Ég hugsaði með mér að í staðin fyrir að vera kaupa rándýra og staka kinnaliti til þess að prufa mig áfram í "kinnalitaheiminum" þá væri allt eins gott að kaupa bara stóra palettu með nokkrum litum í og prufa sig áfram í hvað maður fýlar og hvað ekki.
Er vægast sagt himinlifandi yfir þessari palettu frá Coastal Scents, ótrúlega góðir kinnalitir og hægt að fá mörg mismunandi lúkk, og jafnvel blanda saman litum (sem ég geri oftast).
Hérna eru allir litirnir tíu- ótrúlega fallegir og blanda af skærum og daufum og dökkum og ljósum. Sumir henta vel sem bronzer eða skyggingapúður, fallegt úrval svo af mismunandi bleikum.
Uppáhalds og mest notaðir hjá mér eru númer 3 frá vinstri í efri röðinni og númer 1, 3 og 4 í neðri röðinni. Nota þá langmest, bæði eina og sér og svo samanblandaða. Er hæstánægð með þá alla!
Svona líta þeir út á höndinni á mér, að sjálfsögðu blandar maður þá vel út þegar maður notar þá á kinnarnar og þeir eru mjög auðblandanlegir og verða ekkert smá fallegir. Litir sem flestir myndu kanski ekki telja mjög náttúrulega eða "auðvelda" en þeir eru alls ekki eins scary og þeir líta út fyrir að vera eftir að maður setur þá á sig og blandar :)
Ótrúlega ánægð með þessa palettu, hún kostar líka svo lítið. Kostar venjulega tæpar 2000 krónur, en var á tilboði þegar ég keypti hana á tæpar 1300 krónur og er einmitt núna á tilboði á 1100-1200 krónur á coastalscents.com. Frábært fyrir fólk sem er rétt að byrja að kynna sér kinnaliti og veit ekki alveg hvernig það á að snúa sér :)
Fékk líka meira dót frá Coastal Scents sem þið fáið að sjá í næsta eða þarnæsta bloggi! Spennó Spennó!
- Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Engin ummæli :
Skrifa ummæli