Ég lét loksins verða að því að kaupa augnskugga palettu frá Morphe Brushes um daginn. Ég átti í stökustu vandræðum með að velja en endaði á palettu 35C en hún er stútfull af sumarlegum og skærum möttum litum. Fyrstu kynni mín af palettunni voru hreint unaðsleg- hún kom mér töluvert á óvart. Litirnir eru þekjandi, mjúkir og auðblandanlegir (sem er allt sem ég þarf í lífinu).
Hér eru litaprufur án primers. Veit ekki afhverju höndin á mér lítur út eins og ég sé með húðsjúkdóm, en sjáið þið bara hvað litirnir eru fallegir og bjartir?
Fyrst prufaði ég rauðu tónana:
Svo lék ég mér með fjólubláu og bláu litina:
Hlakka mikið til að tilraunast meira með þessa liti alla. Er að hugsa um að verða við vinsælli bón og gera myndband með fjólubláu förðuninni ef ég finn tíma á næstunni. Þið fáið Morphe Brushes vörurnar á fotia.is á frábæru verði.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli