Ég fæ oft að heyra frá mörgum ykkar að þið hafið gaman af svona "haul" bloggum, ég hef sjálf mjög gaman af því að lesa svona blogg- svo ég skil ykkur fullkomlega.
Mér hefur áskotnast ýmislegt undanfarið- bæði hef ég keypt/fengið gefins frá bloggvinkonu minni henni Sigrúnu, sem er algjört æði! Hún er dugleg að pota í mig ef það er eitthvað sem hún notar ekki eða finnst ekki henta sér og þá býður hún mér að kaupa það á niðursettu verði- eins og það væri ekki nógu frábært þá á hún það til að lauma auka vörum með (alveg helling), og svo hef ég verslað mér sjálf héðan og þaðan. Þetta er uppsafnað frá svona.. seinustu 2-3 mánuðum.
Það sem ég fékk gefins/keypti af Sigrúnu:
Fékk fjall af kremaugnskuggum! Elska svoleiðis.
Maybelline color tattoos í:- Eternal Gold
- Bad to the bronze
- Inked in pink
- Tough as taupe
Sigma shadow base í:
- Sculpt
- Persuade (uppáhalds, dupe fyrir painterly frá MAC)- Pose
Stila Smudge Pot:
- Kitten
Fékk tvær fjórskugga palettur frá MAC ásamt 8 MAC augnskuggum.
Litir:
- Surreal
- Beauty Marked
- Soft Brown
- Motif
- Texture
- Rule
- Brown Script
- Romp
Fékk "nokkur" meik.
- Chanel Vita Lumiére Aqua í 10 Beige (Mesta uppáhald í heimi)
- Make Up Forever HD foundation (Líka í miklu uppáhaldi)
- Laura Mercier Oil free foundation í Blush Ivory
- Revlon ColorStay í 150 Buff Chamois- Laura Mercier silk créme foundation í Soft Ivory
- Lioele Secret Pore Bright Gel Foundation
Mac Pro Longwear hyljari í NC15 ( er ástfangin).
Inglot kinnalitapaletta- sjúk í tvo miðjulitina. Annars allir mjög flottir og sjúklega fallegir á húðinni.
Naked Flushed- og þar með er ég loksins í græðgi minni, búin að eignast allar Naked paletturnar. Mjög fallegur kinnalitur og highlighter, hef notað bronzerinn eitthvað minna- en finnst hann meira sumarlegur en vetrarlegur :)
Tveir kinnalitir frá Benefit, annars vegar Dallas og hins vegar Coralista- fékk reyndar einn eða tvo aðra minnir mig. En það hefur gleymst að taka mynd!
Mac mineralize skinfinish í Porcelain Pink- sjúklega fallegur highlighter. Mikið notaður þessa dagana.
Nars highlighter duo í Hungry Heart- einnig sjúklega fallegt. Er highlighter sjúk þessa dagana, dewy og létt húð finnst mér það allra fallegasta núna.
Augnskugga tvíeyki í Tokyo. Ekkert smá fallegir litir :)
Highlighter duo frá Stila í Kitten- örugglega uppáhalds highligterinn minn! Báðir litir!
Síðast en ekki síst fékk ég gefins ALLA þessa bursta sem eru á myndinni. Núna bý ég svo vel að eiga tvö stykki af nánast öllum burstunum mínum- er líka nokkrum númerum of hamingjusöm með það (hentar líka stórvel fyrir fólk sem er latt að þvo burstana sína eins og ég haha).
Það sem ég keypti mér í hinum og þessum búðum:
Maybelline maskari- The Rocket. Ekkert til að hrópa húrra fyrir, en virkar engu að síður.
Magnetic Mascara- Sá Wayne Goss tala um þennan maskara (í einni túpu er maskari, en í hinni eru "trefjar" eða eitthvað slíkt) á að gefa false lash effect og lengja. Not impressed haha!
Vantaði nýtt laust púður- fjárfesti í Loose Powder frá Sensai, er þó á því að e.l.f. HD púðrið sé miklu betra undir augun, en Sensai púðrið er fallegt yfir restina af andlitinu- gefur smá ljóma. Vantaði svo líka venjuleg púður, keypti þetta púður frá Chanel í 30 Naturel- Translucent 2.
Chérie Bow Limited Edition palette í 001 frá Dior. Ég keypti þessa reyndar ekki sjálf heldur fékka að gjöf. Svo ótrúlega falleg- tveir tvöfaldir burstar, þrír augnskuggar, gel eyeliner og undir silfraða lokinu er gloss. Er sjúk í pakkninguna- og tími engan vegin að nota innihaldið. Er þó búin að prófa, gerði mjög fallegt lúkk með öllum vörunum :)
Er mjög þakklát og kát!
Katrín María
Engin ummæli :
Skrifa ummæli