Bilun| Októberkaós

Hæ. 
Ég geri mér allt of vel grein fyrir því hversu mikið þessa síðu skortir bloggfærslu- held líka að mig skorti bloggfærslu, svo gott fyrir sálina að sinna áhugamálinu annað slagið (það skrifaði læknirinn minn upp á að minnsta kosti). 

Ég er reyndar á kafi í prófalærdómi og svo eru vinnutörn, engin sólahringsvinna, en nóg til að þreyta mann svo um munar. Hef sem betur fer verið dugleg undanfarið og notað frítímann minn í ræktina þegar ég hefði getað verið að blogga- sem getur nú ekki talist alslæmt. Það hefur allavega hjálpað mikið að brjóta aðeins upp á daginn með því að fara og hrista kroppinn, gefur manni margfalt betri einbeitingu þegar kemur svo að lærdóminum. 



Verandi háskólanemi, finnst mér októbermánuður oft vera svolítið þungur mánuður, þ.e. maður er hægt og rólega að átta sig á því að myrkrið er komið til að vera næstu mánuði, veturinn er kominn, jólin nálgast óðfluga (eftir að vera nýbúin), öll þung verkefni (eða bara öll verkefni heimsins) í skólanum eru lögð fyrir í október að því er virðist og lotukennslu er hrundið af stað. Október er líka afmælismánuðurinn minn, ég á afmæli 14. október. Venjulega gef ég mér því ekki tíma í afmælisstúss á afmælisdaginn minn, og þetta ár var engin undantekning.
14. október var fyrsti dagur í lotukennslu á þessari önn og ég vaknaði klukkan 07°° og fór á fætur einungis til að uppgötva að ég var fárveik í maganum og þurfti að rjúka aftur upp í rúm þar sem ég lá í keng og vann verkefni með hópnum mínum í gegnum netið með einstaka grát-pásum. Ég er með eindæmum dramatísk, það er alveg rétt (it's my party and I'll cry if I want to). Svona leið afmælisdagurinn þangað til það birti til um miðjan dag- þó einungis nógu mikið til að ég kæmist fram úr  rúminu og yfir í stofusófa þar sem volæði mitt og einsemd hélt áfram.
Sem betur fer kom Magnús hinn mikilfenglegi heim síðdegis og breytti deginum til hins betra (að mestu leyti bara með nærveru sinni og almennum yndislegheitum) en einnig með hollustu-pönnukökubakstri. Pönnukökur eru alltaf plús (hvort heldur sem er á hamingjuskalanum eða vigtinni).

Í október hefur því verið mikið að gera, sem er oft bara gott- þá gleymir maður smávægilegum vandamálum sem maður er stundum allt of duglegur að velta sér upp úr og skipta engu raunverulegu máli! 

Tvær gallharðar að valda fjaðrafoki.

Ég nýtti seinustu helgina í október í smávegis afmælisgleði með vinafólki- sem heppnaðist stórvel og ég kveð því október á góðum nótum- en þakka guði fyrir að það er ár í næsta októbermánuð :D
Katrín María


Trufflur og trylltur hlátur

Í seinustu viku fór ég ásamt Elmu vinkonu minni í ræktina. Sem er ekki frásögufærandi (eða hvað? hehe) nema jú að eftir ræktina var klukkan heldur margt og líða fór að kvöldmat- við tókum smá rúnt sem endaði svo með því að hún bauð mér skyndilega í mat svo í stað þess að skutla mér heim, renndum við heim til hennar, þar sem hún reiddi fram þennan líka dýrindis kjúklingarétt sem við snæddum ásamt ástmanni hennar.
(Ég veit! Þegar ég segi "bauð mér skyndilega í mat" hljómar eins og hún hafi rykkt í mig á miðjum rúnti, horft tryllingslega á mig og sagt; KOMDU Í MAT TIL MÍN). Það var samt ekki þannig, ég lofa- ég kann bara ekki að segja sögu án þess að bæta við dramatískum smáatriðum.

Þetta er þó ekki öll sagan, því á meðan maturinn eldaðist, (alveg af sjálfu sér), stakk Elma upp á því að við prufuðum uppskrift sem hún fann á netinu og skelltum í svona hollustu trufflur. Stundum verður maður að gera vel við sig í miðri viku. Mér fannst ég knúin til þess að deila þessu með ykkur (sérstaklega til þeirra sem eru í aðeins strangara mataræði í meistaramánuði). Þó ekki of ströngu, því þá væri fólk augljóslega ekki að borða trufflur. 

Innihaldið: Kakósmjör, döðlur, maldon salt, kakó, vanilludropar, kókosflögur, möndlur og valhnetur.

Saxað, skorið, hrært og blandað. 

Voila! Uppskriftin segir að húða eigi kúlurnar með kakói- við erum ekki miklar kakókonur, svo við kusum heldur að velta þeim upp úr kókosmjöli. (P.s. ég veit að ég á ekki alvöru töffaramyndavél sem lætur allt líta út fyrir að vera himneskt- en þrátt fyrir skítlegt útlit voru þessar bollur lostæti) Minni á að allt er gott í hófi!

Niðurstaða= Þetta bragðaðist ískyggilega mikið eins og kókoslengja úr Gamla Bakaríinu á Ísafirði!


Hráefni: 
  • 1 bolli döðlur
  • 1/3 bolli kakó
  • 2-3 msk kakósmjör (brætt)
  • 1 tsk vanilludropar eða 0,5 tsk vanilluduft
  • 0,5 tsk himalajasalt
  • 1 bolli grófsaxaðar hnetur að eigin vali (má setja hvað sem er, svo sem kókosflögur eða rúsínur)
Aðferð: 
  1. Leggið döðlurnar í bleyti í smástund, hellið vatninu af og maukið með töfrasprota.
  2. Bræðið kakósmjörið við mjög lítinn hita eða yfir vatnsbaði og bætið saman við döðlumaukið.
  3. Bætið kakói, salti og vanillu saman við og blandið vel saman.
  4. Blandið hnetunum saman við.
  5. Mótið litlar kúlur (þið gætuð þurft að stinga deiginu inn í ísskáp í smástund ef það er of lint).
  6. Veltið kúlunum upp úr kakói og kælið.
Í þessari uppskrift er kakósmjörið algert möst, því það breytir döðlumassanum í súkkulaðimassa! 

Mikilvægasti parturinn af svona kvöldi finnst mér vera að hlæja tryllingslega af einkar ófyndnum brandörum/samræðum. Það er möst. 

Katrín María



Óskalisti| Október 2013

Brátt rennur upp afmæli.
Ég var beðin um að gera óskalist, sem hentaði vel því ég var á leiðinni að skrifa niður einn slíkan þar sem hausinn á mér er að springa úr óskum.
Það skal tekið fram að ég er að henda hér fram mjög óraunhæfum óskum (mörgum hverjum) en það er bara því ég vill að óskalistinn sé raunverulegur og segi ykkur nákvæmlega hvað ég er að "crave-a". 

Hauskúpur til skrauts, glimmer-gull-silfur; don't matter bara elska! Veit að svon fást víst í Húsgagnahöllinni. 



-Benefit They're Real maskari: Langar rosa að prófa þennan margumtalaða maskara
- Estée Lauder gelee blush í Tease: sjúk í þennan sem highlighter, staðráðinn í að eignast hann (þó ég fari líklega að verða of sein þar sem hann er limited edition minnir mig).
- Dior Rouge varalitur í 028 Mazette: Sjúklega fallegur coral litur, elska hann! Verð að eignast.


e.l.f. stuff- ég er loksins að verða uppiskroppa með allar lífsnauðsynlegu e.l.f. vörurnar mínar. Nota þetta allt daglega og þarf nauðsynlega að bæta á lagerinn sem fyrst. 

MAC MAC MAC! Langar að eignast allskonar MAC- kinnilitir, highlighterar, augnskuggar, varalitir og pigment... langar svo að bæta hægt og rólega í MAC safnið (þar sem ég er algjör mac newbie). MAC pigment í litnum vanilla er mjög ofarlega á óskalistanum um þessar mundir. 

Ilmvötn- er ilmvatnssjúk, langar í hvernig ilmvatn sem er liggur við. En þessi þrjú eru ofarlega á lista:
Meow- Katy Perry
Pink Friday- Nicki Minaj
Enchanted Wonderstruck- Taylor Swift

Langar í þessa ilmi, þrátt fyrir hryllilegar umbúðir á tveimur þeirra! Ef ég man rétt fæst ekkert þeirra á Íslandi og þar sem nýlega hefur verið bannað að panta ilmvötn frá útlöndum þá er ég ekki að fara að eignast þessi í bráð.

Dýrari varan- langar óþægilega mikið í Canon EOS (og þá 550D ekki einungis því hún er flott og einföld heldur vegna þess að hún tekur vídjó). Langar svo í svona töffaralega bloggmyndavél.
Mig langar líka í nýjan síma, ég er algjör Android manneskja, og helst vildi ég halda mig í því- en mér finnst iPhone hafa það fram yfir t.d. Samsung (mitt uppáhald) að hann er mun nettari og það eiginlega trompar stýrikerfið (skandall).

EOS varasalvar, OPI naglalökk og hverskonar maskarar. Langar í EOS varasalvan bara því þeir eru krúttlegir (kosta samt allt of mikið á Íslandi). Svo finnst mér alltaf gaman að eignast falleg naglalökk- en helst af öllu langar mig í maskara, hvernig sem er, er með ótæpilegt maskara fetish. Elska að prufa nýja. (Kaldhæðnislegt að á þessar mynd sé Maybelline Rocket Volume, því ég var fyrir miklum vonbrigðum með hann).

Síðast en ekki síst! Ilmkerti... er sjúk í hverskonar ilmkerti, þau frá Yankee eru yndæl og fást til að mynda í Húsgagnahöllinni. Vildi óska þess að Bath&BodyWorks væri á Íslandi, þá byggi ég líklega þar (í kertadeildinni).



Uppáhalds| September 2013

Nýtt uppáhaldsblogg!
(Hvernig væri að like-a Glimmer og Gleði á facebook !?)



Ég veit ekki hvort það er ráðlegt að vera með svona blogg mánaðarlega. Það er nú nefnilega þannig að maður er oft að nota það sama, sérstaklega ef það eru uppáhaldsvörurnar manns. En eins og núna, þá voru margar sömu vörur uppáhalds og seinast, en inn á milli laumuðust vörur sem hafa verið í "hvíld" eða ég hef ekki verið að nota mikið upp á síðkastið en fór að nota af kappi í september. Ég ætla að sýna ykkur þær. 

Makeup Forever HD foundation
Hef mjög mikið nota þetta meik í september, núna frussast líka bara úr því vegna þess að það er að klárast :( Vel þekjandi, falleg áferð og maður finnur ekki of mikið fyrir því á húðinni. Myndi kaupa aftur!

Dior Rouge Lipstick í 028- Mazette
Kemst ekki yfir þennan varalit, það sorglega er að ég á hann ekki einu sinni sjálf. En var með hann á hverjum einasta degi í vinnunni, byrjaði daginn alltaf á því að ganga rakleiðis að Dior rekkanum og smella þessum á. Svo yndislega fallegur coral/bleikur varalitur (mjög sumarlegur, en mér er sama!). Verð að eignast!

Créme de Rose frá Dior
Yndislegur varasalvi sem ilmar nákvæmlega eins og nýútsprungnar rósir. Ótrúlega mjúkur og svo þarf maður bara ponsulítið af honum í einu. Svona "lúxus" varasalvi sem er gaman að eiga. 

Mac augnskuggi í Brown Script
Er búin að vera sjúk í þennan lit sem skyggingarlit undanfarið. Nota bara einhvern mjög ljósan (helst mattan) augnskugga yfir allt augnlokið- og set þennan svo létt í glóbuslínuna. Svo ótrúlega fallega rauðtóna brúnn sem henntar vel fyrir haustið. 


Mac mineralize skinfinish í Porcelain Pink
Ég er öll í highlighterunum þessa dagana. Vill ofurljómandi húð og ekkert annað- finnst það fallegt fyrir veturinn til að vera frísklegur (þó fólk færi sig venjulega í þyngri og mattari lúkk fyrir veturinn). Ég vill ljóma! Þessi highlighter er mjög látlaus og fallegur, nota hann svona dags daglega fyrir léttan ljóma.

Nars Bronzer í Laguna
Hef aðeins verið að taka aftur upp þessa elsku. Það eru bara rétt hliðarnar eftir, en ég hef ekki tímt að nota hann í fleiri fleiri mánuði (mögulega orðið gamalt og ógeðslegt) en ég bara tími ekki að klára fyrr en ég eignast nýjan í staðinn. Uppáhalds bronzerinn minn frá upphafi!

Sigma eyeshadow base í Persuade
Þennan grunn nota ég daglega undir augnskuggana mína- líka þó ég sé ekki með augnskugga, bara til að jafna litinn á augnlokinu. Algjör snilld sem base og ótrúlega þægilegt í notkun. Er víst dupe fyrir Painterly paint pot frá Mac. Ég er komin langleiðina með að klára þessa dollu!


Og þá er það komið í bili- restin var um það bil sú sama og í seinasta uppáhaldsbloggi :)

Katrín María



Twoofaced Hauskúpa| Myndband!

Jess! Mér tókst að gera Halloween myndband fyrir Halloween 2013! 


Gerð og vinnsla við myndbandið tók litlar 9 klukkustundir, en þetta var ó svo gaman. Að þessu sinni ákvað ég að vera "skvísa" með einhverskonar holds-æti sjúkdóm þar sem húðin er búin að étast upp og fyrir innan má sjá höfuðkúpuna, eða þá að partur af andlitinu á henni hafi verið rifinn af, eða, eins og kærastinn minn vildi meina, að þetta væri einhversskonar brunasár. 



Ef einhver prófar að notfæra sér myndbandið, hvort sem það er til að gera alveg eins eða eitthvað svipað, þá langar mig alveg ótrúlega ótrúlega að þið póstið myndum af því á facebook vegg Glimmer og Gleði! 
Og jafnvel þó þið gerið ekkert svipað þessu vídjói á neinn hátt, þá þætti mér rosa gaman að sjá myndir af þeim sem ætla að mála sig eitthvað flott fyrir Halloween! 


Mæli með að þið horfið á vídjóið á youtube í 720p HD (þar er glugginn líka stærri) 


Segið mér svo endilega hvað ykkur finnst! :)
Katrín María
Glimmer og Gleði


Nýtt| Október 2013

Ég fæ oft að heyra frá mörgum ykkar að þið hafið gaman af svona "haul" bloggum, ég hef sjálf mjög gaman af því að lesa svona blogg- svo ég skil ykkur fullkomlega.
Mér hefur áskotnast ýmislegt undanfarið- bæði hef ég keypt/fengið gefins frá bloggvinkonu minni henni Sigrúnu, sem er algjört æði! Hún er dugleg að pota í mig ef það er eitthvað sem hún notar ekki eða finnst ekki henta sér og þá býður hún mér að kaupa það á niðursettu verði- eins og það væri ekki nógu frábært þá á hún það til að lauma auka vörum með (alveg helling), og svo hef ég verslað mér sjálf héðan og þaðan. Þetta er uppsafnað frá svona.. seinustu 2-3 mánuðum.


Það sem ég fékk gefins/keypti af Sigrúnu:

Fékk fjall af kremaugnskuggum! Elska svoleiðis.
Maybelline color tattoos í:
- Eternal Gold
- Bad to the bronze
- Inked in pink
- Tough as taupe

Sigma shadow base í:
- Sculpt
- Persuade (uppáhalds, dupe fyrir painterly frá MAC)
- Pose

Stila Smudge Pot:
- Kitten

Fékk tvær fjórskugga palettur frá MAC ásamt 8 MAC augnskuggum.
Litir:
- Surreal
- Beauty Marked
- Soft Brown
- Motif
- Texture
- Rule
- Brown Script
- Romp

Fékk "nokkur" meik.
- Chanel Vita Lumiére Aqua í 10 Beige (Mesta uppáhald í heimi)
- Make Up Forever HD foundation (Líka í miklu uppáhaldi)
- Laura Mercier Oil free foundation í Blush Ivory
- Revlon ColorStay í 150 Buff Chamois
- Laura Mercier silk créme foundation í Soft Ivory
- Lioele Secret Pore Bright Gel Foundation 

Mac Pro Longwear hyljari í NC15 ( er ástfangin).

Inglot kinnalitapaletta- sjúk í tvo miðjulitina. Annars allir mjög flottir og sjúklega fallegir á húðinni.

Naked Flushed- og þar með er ég loksins í græðgi minni, búin að eignast allar Naked paletturnar. Mjög fallegur kinnalitur og highlighter, hef notað bronzerinn eitthvað minna- en finnst hann meira sumarlegur en vetrarlegur :) 

Tveir kinnalitir frá Benefit, annars vegar Dallas og hins vegar Coralista- fékk reyndar einn eða tvo aðra minnir mig. En það hefur gleymst að taka mynd!

Mac mineralize skinfinish í Porcelain Pink- sjúklega fallegur highlighter. Mikið notaður þessa dagana. 

Nars highlighter duo í Hungry Heart- einnig sjúklega fallegt. Er highlighter sjúk þessa dagana, dewy og létt húð finnst mér það allra fallegasta núna. 

Augnskugga tvíeyki í Tokyo. Ekkert smá fallegir litir :) 

Highlighter duo frá Stila í Kitten- örugglega uppáhalds highligterinn minn! Báðir litir!

Síðast en ekki síst fékk ég gefins ALLA þessa bursta sem eru á myndinni. Núna bý ég svo vel að eiga tvö stykki af nánast öllum burstunum mínum- er líka nokkrum númerum of hamingjusöm með það (hentar líka stórvel fyrir fólk sem er latt að þvo burstana sína eins og ég haha).



Það sem ég keypti mér í hinum og þessum búðum:
Maybelline maskari- The Rocket. Ekkert til að hrópa húrra fyrir, en virkar engu að síður. 

Magnetic Mascara- Sá Wayne Goss tala um þennan maskara (í einni túpu er maskari, en í hinni eru "trefjar" eða eitthvað slíkt) á að gefa false lash effect og lengja. Not impressed haha! 

Vantaði nýtt laust púður- fjárfesti í Loose Powder frá Sensai, er þó á því að e.l.f. HD púðrið sé miklu betra undir augun, en Sensai púðrið er fallegt yfir restina af andlitinu- gefur smá ljóma. Vantaði svo líka venjuleg púður, keypti þetta púður frá Chanel í 30 Naturel- Translucent 2. 

Chérie Bow Limited Edition palette í 001 frá Dior. Ég keypti þessa reyndar ekki sjálf heldur fékka að gjöf. Svo ótrúlega falleg- tveir tvöfaldir burstar, þrír augnskuggar, gel eyeliner og undir silfraða lokinu er gloss. Er sjúk í pakkninguna- og tími engan vegin að nota innihaldið. Er þó búin að prófa, gerði mjög fallegt lúkk með öllum vörunum :) 


Er mjög þakklát og kát! 

Katrín María





Kvöldstund með vinkonum

Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir viðbrögðin við færslunni sem ég skrifaði í gær! Þið voru ekkert smá mörg sem heimsóttuð Glimmer og Gleði og létu mig vita á einn eða annan hátt að þið hefðuð gaman af skrifunum mínum. Gladdi mig einstaklega mikið :)
-----
En að öðru.
 Augnablik þegar maður gefur sér tíma til að eyða stund með góðum vinum eða vinkonum eru óborganleg. Maður kemst að því í hvert einasta skipti sem maður gefur sér tíma í hittinga, að maður er ekki nógu duglegur og spontant að detta í heimsóknir- það er alltaf of mikið að tala um og allt of stuttur tími. 

Við vorum þrjár vinkonurnar sem kynntumst í gegnum skólann 2011, sem einsettum okkur það fyrir rúmu ári að hittast að minnsta kosti vikulega, bara svo maður gleymi ekki að rækta vináttuna í öllu öðru sem er að gerast í lífi á nýjum stað. Það hefur gengið misvel, eins og vill verða- en við höfum það þó alltaf á bakvið eyrað að hittingar eru þarfir og notalegir svo að við erum duglegar að minna hvora aðra á eða stinga upp á hentugum tímum. Að vera með þrjár mismunandi áætlanir, í þrennskonar námi og þrennskonar vinnum- getur orsakað það að stundum gengur illa að finna stað og stund en okkur tekst það þó alltaf að lokum. 

Í gærkvöldi var eitt af þessum augnablikum. Eftir að hafa setið yfir grænmetisbakka og hráköku, með vatn og te við hönd- ræðandi fjárlagafrumvarp ársins 2014, tíðahringa og barneignir áttuðum við okkur á því að við erum líklega ekki eins hressar og skemmtilegar og við héldum. Við höfum þó gaman hver af annari og það skiptir líklega mestu máli. Stundin var notaleg og við þurftum bókstaflega að slíta okkur frá fullorðinslegu umræðuefninu þegar klukkan var skriðin yfir miðnætti- verandi námsmenn og allt það.









