Andvökusprell

Ég átti erfitt með að sofna í fyrradag því mig langaði svo sjúklega að skella í eitthvað litríkt og skemmtilegt lúkk- svo ég fór og settist við snyrtiborðið mitt í nánast algjöru myrkri (er með svo rosalega daufa peru í loftljósinu) og lék mér með 120 lita palettuna mína frá BH cosmetics.
Mjög erfitt að reyna að blanda vel og sjá hvað maður er að gera þegar maður er ekki með ljós (á eftir að kaupa mér einhvern góðan lampa) en ég gat hlaupið annað slagið inn á baðherbergi til að sjá hvort ég væri nokkuð í ruglinu :)

Þetta er útkoman:








Ég notaði:
- Jumbo eye pencil í litnum milk (alveg hvítur) yfir allt augnlok.
- Hvítan augnskugga í innri augnkróka og undir brúnir. (BH 120 paletta)
- Blandaði skærgrænum skugga í glóbuslínuna og vel fyrir ofan hana. (BH 120 paletta)
- Setti dekkri grænan beint í glóbuslínuna. (BH 120 paletta)
- Setti svo ljósbláan yfir hvíta skuggan í innri augnkrókum og aðeins inn á augnlokið. (BH 120 paletta)
- Svo aðeins dekkri bláan yfir restina af augnlokinu. (BH 120 paletta)
- Svo setti ég dökkbláan í ytra "vaffið" og blandaði aðeins upp í glóbuslínuna til að dekkja hana smá.
- Ekki má gleyma að "loka" lúkkinu, svo ég skellti skærgræna litnum á neðri augnháralínuna og svo dökkbláa litnum yfir svona einn þriðja af þeim græna yst á neðri augnháralínuna, til að dekkja.
- Toppað með e.l.f. liquid liner í væng og Dramatic lashes frá e.l.f.

All in all svolítið skemmtilegt lúkk og frísklegt! Minnir á eitthvað tropical, myndi ekki slá hendinni á móti eins og einum kokteil í þessum lit ;)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Fés dagsins 17.08.12

Svona málaði ég mig á föstudaginn- svolítið haustlegir litir, með fjólublárri línu að neðan. Allt úr 88 color matte palette frá BH cosmetics.

- e.l.f. eyeshadow primer yfir allt augnlok
- Nyx Jumbo eye pencil í Milk yfir allt augnlok
- Gulleitur hvítur með shimmer sem highligt undir augabrúnir og í innri augnkróka
- Bland af appelsínugulum og ljósbrúnum á augnlok.
- Dekkri brúnn í glóbuslínu og svo dökk rauðbrúnn yfir til að setja hlýrra yfirbragð.
- Góð lína af dökkfjólubláum á neðri augnháralínu og svo dökkbrúnn yfir til að tóna fjólubláa litinn niður.
- e.l.f. liquid liner
- e.l.f. mascara primer, rimmel sexy curves maskari og maybelline falsies yfir.




-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Ný "snyrti-aðstaða"!

Get ekki fyrir nokkurn mun lýst því hvað ég er sjúklega spennt yfir nýjustu breytingunni á snyrtiaðstöðunni minni! Loksins komin með hellings pláss bæði fyrir allt dótið mitt og svo pláss fyrir mig til að athafna mig, og það fyrir framan glugga svo ég fái pottþétta birtu þegar ég  mála mig :)

Ætlaði bara að sýna ykkur fyrir/eftir myndir af set-öppinu ef þið skylduð hafa áhuga:


Fyrir- ég var bara með þessa litlu hillusamstæðu og engan annan stað til þess að mála mig- óþæginlega lág hilla og vont að sitja við hana þó hún geti geymt helling af dóti- svo í þokkabót eeeengin birta þarna. 


Eftir- er ennþá með hillusamstæðuna en núna líka með skrifborð sem ég get sitið við (og beint fyrir framan gluggann sem er frábært!). Allt annað líf- langt síðan ég hef verið svona spennt yfir einhverju hahah! Vona að bætt aðstaða þýði meira af lúkkum fyrir bloggið ;)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Neglur dagsins 18.08.12

Ég er loksins farin að nenna að dunda mér við að lakka á mér neglurnar aftur- var ótrúlega mikið í því hérna um árið en svo einhvernveginn var ég hætt að nenna því.
Tók penslana upp aftur og skellti í þríhyrningatrendið sívinsæla. Ætla að skella í þetta aftur með öðrum litum því þessir eru báðir svo dökkir að það sést ekkert rosa vel hvernig mynstur er á nöglunum.
Sýni ykkur hvernig endurgerðin verður en hérna eru allavega neglurnar:

Málaði þær fyrst rauðar, beið svo þar til þær voru 120% þurrar og bjó þríhyrninginn til með límbandi og fyllti uppí hann með silfraða lakkinu. Mikilvægt að taka límbandið af um leið og maður er búin að lakka hverja nögl fyrir sig, svo lakki rifni ekki með ( ef það nær að þorna).

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Fés dagsins 11.08.12

Eitt einfalt og fjólublátt laugardagslúkk (síðan seinasta laugardag).

Notaði:
- e.l.f. eyelid primer
- NYX jumbo eye pencil í litnum Milk
- Hot Pot í litnum Tyrian Purple yfir allt augnlok
- Bootycall úr Naked 2 palettunni í innri augnkróka og undir augabrúnir.
- Busted úr Naked 2 í glóbuslínuna sem skyggingarlitur- og á neðri augnháralínu.
- Svartur eyeliner á efri vatnslínu.
- e.l.f. liquid liner í vængjaðan liner á efri augnháralínu.









-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Uppáhalds í Júlí (seint)

Ætla að sýna ykkur það sem hefur verið aðal uppáhalds í júlí- þó það sé kominn miður ágúst (betra seint en ennþá seinna!!)
Í júlí var ég svolítið að enduruppgötva gamlar vörur sem ég hef átt lengi en ekkert verið að nota af viti fyrr en bara upp á síðkastið- og svo nýjar í bland :)

Elsku besta Lioele Triple The Solution BB kremið mitt<3 Að sjálfsögðu er það í uppáhalds (og á örugglega eftir að vera það aaansi lengi!) Ef ég set eitthvað á andlitið á mér, þá er það þetta- hef ekki snert meik síðan ég fékk þetta og að öllu gríni slepptu hefur húðin á mér aldrei aldrei aldrei verið eins góð og hún er núna! Finn og sé mikinn mun og meira að segja kærastinn minn (sem tekur aldrei eftir neinu svona) hafði orð á því að húðin á mér væri eitthvað svo "slett og hrein" eins og hann orðaði það. Skemmir ekki fyrir að þetta endist rosalega lengi og lítur svo ótrúlega vel út á húðinni.  

e.l.f. augnhárabrettarinn sem ég hef talað um í nýlegu bloggi- ótrúlegur, minn var reyndar eitthvað skakkur svo hann var farinn að skera gúmmíið í sundur, en ég beyglaði hann bara til baka og setti nýtt gúmmí og hann er grínlaus algjör töfrabrettari! Nær ótrúlega mikið af augnhárum og meiðir ekki- krullar líka svo ótrúlega hratt og vel. (Sjúklega ódýr líka!)

e.l.f. HD púðrið- hvítt (eða "glært") púður, sem ég set yfir BB kremið svo förðunin haldist pottþétt allann daginn, fínt til að matta lúkk og fer inn í allar fínar línur og fyllir upp í þær (ekki mjög sjáanlega, en ég tek eftir mun á myndum). Fínt "setting" púður- þegar maður þarf ekki að bæta lit ofan á förðunina. 

e.l.f. contouring blush and bronzing powder- þetta var líka í seinasta uppáhaldi, þá aðallega útaf bronzernum en þetta var í sérstöku uppáhaldi í Júlí því ég var mikið í útilegum, og þá var fínt- í staðinn fyrir að þurfa að vera með eina dollu af kinnalit og aðra af bronzer- að hafa þetta bara í setti og geta skellt þessu yfir BB kremið rétt til að fríska upp á sig og fá smá "sunkissed glow". Gott að vera bara með algjörlega minimal makeup kit í útilegu. (Já það má mála sig í útilegu, suma daga).

Icing bronzer- Bronzer sem er ótrúlega ljós og gylltur og ég hef því að mestu notað hann sem highlighter á kinnbein og á nefið. Kemur ótrúlega flott út og þá sérstaklega ef maður er úti í sólinni, gefur fallegt gyllt og frísklegt glow. Svo er þetta risa dolla sem mun örugglega endast mér út ævina haha! (Keypti þetta fyrir ári í New York og hef notað mikið, en það sér varla á)

e.l.f. mascara primer- Þessi maskara primer er mjög þunnur og sést ekkert megavel þegar maður setur hann á augnhárin og þessvegna hélt ég að hann væri ekkert sérstakur, en vá, hann breytir alveg helling! Ég er líka algjör maskara jönký og elska löng, þykk og clumpy og massíf augnhár- og elska þar af leiðandi allt sem hjálpar mér í áttina að slíku lúkki (sem þetta gerir svo sannarlega!).

Maybelline Falsies Volume Express- Prufaði þennan maskara í fyrsta skipti í júlí og hann hræðir svo sannarlega þegar maður tekur burstann fyrst upp úr dollunni, mega clumpy og blautur- en mér finnst þannig maskarar akkúrat æði (veit um marga sem þola ekki svona maskara) hann gerir augnhárin megaþykk og er með trefjum í sem setjast framan á augnhárin og lengja þau- elskann!

Escada Island Kiss- Mmmm.. elska Escada ilmvötn, og þetta var fullkomið í sumar- maður lyktaði eins og ávaxtakarfa- elska svona sæta ilmi á sumrin- vafalaust eina ilmvatnið sem ég notaði í júlí!

Gamla góða Naked palettan nær aftur sæti á uppáhaldslistanum- að þessu sinni var hún mikið notuð sökum ferðalaga. Ég var í burtu meirihlutann af júlí- og þó ég hneigist oftast í átt að því að yfirpakka (pakka ÖLLU snyrtidótinu mínu) að þá var ég voða dugleg og náði að hemja mig að mestu leyti. Þessi var tilvalin í langferðalög og útilegur, ef mann vantaði eitthvað smá extra að þá var allt í boði í þessari elsku- og óþarfi að hafa neitt annað augnskuggakyns með í för. Algjör draumur eins og venjulega. 

Coastal scents 10 kinnalita palettan- enn og aftur liður í því að ofpakka ekki þegar ferðast er á milli landshluta- frábært að hafa úrval af nokkrum frábærum litum á einum stað- fyrirferðalítið en býður upp á marga valmöguleika. 

Að lokum er það e.l.f. litaður varasalvi með sólarvörn- er búin að vera sjúúúk í þessa síðan ég fékk þá! Ég er með varasalva fetish og nota ótrúlega mikið af honum yfir daginn- þessir eru svo frábærir því þeir gefa manni lit í varirnar- léttan, ekki of áberandi heldur svona frísklegan lit. Finnst þetta eiginlega möst eftir að ég set á mig BB kremið, því það þekur svo vel að ef það fer aðeins inn á varirnar hverfa þær nánast, tilvalið að ná lit í þær aftur með þessum varasölvum og um leið veita raka og sólarvörn :)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest