Þá er komið að andlitsvörunum (fyrir utan augu og varir)- enn eru þetta vörur sem ég sankaði að mér um jólin og svo í janúar.
 |
e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Blushing- ljósbleikur litur með smá glimmeri í- ótrúleg sætur bleikur kinnalitur á aðeins 400 kr.- hjá e.l.f. |
 |
e.l.f. blush and bronzing duo- verð að segja þar sem Nars Laguna bronzerinn er minn allra uppáhalds að ég er mjög ánægð með þessa vöru- mjög dökkur bronzer svo maður verður að fara varlega þegar maður setur hann á- en ég nota hann til að skyggja andlitið (kinnbein, kjálka, gagnaugu o.þ.h.) Kinnaliturinn er líka sætur og líkist að nokkru leiti Orgasm frá Nars- en hann er ekki mjög litríkur svo maður þarf aðeins meira af honum til að fá lit. Mjög ánægð með þetta duo! |
 |
e.l.f. augnbrúna gel og púður- önnur dollan mín af því og ég er strax örugglega hálfnuð með hana. Nota þetta daglega. |
 |
Clean&Clear morning burst andlits skrúbbur- þessi skrúbbur er ætlaður fyrir feita húð, en ég er með frekar þurra húð, svo ég get ekki notað þetta daglega. En ef húðin á mér er slæm, dugar fyrir mig að nota þetta kanski tvo daga í röð, og þá lagast hún mjög hratt- þarf bara að nota gott rakakrem eftir á svo ég fái ekki nýja þurrkubletti. Einnig er þetta mjög frískandi svo þetta er gott til að vakna betur á morgnana. |
 |
Revlon ColorStay í Sand Beige- ótrúlega góður farði ef maður vill hylja algjörlega allt, allan rauðan lit, útbrot eða bólur- en ég nota þetta bara ööörsjaldan og blanda því þá við rakakrem því þetta er of þykkt fyrir mig, ég fæ strax bólur ef ég nota þetta eitt og sér- ég nota þetta meira sem hyljara bara á bletti. |
 |
e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Flushed- mjög sætur dökkbleikur litur, svolítið eins og maður sé kaldur í kinnum og frísklegur, mjög sætur litur. |
 |
e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Glow- highlighter sem ég nota daglega á kinnbeinin til að birta yfir andlitinu, ljós bleik-gylltur litur sem kemur ótrúlega vel út. |
 |
e.l.f. High Definition púður- mjög fíngert og sest í allar línur og misfellur á andlitinu- einnig flott til að gera andlitið mattara eftir að maður notar t.d. blautt meik og vill ekki setja litað púður yfir og dekkja andlitið. Þetta púður er litlaust- og hjálpar til við að láta mann myndast betur. |
 |
e.l.f. consealer og highlighter- nota þennan til að hylja bletti á andlitinu áður en ég set daglega púðrið á mig. Highlighterinn nota ég ekki eins mikið. |
 |
Ljós Tone Correcting consealer- keypti hann í ljósasta litnum til að hylja bauga, og birta um leið yfir andlitinu og láta mann líta út fyrir að vera meira vakandi til augnanna. |
 |
e.l.f. mineral face primer- Primer fyrir andlitið, gerir gæfumuninn þegar maður setur hann á undan blautum farða. Gerir undirlagið slétt og það verður auðveldara að blanda vöruna sem þú setur ofan á. |
 |
NYX Push up bra fyrir augabrúnr- dekkri liturinn er til að fylla inn í augabrúnirnar og ljós liturinn er highlighter til að setja undir augabrúnirnar og "lyfta" þeim. Mig sárvantar stóran yddara til að geta haldið áfram að nota þennan blýant- mjög ánægð með hann. |
 |
Daglega rakakremið mitt- ótrúlega rakagefandi og gott, og eins og ég hef minnst á áður er þetta í raun eins og að skvetta vatni framan í sig, gefur svo mikin raka (þornar að sjálfsögðu ekki eins og vatn heldur fer inn í húðina og gefur henni frábæran raka). |
 |
Biotherm Biosource hydra mineral cleanser toning mousse- hreinsi krem fyrir andlitið, nær óhreinindum ótrúlega vel og skilur nánast ekkert eftir af óhreinindum. |
 |
Biotherm Aquasource toning water- nota þetta ekki daglega- en þegar mér finnst andlitið á mér vera mjög skítugt eða fitugt að þá renni ég yfir það með þessum tóner, eftir að ég hef þrifið það og hann tekur allt sem varð eftir. |
Gerir mér grein fyrir að stundum er ég búin að minnast á vörurnar í öðrum bloggum, en hafði þær samt með aftur.
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}
Engin ummæli :
Skrifa ummæli