Vei! Annað uppáhaldsblogg- eins og eru í uppáhaldi flestra :) En áður en við vindum okkur í það ætla ég að segja ykkur frá nýjum lið sem ég ætla að hafa á tveggja vikna fresti (mögulega vikulega, fer eftir þátttöku) hér á blogginu. En þá ætla ég að setja mig í samband við einhverja skvísuna og fá smá innlit í snyrtibudduna hennar- ásamt helstu uppáhalds lúkkum o.þ.h. Fyrsta ætti að koma inn á morgun! Þannig fylgist með því ;) (Einnig ef það eru einhverjar áhugasamar sem ég má spjalla við, þá endilega sendið mér skilabð á
Glimmer&Gleði facebook síðunni! Því fleiri því skemmtilegra! Er það ekki?)
---------------------------------------------
Oh ég er alltaf í fullkomnun vandræðum að velja hvaða vörur ég á að setja í uppáhalds.
Svo mikið af vörum sem eru uppáhalds í hverjum einasta mánuði, en ég vill ekki drepa ykkur úr leiðindum með að hafa alltaf það sama.
En eftirfarandi vörur eru brot af uppáhaldinu mínu seinasta mánuðinn- flest sem ég hef notað daglega.
1. NYX kinnalitur í lirnum Taupe.
Er búin að vera að nota þennan
til að skyggja andlitið og er mjög
hrifin! Hann er ekki svona appels-
ínugulur í undirtónum eins og vill
oft gerast með t.d. dökk sólarpúður
2. ELF kinnalitur í litnum Glow.
Þetta er semsagt highlighter-
til gultónaður með smá shimmer.
Nota hann daglega og finnst hann
bara rosa fínn- frískar svona upp á
lokalúkkið- svolítið púðraður samt.
3. ELF kinnalitur í Mellow Mauve.
Elska Elska Elska þennan kinnalit.
Hann er svona fullkominn dökkur
mauve litur- svona berjatónaður og
hann gerir bara sjúklega mikið fyrir
mann! Þarf að fara að slaka aðeins
á í ofnotkuninni- nota varla annað!
4. Bourjois Delice De Poudre.
Matt sólarpúður sem ég nota til
að færa smá lit aftur í andlitið
eftir að ég set BB kremið á mig.
Er búin að nota það stanslaust
síðan ég keypti það- einmitt ekki
of appelsínugult. Lyktar líka
unaðslega! Og það fæst í Lyf og
Heilsu!!!
5. ELF HD púður.
Var að opna nýja dollu af þessu
yndispúðri. Nota þetta til að setja
lauslega yfir baugahyljara undir
augunum. Fullkomið svo maður
fái ekki svona "hrukkur" fyrir
neðan augun, eins og gerist
hjá flestum sem ekki nota gott
augnkrem. (Ég nota t.d. ekki
augnkrem- en ef þið vitið um
eitthvað gott og
ódýrt augnkrem
megið þið í guðanna bænum
láta mig vita!)
6. Rimmel Stay Matte púðrið.
Þetta er augljóst uppáhalds,
er farin að sjá í botn á báðum
dollum og strax orðin paranoid um
að það klárist áður en ég næ að
kaupa nýtt haha! Massa gott
púður sem hjálpar farðanum að
endast lengur yfir daginn og
minnkar óþarfa glans og olíu.
7. Helena Rubenstein Loose Eyeshadow í litnum
Daylight. Er búin að vera að elska þetta pigment
til þess að highlighta innri augnkrókana þennan
mánuðinn. Kemur svo ótrúlega fallegt endurkast
og þarf bara svo ótrúlega lítið til að fá flott effect.
8. NYX Ultra Pearl Mania- í litnum Walnut.
Enduruppgötvaði þennan púðuraugnskugga í
mánuðinum og varð sjúk. Hann fékk að fljóta
með í ansi mörg bronze lúkk og mig langar
eiginlega að prófa fleiri liti úr þessari línu- því
það er eitthvað svo geggjaður glans í þessu.
9. OPI Goldeneye naglalakkið úr Skyfall-
James Bond línunni. Fékk þetta í jólagjöf- enda
hafði ég sagt öllum sem heyra vildu hvað mig
langaði mikið í það. Varð ekki fyrir vonbrigðum!
Ótrúlega sérstök áferð... svona glimmer en samt
ekki glimmer. Nánast eins og að vera með gull
á nöglunum- ótrúlega fallegt.
10. Maybelline 24 hour color tatto í On and On Bronze! Bronze krem augnskuggu/augnskuggagrunnur. Elska þetta, hvort sem það er eitt og sér eða undir aðra augnskugga- getur sko gert hina slöppustu skugga alveg fáránlega flotta. Og ótrúlega fljótlegt ef maður er á hraðferð að skella bara smá svona á augnlokin- kemur mjög vel út eitt og sér og helst vel á.
11. Og síðast en ekki síst er nýji NYX varaliturinn minn í Medusa- sem ég er með á myndinni. Ég hefði átt að setja varablýantinn hér með því mér finnst varaliturinn flottastur með honum. En það var allavega NYX varablýantur í Deep Purple. Aðeins að hella sér seint í haust-trendið! (Gott að það er enn vetur á Íslandi)