Mjög erfitt að reyna að blanda vel og sjá hvað maður er að gera þegar maður er ekki með ljós (á eftir að kaupa mér einhvern góðan lampa) en ég gat hlaupið annað slagið inn á baðherbergi til að sjá hvort ég væri nokkuð í ruglinu :)
Þetta er útkoman:
Ég notaði:
- Jumbo eye pencil í litnum milk (alveg hvítur) yfir allt augnlok.
- Hvítan augnskugga í innri augnkróka og undir brúnir. (BH 120 paletta)
- Blandaði skærgrænum skugga í glóbuslínuna og vel fyrir ofan hana. (BH 120 paletta)
- Setti dekkri grænan beint í glóbuslínuna. (BH 120 paletta)- Setti svo ljósbláan yfir hvíta skuggan í innri augnkrókum og aðeins inn á augnlokið. (BH 120 paletta)
- Svo aðeins dekkri bláan yfir restina af augnlokinu. (BH 120 paletta)
- Svo setti ég dökkbláan í ytra "vaffið" og blandaði aðeins upp í glóbuslínuna til að dekkja hana smá.
- Ekki má gleyma að "loka" lúkkinu, svo ég skellti skærgræna litnum á neðri augnháralínuna og svo dökkbláa litnum yfir svona einn þriðja af þeim græna yst á neðri augnháralínuna, til að dekkja.
- Toppað með e.l.f. liquid liner í væng og Dramatic lashes frá e.l.f.
All in all svolítið skemmtilegt lúkk og frísklegt! Minnir á eitthvað tropical, myndi ekki slá hendinni á móti eins og einum kokteil í þessum lit ;)
-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Vá en flott. Þú ert snillingur!
SvaraEyða