Þeir voru að gefa út nýja Naked palettu- þá þriðju í röðinni og að þessu sinni hlustuðu þeir á háværar raddir aðdáenda sinna sem báðu um matta Naked palettu!
Palettan heitir Naked Basics og er helmingi minni en fyrri Naked palettur- sem er skrítið og eiginlega pínu pirrandi fyrir safnara að hafa þær ekki allar í sömu stærð (fyrir utan það að það hefði verið sjúklega frábært að eignast 12 matta augnskugga frá Urban Decay í einni og sömu palettunni).
En ég elska Urban Decay og Naked paletturnar þeirra bara of mikið til að pirrast á því- svo er líka þessi litla sæta Naked Basics mjööög travel friendly!
Í palettunni er einn litur sem við höfum séð áður (Í Naked2) og það er Foxy- annars eru 5 litir sem ekki hafa áður sést í Naked palettunum- fjórir þeirra mattir og einn semí-mattur.
Að sjálfsögðu verð ég að eignast þessa fallegu viðbót í safnið mitt einn daginn.
Það er ekki á hverjum degi sem ég blogga um miðjar nætur- en ef það gerist- þá er það um Naked paletturnar. Haha!
![]() |
Naked 1 |
![]() |
Naked 2 |
Vildi bara láta snyrtivöruþyrsta þarna úti vita af þessari dásemd- veit ekki hversu mikill hiti er fyrir þessum Naked palettum á Íslandi en þær eru upp hype-aðar (og mögulega yfir hype-aðar) úti!
Átt þú Naked palettu frá Urban Decay? Elskaru? Hataru?
Nenniði að hætta að vera komment-feimin?
-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Ég á ekki naked pallettu en er sjúklega skotin í þeim, langaði að spurja þig hvar þú kaupir þínar og hvort það sé mikið vesen að panta þær að utan ? :)
SvaraEyðaKv. Hildur
ps. skal vinna í komment-feimninni
Já! Það er svo gaman að fá komment! :D
EyðaHeyrðu ég keypti fyrstu palettuna bara í Sephora þegar ég var í New York, en númer tvö keypti ég hérna: http://www.beautybay.com/_/N-?Ntk=All&Ntt=naked&Ntx=mode%2bmatchallpartial
Þær fást báðar þarna- mjög góð þjónusta, senda frítt til Íslands og minnir að íslenski tollurinn hafi látið mig borga í kringum 2000 kr.-
Mér fannst lítið mál að panta þær að utan! Panta oft frá þessari netverslun :)
Pínu splurge en þessar palettur eru hverrar krónu virði, ekki bara því þær eru með frábærum augnskummu, heldur endast þær svo ótrúlega lengi! Búin að eiga mína í eitt og hálft ár og nota hana nánast á hverjum degi allan þann tíma og það sér varla á henni :)
Okei vá frábært, en hvaða mæliru með ? kv. Hildur :)
EyðaÓnei! Of erfitt- elska báðar svo mikið :D
EyðaEn verð líklega að mæla með fyrstu Naked palettunni. Svo frábært combo af skuggum þar :)
Ég elska mína naked 1 og þú veist það :D Algjörlega my go to paletta, alltaf !
SvaraEyðaBesta dótið!!! :D
EyðaELSKA naked pallettuna mína! og sem förðunarfræðingur þá er hún svo hrikalega þægilega að maður notar bara þessa ef fólk vill beisik lúkk :)
SvaraEyðaJá nákvæmlega! :)
EyðaHeld það verði seint hægt að finna fólk sem elskar ekki Naked!