Spurningar #2

Jæja spurningablogg númer tvö er strax tilbúið! Haldið áfram að spyrja kæra fólk ;)

1. Ekki veistu um glimmer augnskugga sem væru flottir fyrir áramótin og eru ekki of dýrir?

--> Svar: Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að ímynda mér að þú sért að meina bara laust glimmer til að nota í förðun? Ég hef enga reynslu af föstum glimmer augnskuggum og flestar umfjallanir um slíkt hafa verið ófagrar. En ég veit sko um laust glimmer til að nota í förðun- ódýrt og rosa fallegt í allskonar förðun. Ég kaupi mitt glimmer (fyrir áramótafarðanir og þess háttar) hjá AR boutique Keflavík. Mjög góð þjónusta og hellings úrval af litum :) Ég nota svo ELF makeup mist and set til að festa það ef ég vill svona létt glimmer yfir förðun (einnig hægt að nota t.d. mac fix plus o.s.f.v.) en annars nota ég gerviaugnháralím yfir augnlokið og þá verður glimmerið sem á eftir kemur þéttpakkað og töff! :)

2. Hvaða bursta mæliru með í gel/krem eyeliner?

--> Svar: Persónulega finnst mér skásettir eyeliner burstar bestir- sá sem ég nota alltaf er frá e.l.f. en ég á líka mjóa bursta sem ætlaðir eru í eyeliner en mér finnst miklu auðveldara að nota skásettan bursta, líklega af því að ég er vön því frá því ég byrjaði að setja á mig vængjaðan liner- líklega er þetta allt spurning um æfingu og vana. Mér finnst ég hafa meiri stjórn á skásetta burstanum :)

3. Hverju mælirðu með til þess að þrífa förðunarbursta?

-->Svar: Ég mæli tvímælalaust með Johnson's Baby Shampoo! Ég er búin að reyna ýmislegt í þessum efnum og hef oft talið mig nokkuð ánægða með útkomuna- en þetta sjampó er algjör töfravara! Kemst ekkert annað nálægt því að þrífa burstana svona vel og gera þá svona mjúka. Mjög fljótlegt, tekur allan lit úr burstunum og þeir eru svo himneskt mjúkir eftir á! Fæst mjög ódýrt í Bónus og endist sko ótrúlega lengi- því það þarf svo lítið til að burstarnir verði eins og nýjir. Ég grínast ekki með að mér fannst sumir burstarnir mínir jafnvel betri heldur en nýjir haha! Sé eftir að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr :)

4. Hvar kaupiru Lioele Triple The Solution BB kremið þitt?

--> Svar: Ég kaupi það hérna á Pretty&Cute, þarna er líka að finna ýmis önnur BB krem og allskonar krúttlegar snyrtivörur.

5. Veistu um einhverjar ódýrar augnskugga palettur með góðum skuggum í?

--> Svar: Já! Uppáhalds ódýru augnskuggapaletturnar mínar er að finna bæði hjá BH cosmetics (alveg hellingur af augnskuggum í öllum regnbogans litum og góðum gæðum og svo iDivine paletturnar frá Sleek Makeup sem eru algjör himnasending- fallegar, nettar og ódýrar!


Gott í bili! Vona að þetta hjálpi einhverjum skvísum þarna úti :)

Dagsins:



-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Spurningar #1 BB krem!

Ég var að láta mér detta í hug (eftir ábendingu frá lesanda) að það væri kanski sniðugt að birta spurningarnar sem þið spyrjið mig í einkaskilaboðum hér á blogginu svona til að hjálpa öðrum sem gætu verið að spá í sömu hlutum en þora ekki að spyrja. Eða svo ég sé ekki að svara sömu spurningunum oft :) Ætla að prófa þetta- smellið á like ef ykkur finnst þetta góð hugmynd svona til frambúðar ;)
Fyrsta efnið eru nokkrar spurningar undir einum hatti- og eitt svar, svo ég sé ekki að endurtaka mig.





Spurning 1:
Hæhæ! Þú ert sú fyrsta sem mér dettur í hug sem gæti átt svar við þessu. 
Alltaf þegar ég hef mig til nota ég bb krem, frá clinique. Mér finnst það fínt og gera mikið, ég nota blöndu af shade 01 og 02 því mér finnst annar of dökkur en hinn of ljós. En allavega, ég hef aldrei fengið margar bólur en eftir að ég fór að nota þetta krem er ég næstum alltaf með eina bólu einhversstaðar í andlitinu! Og út um allt, enninu, hökunni, við nefið, á kinninni... Er þetta bara kremið sem ég nota eða BB krem almennt? Ef þú finnur gott svar máttu endilega birta það á síðunni

Spurning 2: 

Ég fór að þínum ráðum og keypti mér BB krem, reyndar frá Maybelline sem var svona í ódýrari kantinum miðað við nokkur önnur þarna, veistu hvort það er lélegt merki í þessum kremabransa? (spyr sú sem EKKERT veit). Ég var líka að velta fyrir mér, seturðu dagkrem undir BB?

Spurning 3: 
Ein spurning! Í sumar einhverntímann sá ég þig vera að tala um þetta BB-krem þarna .. og núna sá ég að Hagkaup er byrjað að selja eitthvað BB-krem! ER þetta svipað krem eða? OG gerir sömu undraverkin? Og eitt líka, ef maður notar þetta, er maður þá bara að nota þetta eða notar maður púður líka?Ég nefninlega nota púður ofaná blauta meikið sem ég er að nota núna!
--> Svar: Sko, allar vörur hafa mismunandi áhrif á mismunandi húð. Það gæti bara verið eitthvað í Clinique kreminu sem þú þolir ekki. Að öðru leyti er algengt að fá nokkrar bólur þegar maður skiptir um húðvörur, á meðan húðin venst. Upphaflegu asísku BB kremin eiga að hafa mismunandi læknandi áhrif á húðina, t.d. minnka bólur, gefa raka, veita sólarvörn, lýsa ör, minnka roða o.s.f.v.
Evrópsk/Amerísk BB krem hafa ekki þessa virkni- heldur eru þau venjulega lituð rakakrem sem bætt hefur verið við sólarvörn og primer.

Það skal þó tekið fram að augljóslega er litað rakakrem betra fyrir húðina en meik- þar sem meik leyfir húðinni í flestum tilfellum ekki að anda og er ekki eins létt og litað rakakrem.
Sem þýðir að: Evrópsku/Amerísku BB kremin (sem virka ekki á sama hátt og asísku) geta samt haft mjög góð áhrif á húðina þar sem þau eru léttari en meik og rakagefandi.

Ég nota dagkrem/rakakrem undir allt alltaf- einfaldlega því ég er með mjög þurra og viðkvæma húð. En þar sem þetta eru raunverulega rakakrem, þarf ekki nota svoleiðis undir frekar en maður vill.
Að auki nota ég líka alltaf púður yfir allt sem ég set á mig- ekki af því það er nauðsynlegt, heldur aðallega til að farðinn endist lengur á manni yfir daginn.

Að lokum er mjög mikilvægt að taka fram að ég persónulega get alls ekki sannað að asísk BB krem geri eitthvað meira en evrópsk/amerísk BB krem.
Málið er að ég veit að mörg evrópsku/amerísku BB kremin eru rakakrem í nýjum búning því það er auðvelt að sanna- einfaldlega með að bera saman innihaldslýsingar og kynna sér málið. Þessvegna skrifa ég um það.
Ég get ekki sannað að asísk BB krem hafi allan þann lækningamátt sem þau eiga að hafa því ég kann ekki Kóresku og get ekki efnagreint allar þær milljón tegundir sem eru í boði af asískum BB kremum. Eflaust eru til mörg asísk BB krem sem gera nákvæmlega ekkert.
Eina sem ég get sagt ykkur er það sem asísku BB kremin eiga að gera og að mín reynsla er sú að það virkar fyrir mig (þetta eina BB krem sem ég hef prófað)- ég sé augljósan mun á húðinni minni en hver veit nema að það sé bara því ég hætti að nota meik?
Ég get engar sannanir fært, en líkur eru á, ef maður hittir á þekkt BB krem frá virtum asískum fyrirtækjum, að uppskriftin þeirra af BB kremi sé mögulega eitthvað í líkingu við upprunalega BB kremið sem fundið var upp í Þýskalandi 1950-1960 fyrir fólk með alvarlega áverka og sár í andliti.
Það er einhver ástæða fyrir því að stóru fyrirtækin hafa getið sér nafns og selja BB kremin eins og heitar lummur bæði til þúsunda kvenna og einnig asískra karlmanna.
Hvort sem það er vegna einhvers töfrandi lækningamátts eða einfaldlega af því þau segjast hafa hann veit ég ekki- og mér er nokkuð sama svo lengi sem það gerir fyrir mig það sem ég ætlast til.

Ég er alls ekki asíski BB krem- nasistinn, en ef umbúðirnar á vörunum sem þið kaupið ætla ekki að segja ykkur sannleikann þá finnst mér rétt að ég geri það.
Sjálf er ég mjög spennt fyrir evrópsku/amerísku BB kremunum- hvort sem þau eru BB krem eða lituð rakakrem.



Ég mæli með að þið skoðið bloggið mitt um BB krem sem einhverjir misstu kanski af, þar sem BB krem voru ekki orðin jafn vinsæl á Íslandi þegar ég skrifaði það, eins og þau eru í dag. 

Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.
Verið endilega dugleg að spyrja, hvort sem það er í kommentum hér, message á facebook síðu Glimmer&Gleði eða message á persónulegu facebook síðuna mína.
Ég fæ mjög margar spurningar í gegnum facebook- fólk virðist feimnara við að kommenta.
Einnig ef þið viljið spyrja mig að einhverju, en viljið ekki að ég birti það hér á síðunni, er það ekkert mál ;) Þið látið mig bara vita.
-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Naked Basics- Ný Naked paletta!

Er einum oooof spennt yfir nýjustu fréttunum frá Urban Decay- einu af mínu uppáhalds snyrtivörumerkjum sem er hvað þekktast fyrir Naked paletturnar sínar.



Þeir voru að gefa út nýja Naked palettu- þá þriðju í röðinni og að þessu sinni hlustuðu þeir á háværar raddir aðdáenda sinna sem báðu um matta Naked palettu!
Palettan heitir Naked Basics og er helmingi minni en fyrri Naked palettur- sem er skrítið og eiginlega pínu pirrandi fyrir safnara að hafa þær ekki allar í sömu stærð (fyrir utan það að það hefði verið sjúklega frábært að eignast 12 matta augnskugga frá Urban Decay í einni og sömu palettunni).

En ég elska Urban Decay og Naked paletturnar þeirra bara of mikið til að pirrast á því- svo er líka þessi litla sæta Naked Basics mjööög travel friendly!
Í palettunni er einn litur sem við höfum séð áður (Í Naked2) og það er Foxy- annars eru 5 litir sem ekki hafa áður sést í Naked palettunum- fjórir þeirra mattir og einn semí-mattur.




Að sjálfsögðu verð ég að eignast þessa fallegu viðbót í safnið mitt einn daginn.
Það er ekki á hverjum degi sem ég blogga um miðjar nætur- en ef það gerist- þá er það um Naked paletturnar. Haha!

Naked 1

Naked 2

Vildi bara láta snyrtivöruþyrsta þarna úti vita af þessari dásemd- veit ekki hversu mikill hiti er fyrir þessum Naked palettum á Íslandi en þær eru upp hype-aðar (og mögulega yfir hype-aðar) úti!

Átt þú Naked palettu frá Urban Decay? Elskaru? Hataru?
Nenniði að hætta að vera komment-feimin?

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Umfjöllun: ELF flawless finish foundation

Er aðeins of spennt að segja ykkur frá því hvernig ég fílaði þetta blauta meik frá eyes lips face!

Ein skemmtileg staðreynd: við fyrstu kynni er ég 99% viss um að ég fýli e.l.f. meikið betur en fyrrverandi uppáhalds meikið mitt Revlon ColorStay! Ein einföld ástæða fyrir því, það er aðeins léttara, auðveldara að vinna með og ég fékk ekki eina einustu bólu á nefið! (Ég fæ alltaf margar litlar rauðar bólur á nefið daginn eftir að ég nota meik, sama hvaða meik- en fékk það ekki eftir e.l.f. meikið sem ég skiiiiil ekki! En það er frábært!)
En þetta svosem hjálpar ekki þeim sem ekki hafa prófað Revlon meikið- hér er aðeins nánar um mína skoðun:

e.l.f. talar um að meikið endist allan daginn, sé létt og semi- matt.
Ég myndi segja að flest blaut meik endist svona 5-8 klukkustundir eftir að maður setur það á, það fer allt eftir því hversu feita húð maður er með, hvernig meikið er, hvort maður notar primer og hversu gott eða hversu mikið af púðri maður notar. T.d. ef maður þrýstir mikið af púðri yfir meikið gæti það enst lengur o.s.f.v.

Ég myndi segja að þetta meik endist bara jafnvel og flest önnur sem ég hef prófað, mjög eðlilegur endingartími- ég var með það í 8 klukkustundir, fór út í búðarráp og allskonar en það hélst mjög fínt- eftir þessar 8 klukkustundir var aðeins farið að sjást rautt í gegn á hökunni, en ég held ég hefði getað náð 1-2 klst í viðbót hefði ég bætt púðri og bronzer á mig.
Ég notaði engan primer og þurfti ekki að nota neinn hyljara í nefið, hökuna og kinnar eins og ég geri alltaf- ég notaði bara eina umferð af meikinu.
Ég myndi því segja að þetta sé medium til full coverage og auðvelt að byggja upp í full coverage.

Meikið er mjög létt á húðinni og auðvelt í blöndun- ég myndi ekki segja að það væri semi-matt eins og e.l.f. talar um, myndi segja að það væri svona satin finish á því, og það er svo ótrúlega fallegt! Það varð til þess að þegar ég var búin að setja púður yfir var ótrúlega náttúrulegt og fallegt glow á andlitinu- ekki svona eins og maður sé sveittur glans- bara mjög náttúrulegt "endurkast".

Umbúðirnar eru að mínu skapi- ég elska metnaðarfullar umbúðir og e.l.f. meikið kemur í mattri glerflösku með pumpu- sem er náttúrulega besti kosturinn þegar kemur að blautu meiki að mínu mati! Virkar allt mjög high class- fyrir mun minna verð en maður er vanur að borga fyrir meik á Íslandi.

Fyrstu niðurstöður eru semsagt að ég er yfir mig hrifin! Læt ykkur vita ef eitthvað breytist ;)

En myndirnar sýna þetta allt saman (það er SPF15 í meikinu svo það er svolítið hvítt endurkast út af flassinu þegar það er ekkert púður á andlitinu):

         Fyrri myndin er engin farði og seinni myndin er ein umferð af e.l.f. flawless finish foundation.

      Fyrri myndin er engin farði og seinni myndin er ein umferð af e.l.f. flawless finish foundation með
      púðri, bronzer og kinnalit.


Hafið þið prófað blauta meikið frá e.l.f.? Segið mér hér fyrir neðan hvað ykkur fannst! :)
Það fæst hér.

Dagsins:
"You can't live a positive live with a negative mind."


-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Nýtt í safninu: ELF edition!

Svolítið spennandi blogg!

Þannig er mál með vexti að um daginn hafði eigandi Shop Couture sf. sem rekur meðal annars netverslun eyeslipsface á Íslandi (e.l.f. snyrtivörurnar) samband við mig og bauð mér í smá samstarf!
Þetta voru að sjálfsögðu mjög skemmtilegar fréttir og ákvað ég að slá til!



Með þessu móti get ég kynnt enn fleiri e.l.f. vörur fyrir ykkur en ég geri nú þegar- sem er ekki vöntun á því ég fæ sko ótrúlegar margar fyrirspurnir frá ykkur vikulega um hinar og þessar e.l.f. vörur og hvar ég kaupi e.l.f. vörurnar og hvernig ég hef fýlað hitt og þetta eða hvernig það er notað. Að mörgu leyti hef ég getað svarað með góðu móti- enda sjúk í þessar vörur og vinsælasta merkið í mínu snyrtivörusafni,
og að auki ligg ég yfir bloggum og vídjóum á netinu að fylgjast með umfjöllunum um hitt og þetta frá e.l.f. það verður enn skemmtilegra að geta sagt ykkur frá fleiri vörum út frá minni eigin reynslu!

Ég veit að þið hafið gaman af því þegar ég fjalla um vörur, ég veit að fólk hatar ekki að finna snyrtivörur á góðu verði í dag og ég veit margir elska e.l.f. eins og ég! Svo núna fáið þið umfjallanir um enn fleiri e.l.f. vörur eftir að ég hef prufað þær og myndað mér skoðun á þeim!

Hér er nýjasta sendingin- létt um vörurnar og svo fáið þið önnur blogg sem fara í nánari umfjallanir eftir að ég hef prófað þetta aðeins til og myndað mér skoðun á vörunum! :)


1. e.l.f. studio lip stain í litnum First date- Litaði helmingurinn er svokallaður "blettari" s.s. liturinn á að lita varirnar, þannig hann haldist lengur á en venjulegt gloss- svo að þó að það nuddis af honum t.d. þegar maður drekkur o.s.f.v. að þá ættu varirnar að vera aðeins litaðar undir og þar af leiðandi endist liturinn lengur. Ég prufaði línu á höndinni á mér og hún hreyfist ekki, sama hvað ég nudda- er líka búin að vera með þetta á vörunum í svona 2 klst- til að prufa endinguna en það sem ég get strax sagt er að þessi litur er sjúklega sætur! Sýni ykkur myndir líklega á morgun- en hann er svo ótrúlega fallegur, vildi að ég hefði átt hann í sumar því hann er tilvalinn svona frísklegur sumar litur! Glossið er ekki klístrað- meira svona mýkjandi, mér líður eiginlega eins og ég sé með varasalva á vörunum bara (sem er stór plús, því ég þoli ekki klístruð gloss og er mjög pikký á gloss yfir höfuð). Ætla að bíða lengur og sjá hvernig endingin verður- loka umfjöllun kemur svo á næstu dögum :) So far so good!

2. e.l.f. flawless finish foundation í litnum Sand- var mjög spennt fyrir þessum fljótandi farða því ég hef heyrt þó nokkrar bjútý-gúrú píur líkja því saman við Revlon Color Stay sem er uppáhalds meikið mitt og einnig mjög vinsælt meðal bjútí bloggara í USA! Ég er æst í að prufa og bera saman- það væri nú svolítið frábært að finna gott og fallegt meik á svona ótrúlega góðu verði sem er fáanlegt á Íslandi! Set inn sér blogg um þetta meik á næstu dögum með fyrir/eftir myndum.

3. Mineral moisturizing lip tint í litnum Guava- Var að prufa þetta í fyrsta skipti og er ansi ánægð! Í fyrsta lagi- þá er þetta sjúklega bragðgott! (Ekki það að ég mæli með þessu sem einhverju snakki- en það er plús að vera ekki með eitthvað bragðvont á vörunum). Annars er það ekkert leyndarmál að ég er varasalvasjúk- verð alltaf að vera með varasalva á mér, hvert sem ég fer og venjulega læt ég kæró hafa varasalva í vasanum líka ef ég skyldi gleyma mínum á ögurstundu því ég þoli ekki þurrar varir! Það er því svo mikil gleði að eiga litaðan varasalva! Sérstaklega eftir að maður er nýbúin að mála sig og meikið eða bb kremið hefur skriðið aðeins inn á varirnar og maður er allur hálf dauður eitthvað- þá er svo gott að eiga eitthvað sem er rakagefandi en gefur á sama tíma smá lit og líf í varirnar. Bjargaði mér í gær þegar ég þurfti að hlaupa ómáluð og nývöknuð út úr húsi að skella smá lit á varirnar til að lífga mig við! Stór plús að það er sólarvörn í honum- svona á sumrin fyrir viðkvæmar varir! Lokaumfjöllun í næsta bloggi :)

4. e.l.f. cream eyeliner í litnum plum purple- Ég hef aldrei farið leynt með ást mína á svarta krem eyelinernum frá e.l.f.- I need my winged liner! Og þessvegna er ég gífurlega spennt að prufa annan lit af þeim eyeliner, plómufjólubláan sem mig er búið að langa í lengi enda á ég ekkert nema svartan eyeliner af öllum stærðum og gerðum  en enga skemmtilega öðruvísi liti. Hlakka til að prufa þennan við eitthvað fallegt lúkk- læt ykkur vita hvað mér finnst :)


Þetta voru svona first impressions- hlakka til að nota þetta meira og gefa almennilegt álit. Lítur allt út fyrir að ég sé mjög hrifin- sem kemur mér sannarlega ekki á óvart og örugglega engum öðrum fylgjendum mínum sem hafa fylgst með mér og e.l.f. áráttunni minni seinasta rúma árið!
Fylgist með á næstu dögum til að sjá m.a. ítarlega umfjöllun um meikið o.fl.

Dagsins:
"Fear is nothing more than an obstacle that stands in the way of progress. In overcoming our fears we can move forward stronger and wiser within ourselves."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

How to: Vængjaður eyeliner!

Loksins loksins loksins kom ég mér í að gera þetta blogg.
Hef fengið óteljandi beiðnir um að gera það og ég er búin að vera að hugsa hvernig sé best að útfæra það þannig þið skiljið hvað er í gangi.
Ég vona að þetta sé skiljanlegt og hjálplegt allavega :) 



Fyrsta leiðin- ótrúlega sniðug leið!
Notaðu hvítan eyeliner, vel yddaðan, til að teikna væng- það er auðvelt að nudda hvítan eyeliner burt en ef þú notar beint svartan er svolítið vesen að leiðrétta hann án þess að allt fari út um allt! Með þessari aðferð er hægt að teikna vænginn aftur og aftur og aftur þangað til manni finnst hann fullkominn- og þá er hægt að fylla upp í hann með svörtum gel/krem eyeliner!


Önnur aðferð sem hægt er að notast við er að setja límband við augað- þar sem maður vill að neðri hlutinn af vængnum sé- svo teiknar maður bara línu. Það er venjulega neðri hliðin af vængnum sem er erfiðust (að hafa þær jafnar báðum megin o.s.f.v.) svoleiðis að ef maður nær neðri línunni beinni og flottri ætti ekki að vera eins mikið mál að klára restina af vængnum. 


Þriðja og síðasta aðferðin er svo aðferðin sem ég hef alla tíð notast við. En þá tek ég skásettan eyeliner bursta eins og þennan hér (hægt að nota hvernig sem er, á meðan hann er flatur og skásettur). Góð regla er að miða hann við endan á augabrúninni t.d. og það sem ég geri er að setja vel af gel/krem eyeliner á burstann og tylla honum svo bara við augað (sem framhald af neðri augnháralínu) svo vanda ég mig bara við restina af vængnum en eins og ég sagði hér að ofan að þá er aðalatriðið að ná neðri línunni beinni og fallegri og restin er bara vandvirkni og þolinmæði. Ef ykkur finnst 1xlengd burstans vera of stuttur vængur er hægt að gera það nákvæmlega sama aftur í framhaldi af fyrri línunni- ég gerði það, bætti eins og hálfri línu í viðbót. 


Restin er svo bara þolinmæði og vandvirkni- eins og að setja eyelinerinn á restina af augnlokinu, engin spes tækni við það en mér finnst t.d. best að nota alltaf skáskorinn eyeliner bursta, finnst ég hafa besta stjórn á honum. En það er auðvitað mismunandi eftir fólki- um að gera að prófa sig áfram, prófa ýmsar aðferðir og sjá hvað hentar manni.

Sama hvað ég æfi mig mikið og hversu oft ég er með svona eyeliner (nánast daglega) að þá er þetta eiginega eins og með hárið á manni- sumir dagar eru slæmir hárdagar og sumir góðir, það er eiginlega eins með eyelinerinn- stundum er hann fullkomlega eins og maður vill en aðra daga er hann bara ekki að fúnkera eins og manni hentar. Það tók mig ansi langan tíma að ná tökunum á þessu- en þetta gerir svo mikið fyrir hina ýmsu förðun að mér finnst þetta eiginlega ómissandi í flestum tilvikum :)

Dagsins:
"You are confined only by the walls you build yourself."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


X-factor lúkk!

Ég horfði á X-factor USA um daginn (held fyrir 2 vikum) en þá skartaði CeCe Frey þessari mega töffaralegu neon gulu augnförðun og það fyrsta sem ég gerði (áður en þátturinn kláraðist) var að setjast og endurgera lúkkið (bara með bleikum í staðinn fyrir gulum). Mér fannst eitthvað rosa töff við þetta lúkk, en það er eins einfalt og það gerist held ég bara!

Maður setur bara mjög ljósan Bronz-sanseraðan kampavínslit á innri helming augnloka (jafnvel ljósari en ég er með í mínu lúkki) og svo dekkri brúnan/bronz shimmer augnskugga á ytri helming. Svo tekur maður bara aðeins dekkri lit (dökk gráan eða brúnan eða svartan) og gerir efri línuna og tekur svo einhvern flottan skæran lit og hermir eftir myndinni!
Að mínu mati myndi eitthvað svona vera mjög töff áramótalúkk- þá væri jafnvel hægt að bæta smá glimmeri og extra flippuðum gerviaugnhárum!

CeCe Frey á sviði!



Það er von á mjög spennandi bloggi á næstunni- fylgist með! 

Quote dagsins:
"The extent to which we allow fear to rule our lives is truly amazing. Especially when you consider one very important thing about fear: It's imaginary."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


Vinningshafar!

Vinningshafar í Gjafaleiknum hafa verið dregnir út og hafa hver um sig unnið poka með blandi af snyrtivörum!



Þær heppnu sem voru dregnar út (með random.org) eru:

Andrea Gylfadóttir
&
Laufey Dröfn Matthíasdóttir


Til hamingju! :))

Báðar eru beðnar um að senda mér póst á facebooksíðu Glimmer&Gleði með upplýsingum um heimilisfang o.s.f.v.

Annars vil ég þakka öllum sem tóku þátt! Þið eruð æði og ég kann ótrúlega vel að meta öll fallegu kommentin!
Þið reynið bara aftur í næsta gjafaleik ;)


-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Ég.elska.förðun.

Svo einfalt er það... hvað er ekki að elska?






















Pepp dagsins:
 "Understand that dealing with life is really a matter of personal choice, so choose to be happy, find joy in the simplest things and see beauty in each person you meet. "

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Nýtt í safninu!

Hef sankað að mér smá smotterí seinustu daga, keypti mér nokkur stykki frá e.l.f. og kíkti svo í Kost fyrir sunnan og ákvað að deila með ykkur afrakstrinum.
Ég vona að þið séuð eins og ég, þegar kaupþorstinn er sem verstur skoða ég bara eitthvað sem aðrir hafa verið að kaupa sér og það svalar honum örlítið. (Samt eiginlega ekki... en þið vitið.)


1. Listerine hvíttunar munnskol- Elska þetta! Flaska númer tvö takk fyrir og á þessu heimili fer engin í háttinn án þess að skola munnin með smá svona. Maður skolar munnin með þessu í mínútu og burstar svo tennurnar og maður sér strax mun eftir fyrstu notkun- hvað þá eftir margra daga notkun! (Reyndar algjörlega ógeðslegt á bragðið, en hey! Beauty is pain)

2. Cetaphil gentle skin cleanser- andlitshreinsikrem sem fylgdi með rakakreminu (sem er númer 3) hef enn ekki prófað þetta en skal láta ykkur vita hvað mér finnst. Er alltaf að sjá youtube átrúnaðargoðin mín hrósa þessu í hástert.

