Gleðilegt nýtt ár! (eftir nokkrar klukkustundir)

Fullt að gera í spilamennsku og fjölskyldutíma auk smá vinnu og veikinda í þessu jólafríi sem skýrir hversvegna þessi síða hefur verið algjörlega dauð.
Biðst afsökunar á þessu, en á döfinni er Þorláksmessu/vinnu lookið, áramóta lookið og svo "haul" eða bloggfærsla með þeim snyrtivörum sem ég fékk í jólagjöf fyrir þá forvitnu :)
Allt þetta og MIKLU meira á nýja árinu!

Takk æðislega fyrir að kíkja hér á mig og hvetja mig til að blogga á þessu fyrsta ári síðunnar.
Verð vonandi jafndugleg og helst duglegri að blogga á nýju ári, en þangað til segi ég bara:
Gleðileg nýtt ár og farsæld á komandi ári!
Takk fyrir það gamla




JólaJóla!

Hugmynd af einföldu, gylltu jóla looki fyrir þær sem eru ekki vissar hversu langt á að ganga eða vantar einfaldlega hugmyndir :)
Persónulega myndi ég segja að maður eigi ekkert að vera að ofgera make-upið á jólunum, gaman að geta skellt smá gulli og jafnvel smá skugga (ekki of dökkum) án þess þó að maður fari að fara of nálægt áramóta-lookinu.
Á jólunum er líka svo viðeigandi að vera með skærrauðan varalit, sem er flott ef maður er ekki með augun í einhverjum regnbogalitum.
Ég skellti því í gull/brúna augnmálningu og áberandi rauðar varir, góðar líkur á að þetta fái að njóta sín á aðfangadag sem er ekki langt undan!




-Kata!
(Löglegt að like-a!)

Þurr húð?

Heil og sæl öll!
Nú er frostatíð úti og þá fer að bera á þurrkublettum og flagnandi skinni hjá okkur þurrhúða-fólkinu! (Og jafnvel öðrum)
Það er mjög mikilvægt að gefa húðinni raka og hirða vel um hana, sérstaklega í andlitinu þar sem húðin er hvað viðkvæmust.
Ég hef í gegnum tíðina verið í miklu veseni með t.d. flögnun, og þegar ég setti farða yfir allann þurkinn að þá magnast hann bara upp og verður mun sýnilegri, jafnvel þó ég hafi sett rakakrem undir. Hjá flestum er þetta nú ekkert eins og hálft andlitið sé bara að fjúka af, en þegar nær er komið tekur maður eftir því að farðinn er ójafn, þurrkublettir eru augljósir og það er einfaldlega bara óþolandi að ráða ekki almennilega við þetta.


Hjá mér lagaðist þetta helling eftir að ég fjárfesti í andlits-skrúbbi; krem eða gel sem inniheldur í flestum tilfellum agnir af sandi eða álíka grófu efni, sem maður nuddar í hringi yfir andlitið og leysir þar með dauðar húðfrumur sem maður skolar svo af. Mikilvægt er að nota alls ekki body-skrúbb, því hann er venjulega allt of sterkur og grófur fyrir andlitið, við viljum ekki rispa húðina, heldur bara örva hana og losa okkur við þessar dauðu húðfrumur. Um að gera að spyrja í næsta apóteki eða snyrtivöruverslun hvort þær séu að selja andlits-skrúbb, annars er alltaf hægt að panta á netinu og ég hef gert það hingað til.
Gott er að endurtaka þetta 1-2 í hverri viku svo að húðin viðhaldi sér(mikilvægt að gera ekki of oft, fer eftir grófleika skrúbbsins), og það er mjög mikilvægt að vera með gott rakakrem tilbúið eftir á, því húðin er opin og sýgur í sig rakann, sem hjálpar auðvitað til við að koma í veg fyrir áframhaldandi þurrkubletti.

Þegar rakakrem er valið er mikilvægt að það henti þinni týpu af húð, hvort sem hún er þurr, blönduð eða feit. Það að nota vitlaust rakakrem getur gert meira neikvætt en jákvætt, t.d. ef þú ert með þurra húð og notar rakakrem sem ætlað er fólki með feita húð, ertu í raun ekki að fá þann raka sem húðin þín þarfnast, og jafnvel þurrkast hún enn meirr. Sama með feita húð, ef hún er hulin kremi fyrir þurra húð, verður hún bara enn feitari og olíumeiri.


Svoleiðis að þið þurr-félagar mínir, ættuð að fá hjálp ( ef þið eruð ekki viss) frá fagaðila t.d. á snyrtistofu eða í snyrtivöruverslun, við að velja krem sem hentar ykkur.

Þessi skref virka fyrir mig til að stuðla að því að húðin verði sem heilbirgðust og líti sem best út, með og án farða!
Að lokum er óhætt að benda á að auðvitað herjar frostið oft á húðina á öllum líkamanum svoleiðis að body-skrúbb og body lotion er góð hugmynd í og eftir sturtu allavega 2svar í viku fyrir allann líkamann :)

Megið þið eiga þurrk-lausan og yndislegan desembermánuð!
-Kata

Gott eða slæmt?- Smoky Brown frá e.l.f.

Jæja þá er það nýr liður á blogginu, ætla að hafa svona "review" á hinum og þessu vörum, líklega mest naglalakki samt (:

Í dag er það naglalakkið Smoky Brown frá e.l.f.
Ég á 4 liti frá e.l.f. og ég elska þá alla voða heitt, en að sjálfsögðu eru þeir ekki allir jafn þykkir/þunnir og eru misgóðir. Snilldin við e.l.f. lakkið er að það kostar bara 490 kr.- á íslensku e.l.f. sölusíðunni en flöskurnar innihalda samt 10 millilítra (í samanburði er O.P.I lakkið 14.7 millilítrar, ekkert mikið stærra, en kostar á bilinu 1.800-2.000 kr!)
Þannig fyrir þá sem eru ekki alveg tilbúnir að eyða svo miklu í naglalakk þá er e.l.f. frábær lausn.

Smoky Brown
Liturinn er nú eiginlega bara eins og nafnið segir til um, smoky brown, eða fallegur, hlýr grábrúnn/taupe litur, og í birtu virðist hann hafa einskonar fjólubláa undirtóna.
Lakkið er fullkomið í þykkt, ekki of þykkt og ekki of þunnt.
Ein umferð er alveg nóg, sérstaklega fyrir fólk  með stuttar neglur, ef þær ná fram fyrir fingurgómana eins og hjá mér, sér maður að lakkið þekur ekki alveg fremsta partinn af nöglinni ef maður ber hendurnar upp að ljósi.
Mér finnst líka betra að setja alltaf minnst 2 umferðir af lakki til að það endist lengur. En ein er samt sem áður nóg fyrir fólk sem er ekki með fullkomnunar áráttu gagnvart naglalakkinu sínu! :)
Lakkið þornar með glansáferð, en það er svo undir þér komið hvort þú kýst að undirstrika það með glansandi yfirlakki eða að matta það niður með möttu yfirlakki. Ég er alltaf meira fyrir glans-finish!
Mæli algjörlega með þessum lit: Auðvelt að setja hann á, þekjandi, engar strokur heldur þornar það slétt og glansandi og er auðvitað ódýrt ;)

Án yfirlakks

Án yfirlakks



-Kata

Naked 2 !!!

Jæja... líf mitt hefur öðlast nýjan tilgang!
Urban Decay opinberaði nýja Naked palettu, sem ber nafnið Naked 2 í gær, 1.desember (viðeigandi til að fagna 20 ára skírnarafmælinu mínu).. ekki að það tengist nekt á nokkurn hátt!

En allavega, ég man ekki hvort það var á þessari síðu eða gömlu þar sem ég var að missa vitið yfir Naked palette (1. útgáfu) og gat ekki beðið eftir að komast út fyrir landsteinana til að fjárfesta í einni slíkri! Það gerðist í New York í júní og núna er komin önnur útgáfa!
Hjá mér komu eiginlega bara jól þegar ég  flaug um óteljandi síður internetsins og naut þess að skoða hinar margbreytilegu umfjallanir og dóma um palletuna!
Fæstir skilja líklega þennan spenning, í fyrsta lagi vegna þess að það er kanski ekkert algengt að fólk gangi svona af göflunum út af nokkrum augnskuggum, og í öðru lagi því flestum (þá meina ég helst þeim sem eru ekki förðunar-fanatics) finnst þessi palletta bara alveg eins og hin!
Ég skal viðurkenna að þeir eru svipaðir... En að sjálfsögðu verða þeir það, það er bara til svo og svo mikið af náttúrulegum litbrigðum sem fara ekki út í skærari liti.
Allir litirnir eru nýjir nema einn, half baked, sem er líka í gömlu (enda fáránlega mikið notaður hjá flestum) og svo fylgir Lip Junkie gloss með og inn í pallettunni er svo tvíhliða augnskuggabursti, annar til að pakka skugganum á augnlokið og hinn til að blanda og gera allt fínt og fallegt!
Fegurðin er svo hér:

Mæli svo með því að þið googlið "Naked 2 swatches" ef þið viljið sjá skuggana betur og jafnvel í samanburði við hina. Og svo læt ég fylgja með, mynd af gömlu góðu sem hefur sko verið mikið notuð á mínu heimili!

-Kata!

Muted tropical look og makeover á síðunni!

Nánast hvert einasta móment sem fer ekki í lærdóm, fer í eitthvað smá dunderí, bara svona rétt svo ég fái ekki fráhvarfseinkenni.
Ástæða þess að ég hef tíma til þess að blogga núna er t.d. sú að ég er að vinna í því að snúa sólahringnum við, svoleiðis að ég svaf ekkert í nótt, lærði bara, og ætla svo að sofa bara annað kvöld.
Nú hafði ég smá pásu til að skella inn looki sem ég dundaði mér við í gær í lærdómspásu.
Notaði daufa, tropical liti, bleikan og appelsínugulan, notaði svo eitthvað brúnan og svo augljóslega svartan.
Skellti svo svörtum gel-liner væng, mjög stuttum með :)

Augu:
Urban Decay Primer Potion
Bleikur--> 120 color palette frá BH cosmetics
Appelsínugulur/gulur--> 120 color palette frá BH cosmetics
Svartur--> Zero úr Deluxe Shadow Box frá Urban Decay
Highlight litur--> Shimmer kampavínslitur úr 120 color paletta frá BH cosmetics
Krem liner--> Svartur frá e.l.f.
Maskarar--> Rimmel Lash Accelerator, Telescopic frá L'Oréal ( í gulllituðu túpunum) og One by One frá Maybelline. 



Og já! Svo var ég aldeilis að breyta útlitinu á síðunni!
Endilega smellið á like, ef ykkur líkar nýja fyrirkomulagið ;)

-Kata!


Lokapróf!



Okei, viðurkenni hér með að ég lofaði svolítið upp í ermina þegar ég sagðist ætla að sýna ykkur hvernig ég geri svona water marble neglur. 
Þar sem ég er að kafna úr prófstressi og undirbúningi hef ég ekki tíma til að dunda mér við að sýna ykkur prósessið mitt skref fyrir skref. 
En í staðinn fór ég og leitaði að besta og auðskiljanlegasta vídjóinu á youtube til að sýna þetta, og að mínu mati var það hún elsku Jenny sem er ein af mínum uppáhalds youtubeskvísum, sem kom þessu best frá sér. 
Hún svara líka allskonar spurningum sem gætu komið upp svo ég mæli með því að þið kíkið á þetta vídjó hjá henni til að fá sem besta útkomu! :)




Ótrúlega gaman að dunda sér við þetta! (finnst mér!haha)
Kanski að ég skelli inn nokkrum myndum af mínu prósessi í jólafríinu þegar ég hef meiri tíma, þó svo að þetta vídjó segi og sýni allt sem segja og sýna þarf!



-Kata (sem verður týnd í smá tíma á næstunni)


Allir elska water marble!

Jæja... er með spennandi neglur dagsins! Reyndar tvöfalt, því ég rockaði tvær mismunandi gerðir af nöglum í dag.

Svona fyrri part dagsins: Rautt O.P.I lakk undir, navy dökk blátt shatter frá O.P.I á baugfingri og Konad naglastimpla mynstur á hinum.




Frekar töffaralegt sko! 

Og um kvöldið beytti ég yfir í svona: Water Marble taktíkin, ótrúlega flott! Hægt að nota hvaða liti sem er, sýni ykkur fleiri á næstu dögum því ég gerði svona á Elísabetu Ósk mágkonu, og planið er að setja á eina skvísu í viðbót á morgun. Allt mismunandi litir svo það verður gaman að sjá útkomuna!

Vinstri höndin! (Mun flottari en hægri að mínu mati!)

Hægri höndin!
Á eftir að þrífa í kringum neglurnar, nennti því ekki í kvöld því ég var að drífa mig í bíó og svona, en þetta fer þegar maður þvær sér um hendurnar svona 2svar 3svar! :)
Ef þið viljið sjá nákvæmlega hvernig ég gerði þetta, kommentið þá endilega (hægt að skrifa nafnlaust fyrir þá feimnu) og svo endilega kíkið hér við á næstu dögum til að sjá hvernig næstu tvö naglamódel koma út! :)
Finnst þetta sjúklega flott! 

-Kata


Nicki Minaj fyrir O.P.I

Gleðifréttir fyrir naglalakksjúka Nicki Minaj aðdáendur, og aðra naglalakkunnendur.
O.P.I sleppir út Nicki Minaj línu í janúar næstkomandi, með 6 ótrúlega fallegum litum!
Eflaust eru þetta gamlar fréttir fyrir einhverjar ykkar, en ég ætla samt sem áður að skella inn þessum sætu litum, sem ég er merkilega spennt fyrir!


Fly
Did It On 'Em
Metallic 4 life
(fer sko í safnið mitt!)
Pink Friday
Save Me
(algjörlega velkomin í safnið mitt líka)
Super Bass Shatter

Eitthvað til að hlakka til í naglalakkheiminum, allavega fyrir mitt leiti!

-Kata!

Pretty Things!

Jæja... var farin að vorkenna eyrnalokkunum mínum því þeir sitja bara í hrúgu í einhverri dollu og njóta sín ekki neitt!
Skellti í heimagert eyrnalokkastadíf og ætla að sýna ykkur! Ég átti nokkra striga uppá skáp sem gengdu ekki neinu hlutverki öðru en að safna ryki, svo ég kippti þeim niður og gaf þeim nýtt líf :)
Það vantar reyndar rosalega mikið af lokkum á þennan, ég er klár að geyma hluti á ótrúlegustu stöðum, og svo finn ég þá bara svona einhverntíman!
Allavega, þetta er fyrsti, ég ætla að gera annan fyrir stærri og síðari eyrnalokka, finnst þessir litlu njóta sín betur svona einir og sér.



-KataKáta! (Sem er bara í örstuttri læripásu!!!)

Óskalisti fyrir jólin 2011!

Jólagjafa-óskalistinn 2011
Jæja, í þetta skiptið ætla ég að vera ótrúlega snemma í því og skella inn óskalistanum mínum fyrir komandi jól.
Ég er ekki vön að gera svona lista, aðallega vegna þess að venjulega hef ég ekki hugmynd um hvað ég vill, sérstaklega því ég hef aldrei átt mér neitt svona aðaláhugamál að viti fyrir utan kanski lestur.
En þessi jól eru öðruvísi að því leyti að frá því í janúar á þessu ári er ég búin að vera algjörlega ástfangin og heilaþvegin af förðun, snyrtivörum, húðvörum, hárvörum og öllum þeim pakka!
Allar snyrtivörur eru reyndar á þessum óskalista, name it mig langar í allt! En ég ætla svona að gefa ykkur upp helstu vörurnar sem mér dettur í hug í engri sérstakri röð, og hafið það í huga að þessi listi er langt í frá tæmandi! Ég vil einnig benda á að ég er bara að láta mig dreyma, sumar vörurnar eru alltof dýrar til að gefa í jólagjöf! Jafna það sem betur fer út með nokkrum á frábæru verði :D
-         
12 bursta settið: Make Me Blush- Coral, frá Sigma. Ótrúlega góðir burstar, mikið notaðir af professional make up artistum og eru mun ódýrari en t.d. MAC burstarnir, en þessir fá svipað góða dóma. Kosta 12.741 kr.- og fást hér.