Það er mikilvægt að muna að ekki þarf alltaf ástæðu eða mikinn tíma til að hitta þá sem manni þykir vænt um. Maður gleymir því alveg þegar maður sér fólk og fylgist með því daglega á samfélagsmiðlum, að maður þarf líka að eyða stund saman í raunheimi- það er allt öðruvísi og miklu dýrmætara. Mér finnst þetta ekki síður mikilvægt en að gefa sér tíma í t.d. ræktina.

Katrín María


Orðið sem ekki má segja| Meistaramánuður

Ég held það sé nokkuð ljóst að meistaramánuður er gengin í garð. Við mikinn fögnuð og ófögnuð. Mér virðist sem facebook vinnir mínir skiptist að minnsta kosti í tvær fylkingar: annars vegar þeir sem ætla að rúlla meistaramánuði upp og hins vegar þeir sem virðast bókstaflega vera með ofnæmi fyrir meistaramánuði. 




Meistaramánuður vekur upp hjá mér óþægilegan kvíða- það togast tvö öfl á innra með mér; önnur röddin bendir mér góðlátlega á að samkvæmt allir heilbrigðri skynsemi ætti ég að vera að taka þátt í meistaramánuði og rækta líkama og sál (enda ekki vanþörf á) en hin röddin, sem er ívið háværari, hrópar stöðugt að mér að meistaramánuðurinn sé bara enn einn hluturinn sem ég mun byrja á en ekki geta klárað. 


Ég á ekki að þurfa neinn mánuð til að segja mér að rækta sjálfa mig, og mér á ekki að þurfa að líða eins og úrhraki ef ég tek ekki þátt. En það er nú samt þannig (það er allan daginn mitt vandamál, ég veit). Og ég veit, ég veit, meistaramánuður á bara að vera byrjun, gott start til að þrýsta manni á veg heilbrigðisins- en ég veit í hjarta mér að margir nýta þennan mánuð einungis til að sefa samviskuna, til að róa uppsafnað samviskubit allra hinna mánuða ársins- og um leið og október líður undir lok bíða verðlaun í formi óhollustu og margra daga sófakúrs. Hver var þá ávinningurinn?




En sem betur fer á ég frábæran kærasta, sem er oftast aðeins meira niðri á jörðinni en ég. Hann minnti mig góðlátlega á það í dag að þetta snýrt ekki endilega um að kollvarpa lífstílnum sínum, að setja blátt bann við öllu sem gæti talist hinn minnsti munaður og að standa einhverstaðar með gúrku í annarri og lóð í hinni á meðan tárin trítla niður kinnarnar. (Þið sjáið að ég er búin að mála heilbrigað lífstíl sem einhverja ósigrandi ófreskju- sem er mesta bullið auðvitað).

Þetta er ekki flókið- ég hef þegar hætt að borða hvítt hveiti, hef ekki lagt mér það til munns síðan um áramót og ég er vön að borða næringarríkan morgunmat- svo það er ekki eins og ég sé í tómu tjóni. En þá er það fljótandi sykurinn... ohhh hvað er með þennan sykur samt? Svona djóklaust? 


Græna sullið sem ég drekk alla morgna:
- Handfylli spínat
- Góð sneið af ferskum ananas
- Góður bátur af fersku mangó
- 1 msk chia fræ
- 1 msk hveitigrasduft
- Smá skvetta af sítrónusafa
- Þynnt út/fyllt upp með 100% kókosvatni eða venjulegu vatni.


Mæli svo með hálfum banana út í til að hafa hann aðeins meira mettandi. Svo tek ég lýsi og Chlorella töflur með- ofurfæðan frá Sollu er víst kraftaverkum líkust.


Markmið: 
- Hætta að drekka gos.
- Sinna þessum seinustu metrum af náminum mínu af áhuga og kappi.

- Vera jákvæð, finna það besta í öllum aðstæðum og öllum manneskjum. 

Þessi markmið einskorðast ekki við október- og ekki við meistaramánuð. En þessi mánuður, þar sem svo margir eru í sama pakkanum, að berjast við sömu djöflana- er tilvalin byrjun til þess að mynda sér vana. Það tekur jú víst bara 21 dag að búa til vana og hvað er meiri hvatning en að fylgjast með öðrum vinna hvern sigurinn á fætur öðrum út mánuðinn?


Katrín María