Jæja, þá er loksins komið að því.
Tækifæri fyrir ykkur til að bæta einhverju krúttlegu í safnið ykkar.
Ég vil bara segja takk. Takk allir sem heimsækja bloggið, bæði þeir sem hafa lesið í ríflega þrjú ár en einnig þeir sem eru bara nýkomnir í hópinn. Ég hef rosalega gaman af því að skrifa færslur um allskonar sem er mér hugleikið hverja stund og þó að stundum líði full langt á milli verður svo að vera. Mér þykir það betra en að kreista fram færslur úr tómum og ó-innblásnum heila. Vonandi hafið þið samt gaman af öllu saman.
Gjöfin:
Aukalega bætti ég svo við til gamans lúxus tester af Dior augnskuggapalettu og Estée Lauder Advanced Night Repair Recovery Complex. Ég verslaði mikið í gegnum "gömlu" vinnuna mína og þá fylgdu oft svona krúttvörur með sem ég nota ekki alltaf (bara því ég á svo mikið af öllu). Hélt kanski að þið hefðuð gaman af að fá þau með.
Tækifæri fyrir ykkur til að bæta einhverju krúttlegu í safnið ykkar.
Ég vil bara segja takk. Takk allir sem heimsækja bloggið, bæði þeir sem hafa lesið í ríflega þrjú ár en einnig þeir sem eru bara nýkomnir í hópinn. Ég hef rosalega gaman af því að skrifa færslur um allskonar sem er mér hugleikið hverja stund og þó að stundum líði full langt á milli verður svo að vera. Mér þykir það betra en að kreista fram færslur úr tómum og ó-innblásnum heila. Vonandi hafið þið samt gaman af öllu saman.
Gjöfin:
Bland af nokkrum vörum sem ég elska:
Ardell Natural augnhár: Ég held mikið upp á Ardell augnhárin, þessi eru svona náttúrulegri "everyday" augnhár :)
Jarðaberjasápa frá Body Shop: Ég er mjög hrifin af jarðaberjalyktinni frá Body Shop fæ aldrei nóg.
Parsin Hilton Body Spray: Þessi ilmur var uppáhaldið mitt í mörg mörg ár, þar til ég hætti að finna hann á Íslandi- vona að hann falli í kramið :)
EOS: Á mikið af varasölvum frá EOS, engir töfravarasalvar, nokkuð venjulegir bara en þeir eru bara svo ótrúlega sætir og gaman að eiga þá (þessi er ekki í plasti því hann kom í pakka með fjórum í).
Maybelline Age Rewind Hyljari: Þessi hyljari hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir undirauga svæðið. Ég keypti hann í ljósasta með það í huga að hann yrði notaður sem svona hyljari/highlighter. Vona að hann verði ekki of ljós fyrir þann sem eignast hann.
Að lokum er svo bara handspritt með Pumpkin Cupcake lykt og nokkrir sælgætismolar frá Ameríkunni.
{Skilyrði gjafaleiksins (eins og í öðrum gjafaleikjum sem ég hef haft) eru þau að til að taka þátt í leiknum þarf viðkomandi að setja like á KatrínMaría.com á facebook. En það er ekki nóg að like-a bara síðuna, það er einnig mjög mikilvægt að like-a þessa mynd sem er inni á facebook síðunni svo ég sjái alla sem taka þátt í leiknum}
Það er víst ekki hægt að skipta um nafn á facebooksíðu sem þegar hefur 200 like eða meira, þannig ég þurfti að búa til nýja like-síðu fyrir nýja nafnið á blogginu ég byrjaði því frá núlli í fyrradag en fékk ótrúlega góðar viðtökur strax og er nú að skríða hægt og rólega í fyrra horf.
Það er víst ekki hægt að skipta um nafn á facebooksíðu sem þegar hefur 200 like eða meira, þannig ég þurfti að búa til nýja like-síðu fyrir nýja nafnið á blogginu ég byrjaði því frá núlli í fyrradag en fékk ótrúlega góðar viðtökur strax og er nú að skríða hægt og rólega í fyrra horf.
19. október kem ég svo til með að fara yfir like-in á myndinni og nota random.org til að finna sigurvegarann.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli