Halloween andlit liðinnar helgar!

Gott kvöld góðir gestir.
Hér kemur ein örfærsla- en sökum veikinda hef ég ekki treyst mér í full on bloggvinnslu svo þið fáið hér myndir frá helginni.
Ég málaði mig sem hauskúpu/beingrind á föstudagskvöldið- og svo Arnar sem hálfa og mun reiðari hauskúpu á Laugardagskvöldinu. Það skal tekið fram að hauskúpan sem ég málaði á Arnar var unnin í miklu samstarfi við hann sjálfan, enda er hann með eindæmum klár teiknari og var með mjög ákveðnar hugmyndir sem hann vildi að ég útfærði.

En hér eru myndir- þangað til næst ;)






Er nú bara ansi ánægð með frumraunir mínar í Halloween förðun (þ.m.t. creepy dúkkan)
Þá er bara að æfa sig fyrir næsta ár :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Nýtt í safninu (afmælis)

Það er svo gaman að eiga afmæli!
Sérstaklega þegar maður fær pening og getur keypt það sem manni langar í heeeh!

Ansi margt af óskalistanum farið að skríða í fang mitt- gjörið svo vel- ef þið viljið sjá!
(Ástæðan fyrir því að ég geri þessi blogg er að mér sjálfri finnst gaman að skoða svona hjá öðrum, til að sjá hvað fólk er mest að kaupa og afhverju það er að kaupa hlutina- mér finnst það hjálplegt.)


1--> Wonderstruck ilmvatnið frá Taylor Swift- mjög vinsælt ilmvatn síðustu mánuði og þar sem ég hef skyndilega þróað með mér gífurlegan áhuga á ilmvatns-söfnun varð ég að eignast þetta! (Fékk einmitt Fame ilmvatnið frá Lady Gaga í afmælisgjöf frá ma&pa svo það er á leiðinni líka) En já Wonderstruck er unaðs-ilmur og svo finnst mér flaskan svo ótrúlega falleg (ekki leiðinlegt að geta stillt upp fögrum ilmvatnsflöskum á baðherberginu)- en já, ég á eiginlega engin ilmvötn svo þetta var kærkomin viðbót og ég elska lyktina- smá viðbrigði frá body-spreyunum sem ég er vön að nota alltaf.

2-->Ben Nye Banana púðrið- þetta var á óskalistanum mínum!! Hef sagt það áður og segi það enn ég er algjör bandwagoner þegar kemur að trendum og núna eru allir að missa sig yfir þessu púðri eftir að makeup artistinn sem málar Kim Kardashian (Mario Dedivanovic) sagðist nota það yfir baugahyljarann hjá henni. Þegar ég keypti púðrið var það low in stock worldwide- og uppsellt á mörgum stöðum en ég fann sem betur fer síðu sem átti slatta eftir. Ég hef ekki ennþá prófað það (var að fá það) en ég skal update-a ykkur um hvað mér finnst!

3--> Rimmel lasting finish varalitur í litnum Sugar Plum- varalitur í dekkri kantinu með plómu undirtóna, tilvalin í hausttrendið sem eru dökkar varir!

4--> Rimmel match perfection illuminating baugahyljari sem hylur og birtir yfir- sama og í seinasta svona bloggi, ákvað að kaupa mér backup því ég ELSKA hinn! Verð að sýna ykkur fyrir/eftir myndir af þessu á andlitinu á mér.

5--> Sárvantaði plokkara þannig ég keypti bara eitthvað sett frá mister mascara- það fylgdi annar miniplokkari með sem er fínt að stinga í veskið :) So far so good!

6-->Maybelline color tatto í litnum On and on bronze! Veit ekki hversu lengi ég hef beðið eftir að koma höndunum yfir color tattúin frá maybelline- kremaugnskuggar sem er annaðhvort hægt að nota eina og sér eða sem grunn undir aðra augnskugga. Er búin að vera að prófa þá á hendinni á mér, í bland við hina og þessa augnskugga og er sjúklega spennt að nota þá! Eru að koma virkilega vel út :)

7--> Maybelline color tatto í litnum Eternal Gold.

8--> Maybelline dream lumi touch hyljari og highlighter til að setja undir augun- þessi vara er notuð til að hylja og aðallega birta yfir undirauga-svæðinu, hylja bauga og fínar línur og láta mann líta út fyrir að vera sjúklega vel sofinn haha! Gegnir semsagt sama hlutverki og vara frá Yves Saint Laurent sem heitir Touche Éclat en sú vara hefur unnið til verðlauna og er mikið notuð af virtustu förðunarmeisturum heims. Nema hvað- orðið á götunni er að þessi penni frá Maybelline sé að gera það nákvæmlega sama og Touche Éclat og sé jafnvel betri!?! Uhh... allt í lagi að prófa allavega því hann er margfallt ódýrari en penninn frá YSL!

9--> Maybelline Illegal lengths fibre maskarinn- þessi hefur fengið ansi mikið umtal um að lengja og vera frábær. Ég er eins og fyrr sagði alltaf til í að prófa allt sem er hype og svo er ég með eitthvað maskara fetish, get endalaust fjárfest í nýjum maskörum. Á eftir að prófa þennan, en ég hef á tilfinningunni að hann verði let down- eins og svo margt sem ég ákveð að skella mér á sökum vinsælda í youtube heiminum...hahah læt ykkur vita

Er að spá í að sýna ykkur hvernig ég skyggi og highlighta á mér andlitið og sýna ykkur þá hvernig ég nota vörur eins og rimmel match perfection hyljarann, maybelline lumi touch... já og bananapúðrið umtalaða!
Keep your eyes peeled!

Takk allir sem eru farnir að vera duglegir að kommenta og like-a! Elska að fá komment- gerir alla vinnuna sem fer í að halda úti svona bloggi margfalt þess virði! :)

Endilega kíkið á Glimmer&Gleði á facebook! Smá könnun í gangi þar líka (sem allir eru eitthvað rosa feimnir að svara.... hún fjallar samt ekki um kynsjúkdóma eða neitt slíkt sko)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Föstudagsmakeup!

Málaði mig og vinkonu mína fyrir smá skóladjamm!
Og hér er afraksturinn:

Var að prófa nýjar aðferðir í glimmer-ásetningu- ekki alveg nógu snyrtilegt, en æfingin skapar meistarann!









Gull og glimmerþema þessa helgina- er að spá í að skella inn skref fyrir skref bloggi eða vídjói með einhverju skemmtilegu glimmerlúkki á næstunni- ef ykkur líst vel á það ;) Því ég var að kaupa nokkra liti af glimmer :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Neglur dagsins 21.10.12

Ég er algjör dundari- þetta dundaði ég mér við á Laugardagskvöldið- á meðan jarðskjálftahrinurnar dundu á Akureyri! Ótrúlega mikið fjör!
Svartur grunnur, multicolor gyllt glimmer á allar neglur nema á miðju neglurnar (löngutöng beggja handa) þar er silfrað multicolor glimmer (og stærri þríhyrningar).
Þríhyrningana myndaði ég bara með límbandi (passa að undirlakkið sé 100% þurrt) og svo setti ég svart naglalakk upp í þríhyrninginn og helti svo glimmeri úr dollu yfir. Endaði svo að sjálfsögðu á glæru yfirlakki til að festa allt saman.

Ég fýla þessar neglur!




-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



OPI Skyfall!

Betra seint en aldrei kæru vinir!

1. október kom út ný hátíðar/vetrar lína frá O.P.I. sem er inspíreruð af komu nýjustu James Bond myndarinnar Skyfall.
Línan inniheldur 12 gullfallega liti og svo eina rándýra týpu af yfirlakki. Ég er aðeins of spennt fyrir þessum litum (en hef bara alls ekki efni á því!)

Þarna gefur að líta fegurðina. Það eru nokkur sem eru mjög ofarlega á óskalistanum mínum þarna, þó mér finnist þau nú öll eiginlega bara geggjuð að þá eru þetta svona helstu; Golden Eye, Casino Royal, You Only Live Twice, Tomorrow Never Dies, The Living Daylights og The World Is Not Enough. 

Ég fæ nettan jólafýling við að skoða þessi naglalökk. 
En þetta er ekki allt! Með þessari Skyfall línu fylgir Limited Edition yfirlakk sem inniheldur 18 karata gullflögur. Lakkið heitir The Man With The Golden Gun og kostar hvorki meira né minna en tæpar 6.000 kr.-! 



Jújú eflaust gaman að eiga það í safninu sínu ef maður er naglalakkáhugamanneskja, afskaplega falleg og einstök gullin flaska og allt!- En ég færi seint að eyða 6.000 krónum í yfirlakk- hvað finnst ykkur? 

Fékk að stela mynd frá kynsystir minni á Google.
Í fljótu bragði minnir þetta yfirlakk hættulega mikið á cracked naglalökkin- sem hafa gengið sitt skeið að mínu mati, allavega í bili en þau koma alltaf aftur, það getum við verið 100% viss um ;) En hvað varðar þetta gull yfirlakk er ég ekki alveg að falla í stafi. Auðvitað smekksatriði þegar öllu er á botnin hvolft en ef þú ætlar að borga 6.000 krónur fyrir yfirlakk ætti það að hafa smá wow-factor. (Þó ég reikni með að flestir séu að kaupa þetta bara sem collectors item). 


Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en eftir því sem ég best veit er þessi lína ekki komin í sölu á Íslandi (eeeendilega leiðréttið mig ef ég er að bulla).
En hvort sem hún er komin eða ekki að þá hlýtur hún að fara að detta inn fyrir jólin!
Það segir ekkert HALLÓ JÓLIN ERU KOMIN! eins og fullar búðir af nýjum O.P.I. lökkum!

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest




Top 3 kinnalitir!

Nú er komið að 3 uppáhalds kinnalitunum mínum, því ég er nýlega orðin kinnalitasjúk.
Svolítið fyndið því það er ekki langt síðan að ég var skíthrædd við kinnaliti- helst kanski því ég kunni ekki að nota þá og var alltaf hrædd um að líta út eins og trúður eða eitthvað álíka skemmtilegt.
En eftir að hafa kynnt mér bestu aðferðirnar við að nota þá, og séð úrvalið af litum sem eru í boði þá er ég alveg pínu húkt- og finnst alltaf eitthvað mikið vanta ef ég gleymi að setja á mig kinnalit.

Þessir þrír eru í helstu uppáhaldi þessa dagana:


10 lita palettan frá Coastal Scents (sem allir ættu að eiga)- fremstu liturinn í neðri röðinni er búinn að vera mjög lengi í uppáhaldi- hann er ekki of "in your face" bleikur- sem þýðir að hann er frábær í flýti- maður þarf ekkert of mikið að vanda sig eða eyða miklum tíma í að blanda honum á kinnarnar því hann er frekar neutral. Hann er líklega í uppáhaldi einmitt þess vegna- auðvelt að smella honum á í flýti bara rétt til að fá smá lit í kinnarnar áður en maður heldur út í daginn. 

Næsti uppáhaldslitur er einnig úr 10 lita palettunni frá Coastal Scents- en það er aftasti liturinn í efri röðinni. Þetta er svona einskonar brenndur/ryð rauður litur- mjög haustlegur og fallegur og algjörlega sjúkur þegar hann er komin á kinnarnar! Fullkominn haust/vetrar litur- aðeins dekkri og "rjóðari" en litirnir sem ég er vön að nota. 

Desire frá Nars- þessi lítur út fyrir að vera klikkaður! Ótrúlega skær neon bleikur einhvernveginn- en hann er það ekki þegar honum er blandað létt á kinnarnar (samt auðvelt að vera of mikil brussa og skella of miklu á- þá er maður sko með neon bleikar kinnar, ef einhver er heitur fyrir því lúkki). Ég nota þennan aðallega svona spari- en mér finnst hann algjör snilld ef ég fer eitthvað út á kvöldin t.d. á djammið o.þ.h. vegna þess að hann er svona aðeins ýktari en hinir uppáhalds kinnalitirnir- sem þýðir að hann sést betur þegar það er orðið dimmt og svona- mér finnst fínt að hafa allt aðeins ýktara fyrir djamm- svo það sjáist inn á myrkum skemmtistöðum að maður lagði fram vinnu til að vera með beat face á djamminu! [skál fyrir töffaralegum orðatiltækjum (fyrsta skýring lesist)] hahah

Hvað eru uppáhalds kinnalitirnir ykkar? :)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Top 3 Bronzers!

Mér finnst gaman að skoða "topplista" hjá fólki- til að sjá hvaða vörur eru í uppáhaldi, án þess að sjá bara eina. T.d. ef maður sér bara eina vöru sem fólk er að missa sig yfir- og sú vara kanski akkúrat hentar manni ekki, eða maður getur ekki nálgast hana eða eitthvað- þá er gaman að sjá svona það sem situr með í efstu sætunum.
Ætla að byrja á að sýna ykkur 3 uppáhalds bronz-púðrin mín og svona "söguna" haha! Hef lent í slæmum og góðum bronzerum í gegnum tíðina- en þessir sitja svona efstir í augnablikinu.

Ég nota bronzer bæði til þess að fá lit í andlitið- en einnig til þess að skyggja hluta af því (undir kinnbein, kjálka, nef o.fl)- öll púðri hér að neðan virka í báðum þessum tilfellum.

e.l.f. countouring blush and bronzing powder- Eins og sést glögglega nota ég bronzer hlutann af þessari tvennu mun meira en kinnalitinn (hann er fallegur, en sést einhvernveginn ekkert sérstaklega vel á mínum húðlit, nota hann stundum sem highlighter)- Ég elska þennan bronzer! Einskonar eftirherma af Laguna frá Nars (sem er hér að neðan) og er bara ansi líkur. Ég nota þennan til þess að skyggja kinnar og kjálka (mjókka andlitið) en ef ég nota hann til að skyggja nefið fæ ég litlar bólur á það (er með viðkvæma húð á og í kringum nefið) Ódýr bronzer sem gerir það sama og Laguna- en helsti munurinn er kanski að maður verður að fara varlegar með þennan, hann er aðeins dekkri en Laguna og það er aðeins meiri vinna að blanda honum á húðina. Nota þennan flesta daga vikunnar og hann er algjört uppáhald- mun kaupa aftur og aftur og aftur. 

Laguna bronzer frá Nars- þessi er töluvert dýrari en e.l.f. bronzerinn og þessvegna nota ég hann bara "spari" á allt andlitið (til að skyggja og fá lit í andlitið) en ég nota hann hins vegar daglega til þess að skyggja nefið á mér og mjókka það (fyrst ég get ekki notað e.l.f. bronzerinn í það). Get voða lítið sett út á þennan bronzer annað en það að hann er rándýr og illfáanlegur á Íslandi- að öðru leyti er hann líka í algjöru uppáhaldi og er notaður mjög spart þessa dagana, þar sem það er ekki hlaupið að því að splæsa í nýjann. 

Bourjois Délice de Poudre bronzerinn- þennan keypti ég fyrir ekki svo löngu á asos.com en mig hafði lengi langað í hann ( er stanslaust að reyna að finna staðgengil fyrir Laguna á lægra verði) og ég varð strax mjög hrifin af honum. Þennan nota ég daglega til þess að setja lit á andlitið á mér (á eftir BB kreminu sem gerir mann svolítið fölan)- og ég fókusa aðallega á ennið, gagnaugun, kinnar, kjálka og háls. Það er einnig hægt að nota hann til að skyggja- en hann er aðeins ljósari en þessir tveir hér að ofan, svo það yrði þá létt skyggin (sem hentar vel svona dags-daglega t.d. í skólann o.þ.h.)

Hvaða bronzera/sólarpúður/contour púður eruð þið að nota? :)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Örblogg

Eitt lítið og stutt.
Neglur dagsins í dag og dagsins í gær.

Var líka að sjá að allar heimsóknir á síðuna frá upphafi hafa núllast :( Get ekki lengur séð hve margir hafa heimsótt síðuna frá upphafi, hve margir í þessum mánuði (eða neinum mánuði yfir höfuð), hvaða bloggfærsla er vinsælust frá upphafi (eða í þessum mánuði, þessari viku etc.)
Frá hvaða löndum lesendur eru, hvað þið hafið mest gaman af að skoða.... aaaaahh allt farið!
Alveg smá svekkjandi.
[EDIT: Ein glögg Andrea Gylfa benti mér á að stats-in eru komin inn á ný! GLEÐI GLEÐI]

En já neglur:

Gull&Svart- megatöff!

Og brúnt og bleikt- svolítið skemmtilegt!

Mæli með blönduðu mynstri í tveimur til þremur litum- það er hipp og kúl!
Mæli ekki með Blogger kerfinu það er ekki hipp og kúl!
Mæli með að þið fylgis vel með á næstu dögum- því einhver heppinn er að fara að vinna snyrtidót!!! (Sem er sjúklega hipp og kúl)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Andlit dagsins 12.10.12

Ákvað að smella hér inn eins og einu andliti dagsins svona aðeins til að lífga upp á síðuna og koma í veg fyrir að creepy myndin hérna að neðan hræði fólk í burtu! ;) hahah

Ég ætlaði að taka skref fyrir skref myndir til að sýna ykkur hvað ég gerði- en ég var á hraðferð og svo notaði ég bara tvo augnskugga; einn á augnlokið og einn í allt hitt (blandað hátt upp og á neðri augnháralínu) svo að skref fyrir skref verður að fá að koma seinna :)




Á augun notaði ég:
- Augnprimer frá e.l.f.
- Ljósasta augnskuggann úr Taupe Smoke (fjórskugga palettunni frá maybelline) á allt augnlok
- Rauðbrúna augnskuggann (nr.3) úr Taupe Smoke (fjórskugga palettunni frá maybelline) í glóbuslínu og blandað upp og út á við- og á neðri augnháralínu.
- Maybelline master precise eyeliner
- l'Oréal intense liquid liner á efri vatnslínu
- Maskara primer frá e.l.f.- Telescopic maskarann frá l'Oréal og Maybelline falsies feather maskarann.


Á andlit notaði ég:
- Lioele Triple The Solution BB krem
- Rimmel perfect match illuminating concealer undir augu
- e.l.f. High Definition púður undir augu
- Rimmel Stay matte púður á restina af andliti (ELSKA ÞETTA PÚÐUR!)
- e.l.f. eyebrow kit á augabrúnir
- Beauty Rush varasalvi í Pink Sugar frá Victoria's Secret
- Delice de Poudre bronzer frá Bourjois til að skyggja og dekkja andlitið
- Kinnalit úr 10 kinnalita palettunni frá Coastal Scents

Að lokum vill ég minna á facebook síðu Glimmer&Gleði svo þið getið fylgst með þegar nýjar færslur koma inn og slíkt :) 

Og svo vill ég þakka viðtökurnar enn og aftur undanfarnar vikur! Þið eruð ótrúleg- og ég er ótrúlega þakklát fyrir hvern einn og einasta gest sem kíkir á síðuna mína og vonandi finna allir eitthvað skemmtilegt til að skoða :) Fylgist svo með á næstunni því ég pantaði nýlega vörur fyrir gjafaleik sem ég ætla að hafa hér á síðunni til að þakka ykkur almennilega fyrir ;) Svo það blogg kemur upp um leið og ég fær vörurnar í hendurnar! 

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Vídjó!- Hvernig nærðu Creepy Dúkku-lúkkinu?

Mér tókst að klippa vídjóið sem ég tók upp af Halloween lúkkinu saman og nú getið þið séð- skref fyrir skref- hvernig ég gerði þetta.





Ég biðst afsökunar á því hversu óstabíl myndgæðin eru- ég var í kappi við tímann að reyna að taka upp áður en það myrkvaði, sem var þó tæpt- þannig myndbandið verður dimmara með tímanum (ég var svo ótrúlega lengi að þessu því ég var bara að spinna lúkkið upp á staðnum og að prófa allskonar hluti sem ég hef ekki prófað áður).

Að öðru leyti- þá var ég að tala inn á vídjó í fyrsta skipti, og ég er eiginlega ekki alveg með á hreinu hvað mér finnst um það ennþá- smá óþæginlegt allavega en ég vona að það hjálpi ykkur betur að sjá hvað er að gerast í vídjóinu.

Að lokum mæli ég með því að þið farið hér inn á youtube- og horfið á myndbandið þar og smellið á upplausn 720p sem eru aðeins skárri gæði (Smellt á tannhjólið við hliðina á litlu klukkunni neðst í hægra horninu á vídjóinu og valið).




Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað- eða þá að minnsta kosti að þið hafið gaman af því að skoða :)

Ég minni ykkur á að like-a Glimmer&Gleði á facebook! Þá getið þið verið viss um að fá upplýsingar um leið og ný blogg detta inn ;)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Creepy Doll lúkk fyrir Halloween!

Sæl elskulegu!
Ákvað að nýta Sunnudaginn minn í að skella í eitt Halloween lúkk, bæði til insprera einhverja þarna úti sem vantar hugmyndir fyrir halloween og einnig mér til yndisauka!
Þetta var ótrúlega skemmtilegt- en um leið tók þetta mig allan daginn, þar sem ég var að spinna þetta af fingrum fram og það var ýmislegt sem þurfti að laga eða endurgera eða breyta o.s.frv.!
Nokkuð sátt með þessa frumraun í Halloween förðun bara!

Og ekki örvænta! Ef ykkur langar að endurgera þetta lúkk, eða gera eitthvað svipað- því ég tók þetta allt upp á vídjó sem kemur inn á næstu dögum þegar ég er búin að klippa það til og gera fínt :)



En hérna er útkoma- fylgist með næstu daga til að sjá hvernig maður nær þessu lúkki ;)




Þá er bara að halda áfram að æfa sig- var bara að prófa einhverjar frumlega tilraunir til að fela augabrúnirnar og búa til sár og svona... ekkert fullkomið en þetta er sammt skemmtilegt og einstaklega creepy í myrkri! 

CREEP

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest






Sokka-snúður!

Langaði til að sýna ykkur hvernig á að gera lítinn sætann sokkasnúð í hárið, svona fyrir þær sem hafa enn ekki fjárfest í hársnúðagerðar-kleinuhring úr plasti (er það ekki annars rétt nafn á þessu?) haha!



Ég er alltaf einhvernveginn á leiðinni að kaupa svona dótarí til að búa til fínan snúð í hárið, en ég á bara aldrei leið hjá slíkum fyrirbærum- eða ef ég á leið hjá, þá er ég búin að gleyma því að mig langi í svoleiðis.

En sem betur fer (örugglega í fyrsta skipti sem einhver talar um þetta á jákvæðan hátt) eru sokkar mjög duglegir að hverfa t.d. í þvottavélinni og svona, og þegar maður situr uppi með einstæðan sokk- er þá ekki einsgott að nota hann bara í eitthvað skemmtilegt?

Svo getur maður valið bara þunnan sokk eða þykkan sokk- allt eftir því hvernig maður vill að snúðurinn verði!

Fyrst: Finndu sokk (helst hreinann þú veist) og klipptu tásurnar af honum:



Næst: Rúllaðu sokknum upp í kleinuhring:



NæstNæst: Smelltu kleinuhringnum á fyrirframtilbúið tagl (hvort sem það er allt hárið, eða hluti af því):



NæstNæstNæst: Vefðu hárinu utan um og festu með ömmuspennum (best að snúa því svona utanum):



Og þá endar þetta einhvernveginn svona:


Að lokum!
Takk æðislega fyrir komuna allir nýjir gestir- fékk ótrúlega góð viðbrögð við facebook like-síðunni sem ég gerði fyrir Glimmer&Gleði í nótt.
Nú er mögulegt fyrir þá sem ekki eru vinir mínir á facebook að sjá um leið og ég set inn nýjar færslu með því að like-a www.facebook.com/glimmeroggledi  :)

Og takk bara allir sem koma og kíkja hingað- þið eruð ótrúlega mörg og ég er alsæl!


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest