Myndband| Makeup Geek Halo

Ef þið viljið sjá manneskju ströggla í óþægilega langa stund við að setja á sig varalit, þá eruð þið á réttum stað.




Notaði loksins Makeup Geek augnskuggana mína um daginn, ég er forfallin.


Smellið á mynd til að sjá myndbandið.

Augu:
Makeup Geek augnskuggar
MAC soft ochre paintpot
Socialeyes augnhár í Siren

Andlit: 
Nars Sheer Glow í Deuville
Rimmel Stay Matte púður
Inglot kinnalitur
Nars Laguna Bronzer
Hourglass ambient púður í Ethereal
ABH Dip Pomade í Taupe
ABH Liquid Lipstick í Vintage




Snyrtibuddan| Rebekka Einarsdóttir Airbrush&Make up Artist

Nú hef ég verið lengi á leiðinni að vekja "Snyrtibuddu-bloggin" aftur til lífsins eftir stuttan líftíma fyrir tveimur árum eða svo. Fyrir þá sem ekki fylgdust með á þeim tíma, þá fæ ég einfaldleg að forvitnast um uppáhaldsvörur fólks. Að þessu sinni fannst mér tilvalið að byrja á Rebekku Einarsdóttur sem útskrifaðist sem Airbrush&Makeup Artist úr Airbrush & Make up School vorið 2012 og hefur verið að vekja athygli bæði á facebook og instagram enda ótrúlega klár þegar kemur að förðun og því tengdu.



Laura mercier Secret Camouflage concealer tvennan í litnum SC-3, af því að hún hylur í fullri alvöru allt sem hylja þarf og nota ég hana mikið undir augun til að „blockera“ bláma. Umhirða húðar er mér mjög mikilvæg og eru Essential nutriton maskinn frá Guinot og Pure ritual djúphreinsirinn frá Helena Rubinstein fullkomið combo, húðin verður ljómandi og endurnærð. Góður maskari er vandfundinn að mínu mati, en ég fékk mér um daginn Grandiose frá Lancome og nú verður ekki aftur snúið, klárlega varan sem myndi hafa með mér á eyðieyjuna ef ég hefði val um bara eitt. Og svo er daglegt stríð á milli Esteé Lauder Double Wear farðans og YSL Fusion Ink farðans, ég gæti ekki lifað án annars hvors en get alls ekki gert upp á milli þeirra.

Ég legg aðaláherslu á húðina í minni daglegu förðun (og kannski líka í öllum öðrum förðunum) en ég nota yfirleitt farða og varalit á hverjum degi. Undanfarið hef ég verið að nota MAC Face and body + LA Girl Pro conceal, matt sólarpúður frá NYX til að skyggja léttilega og soft and gentle highlighter til að gefa smá ljóma, augabrúnatúss frá NYX til þess að fylla létt í, Grandiose maskara, og svo YSL Beige tribute + natural varablýant frá NYX.

Þegar ég er að fara einhvað fínna nota ég yfirleitt aðeins meira á húðina en ég geri dagsdaglega. Þá byrja ég á HD primer frá NYX, og nota svo annað hvort Double Wear eða Fusion ink, mjög lítið af Secret Camouflage undir augun til að leiðrétta litinn, nota svo Pro conceal hyljara frá LA Girl til þess að highlighta svæðið undir augunum og nefið, stilli allt af með Blot púðri frá NYX og skyggi með Contour shades carob og fawn frá Anastasia beverly hills. Augun eru oftast mikið lash focus og nota ég House of lashes augnhár eða set saman einhver minni, augnskugginn er aldrei eins hjá mér og geri ég aldrei sömu förðunina tvisvar. En ég er mikið fyrir smoked out liner, eða þá no-liner look með mikinn skugga undir augun. Ég held ég sé bara alltaf með nude varir, eða þá nude pink, en go-to varaliturinn er Chanel númer 114 og gerist það ósjaldan að ég skelli Clarins Instant light í 02 yfir hann. Perfect combó.

Facebook:



Instagram:

Takk fyrir að leyfa mér að forvitnast Rebekka!


Myndband| Mixed Makeup Challenge

Eftirfarandi myndband verður mjög dramatískt, mjög hratt.


Hvernig gerðist þetta spyrjið þið kanski? Aðeins ein leið til að komast að því:


Takk Iðunn fyrir áskorunina! :)
Kíkið endilega á www.idunnjonasar.com hún gerir skemmtileg myndbönd og blogg!



Myndband| Naked 1

Jæja Edda, hér kemur loksins lúkkið úr fyrstu Naked palettunni sem þú óskaðir eftir. Ég reikna með að gera að minnsta kosti eitt úr hverri Naked palettu, ef ekki fleiri. Þetta var eitt mjög einfalt og auðvelt í framkvæmd, fyrir þá sem vilja hafa hlutina sem fyrirhafnar minnsta. 