3. Cetaphil (hljómar eins og eitthvað niðurgangsmeðal) Moisturizing cream fyrir þurra og viðkvæma húð- Önnur vara sem ég heyri stanslaust um á youtube. Og þar sem ég var orðin þreytt á að vera endalaust að kaupa nýtt Nivea rakakrem (því það klárast svo hratt) ákvað ég að kaupa þessa risadollu þar sem ég sá hana sitja svo fallega á hillu í Kosti. Er búin að nota það í fjóra daga og ég verð að segja að þetta er fyrsta rakakremið sem ég get sagt með algjörlega hreinni samvisku að ég finni að sé að gera húðinni minni gott. Ef ég set það á mig að kvöldi finn ég ennþá fyrir mýktinni og rakanum í húðinni langt fram á næsta dag (ef ég mála mig ekki) án þess þó að ég sé glansandi eða að húðin sé feit. Bara silkimjúk og frískleg. Ætla að nota það aðeins lengur og segja ykkur hvort ég haldi áfram að vera svona hrifin af því :)

4. Enn einn e.l.f. augnhárabrettari- maður á aldrei of mikið af þessum elskum! Fást hér!

5. e.l.f. blending wedges- svampar til allskonar nota- ég keypti þetta aðallega til að setja á mig ombré naglalakk (sýni myndir bráðum, er að setja svoleiðis á mig á meðan ég er að skrifa þetta) en svo eru þeir frábærir t.d. þegar maður er að mála aðra, ef maður vill setja primer, rakakrem eða jafnvel meik og sá sem maður málar vill ekki að maður noti hendurnar (eða ef þeir eru með viðkvæma húð, þá er best að vera með eitthvað alveg hreint og ónota). Mjúkir og þéttir! Fást hér.

6. Og enn eitt parið af dramatic augnhárum frá e.l.f.- ef einhver augnhár fara með mér út á lífið, þá eru það þessi! Þau fást hér.

7. Ákvað að kaupa mér þetta highlighting púður til að nota á kinnbein o.þ.h.- heitir Glow og er í Studio Blush línunni hjá e.l.f. þessu hefur verið líkt við Mary Lou-manizer frá theBalm sem ég hef lengi haft augastað á. Hef ekki prófað það svo ég get ekki borið þau saman en ég er mjög ánægð með þetta, gefur fallegt glow- svolítið púðrað en það skiptir ekki máli því lokaútkoman er hot. Fæst hér.

8. e.l.f. augnbrúna settið í dark- svona fjórðu eða fimmtu pakkningarnar sem ég kaupi af þessu. Algjört möst í minni daglegu rútínu. Mögulega full dökkt fyrir hárlitinn minn, en that's how I like it! Til hérna!

9. Að lokum splæsti ég í tvo brúsa af e.l.f. makeup mist and set- nei ég drekk þetta ekki, þó það mætti oft halda það því ég fer í gegnum þessar flöskur á ógnarhraða. Nota þetta eins og áður hefur komið fram til að spreya yfir andlitið þegar allt er komið á sinn stað (bb krem, kinnalitur, bronzer, highlight, augabrúnir, púður o.s.frv.) og þetta "af-púðrar" mann og setur svona frísklegan glans á mann (ekki syndandi í smjöri-glans) og svo á þetta að lengja líftíma farðans á andlitinu! (Hef aldrei verið í neinu sérstöku veseni með endingu á farða, en þetta dregur allavega ekki úr henni svo mikið er víst!) Love it! Fæst hér.

Enn eitt "nýtt í safninu" blogg á enda þar sem e.l.f. spilar aðalhlutverk haha! Kemur á óvart (:
Það kemur smá spennandi inn á næstunni (ef ég verð einhverntíman búin að læra!)
En ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum hér að neðan- og ef þið hafið þegar tekið þátt- ekki hika við að kommenta einu sinni á hverjum degi ;) Hver elskar ekki frítt stöff? 


-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest