Heil og sæl öll!
Nú er frostatíð úti og þá fer að bera á þurrkublettum og flagnandi skinni hjá okkur þurrhúða-fólkinu! (Og jafnvel öðrum)
Það er mjög mikilvægt að gefa húðinni raka og hirða vel um hana, sérstaklega í andlitinu þar sem húðin er hvað viðkvæmust.
Ég hef í gegnum tíðina verið í miklu veseni með t.d. flögnun, og þegar ég setti farða yfir allann þurkinn að þá magnast hann bara upp og verður mun sýnilegri, jafnvel þó ég hafi sett rakakrem undir. Hjá flestum er þetta nú ekkert eins og hálft andlitið sé bara að fjúka af, en þegar nær er komið tekur maður eftir því að farðinn er ójafn, þurrkublettir eru augljósir og það er einfaldlega bara óþolandi að ráða ekki almennilega við þetta.

Hjá mér lagaðist þetta helling eftir að ég fjárfesti í andlits-skrúbbi; krem eða gel sem inniheldur í flestum tilfellum agnir af sandi eða álíka grófu efni, sem maður nuddar í hringi yfir andlitið og leysir þar með dauðar húðfrumur sem maður skolar svo af. Mikilvægt er að nota alls ekki body-skrúbb, því hann er venjulega allt of sterkur og grófur fyrir andlitið, við viljum ekki rispa húðina, heldur bara örva hana og losa okkur við þessar dauðu húðfrumur. Um að gera að spyrja í næsta apóteki eða snyrtivöruverslun hvort þær séu að selja andlits-skrúbb, annars er alltaf hægt að panta á netinu og ég hef gert það hingað til.
Gott er að endurtaka þetta 1-2 í hverri viku svo að húðin viðhaldi sér(mikilvægt að gera ekki of oft, fer eftir grófleika skrúbbsins), og það er mjög mikilvægt að vera með gott rakakrem tilbúið eftir á, því húðin er opin og sýgur í sig rakann, sem hjálpar auðvitað til við að koma í veg fyrir áframhaldandi þurrkubletti.
Þegar rakakrem er valið er mikilvægt að það henti þinni týpu af húð, hvort sem hún er þurr, blönduð eða feit. Það að nota vitlaust rakakrem getur gert meira neikvætt en jákvætt, t.d. ef þú ert með þurra húð og notar rakakrem sem ætlað er fólki með feita húð, ertu í raun ekki að fá þann raka sem húðin þín þarfnast, og jafnvel þurrkast hún enn meirr. Sama með feita húð, ef hún er hulin kremi fyrir þurra húð, verður hún bara enn feitari og olíumeiri.
Svoleiðis að þið þurr-félagar mínir, ættuð að fá hjálp ( ef þið eruð ekki viss) frá fagaðila t.d. á snyrtistofu eða í snyrtivöruverslun, við að velja krem sem hentar ykkur.
Þessi skref virka fyrir mig til að stuðla að því að húðin verði sem heilbirgðust og líti sem best út, með og án farða!
Að lokum er óhætt að benda á að auðvitað herjar frostið oft á húðina á öllum líkamanum svoleiðis að body-skrúbb og body lotion er góð hugmynd í og eftir sturtu allavega 2svar í viku fyrir allann líkamann :)
Megið þið eiga þurrk-lausan og yndislegan desembermánuð!
-Kata