Að sameina þetta þrennt? Hamingja!
Ég er alltaf að reyna að finna einhverja sæta bursta, og þegar ég loksins finn einhverja flotta á ég í miklum erfiðleikum með að réttlæta það að eyða svona miklum pening í þá. Svo ég ákvað að "pimp-a" burstana mína bara upp sjálf, með rauðu og bleiku glimmer naglalakki frá O.P.I.
Og þannig sló ég tvær flugur í einu höggi: Gerði þá flottari og "merkti" þá... svo ég sé nú ekki að mixa þeim við bursta frá öðrum skvísum sem eiga það til að koma í heimsókn með snyrtidótið sitt :)
Þetta segir sig algjörlega sjálft svo ég ætla ekki að láta neinar nánari leiðbeiningar fylgja með, en hér er afraksturinn... Það var gífurlega freistandi að mála bara allt handfangið á þeim, en það er full dýrt make-over svona með O.P.I. lakki allavega og auk þess datt mér ekki í hug nein góð leið til að láta þá þorna þannig.
Svörtu burstarnir |
Bleiku og silfruðu burstarnir --þessir bleiku eru frá BH Cosmetics og hluti ágóðans af sölunni áþeim rennur til styrktarsamtaka kvenna sem glíma við brjóstakrabbamein. Ótrúlega góðir burstar. |
Sátt og ánægð með útkomuna og get nú verið enn hamingjusamari þegar ég mála mig (ef það er hægt).
-Kata!
[Ég fýla þegar þið like-ið ;) hoho]
Ohhh þú sniðug ;) geggjað og líka sniðugt til að merkja þá !
SvaraEyðaTakk elskan! Já væntanlega ekki margir eins allavega :)
EyðaVá hvað þetta er sniðugt!! Og töff og flott og kúl og geggjað!!
SvaraEyðaJá kv Eva Alfr, hérna fyrir ofan
SvaraEyðaVið gerðum þetta í makeup skólanum til að þekkja burstana okkar í sundur :) .. Annars myndi ég ekki geyma þá svona með hárin niður í skálina ef þetta væru mínir burstar ;)
SvaraEyðaHaha nei ég geri það að sjálfsögðu ekki :)
EyðaÞetta var bara til að taka flottari myndir af þeim fyrir bloggið, venjulega geymi ég þá í Brush Guard plasti og auðvitað ekki á hvolfi :)
Og já trúi því að þetta sé sniðugt í skólanum, sérstaklega þegar það er mikið af burstasettum í gangi í sama staðnum!