Stundum þurfa smábæjarstúlkur eins og ég að kíkja í borgina- sem ég viðurkenni fúslega að hræðir mig með öllu sínu fólki, byggingum og umferð!
En það er rosa gaman að kíkja annað slagið- þá sérstaklega til að heimsækja þá sem manni þykir vænt um sem maður hittir of sjaldan.
Því miður er stoppið venjulega alltof stutt svo maður nær ekki að hitta nema fjórðung af þeim sem maður vill :( Í kortunum hjá mér er að plana minnst vikulanga ferð í náinni framtíð svo ég geti farið og hitt og heimsótt alla sem mig langar! Vona að það verði úr því.
Nokkrar myndir frá helginni (Líkar ykkur svona blogg í bland við bjútýbloggin? Endilega látið mig vita):
Sæti á Roadhouse
Og uppáhalds Júlíana
Empire State
Spil og bjór með vinum
Morgunkúr með gullinu mínu sem ég hitti allt of sjaldan
Ánægður með ógeðs-gjöfina frá Kötu
Strákar í kósýfötunum við pizzabakstur
Meira spilerí og meiri bjór
Yndislegu bræður mínir
Hlakka til næstu borgar-heimsóknar... hver veit, einn daginn gæti ég þorað að flytja þangað?
- Katrín María
Glimmer og Gleði
Svoldið sein að skrifa, en mér líkar rosa vel við svona blogg í bland við bjútíbloggin :) Þetta eru mjög skemmtilegar myndir. Elska bjútíbloggin því ég er svo léleg að mála mig sjálf og finnst frábært að fá svona hugmyndir, svo finnst mér mynda blogg frá lífinu og tilverunni alltaf svo skemmtileg. Að lokum finnst mér alltaf gaman að lesa um pælingar annarra, líkt og nýjasta bloggið um meistaramánuðinn.
SvaraEyðaSkoða bloggið oft en gleymi að kommenta. Þú ert alltaf sami förðunarsnillingurinn elsku frænka.
Takk elsku Ásthildur! :)
Eyða