Ég tók myndbandið upp fyrir að mig minnir 2 vikum, þannig ég er kanski pínu úr samhengi í byrjuninni :)


Smelltu á þessa mynd sem gefur glimpse af tíkarlega hvíldarfésinu mínu (bitchy resting face).

Gleðilegan bolludag!



Nýtt| Anastasia, Socialeyes&Tanya Burr


Það duttu tveir pakkar inn um lúguna í síðustu viku- ég ætlaði ekkert sérstaklega að deila þeim í færslu en ákvað svo að gera það samt. Þá kanski líka svo að það sé eitthvað af færslum sem innihalda ekki myndband- en ég virðist vera alveg myndbandssjúk.






Ég bætti loksins í augnhárasafnið mitt, veitti svosem ekki af þar sem það var svo til tómt. Ég splæsti loksins í Socialeyes sem ég hef ætlað að prufa í marga mánuði en aldrei haft ráð eða vit til. Ég keypti þau af haustfjord.is í týpunum Minx, Vixen og Siren og þau eru ótrúlega falleg. Mig hefur einnig langað að prófa augnhárin frá Tanya Burr lengi þannig að þegar ég var í leit að stökum augnhárum ákvað ég að kaupa þau frá henni. So far so good. 



Já ég var mikið í því að uppfylla gamla drauma í janúarversleríinu. Loksins eignaðist ég Anastasia Beverly Hills Contour Kit. Geri ítarlegri færslu um hana seinna. Afsakið hvað hún er kámug, gat auðvitað ekki haldið fingrunum af henni þegar hún kom.



Frá Anastasia pantaði ég einnig augnskuggapalettuna Maya Mia sem ég hef haft augastað á (langaði reyndar líka mikið í Amrezy palettuna en hún var ekki til/er uppseld). Þessi er strax komin í uppáhald, elska möttu litina.  



Svo er það Anastasia Liquid Lipstick í litnum Vintage. Ég pantaði af Anastasia bara til þess að prufa þessa nýju varaliti þeirra- endaði á að panta bara einn til að prufa og leyfði contour og augnskuggapalettunni þess vegna að fljóta með í leiðinni :) So far er ég mjög hrifin af formúlunni, langar núna í meira basic liti, því þessi er ekki beint svona everyday litur. 



Myndband| 20 staðreyndir um mig

Eftirfarandi myndband veitir allt of mikla innsýn í líf mitt og undirstrikar það hversu skrítin ég er. Ég er mjög skrítin. Trúi ekki að ég ætli að birta þetta. Svo fáið þið óvænt smá ómeðvitað input frá Magga, sem er mjög fyndið.
En vonandi hafið þið gaman af, ekki afneita mér.




Smellið á myndina til að sjá myndbandið




Myndband| Gerviaugnhár 101

Ég fékk request um daginn um að gera gerviaugnháramyndband.
Ég ákvað að skella í það seinustu helgi og nú er það tilbúið til birtingar!
Endilega dælið inn fleiri beiðnum og/eða hugmyndum.


Smellið á myndina til þess að horfa á myndbandið :)









MAC varalitir|

Það hefur komið fram ítrekað á þessu bloggi að ég sé algjör amature þegar kemur að snyrtivörum frá MAC. Einhverra hluta vegna varð þetta merki undir hjá mér (mestmegnis vegna þess að ég hef verið fátækur námsmaður nær allan þann tíma sem ég hef verið að blogga). Og svo auðvitað því ég hef alltaf búið langt í burtu frá MAC verslunum. 


Ég keypti mér tvo MAC varaliti um daginn (myndband með nýjum vörum birtist í seinustu færslu) og vildi sýna ykkur í bloggi. En ákvað að skella bara hinum tveimur sem ég á með, svona fyrst ég á bara fjóra.


Þeir sem ég keypti mér núna voru Chatterbox og Girl About Town. Bæði litir sem ég heyrði mælt með á netinu og báðir Amplified formúlan, þannig þeir eru ótrúlega litsterkir og svolítið glansandi en ekki með of áberandi glans (og þeir þorna með tímanum og verða bara ótrúlega næs blanda milli þess að vera glansandi og mattir).  Þeir sem ég átti fyrir (og fékk gefins) voru Ruby Woo og Candy Yum-Yum sem eru báðir mattir og þar af leiðandi gríðarlega litsterkir. 

Viðbjóðslega pirrandi forrit sem ég nota til að skrifa inn á myndirnar/setja margar saman. Það blörrar mig sjúklega mikið.

Myndirnar eru raunverulega svona:


Svipurinn er svona því það er vonlaust að setja á sig rauðan varalit án þess að hafa varablýant og varalitabursta. (Ég er allavega arfaslök í því). 


Ég er ótrúlega ánægð með litina sem ég valdi mér, Chatterbox og Girl About Town. Báðir skemmtilegir og litríkir, en auðveldir að komast upp með við hin ýmsu tækifæri. Sem er svolítið ólíkt þessum sem ég átti fyrir, þeir eru örlítið meira in-your-face, æpandi og næstum pirrandi fallegir. Formúlan Amplified sem tveir fyrrnefndu eru, er klárlega uppáhald í augnablikinu. Candy Yum Yum og Ruby Woo eru báðir mattir eins og ég sagði og ég elska matta varaliti- en þeir eru ekki jafn þægilegir á vörunum og þá kanski sérstaklega ekki Ruby Woo því hann er extra þurr, þó liturinn sjálfur sé í miklu uppáhaldi.

Ég er ýkt spennt að kynnast MAC betur á næstu misserum, og þá sérstaklega fleiri fallegum varalitum :) Hverjir eru ykkar uppáhalds MAC varalitir? Hverju mælið þið með?




Myndband| Nýtt í safninu

Þá er komið að fyrsta "nýtt í safninu" myndbandinu. Yay or nay?
Þið vilduð allavega myndband og ég elska að búa þessi myndbönd öll til þannig here goes! Látið vita ef eitthvað má öðruvísi fara!




Smelltu á þessa undursamlegu stillu til að horfa á myndbandið!




Dagbókin mín| Personal Planner



Um daginn pantaði ég mér dagbók sem ég hannaði að miklu leyti sjálf í gegnum vefsíðuna Personal Planner. 
Ég er búin að vera sjúklega spennt að fá hana í hendurnar eftir að hafa dundað við að ákveða hvernig ég vildi hafa hana. Ég hef nefnilega uppgötvað á síðustu misserum að það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera í frítímanum mínum (þegar ég er ekki að vinna) að ég þarf að koma mér upp einhverskonar skipulagi og ég taldi fallega dagbók geta hjálpað mikið til við að skipuleggja vikurnar.

Maður getur stjórnað ansi miklu í útlitið dagbókarinnar. Ég valdi t.d. þessa fallegu mynd framan á hana (hér að ofan) og ákvað hvað skyldi standa framan á. Ég mæli með að forvitnir kíkji á síðuna þeirra og sjái hvað er í boði.


Fyrsta síðan er "upplýsingasíða" t.d. nytsamlega ef bókin týnist. En ég valdi að hafa quote sem er í uppáhaldi og svo nokkrar basic upplýsingar um hvernig best sé að komast í samband við mig ef bókin finnst. (Svo mehndi-mynstra ég mig í gang þegar mér leiðist, til skrauts).


Ég valdi hvernig dagarnir eru uppsettir (nokkur snið möguleg) en mér leist best á þetta fyrirkomulag. Einnig valdi ég þennan ljósbleika lit og "þemað" efst. Sem hjá mér er bleikt með kanínu icon- en það eru milljón myndir og "borðar" í boði til að hafa þarna efst.


Maður velur einnig hvað maður vill hafa þarna neðst á síðunni. Ýmislegt nytsamlegt í boði en mér leist best á "To Do This Week" og "Notes" ásamt litlu yfirliti yfir mánuðinn.




Svo getur maður skráð inn afmælisdaga hjá vinum og ættingjum sem birtast svo svona skemmtilega á þeim dögum þar sem slíkt á við. 

Aftast valdi ég að hafa um 40 bls. af línustrikuðum blöðum (einnig margt í boði hvað það varðar). Mér fannst það tilvalið til að skrifa niður hugmyndir fyrir bloggið og fleira.

Á eftir þessum 40 línustrikuðu blaðsíðum valdi ég svo að hafa landakort, en þarna hef ég allan heiminn á einhverjum 8 blaðsíðum eða svo. Svona ef ferðaþránni skyldi slá niður á árinu!

Sárvantar Ísafjörð. Mikilvægt að hafa Raufarhöfn samt... heh.

Aftan á skellti ég svo fjölskylduselfie frá jólunum. Bara svona til að hafa smá extra personal touch í lokin. 

Ég er ástfangin af þessari blessuðu dagbók. Langar að búa til aðra! Mæli með þessu fyrir skipulagsglaða. Hún var ekkert brjálæðislega dýr, ég borgaði 5.300 krónur fyrir bókina sjálfa og svo borgaði ég 1.400 krónur í toll þegar hún kom til landsins. Mér finnst það nú ekkert hræðilegt fyrir bók sem maður fær að sérsmíða svona eftir eigin hentisemi :) Það tekur reyndar um 3 vikur að fá hana eftir að maður pantar, en maður getur líka valið í hvaða mánuði hún byrjar og endar og þess háttar. Ég valdi að hafa mína JAN 15'- JAN 16' jafnvel þó að ég fengi hana í byrjun febrúar.