       Clinique dramatically different moisturizing lotion (ekki gel, það er í eins brúsa), besta rakakrem sem ég hef átt, en mitt er búið. Eitt vinsælasta rakakremið í heiminum, fyrir dry to combination húð (gelið er fyrir feita húð) og hefur fengið ótrúlega mikla og jákvæða umfjöllun í „snyrtivöruheiminum“. Þetta krem kostar fáránlega mikið, eða 8990 kr.- (125 ml eins og er á myndinni) og fæst m.a. í Hagkaup.
o
Paint Pot frá MAC í litnum Rubenesque og í litnum Soft Ochre, hvor um sig kostar 2.046 kr.- á MAC vefsíðunni, en það eru amerísk verð, svo þeir kosta örugglega mun meira hérna heima. Veit ekki hvar er hægt að kaupa MAC vöru á Íslandi.
-        
  Pigment frá MAC í litnum Platinum (púðuraugnskuggi), kostar 2.338 kr.- á amerísku vefsíðunni, og þá meira hérna heima. Hér er hægt að skoða fleiri liti.Mig langar í þá alla! En mig vantar mest svona silfraðan :) 
-        
10 bursta sett- Deluxe í rauðum frá BH cosmetics. 10 ótrúlega fallegir burstar, vantar svo ótrúlega bursta! Þeir kosta 3.740 kr.- og eru frá einu af uppáhalds snyrtivörumerkjunum mínum! Hægt að fá þá hér.
-         
5 bursta sett- bleikt frá BH cosmetics (veit ég er bursta sjúk!!), ótrúlega fínir burstar í sætu bleikur burstaveski! Kosta 1.679 kr.- ! Hægt að fá þá hér.
-         
-         
-        Augnskugga palletturnar frá BH cosmetics... vandæðalegt en mig langar í þær allar! Palletturanar frá BH cosmetics eru alltaf á tilboði, venjulega á 20-30% afslætti, um þessar mundir eru þær hinsvegar á 35% afslætti, og ég set verðin með afslættinum hér inn.
Á eina og restin er eftirfarandi (of plássfrekt að setja myndir með):
- 120 Color Paletta 1st Edition. Kostar 2.276 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/120-Color-Eyeshadow-Palette-1st-Edition/
- 120 Color Palette 3rd Edition. Kostar 2.656 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/120-Color-Eyeshadow-Palette-3rd-Edition/
- 120 Color Paletta 4th Editio. Kostar 2.656 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/120-Color-Eyeshadow-Palette-4th-Edition/
- 88 Color Cool Matte Palette. Kostar 1.632 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Cool-Matte-Palette/
- 88 Color Cool Shimmer Palette. Kostar 1.959 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Cool-Shimmer-Eyeshadow-Palette/
- 88 Color Tropical Matte Palette. Kostar 1.866 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Tropical-Matte-Eyeshadow-Palette/
- 88 Color Tropical Shimmer Palette. Kostar 1.714 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Tropical-Shimmer-Eyeshadow-Palette/
- 88 Color Matte Palette. Kostar 1.772 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Matte-Eyeshadow-Palette/
- 88 Color Shimmer Palette. Kostar 1.632 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Shimmer-Eyeshadow-Palette/
- 88 Color Netural Palette. Kostar 2.041 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/88-Color-Neutral-Eyeshadow-Palette/
- 28 Neutral Color Palette. Kostar 1.550 kr.- og fæst hér: http://www.bhcosmetics.com/products/eyes/28-Neutral-Eyeshadow-Color-Palette/

Ég pantaði mér eina 120 lita pallettu frá þeim um daginn og tollurinn var 1800 kr.-
Ég þurfti líka að nota paypal því hvorki plúskortið mitt né Magga virkaði þegar ég var að panta á þessari síðu, kanski því þau eru bæði fyrirframgreidd, er ekki viss. En flaug í gegn með paypal, ótrúlega skemmtileg og ódýr síða!

Hyljara paletta frá BH cosmetics, ég myndi u.þ.b. gefa handlegg fyrir þessa! Hef heyrt góða hluti um þessa hyljara, og það eru mörg litbrigði í pallettunni sem gefa manni kost á að leiðrétta allt frá roða yfir í bauga og margt fleira! Kostar 1.386 kr.- og fæst hér.


Kinnalita paletta frá BH cosmetics, myndi einnig gefa útlim fyrir þessa haha! Svo falleg! Og hef líka heyrt mikið um þessa í „bjútýsamfélaginu“á youtube og hinum ýmsu bjútýbloggum!
Kostar 1.386 kr.- og fæst hér.
-     
 Kremaugnskuggi frá e.l.f. í litnum Bronzed eða í litnum Candlelight. Kosta 1.190 kr.- og fást á íslenskri síðu hér.
-       
 Krem eyeliner frá e.l.f. í litnum Teal Tease eða í litnum Punk Purple- FALLEGT FALLEGT!. Kosta 990 kr.- og fást á íslenskri síðu hér.
-         
 Kinnalitur úr studio línunni hjá e.l.f. Mig langar í alla litina nema Candid Coral því ég á hann og mér finnst hann svo frábær að ég er sjúk í að eignast hina! Kosta 1.090 kr.- og fást á íslenskri síðu hér.
-        
Andlits Primer frá e.l.f. Langar rosalega að prófa hann. Kostar 1.890 kr.- og fæst á íslenskri síðu hér.
-         
  Bronzer og Kinnalitur frá e.l.f. Hef BARA heyrt góða hluti um þetta dúó, og langar roosa í það, enda eru þetta eftirlíkingar af uppáhalds vörunum mínum frá NARS (kinnaliturinn er dupe fyrir Orgasm og Bronzerinn er dupe fyrir Laguna, sem ég á og elska) Kostar 1.090 kr.- og fæst á íslenskri síðu hér.
-         
Stipple bursti frá e.l.f. Ég á einn svona frá Makeup forever, og elska hann, en maður á aldrei nóg af burstum og mig bráðvantar einn svona í viðbót! Kostar 1.090 kr.- og fæst á íslenskri síðu hér
-        
Sjampó fyrir burstana mína frá e.l.f. Bráðnauðsynlegt! Kostar 1.090 kr.- og fæst á íslenskri síðu hér
-         
 Kremaugnskugga paletta frá e.l.f. Ómissandi grunnur til að láta þurru augnskuggana poppa og haldast vel og lengi. Kostar 1.190 kr.- og fæst á íslenskri síðu hér.
NYX Jumbo eye pencil- langar svo ótrúlega mikið í þennan hvíta (Milk) Langar reyndar  í alla, en hvíti er svona efst á listanum. Frábært til að setja undir augnskugga og gera litina enn skírari og fallegri. Hef ekki enn rekist á "make up guru" sem elskar ekki Jumbo! Kostar 347 kr.- og fæst m.a.  hér. Hef enn ekki komist að því hvort hann sé fáanlegur einhversstaðar á Íslandi. 
-         

-         Okei ég héld að þetta sé komið gott af upptalningu, vill ekki drepa ykkur úr leiðindum. En þetta er svona það sem ég man eftir.
Raunin er samt sú að mig langar bara í allt snyrtivörutengt:
Allskonar bursta, allskonar naglalökk, allskonar húðvörur, allskonar hárvörur, allt sem tengist snyrtivörum ef ég á að vera hreinskilin.

Ég er að gleyma helling og þetta hér fyrir ofan er bara brotabrot af því sem ég þrái í lífinu, og stundum má maður láta sig dreyma!
Vona að í þessari upptalningu hafi ég kanski opnað augu ykkar fyrir einhverju spennandi sem þið hafið kanski áhuga á að eignast sjálf/ar eða skoða frekar og kanski jafnvel gefið einhverjum þarna úti jólagjafahugmyndir fyrir aðra snyrtivörusjúklinga þarna úti!

- Kata snyrtivörusjúklingur !!! :/
 P.S. Ég vil taka fram að ég hef pantað oftar en einu sinni af öllum síðunum hér að ofan og þær eru mjög öruggar, ef einhverjir eru feimnir við að gefa upp kortanúmer og svoleiðis. Aldrei verið neitt vesen :)