Varalitafíaskó| Myndband

Hvar ég máta nokkra nýja varaliti og geri mig að fífli. Eins og venjulega. 

Ég er orðin virkilega veik fyrir varalitum, finnst ég alltaf bara vera að kaupa varaliti.

Gerard varalitina keypti ég á gerardcosmetics.com og L.A. Girl keypti ég á fotia.is!



Geisha Wigs| Umfjöllun

Hæ, ég er mjög mikið að skila af mér íbúð í þessari vikur og hef vægast sagt engann tíma til að setjast niður og blogga. SKIL Á MORGUN OG ÞÁ ER ÉG FRJÁLS.
En hér er smá- svo þið gleymið mér ekki.

Ég tók upp á því um daginn að panta mér hárkollur eftir að hafa dreymt um það í lengri tíma. Ég er búin að fylgjast með HairHeGoes og öllum hans undursamlegu sköpunum á instagram í lengri tíma og svo sé ég hárkollur frá Geishawigs alltaf oftar og oftar poppa upp hér og þar líka. Mér finnst þetta svo frábær viðbót við skemmtilega förðun að ég gat ekki lengur staðið á mér og splæsti í tvær kollur frá Geisha Wigs

Þær koma í svona plastpokum sem mælt er með að geyma þær í (frekar en á gínu eða öðru slíku)
Ofan í pokanum eru þær í svona einskonar hárneti 
Svona eru þær að innan- auðvelt að staðsetja þær á höfði 


Ég á bara mynd af mér með gráu hárkolluna (þessa hér að ofan) en ég skartaði henni einmitt í nýlegu Update myndbandi. Hárkollurnar eru náttúrulega úr gerviefni, en þær eru töluvert vandaðar og það er í lagi að nota hita upp að 180°F (82°C) til að stílisera þær. Þær kosta tæpar 5.000 krónur og allt í allt borgaði ég um 15.000 fyrir þær tvær hingað komnar, sem mér finnst ekkert hræðilegt fyrir nokkuð vandaðar kollur. Það er alveg hægt að fara með þær út og fólk veit ekkert endilega að þetta sé gervi- en það er náttúrulega mökkpirrandi að vera með plasthár í andlitinu allan daginn. 

Mér finnst þetta langskemmtilegast sem "prop" fyrir makeup myndir og myndbönd. Sjáum hvort ég leggi í heilan dag einn daginn (ekki boðlegt á heitum degi giska ég samt á).
Ég á klárlega eftir að panta fleiri fallegar kollur hjá þeim. Allar sem mig langaði mest í voru uppseldar síðast svo ég keypti bara algjörlega random liti. Langar í einhverja fallega og litríka Ombré kollu næst.



19 Questions Tag| Myndband

Ég er svo busy að pakka niður og flytja að þið fáið bara allskonar svona hálfkák næstu vikurnar. Afsakið með mig!

Hér er allavega myndband, þar sem ég svara 19 tilgangslausum og random spurningum, vonandi hefur einhver sála þarna úti gaman af. 



Morphe 35C| Umfjöllun



Ég lét loksins verða að því að kaupa augnskugga palettu frá Morphe Brushes um daginn. Ég átti í stökustu vandræðum með að velja en endaði á palettu 35C en hún er stútfull af sumarlegum og skærum möttum litum. Fyrstu kynni mín af palettunni voru hreint unaðsleg- hún kom mér töluvert á óvart. Litirnir eru þekjandi, mjúkir og auðblandanlegir (sem er allt sem ég þarf í lífinu). 



Hér eru litaprufur án primers. Veit ekki afhverju höndin á mér lítur út eins og ég sé með húðsjúkdóm, en sjáið þið bara hvað litirnir eru fallegir og bjartir?

Fyrst prufaði ég rauðu tónana:



Svo lék ég mér með fjólubláu og bláu litina:



Hlakka mikið til að tilraunast meira með þessa liti alla. Er að hugsa um að verða við vinsælli bón og gera myndband með fjólubláu förðuninni ef ég finn tíma á næstunni. Þið fáið Morphe Brushes vörurnar á fotia.is á frábæru verði.


Gerard Cosmetics| Umfjöllun

Ég gat ekki annað en hoppað um borð í Gerard vagninn þegar ég sá alla fallegu varalitina þeirra vekja gleði og kátínu víðsvegar í netheimum. Að auki hafa tveir af mínum uppáhalds YouTube-urum slegist í lið með þeim og hannað sína eigin liti og þrá mín jókst eftir því.




Ég keypti mér fjóra liti því þeir voru á afslætti.
Tequila Sunrise | Grape Soda | All Dolled Up | Buttercup

Buttercup er reyndar eini sem er hannaður af Youtube-ara, henni Jaclyn Hill. Mig langaði líka í Kimchi Doll sem er hannaður af Sophiu Chang (fashionista804) en ég heyrði svo á YouTube að hann væri eiginlega alveg eins og Buttercup nema bara minni þekja og aðeins ljósari, þannig ég lét Buttercup duga (svo er ég alveg glötuð þegar kemur að nude varalitum). 

Hingað til er ég mjög ánægð með þá. Þeir eru litsterkir og þekjandi, endast þokkalega vel og svo finnst mér pakkningarnar mjög fallegar- alveg eins og MAC pakkningarnar en kanski örlítið "ódýrari" í viðkomu (og auðvitað öðruvísi á litinn). Ég set like á Gerard Cosmetics- þeir selja líka ótrúlega falleg gloss. 



Ilmvötnin mín| Uppáhalds

Ég hef lengi ætlað að deila með ykkur ilmvötnunum mínum. Ég á nú ekkert gríðarstórt safn, en alveg nóg til að henda í eins og eina færslu. 


Þetta eru þessi helstu. 
Escada ilmvötnin eru alltaf bara sumarklassík, ég er ekkert allt of sjúk í þau en það er fínt að spreya þeim á ef maður vill ekkert mikla lykt, en samt smá svona frútí frískleika (oj). Þau endast heldur ekkert lengi á manni (eu de toilette). 

Taylor Swift ilmvötnin eru og hafa lengi verið í miklu uppáhaldi. Séstaklega fyrra Wonderstruck ilmvatnið (fjólubláa). Fæ stanslaust hrós þegar ég er með það, svo það fer mér greinilega vel (ég finn lyktina aldrei). 

Lady Gaga og Nicki Minaj eru voðalega klassískir stjörnuilmir, mér finnst þeir alveg góðir og þeir vekja yfirleitt lukku þegar ég er með þá. En þeir eru alls ekkert extra grípandi eða áhugaverðir. 

Að lokum er það svo Guerlain La Petite Robe Noire (litli svarti kjóllinn) en það er dýrasti ilmurinn sem ég á og hann er líka mun margslungnari en hinir. Það er allt að gerast í honum. Vanilla, kirsuber, lakkrís og allt í bland- svo breytist ilmurinn á manni í gegnum daginn og sýnir mismunandi ilmbrigði. Hann er mjög spes og mjög kryddaður svo að ég þarf að vera í sérstöku skapi til að höndla hann. 




Það er eiginlega fáránlegt hvað ég á bara ódýra og basic ilmi miðað við hvað ég er mikill ilmvatnsmerkjasnobbari. Góð ilmvötn eru bara svo góð- en ég seldi lengi ilmvötn í snyrtivöruverslun og þar vandist maður ansi góðu.

Efst á listanum núna eru Gucci Flora, Marc Jacobs Dot og Daisy, Miss Dior Chérie, Dolce&Gabbana Light Blue, Versace Pink Crystal og Versace Yellow Diamond. (Plús milljón önnur en ég þarf að chilla).



Best Friend Tag + Alcohol| Myndband

Það skal alveg viðurkennast að þetta myndband var ekki sett inn án gaumgæfilegrar umhugsunar. Aj en við erum öll bara mannleg. Þetta var gaman- og er að mörgu leiti skoplegt líka- það þarf ekkert að taka þetta allt of alvarlega. 

Hér eru nokkrar misnytsamlegar staðreyndir um vináttu okkar Júlíönu. Skemmtanagildið er hvað hæst í byrjun og enda myndbandsins. Að mínu ó svo kurteisa mati. Mælum þó ekki með óhóflegri áfengisneyslu. 

Gott að hafa hugfast.


Eyekandy Glimmer| Umfjöllun



Eftir að hafa notað hrikalega léleg glimmer, ekki ætluð augum, í allt of mörg ár er ég loksins dottin í glimmer lukkupottinn þegar ég rakst á Eyekandi glimmerin inni á haustfjord.is (vá... ég er búin að minnast á haustfjord í tveimur færslum í röð, er ekki sponsuð, lofa). Og það skal tekið SKÝRT fram í þessari færslu að maður á alls ekki að nota glimmer á augun sem ekki er ætlað augum (föndurglimmer, naglaglimmer, bodyglimmer) bara NEI. Ég er bara óþekk. Það geta leynst glerflísar og allskonar hættulegt gúmmulaði í svoleiðis glimmeri sem má alls ekki komast í návígi við hornhimnur og annað augnalegt. 

Glimmer er fallegast úr fókus. Nýtur sín best þannig. Það er samt vont fyrir sálina á alla aðra vegu að hafa myndir úr fókus, lifum með því.

Ég pantaði mér fyrst af öllu Double Bubble glimmerið (efst á þessari mynd) sem ég varð mjög hratt sjúk í. Því næst pantaði ég mér Violet You're Turning Violet úr limited edition vorlínunni og var svo heppin að fá You're My Boy Blue með sem er líka úr limited edition vorlínunni. Þá vantar mig bara  On Wednesday's We Wear Pink og þá er vorlínan mætt heim til mín eins og hún leggur sig. Ekki ólíklegt að ég kaupi það bara út af nafninu...



Hér skarta ég You're My Boy Blue eiginlega sem eyeliner í þessu annars hlýja rauðtóna lúkki. Ég er mjög hrifin. 



Og hér er Double Bubble í aðalhlutverki. Þá á ég bara eftir að prófa Violet You're Turning Violet

Glimmerin koma í þremur grófleikum Sugar, Fine og Superfine. Þannig maður getur valið hvort maður verslar gróft eða mjög fínt eftir því hvað maður fílar. Ef þið viljið sjá aðra liti (og t.d. Violet You're Turning Violet "in action") þá vil ég mæla með þessari frábærlega upplýsandi (og fallegu) færslu sem Birna Magg gerði á birnamagg.com

Síðan ég skrifaði þessa færslu í síðustu viku hef ég náð að prófa Violet You're Turning Violet, þannig ég leyfi þeim myndum að fljóta með hér líka. Er með það í innri augnkrókum á eftirfarandi myndum. Ljómandi fallegt. Sá svo áðan að Þórunn Sif birti færslu um Eyekandy í vikunni á síðunni sinni thorunnsif.com mæli eindregið með því að þið kíkið á hana fyrir ítarlega umfjöllun um glimmerin :)