sama og Jumbo eye pecil í litnum Milk- hentugt að eiga bæði þar sem ég er langt komin með Jumbo blýantinn. (Cherryculture.com)
* NYX round varalitur í litnum Medusa- svona fallega dökkfjólublár einhvernveginn- mjöööög ánægð með hann! (Cherryculture.com)
* NYX kinnalitur í litnum Taupe- svona brúnn litur, fullkomin til að nota í skyggingu á andlitinu (bara eins og dökkt matt sólarpúður) (Cherryculture.com)
* Tvær dollur af glimmeri frá að mig minnir LA Girl... finn þetta ekki lengur á síðunni sem ég keypti þetta á. En allavega svona dökkt gull glimmer og svo hvítt multicolor glimmer. (Cherryculture.com)
* Tveir Jordana varablýantar, einn nude og einn rauður. (Cherryculture.com)
*NYX varablýantur- svona dökk plómufjólublár til að nota undir Medusa varalitinn. (Cherryculture.com)
* Rimmel Special eyes eyeliner. (Feelunique.com)

Mæli eindregið með Cherryculture.com--- eeeendalaust af allskonar fallegu dóti á alveg sjúklega góðu verði :D Það gleður kaupsjúka að fá mikið fyrir lítið!

-Kata!




Skref-fyrir-skref: Fjólublátt&Hvítt

Nei komiði sæl og blessuð!



Hér er eitt einfalt og skemmtilegt skref fyrir skref lúkk handa ykkur sem langar að prufa ykkur áfram eða bara skoða :)



1. skref- Jumbo eye pencil frá NYX í litnum Milk yfir allt augnlok (sem base) og hvítur augnskuggi yfir allt saman (alveg upp að augabrúnum).

2. skref- Dökkblár skuggi rammaður utan um glóbuslínuna.

3. skref- Fjólublár skuggi notaður til að blanda bláa skuggan út svo það séu engar harðar línur.

4. skref- Bleikur skuggi notaður til að blanda enn betur og setja smá bjartari lit í lúkkið.


5. skref- Svartur blautur eyeliner settur í væng (ég notaði e.l.f. liquid liner)

5. skref- Smelltu gerviaugnhárum og maskara á til að klára dæmið!



-Kata


Chunky peysur...

Ég hef verið sjúk í chunky peysur undanfarið...
Ég má ekki líta inn á tumblr án þess að fara svo í einhverju hendingskasti inn á hinar ýmsu fataverslanir á netinu í leit að hinni fullkomnu chunky peysu (helst kaðlamynstraðri!)

Nokkrar fallegar:















Fann mér til mikillar lukku eina fallega kaðlapeysu um daginn, á mjög góðu útsöluverði... Skellti henni í körfuna mína (á vefsíðunni) nema hvað... það var eitthvað vesen á accountinum mínum, svo að loksins þegar ég komst til þess að borga var peysan uppseld :(
Er enn í leit að hinni fullkomnu chunky kaðla/eða ekki kaðlapeysu!
(MAMMA ;) ;) ;))

-Kata
Glimmer&Gleði á facebook!