Gjafaleikur| Naked On The Run| Urban Decay

Minni á nýja færslu fyrir neðan þessa
---
Okei hvaða heppna meistarstykki ætlar að eignast Naked On The Run palettuna frá Urban Decay? Já þið heyrðuð rétt... 

Það er nefnilega gjafaleikur í gangi á facebook síðunni minni, hérna.

Það eina sem þú þarft að gera er að setja Like á katrinmaria.com á facebook og kommenta á myndina af palettunni þar. Sakar heldur ekki að smella á Subscribe á YouTube rásinni minni hér til hliðar og jafnvel deila myndinni ef þú ert í extra stuði. Palettan situr hér hin rólegasta fyrir framan mig, reddý fyrir nýjan eiganda. 


Hún er óneitanlega falleg og ég öfunda verðandi eiganda alveg helling.

Stolin mynd af Google- því mig skortir hæfileikana/verkfærin sem ljósmyndari.

Í palettunni eru 5 fallegir augnskuggar, bronzer, kinnalitur og svo all over shade sem hægt er að nota sem higlight bæði á andlit og augu. Þarna sjáið þið svo hinn margrómaða maskara Perversion, Urban Decay 24/7 Glide on pencil í litnum Stag og Nourishing Gloss í litnum Sesso.

Hvað er ekki að elska? Fullkomið á ferðinni- eða bara heima í kósý. Bara fullkomið.


Svo ein extra crappy mynd til að sýna ykkur hversu vel ég ætla að
passa hana þar til hún finnur sinn rétta eiganda.




Myndband| Uppáhalds í Mars 2015

Þá er komið að uppáhalds vörum marsmánaðar. Að þessu sinni í myndbandsformi og í styttra lagi en venjulega (batnandi mönnum og allt það...).


Örfá orð um það af hverju vörurnar hér að ofan hafa verið í uppáhaldi í mars. 


Myndbandið þar sem ég er harður nagli. 



L'Oréal True Match Lumi Farði| Umfjöllun

Í þessari færslu ætla ég að deila minni skoðun á True Match Lumi farðanum frá L'Oréal sem ég keypti mér úti á Florida í haust og hef verið að prófa síðan. 

Skál fyrir meistaratöktum í myndatöku. Eða svoleiðis. 
Farðinn á að gefa raka og ljóma. Hann er 40% vatn og á þannig að halda raka í húðinni út daginn. Farðinn er með 20 í SPF og hann á að henta öllum húðtýpum. Til lengri tíma á hann jafnvel að hafa ákveðna virkni og L'Oréal tala um að á mánuði ættirðu að sjá jákvæðar breytingar á húðinni þinni, jafnara og bjartara yfirlit. Farðinn hefur létta þekju sem má byggja upp. 

Ófarðað andlit vinstra megin og L'Oreal True Match Lumi einn og sér hægra megin.

Ófarðað andlit versus full andlitsförðun.

Og hvað finnst mér?
Ég er búin að gera margar tilraunir til að elska þennan farða eins og svo margir aðrir gera, en það er mér bara algjörlega ómögulegt. Ég hef notað margskonar bursta og svampa, fingur og primera en farðinn blandast bara ofboðslega illa inn í húðina mína. Ég er með frekar góða og vandamálalausa húð- helst þurra ef eitthvað vesen er þannig ég hélt þessi farði yrði gullinn fyrir mig. Mér finnst hann mest bara hreyfast fram og aftur ofan á húðinni og áferðin verður aldrei náttúruleg. 

Farðinn ýkir allar misjöfnur svosem svitaholur og þess háttar. Ég hef hingað til aldrei tekið eftir eða spáð neitt í svitaholum því þær eru alls ekki áberandi á mér, en með þessu farða eru þær algjörlega upplýstar. Að auki festist hann í og ýkir þurrkubletti sama hversu smáir þeir eru. 

Það verður að segjast eins og er að farðinn gefur ótrúlega fallegan ljóma, sem ég elska, en ég get ekki notið þess að horfa á hann öðruvísi en í mikilli fjarlægð (og svo er hann allt í lagi á myndum). Það hentar bara ekki alveg nógu vel fyrir förðunaráhugasaman fullkomnunarsinna að farðinn líti bara vel út við sérstakar aðstæður (í myrkri/fjarlægð hahah). 

Það er honum til bóta að hann ljómar ofboðslega fallega og myndast vel, en hann virkar bara alls ekki fyrir mig, því miður því ég hef heyrt að hann sé í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. 



Myndband| Semi Glossy Look- Rihanna Inspired

Upprunalega ætlaði ég ekki að taka þetta upp, en smellti á upptöku og því er myndbandið í algjöru rugli (eða ég öllu heldur). Þetta er meira bara þið að fylgjast með mér bulla- ég er ekki að kenna ykkur neitt eða gera heiminn betri á neinn hátt. Frekar en venjulega svosem.


Húð að vera húð í friði.

Þá er komið að myndbandinu með þessu "lúkki". Þetta er glossy förðun inspreruð af Rihönnu í myndbandinu við lagið Four Five Seconds. Munið að inspiration er ekki sama og copy. En lúkkið hennar fyllti mig innblæstri til að leika með glossy áferð og dewy yfirlit.


Gleymdi að setja það í myndbandið- en til að ná ennþá meira glossy lúkki á húðina notaði ég blönduna sem ég bjó til bara aðeins niður nefið og á kinnarnar (svona staðina sem ég vildi highlighta extra vel). 



Hvar versla ég snyrtivörur?

Í fyrradag fékk ég fyrirspurn frá lesanda, en hana langaði að vita hvaða vefsíður ég nota til að versla snyrtivörur frá útlöndum. Takk Jóhanna fyrir hugmyndina að þessari færslu, eflaust margir snyrtivörusjúkir sem geta nýtt sér slíkar upplýsingar. 


Ég versla snyrtivörur á netinu aðallega vegna þess að mikið að vinsælum merkjum fást hreinlega ekki á Íslandi. Förðunarheimurinn hefur algjörlega lifnað við með tilkomu bjútýsamfélasins á YouTube og í bloggheimum- en samtímis verður ekki hjá því komist að mann fari að langa í það sem er lofað á netinu. Bloggarar koma frá öllum heimshornum og vörurnar sem þeir fjalla um auðvitað líka. Sumar fást á Íslandi, sumar ekki. 


UK Based sem þýðir oft aðeins lægri tollur. Sendir yfirleitt frítt til Íslands. 

Beautybay býður upp á allskonar merki, ég set brot af þeim skáletrað hér að neðan- en ég hef persónulega mest notað þessa síðu til að panta mér vörur frá Urban Decay.

Anastasia Beverly Hills/ Ardell/ ArtDeco/ bareMinerals/ Illamasqua/ Laura Geller/ Too Faced/ Urban Decay

Staðsett í UK sem þýðir oft lægri tollur. Sendir frítt til Íslands.

FeelUnique er eins og Beautybay að því leiti að síðan býður upp á mikið úrval merkja, síðan er Europe based sem þýðir að mikið af merkjunum fást þegar á Íslandi. Ég nota hana helst til að panta Rimmel og Urban Decay. Brot af merkjum skáletruð hér að neðan.

Lancome/ Urban Decay/ Rimmel/ theBalm/ YSL/ Dior/ Guerlain/ bareMinerals/ Stila/ Real Techniques/ Glam Glow/ Clarisonic



UK Based sem þýðir oft lægri tollur. Sendir frítt til Íslands

Ég nota Asos auðvitað mikið til að versla föt, en þetta er líka ein af mínum uppáhalds snyrtivörusíðum. Þarna panta ég helst Nars, Rimmel og Bourjois. 

Nars/ Rimmel/ Bourjois/ Glam Glow/ Benefit/ Illamasqua/ L'Oreal/ Maybelline/ Nip&Fab/ Stila/ Tigi/ Too Faced/ theBalm

US Based sem þýðir oft hærri tollur. Sendingarkostnaður.

Camera Ready Cosmetics er í miklu uppáhaldi (aðallega til að skoða) en þessi síða er helst miðuð að fólki í leikhúsförðun, SFX förðun og þess háttar. Þarna er endalaust af ótrúlega spennandi hlutum í bland við basic hluti og ég hlakka mikið til að dýfa mér betur í hana. En mig langar að fara að hella mér af meiri alvöru í SFX förðun. Hingað til hef ég aðeins notað hana til að panta Ben Nye vörur. 

Ben Nye/ Beauty Blender/ Z palette/ 3rd Degree/ Eve Pearl/ Skindinavia/ Sigma/ Velour Lashes/ Sugarpill/ Stila/ Graftobian


US Based sem þýðir oft hærri tollur. Sendingarkostnaður.

BH Cosmetics er ein af uppáhaldssíðunum mínum til að fá stórar og litríkar pallettur. Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með skuggana þeirra- maður getur ekki kvartað fyrir þetta verð. Ég sný mér þannig oftast til þeirra ef ég vill skæra, litríka augnskugga í massavís. Elska t.d. 120 lita palletturnar þeirra. Þó er vert að hafa í huga að þetta eru bara generískar kínapallettur með logo-inu þeirra, örugglega hægt að fá þær ódýrari ómerktar á eBay, en mér finnst best að versla við BH.


Mér finnst tilefni til að taka fram að þó að nokkrar af þessum síðum selji vörur sem fást þegar á Íslandi á aðeins lægra verði er maður ekki alltaf að græða með því að panta þær að utan. Oft er munurinn lítill sem enginn eða það lítill að maður ætti frekar að styrkja íslensk fyrirtæki með því að versla vörurnar hér heima. Ég nota þessar vefsíður aðallega (þó ekki einungis) til þess að nálgast vörur sem eru ófáanlegar á Íslandi. Ég hef sjálf brennt mig á því að ætla að spara mér stórar upphæðir með því að panta vörur sem fást á Íslandi, að utan, en yfirleitt sparaði ég lítið eða ekkert og hefði frekar verið til í að eyða smá aukapening til að styrkja íslenska snyrtivöruflóru, enda líklegra að merkin haldist hér heima ef við styrkjum þau.

Minni því að lokum á nokkrar æðislegar íslenskar netverslanir:





Sigma/ L.A. Girl/ BarryM/ EyeKandy/ Socialeyes/ Sleek/ e.l.f./ Makeup Store/ Ilia/ Anastasia Beverly Hills/ theBalm/ Morphe/ Crown Brushes/ Embryolisse/ Skyn Iceland/ Sara Happ/ Modelrock


Ábendingar um fleiri skemmtilegar netverslanir vel þegnar í kommentum.


Myndband| Nýtt í safninu

Í slappleikamóki svaf ég af mér sólmyrkvan og sit nú undir ullarteppi og stari út um gluggan á sólina. Ég gæti ekki hatað þessa íbúð meira þó hún væri troðfull af köngulóm og kakkalökkum. Gerir mig pínu svekkta að hafa klárað "snyrtivöru-budgetið" í síðustu viku, því ég hefði gott af smá netverslunarleiðangri akkúrat núna.

 En að nýjum vörum seinustu vikna. Þetta myndband var tekið upp seinustu helgi, þannig það gæti á köflum verið pínu úr samhengi við undangengnar færslur.



Ýmislegt nýtt! Allt keypt á Íslandi sem er frábær tilbreyting :) Hagkaup, fotia.is, haustfjörð.is og lineup.is. 


(Ég segi óvart í myndbandinu að ég hafi pantað theBalm vörurnar af fotia.is sem er ekki rétt- ég keypti þær á lineup.is)



L.A. Girl Glazed Lip Paint| Umfjöllun

Þvílík meiriháttar snilld að eiga tilbúið blogg (undirbjó 3 seinustu helgi) þegar maður fær skyndilega flensu og hefur ekki metnað til neins nema að skipta um hlið í rúminu. Forsjálni er millinafn mitt.
---

Þegar ég verslaði mér dulítið af blandi á fotia.is um daginn varð ég að skella hinum margrómuðu L.A. Girl Glazed Lip Paints með til að prófa. Ef þið viljið heyra um fleiri liti mæli ég með þessari umfjöllun Elínar Stefáns (elinlikes.com) um vöruna, en undanfarið hef ég treyst henni í einu og öllu þegar kemur að snyrtivörum og myndirnar sem hún tekur eru unaður að skoða. Þetta eru háglansandi varalitir í fljótandi formi sem gefa ríkan lit. 
Ég pantaði litina Whimsical og Babydoll


Litirnir sem ég valdi eru ekkert sérstaklega ólíkir. Ég er snillingur í fjölbreytileika eða þannig. Whimsical er aðeins meira út í Mauve og svona dusty rose. Rykrósugur? Heh. Á meðan Babydoll er meira hot pink týpískur blátóna bleikur. Báðir eru þeir töluvert skærir en Babydoll slær Whimsical þó klárlega út í þeim efnum. 




Whimsical er aðeins meira tónaður niður ef hann er borinn saman við Babydoll. Mér fannst hann koma fallega út með smokey- ekki of æpandi en ekki of nude. 


Babydoll er töluvert skærari og hentar því vel með minimalískum augnfarða. Verður fallegur í sumar þegar maður nennir lítið að mála sig en vill smá pop of colour! Annars gef ég lítið fyrir allar svona ráðleggingar og ykkur (sem og mér) er velkomið að rokka skærar varir við hvaða lúkk sem er. Frelsið í förðun er best!

Samantekt:
Litirnir eru skemmtilegir ef maður er hrifin af glansandi vörum (eitthvað sem ég hef nýlega verið að fíla meir og meir). Mér finnst þeir fallegastir þegar þeir hafa þornað aðeins, en þegar maður setur þá á fyrst getur verið smá vesen að ná algjörlega jafnri áferð á varirnar. Auk þess eru þeir mjög blautir/klísturkenndir á meðan á ásetningu stendur, sem er ekkert sérstaklega fallegt. Litirnir jafna sig þó fljótt bæði hvað áferð og jafnt yfirlit varðar og eru þá mun fallegri en maður býst við í fyrstu, þannig ekki gefast upp þó þeir hræði þig í fyrstu. Mig langar klárlega að prófa fleiri liti og þar sem þeir kosta bara 990 kr. getur maður nú kanski alveg leyft sér nokkra í viðbót. 



Myndband| Fyrstu kynni| Lancôme GRANDIÔSE


Ég ákvað að henda í fyrsta "First Impression" myndbandið mitt. Þar sem ég prufa vöru í fyrsta skipti og segi frá fyrstu upplifun, live, eða þannig.

Mín meingallaða tilraun til að ná mynd af maskaranum, sem var mér algjörlega ómögulegt.

Google gefur.

Í þetta sinn prufa ég Grandiose maskarann frá Lancome í fyrsta skipti. Allt um það í eftirfarandi myndbandi:




Lancôme Miracle Cushion| Umfjöllun

Í höfuðborgarferð liðinnar helgar átti ég leið um snyrtivörudeildina í Hagkaup, Kringlunni. Ég gekk óvænt út með tvær vörur frá Lancôme (Húrra fyrir 20% afslætti). Miracle Cushion farðann og Grandiose maskarann. Íslensk blogg sem og netheimar allir hafa undanfarið iðað af líflegri umfjöllun um ofantaldar vörur og það er erfitt að stilla sig um að prófa vörur sem hafa fengið mikið lof. 

Hvað er Miracle Cushion farðinn og hvað finnst mér um hann?



Farðinn kemur í lítilli dós með svampi sem heldur honum ofan í dósinni. Meðfylgjandi er svampur til áburðar. Farðinn er léttur og rakagefandi og hentar því sérlega vel fyrir þurra húð- en að sjálfsögðu geta allir sem vilja notað þennan farða. Farðinn gefur litla þekju og hentar því best fyrir þá sem vilja rétt jafna húðlit og áferð húðarinnar. Þeir sem sækjast eftir meiri þekju og lengri endingu ættu líklega að halda sig frá þessum farða. Það er þó að einhverju leyti hægt að byggja upp þekju með þyngri ásetningu eða með því að fara oftar yfir vandamálasvæði. Að endingu gefur hann þó alltaf í mesta lagi miðlungs þekju (ef það).  



Mér finnst farðinn frábær á þeim dögum sem ég vil aðeins fríska upp á útlit húðarinnar (t.d. í vinnunni- þegar ég vil vera lítið sem ekkert máluð, en samt frískleg). Þetta minnir pínulítið á BB eða CC krem- kanski örlítið uppbyggilegri þekja. En á mér er farðinn mjög blautur svo ég verð að setja hann með púðri- sem ég geri hvort sem er yfirleitt. Í lok dags var ég farin að sjá frekar mikið í gegnum hann en fannst hann þó ennþá standa sig vel í að halda húðlitnum jöfnum svona heilt yfir.

Án farða| Ein umferð af farða| Farði+restin af andlitsvörum

Ef vel er að gáð sést að farðinn jafnar út rjóðar kinnar og svolítið af gula litnum í kringum munnsvæði sem og litaójöfnu í kringum nef og á augnlokum. Að auki gefur hann fallegan ljóma.

Mér finnst farðinn gefa ofsalega heilbrigt yfirlit og ég get séð fyrir mér að hann verði í sérstöku uppáhaldi í sumar (svo er líka sólarvörn í honum). Hann er allavega með skemmtilegri léttum förðum sem ég hef prófað. Mín helsta athugasemd eru umbúðirnar, en það fyrsta sem ég hugsa þegar ég sé þær er að þetta geti aldeilis verið gróðrarstía fyrir bakteríur- en á móti kemur að þær eru frekar hipp og kúl og það er alltaf gaman að eiga eitthvað fönký og öðruvísi í safninu.


Minn litur er sá ljósasti, 01 Pure Porcelaine, en eins og ég hafði á orði við sölukonuna þá þrælvantar litaúrval (jafnvel enn ljósara). En þetta er einn af göllum snyrtivörurisa heimsins, það vantar oft inn ljósari liti- mér finnst ég aldrei ná hinum fullkomna lit (ég hélt ég væri bara venjulega íslensk á litin). Látið samt ekki dökka litinn á svampinum hræða ykkur, ég hélt ég hefði óvart keypt farða númer 45 en ekki 01 þegar ég opnaði dolluna fyrst.

TLDR:
- Frábær farði fyrir þá sem vilja helst ekki vera með neitt á sér en þrá jafnari húðlit
- Rakagefandi og veitir fallegan ljóma
- Ég er mjög hrifin af honum fyrir "no makeup makeup lúkk".