Love/Hate Snyrtivörur| Myndband

Jæja hér kemur myndband!  Mér fannst það heldur þurrt og óhresst en snappfylgjendur mínir vildu ólmir fá það inn engu að síður (kíkið á mig á snap: katrinmariaa) þannig að hér kemur það.

Í eftirfarandi myndbandi fjalla ég um nokkrar af mínum uppáhaldsvörum og svo galla sem ég sé við þær. Eða vörur sem eru alls ekki í uppáhaldi, en ég elska samt eitthvað við þær. Þegar ég fór í gegnum snyrtivörusafnið mitt var samt nokkuð ljóst að flest allt sem ég er að nota hefur einhverja smávægilega ókosti, en ég tók bara svona það helsta fyrir.


Njótið og endilega kommentið ef þið eruð sammála um einhverjar af þessum vörum eða jafnvel ef þið getið bent á einhverja galla við uppáhaldsvörurnar ykkar.
Auðvitað eru þetta allt voðaleg fyrstaheimsvandamál, en það er alveg gaman að spá í þessa hluti þegar maður hefur djúpstæðan áhuga á snyrtivörum. 



Sumar með Morphe 35C| Förðun

Ég var búin að tala um það bæði hér á blogginu og í myndbandi hvað ég elska Morphe 35C palettuna mína mikið. Hún er yndæl, og sérstaklega svona að sumri. 



Ég henti í mini tutorial á snapchat (katrinmariaa) um daginn og úr varð þetta lúkk:



Þið getið látið ykkur hlakka til þess þegar ég flyt loksins vestur. Þar kemst ég í alvöru myndavél og get sagt skilið við þessar óáhrifaríku símamyndir í bili. 

Litirnir sem ég notaði:

Hvíti var notaður yfir allt augnlok.
Appelsínuguli var notaður í glóbus og blandaður upp á við. 
Brúni var notaður til að dýpka skygginguna í glóbus. 
Bleiki var notaður í innri augnkróka.
Guli var notaður á neðri augnháralínu. 

Morphe Brushes vörurnar kaupi ég á fotia.is, frí sending sem er toppnæs!

Fljótlegt og skemmtilegt en ótrúlega sumarlegt ef maður vill breyta aðeins út af vananum. 
Svo er annað slagið dugleg að snappa um eitthvað makeup tengt eða bara almennt flipp. Þannig ég mæli með því fyrir áhugasama að adda mér á Snapchat; katrinmariaa. 



Loréal Infallible 24 Hour Stay Fresh Foundation| Umfjöllun



Undanfarin misseri hefur Infallible farðinn frá Loréal verið að vekja mikla lukku í bloggheimum, þá helst þessi matti (Loreal Infallible Pro Matte 24 Hour Foundation). Þar sem ég er ekki matta týpan og er með þurra húð þá ákvað ég að prufa "Stay Fresh" útgáfuna af farðanum sem á samt líka að endast í 24 tíma (sénsinn). Svo vantaði mig nýtt meik.


Ég byrjaði á að falla harkalega fyrir honum. Áferðin er draumur- næstum eins og olíukennd í viðkomu (mínus olía!) þannig kanski meira eins og silki. Meikið er ofsalega létt á húðinni og það er pínu eins og maður sé ekki með neitt en það þekur samt ótrúlega vel (miðlungs til full þekja). Ég prufaði reyndar ekki sólahring, en það entist vel í 8-10 tíma á mér.

Ég keypti ljósasta litinn, sem var svona eins og öll hin meikin mín- kanski aðeins dekkri en húðin mín en auðveldlega hægt að láta það ganga. Maður hefur ekkert val þegar maður er næpuhvítur. 

En þá komum við að vandamálinu. Eftir að hafa dásamað þetta meik í viku fór ég að taka eftir stórum galla- ég áttaði mig á því þegar ég fór að fylgjast betur með að ég varð alltaf appelsínugul þegar líða fór á daginn. Seinna áttaði ég mig á því að það gerðist alltaf strax innan við klukkutíma eftir að ég setti meikið á mig. Eins og við vitum eiga meik og hyljarar það til að dökkna svolítið þegar það kemur út í bert loft, úr dollunni (kallað oxidization á ensku)- en þetta Infallible meik dökknar alveg um marga húðliti fyrsta hálftímann- miklu meira en önnur meik sem ég nota. 

Hér er Nars meikið mitt (vinstra megin) og Infallible meikið (hægra megin). Litirnir voru eins þegar ég setti þá á handabakið, en 10 mínútum síðar höfðu þau bæði dökknað (eins og gerist alltaf aðeins) nema hvað, Infallible meikið dökknar miklu meira og verður appelsínugultóna. Það sama gerist á andlitinu á mér, þannig að í lok dags er ég allt í einu með allt of dökkt meik sem passaði frábærlega um morguninn. 


Hér er ég bara búin að setja meikið á hægri hlið andlitsins. Ótrúlega falleg og náttúruleg þekja og birtir yfir andlitsdráttum. Sést helst munur í kringum augun.

Ég er svo brjálæðislega hrifin af þessu meiki en liturinn er að skemma það fyrir mér. Þetta er örugglega frábært fyrir þá sem eru aðeins dekkri en ég. Ég veit að það er til einn litur fyrir neðan þennan sem ég á en ég held hann fáist ekki á Íslandi (allavega ekki á Akureyri). Mig langar svo að prófa hann, því þetta meik fór beint í top 5 uppáhalds, fyrir utan þetta með litabreytinguna. Mæli klárlega með- en þó ekki með Vanilla ef þið eruð mjög ljós. 



Vídjóblogg| Sjómannadashelgi ANNAR HLUTI

Hér er síðari hluti af sjómannadagshelgar vídjóblogginu. Hann er ívið minna áhugaverður en fyrri hluti en ég ákvað samt að henda honum inn fyrir áhugasama. 

Ég vona að þið hafið haft gaman af þessum myndbönum og endilega smellið á like ef þið viljið sjá fleiri svona í framtíðinni. 


Hafið það notalegt það sem eftir er af þessum yndæla sunnudegi elskur. 


Vídjóblogg| Sjómannadagshelgi fyrir vestan

Þá er komið að öðru vídjóbloggi, að þessu sinni er það föstudagur seinustu helgar en laugardagurinn kemur inn á næstu dögum. Netið sem ég er að vinna með er bara gríðarlega hægt og það tekur mig um 5 klst að setja inn eitt korters myndband- sem er brútal.

Vonandi njótið þið. Og til að losa ykkur við allan vafa, þá slasaði mamma mín sig sem betur fer ekki (meiddi sig bara örlítið í höndunum) þannig það má hlæja! (MJÖG MIKIÐ)


Endilega hendið í like ef þið viljið meira svona :)





Hér er lífsmark!

Ætlaði bara að tékka inn í fljótu bragði, á ekkert tilbúið förðunar/snyrtivörublogg og er stödd vestur á fjörðum fyrir þá sem ekki fylgjast með snapchat (katrinmariaa) og/eða instagram (katrinmariaa). 

Ætlaði bara að minna á mig með einni stuttri og laggóðri kveðju. Viðburðaríkt vídjóblogg frá helginni er væntanlegt í næstu viku. Mögulega fyndnasta myndbandið mitt til þessa.




Fer svo vonandi að hafa smá svigrúm til að blogga almennilega á næstunni.
Takk takk og gleðilegan sjómannadag um helgina!