Ákvað að skella í eitthvað litríkt og fallegt og leiða þar á meðal inn augnskuggalit sumarsins :)
Svona kom þetta út:
Appelsínuguli liturinn var nú kanski ekki í neinu aðalhlutverki en ég var mjög hrifin af útkomunni! Fjólubláu og appelsínugulu litirnir eru líka að gera helling fyrir grænu augun mín- þó myndavélin sé ekkert endilega á því að sýna það full on.
Ég mana ykkur til að stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt og litríkt í sumar- og endilega ef þið þorið, að pósta mynd af því á facebooksíðu Glimmer&Gleði! :) Væri rosa skemmtilegt!!
- Kata