Andlitsmaskar/grímur

Ég pantaði um daginn frá Pretty and Cute ( sama síða og ég keypti BB kremið af) slatta af andlitsmöskum af allskonar gerðum, flestir frá merkinu Holika Holika, og hef verið að gera vel við mig undanfarið með þessum yndislegu grímum.
Þetta eru allt svona eins konar tuskugrímur, með götum fyrir augu, munn og nef sem maður leggur yfir andlitið í 15-20 mínútur og tekur svo af (maður þrífur andlitið áður en gríman fer á, en ekki eftir að maður tekur hana af).

Þær lýta nokkurveginn svona út og eru rennandi blautar. 


Húðin mín er að öllu gríni slepptu eins og barnsrass eftir allt þetta dekur, og er orðin svo góð- sem ég held að sé bæði útaf BB kreminu sem ég er ástfangin af og svo reglulegri notkun á þessum grímum.
Kærastinn minn er einmitt alltaf að furða sig á því hvað húðin á mér virðist slétt og hrein og mjúk hahah ( og hann er ekki týpan til að veita svona hlutum eftirtekt, tekur varla eftir því hvort ég sé máluð eða ekki) enda gefa þessar grímur ótrúlegan raka og mýkt svo það er erfitt að líta framhjá frískleikanum.

En áður en ég drep ykkur úr leiðindum með einhverjum ótrúlegum sjálfselsku ræðum um húðina á sjálfri mér þá ætla ég að sýna ykkur hvaða grímur ég keypti, hvaða hlutverki þær gegna og hvernig mér lýst á þér ef ég hef prufað þær :) Ég biðst fyrirfram afsökunar á illa þýddum texta- þegar ég er að reyna að yfirfæra upplýsingar um grímurnar af ensku yfir á íslensku.

Caviar&Gold frá ElishaCoy- Þessi gríma á að:
- næra húðina
-gefa húðinni raka
-auka collagen framleiðslu í húðinni (minnkar hrukkur,húðin verður teygjanlegri (sem er gott))
-gera húðina stinnari.
-Gríman er umhverfisvæn og auðveld í notkun.
Það eru caviar extracs í grímunni en þau efni hafa örvandi áhrif á t.d. framleiðslu collagens í húðinni og hefur yfir höfuð aukandi áhrif á jákvæða starfsemi í húðfrumunum, um leið gefur efnið góðan raka sem hefur að sjálfsögðu góð áhrif og hjálpar til að vinna gegn öldrun húðarinnar. Að auki er alvöru gull í henni (hvað sem það þýðir eða hvernig sem það lýsir sér)
Ég hef ekki notað þessa ennþá, er að spara hana einhverra hlutavegna (líklega útaf gullinu hahah) en hún lofar góðu!

Aloe Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Mýkja húðina
- Gefa húðinni góðann raka
- Draga úr roða
- Kæla
- Vinna gegn bólum
- Og jafna húðlitinn

Aloe Vera er auðvitað frábært fyrir húðina, það er bakteríudrepandi og er þessvegna gott til þess að vinna gegn bólum og koma í veg fyrir þær, hjálpar til við jafna húðlitinn og minnka roða og að auki er Aloe Vera mjög rakagefandi og inniheldur efni sem halda rakanum inni í húðinni.
Ég notaði þessa um daginn eftir að ég var búin að vera svolítið mikið í sólinni og að fara í göngutúra og svitna og var svona ekkert mega frískleg í húðinni. Er ótrúlega ánægð með hvernig hún virkaði, gaf húðinni hellings raka og varð bara miklu "hreinni" og frísklegri. Maður finnur það alltaf mun á sér eftir notkun á grímunum, hvort sem það er langvarandi eða ekki- og það er alltaf gaman að vera með mjúka og frísklega húð!


Cucumber Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Gefa góðan raka
- Hafa "yngjandi" áhrif á húðina
- Bæta yfirbragð húðarinnar og gera hana jafnari.

Andoxunarefnin og önnur efni í gúrkunni hjálpa til við að "yngja" húðina, gefa henni hellings raka og fríska mann upp.
Ég hef sjálf ekki notað þessa ennþá en hlakka til að prufa!

Honey Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Gefa góðan raka
- Hafa nærandi áhrif
- Vinna gegn hrukkumyndun

Það er vitað mál að hunang hefur ótrúlega góða rakagefandi eiginleika, og er yfir höfuð gott fyrir húðina. En hinsvegar eftir að hafa verið með þessa grímu á mér í svona 40 sekúndur fór mig að svíða bara eins og motherf***er (gangstahh ég veit) og ég þurfti að hlaupa inn á baðherbergi og skola á mér andlitið með köldu vatni því mér fannst þetta vera að brenna húðina mína. Greinilega eitthvað í grímunni sem andlitið á mér höndlaði ekki, en ég prófa að setja hana á lærið á mér í smá stund eftir að ég tók hana af, og get sagt að lærið á mér var mjög mjúkt og vel nært á þessum litla bletti sem gríman huldi haha!
Mun ekki kaupa þessa aftur.

Hyaluronic Acid frá Holika Holika
Ég talaði um Hyaluronic sýru í blogginu mínu um BB kremið, og sagði hvaða hlutverki sú sýra gegnir, mæli með að þið kíkið á það til að fá betri upplýsingar um fríðindi þessarar sýru. Ég var mega spennt fyrir þessari grímu því ég er með mjög þurra húð og Hyaluronic sýran á að hjálpa til við að sjúga raka inn í húðina og halda honum þar.
Ég elskaði þessa grímu! Ég nota rakakrem kvöld og morgna, vel af því og það má aldrei gleymast því þá fæ ég strax þurrkubletti. En ég ákvað að gera tilraun eftir að ég notaði þessa grímu, til að sjá hversu lengi áhrifin hennar héldust, og ég notaði ekkert rakakrem í 5 sólahringa (met fyrir mig) og fékk ekki einn einasta þurrkublett. Get ekki annað en verið himinlifandi með þessa grímu.


Moisture frá SKIN79- Þessi gríma á að:
- Næra húðina
- Gefa góðan raka
- Vernda húðina
Mjög ánægð með þessa líka, gerði húðina ótrúlega mjúka og gaf mjöög góðan raka. Allar þessar grímur voru að gera ótrúlega góða hluti, og maður fann augljósan mun fyrir og eftir notkun. 

Pearl Essence frá Holika Holika-Þessi gríma á að:
- Minnka roða/Jafna húðlit
- Gefa góðan raka
- Gefa ljóma/ Birta yfir húðinni

Ég keypti tvær svona grímur því ég hafði prófa þessa áður og fannst hún svo ótrúlega góð! Hún gerir húðina undramjúka, en mér fannst best hvað ég sá augljóslega mun á roðanum í andlitinu á mér fyrir og eftir notkun. Minnkaði roðan þannig það sást vel munur. Ótrúlega ánægð með þessa grímu. 

Pomegranate Essence frá Holika Holika- Þessi gríma á að:
- Vinna gegn bólum og bólumyndun
- Hafa jákvæð áhrif á collagenframleiðslu
- Hafa jákvæð áhrif á elastínframleiðslu
- Mýkja og laga ójafna eða sára/skemmda húð.

Ég notaði þessa í gærkvöldi því ég er búin að vera lasin og ekki búin að vera mjög dugleg að hirða um húðina mína seinustu tvær vikurnar svo ég var aftur komin með rauða deppla/bólur í kringum nefið og húðin var orðin svona "bumpy" og ekki mjög frískleg.
Þessvegna vildi ég prófa þessa grímu til að sjá hvort hún myndi ekki fríska upp á mig, sem hún gerði svo sannarlega. Fékk engar nýjar "bólur" og depplum og roða hafa farið minnkandi.

Veit ekki hvað hljóp í mig sem gerði mig svona grímusjúka allt í einu- en ég elska að hugsa um húðina mína og fór að pæla sérstaklega mikið í því eftir að ég fékk svona mikinn áhuga á förðun, því það er jú krúsjal að hugsa vel um húðina þegar maður er að klína svona mikið af málningu á hana.
Er sátt með þessar grímur, fínt til að gera sér dagamun og dekra aðeins við sig annað slagið. Svo eru þær hræódýrar. Fást hér í allskonar gerðum og með mismunandi virkni.

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Meira nýtt frá e.l.f.(Nei hættu nú alveg!)

Jájá síðasta sendingin í bili komin frá e.l.f. verð að fara að hemja mig.
En ég pantaði bara það sem mig vantaði brááðnauðsynlega... plús svona smá auka þú veist.
Here goes! (Já og ég pantaði frá UK í þetta skiptið... svo freistandi þegar það koma tilboð og free shipping helgar og svona)

Litaður varasalvi í litnum Peach. Er sátt með þennan, gefur svona smá lit (hægt að fá meiri lit með því að byggja hann upp) og heldur vörunum á manni rökum og djúsý (já þú vilt djúsý varir). Liturinn er sumarlegur og sætur, og persónulega finnst mér ég bara frísklegri þegar ég poppa honum á, fá svona smá flush af lit í varirnar, eins og ég sé heilbrigð (If you dont have it, fake it). HAHA

Litaður varasalvi í litnum Rose- segi það sama um þennan og þann fyrri. Últra sætur og rakagefandi, þessi gefur aðeins meiri lit, en ég fýla það! Hötum ekki sólarvörnina? Hver vill brenndar varir?

Liquid liner í svörtu! Keypti tvo slíka, enda holy grail vara sem vart er hægt að plumma sig án! Spurning um að ég skelli svona í gjafaleikinn sem ég ætla að reyna að koma af stað bráðum, er með slatta af dóti sem ég vill gefa en hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að láta ykkur gera til að komast í "pottinn"- endilega gefið mér hugmyndir ef þið hafið þær. 

Augnhárabrettarinn- sá ódýrasti á markaðnum og líklega sá besti. Uuhh vá, ég er búin að vera ástfangin af mínum dýra tweezerman brettara... afhverju prófaði ég ekki e.l.f. fyrst? Brettir augnhárin eins og enginn annar! Fegin að ég pantaði hann. Fylgir aukagúmmí með líka.

Hyljara og highlighter duo-ið sem ég elska svo heitt er mætt aftur í snyrtitöskuna, enda möst til að ná björtum og flekk lausum undiraugum (burt með baugana fólk- það er sumar!)... tók þetta kanski í aðeins of ljósum lit svo ég  jaðra við að vera sjálflýsandi undir augunum eins og Kim Kardashian hin eina og sanna er svo þekkt fyrir- en ég rétt slepp. (Hver elskar samt ekki Kim, ég skal alveg vera eins og hún sko)

Ohh elsku make up mist & set spreyið frá e.l.f... Á í svo miklu ástar/haturs sambandi við þetta sprey. Fyrst af öllu er þetta auðvitað snilldar sprey! Heldur málningunni á langt fram á nótt (you know you need it!) fyrir utan hvað þetta gerir málninguna manns miklu frísklegri og náttúrulegri (svo maður sé ekki púðurfés eða meik-grímufés) -- gefur manni svona svolítið af náttúrulega glansinum aftur- án þess að vera greasy. Möst yfir e.l.f. HD púðrið til að gera það amazeballs.
Aftur á móti.. (Já ég get ekki bara komið með jákvæðar umsagnir um allt sem ég blogga um því miður) Spreyið, eins og ég hef sagt áður, lyktar svo illa að ég dey alltaf í nokkrar sek á meðan ég spreya því. (Full dramatískt okei) En málið er sko að þessi brúsi er minn þriðji, ég er búin að panta þrjá brúsa- frá sitthvoru landinu, með margra mánaða millibili, og umbúðirnar eru meira að segja update-aðar- en lyktin er ennþá algjör vibbi. En hún var alveg toppuð núna- þetta sprey er margfalt verra en hin tvö sem ég átti. Ég held fyrir nefið þegar ég notað það, sem er tricky, en þetta er bara svo mikið þess virði.
Lítill fugl hvíslaði því að mér að spreyin ættu að vera lyktarlaus og að ég gæti fengið nýtt í staðin, en ég trúi ekki að ég sé svona ótrúlega óheppinn að lenda þrisvar á gallaðri flösku? Einhver annar prufað þetta sprey og fundið vonda lykt? Veit allavega að þetta er mjög algeng skoðun á meðal fólks á youtube- þekki ekki marga persónulega sem hafa prófað samt.
Sama hvað lyktina varðar- spreyið er allan tíman þess virði! Get ekki hætt að nota það <3

Mascara primer frá e.l.f- Finnst hann breyta heilmiklu! Er reyndar með svo frábæran maskara núna- en ég held að þetta sé algjörlega að gera gæfumuninn :)

Keypti aðra túpu af augnskugga primernum þeirr- ég mun aldrei hætta. Þessi primer er bara oof góður fyrir lífið, auk þess kostar hann rosalega lítið. Var að klára hinn minn, eftir að hafa átt hann í rúmt ár! (Notaði reynda UD primer potion svolítið mikið í millitíðinni svo það er ekki að marka).

Theraputic conditioning balm fyrir varirnar í Strawberry Creme- góð líkt, megamjúkar varir, engin litur en ýkt nærandi og gott á þurrar og sólbrenndar varir. Þetta fer á varirnar daglega, oft á dag- lýst vel á þetta!

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Hot Pots prufulúkk!

Var svo æst að prufa eitthvað skemmtilegt þegar ég fékk "Heitu Pottana" frá Coastal Scents um daginn (reyndar alveg komin rúmur mánuður síðan) að ég ákvað að skella í eitt skemmtilegt lúkk og sýna ykkur afraksturinn.

- e.l.f. eyeshadow primer yfir allt augnlok.
-Vibrant Plum- fallegur fjólublár á augnlok.
- Maroon rauður mattur litur blandaður í glóbuslínuna.
- Svartur mattur litur blandaur í ytra vaffið.
- Fjólublái litur settur á neðri augnháralínuna líka.
- Skellti svo skærgulum í innri augnkróka til að poppa lúkkið upp.
-e.l.f. dramatic eyelashes til að toppa dæmið.





Elskum liti!

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Hot Pots frá Coastal Scents

Sælir kunningjar mínir!

Ég sagði frá því í þarsíðasta bloggi að ég hafi fengið meira frá Coastal Scents en bara kinnalitina, og nú er komin tími til að sýna ykkur þann varning.
Þannig er mál með vexti að mig langaði að byggja mínar eigin augnskugga palettur, með augnskuggum sem eru jafnstórir og svipað góðir og MAC augnskuggarnir (þó það jafnist eflaust fátt á við MAC) því ég er bara ekki að tíma að kaupa helling af MAC skuggum í einu og ekki hef ég þolinmæði í að byggja paletturnar upp hægt og rólega, sérstaklega þegar ég veit að þarna úti eru til augnskuggar sem sumir hverjir standast auðveldlega samanburð við MAC. (Hvað stendur MAC eiginlega oft í þessu bloggi, svolítið mikið um MAC hérna... MAC.)

Allavega! Ég hef rannsakað málin vel og vandlega og hafði fest augu á Makeup Geek augnskuggunum sem hún Marlena Youtube bjútýgúrú og eigandi Makeup Geek fyrirtækisins þróaði sjálf og er að selja (ef þið kannist ekki við hana þá eruð þið að missa af miklu! Google it!). Þeir fá ofboðslega góða dóma, eru jafn stórir/þungir og MAC skuggarnir og eru víst (þó ég hafi sjálf ekki borið þá saman) víst af sömu gæðum og MAC skuggarnir! Ég ætlaði semsagt að smella mér á nokkra slíka, en eftir að hafa sett nokkra slíka í "körfuna" mína á síðunni þeirra, skrapp ég aðeins inn á Coastal Scents og rak þar augun í nokkuð sem þeir kalla "Hot Pots".
Þetta eru semsagt augnskuggar af sömu stærð og MAC skuggarnir, passa í svoleiðis palettur (sem maður byggir sjálfur) og eru til í ótrúlega mörgum litum á fáránlega lítinn pening! HVAÐ! Meira að segja ódýrara en Makeup Geek sem mér fannst ótrúlega ódýrir!
Jább þetta kosta skuggarnir í Ameríku:

-MAC augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 1350.- krónur
-Make up Geek augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 770.- krónur
-Hot Pots frá Coastal Scents 
augnskuggi án umbúða (bara í silfurdollu)= 255.- krónur!!

Uuu! Hot Pots kostna næstum 1100 krónum minna en MAC skuggarnir, samt eru þeir jafnstórir og jafnþungir.
Þá var mál að skoða, eru þetta bara drasl augnskuggar eða er eitthvað varið í þá? (Augljóslega treystir maður ekki alveg svona ódýrum skuggum við fyrstu sýn).
Ég skoðaði þetta fram og til baka, skoðaði umfjallanir og blogg og hitt og þetta og komst að því á endanum að flestir voru sammála um að mikið af skuggunum stæðust auðveldlega samanburð við MAC, inn á milli voru meira að segja "dupes" fyrir nokkra af þeim MAC skuggum sem til eru og einhverjir af Hot Pots skuggunum (ekkert brjálæðislega margir) voru meira að segja taldir betri en MAC skugginn af sama lit.
Aftur á mótir var fólk líka sammála um að sumir skuggarnir væri hreint og beint glataðir, of púðraðir, eða bara alls ekki nógu þekjandi, og það er eitthvað sem maður lendi nú ekki oft í með MAC held ég.
Skuggarnir sem voru hvað lélegastir voru venjulega möttu skærlituðu Hot Pots skuggarnir ... sem gefur auga leið, ég meina... það er krefjandi verkefni að búa til fullkomna og góða matta skæra liti.


En ég hugsaði með mér: Ef ég get keypt helling af augnskuggum hræódýrt og meirihlutinn af þeim eru ótrúlega góðir augnskuggar er mér í raun slétt sama þó einn og einn standist ekki væntingar- þetta er samt allan tíman þess virði! Svo ég skellti mér á nokkra, og keypti tvær tómar 12 skugga palettur með til að setja skuggana í.
Ég valdi bara allskonar random skugga til að prófa og ætla svo bara að panta aftur, en hér eru þeir sem ég pantaði (Biðst fyrirfram afsökunar á lélegum myndum)


Skildi eftir nokkur laus pláss til að fylla upp í seinna meir :)

Fyrstu fjórir (byrja á efri röð til hægri, svo efri röð vinstri, svo neðri röð hægri, neðri röð vinstri)
Cloud White, Reef Sand, Copper Pot og Frosty Taupe. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Mjög ánægð með þessa alla nema Cloud White, þennan hvíta. Hann er púðraður og ekki nógu þekjandi finnst mér, þetta eru margar umferðir af honum en samt er hann frekar glær. Hina skuggana elska ég, mjúkir og þekjandi og flottir. Reef Sand og Copper Pot eru tveir af mínum uppáhalds augnskuggum frá þeim. 

Næstu fjórir: Peach Silver, 18 Karat Gold, Gypsy Stone og Gypsy Silver. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Skuggarnir í sömu röð og að ofan. Allir ótrúlega fallegir og mjúkir, Gypsy Stone mætti vera aðeins meira þekjandi, en hann er samt ekkert lélegur. 18 Karat Gold er sjúúklega fallegur, svona foiled skuggi, eins og maður sé með gulllitaðan álpappír á augnlokinu (já það er töff). 

Gypsy Gold, Dark Golden Olive og Gypsy Night.[Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Gypsy Gold (lengst til vinstri) er ekki alveg nógu þekjandi fyrir minn smekk, en hinir tveir eru mjúkir og góðir og vel þekjandi :) Mjög ánægð með þá.

Vibrant Plum, Perfect Plum, Coral Rose og Redwood. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Elska alla þessa skugga svo mikið! Eru allir í algjöru uppáhaldi og allir nákvæmlega eins og þeir eiga að vera. Mjúkir, þekjandi og ótrúlega gaman að nota þá í lúkk!

Tyrian Purple, Rustic Maroon, Tangerina og Coral Pink. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]
Án flass og með flassi. Elska þessa alla líka, mjúkir og þekjandi og undanfarið er ég sjúk í fjólubláa, bleika og coral liti! 

Síðasti! DeepViridian. [Skuggarnir á húð m/primer hér að neðan]


Án flass og með flassi. Ahh elska þennan lit! Svo sumarlegur og fallegur- örugglega sjúkur með svörtu í smokey look. 

Overall er ég ótrúlega ánægð með augnskuggana!
Næst ætla ég að eyða aðeins meiri tíma í að velja liti, því ég valdi allt of mikið af svipuðum dökkum litum, langar í fleiri skæra liti en þorði bara ekki að panta þá því flest review sem ég horfði á sögðu að skæru litirnir væru ekki að standast skoðun. Ég var hinsvegar ánægð með þá skæru sem ég pantaði svo ég ætla að taka séns á fleirum.
Af öllum sem ég pantaði voru bara tveir sem mér fannst nokkuð slakir- þannig að það var mjög gáfuleg ákvörðun hjá mér að panta frá Coastal Scents- sit uppi með helling af ótrúlega góðum og fallegum augnskuggum og peningaveskið mitt grætur ekki!
Hlakka til að skella mér í "málningarvinnu".

Séð aftan á einn af "Heitu Pottunum".


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



CoastalScents Blush Palette!

Hef undanfarið orðið meira og meira spennt fyrir hinum og þessum kinnalitum, og því fannst mér tilvalið að fara að kynna mér einhverjar af þessum ódýru 10 lita palettum sem hin og þessi fyrirtæki eru með á markaði og hafa verið að fá góða dóma.
Ég hugsaði með mér að í staðin fyrir að vera kaupa rándýra og staka kinnaliti til þess að prufa mig áfram í "kinnalitaheiminum" þá væri allt eins gott að kaupa bara stóra palettu með nokkrum litum í og prufa sig áfram í hvað maður fýlar og hvað ekki.
Er vægast sagt himinlifandi yfir þessari palettu frá Coastal Scents, ótrúlega góðir kinnalitir og hægt að fá mörg mismunandi lúkk, og jafnvel blanda saman litum (sem ég geri oftast).

Hérna eru allir litirnir tíu- ótrúlega fallegir og blanda af skærum og daufum og dökkum og ljósum. Sumir henta  vel sem bronzer eða skyggingapúður, fallegt úrval svo af mismunandi bleikum.
Uppáhalds og mest notaðir hjá mér eru númer 3 frá vinstri í efri röðinni og númer 1, 3 og 4 í neðri röðinni. Nota þá langmest, bæði eina og sér og svo samanblandaða. Er hæstánægð með þá alla!

Svona líta þeir út á höndinni á mér, að sjálfsögðu blandar maður þá vel út þegar maður notar þá á kinnarnar og þeir eru mjög auðblandanlegir og verða ekkert smá fallegir. Litir sem flestir myndu kanski ekki telja mjög náttúrulega eða "auðvelda" en þeir eru alls ekki eins scary og þeir líta út fyrir að vera eftir að maður setur þá á sig og blandar :)

Ótrúlega ánægð með þessa palettu, hún kostar líka svo lítið. Kostar venjulega tæpar 2000 krónur, en var á tilboði þegar ég keypti hana á tæpar 1300 krónur og er einmitt núna á tilboði á 1100-1200 krónur á coastalscents.com. Frábært fyrir fólk sem er rétt að byrja að kynna sér kinnaliti og veit ekki alveg hvernig það á að snúa sér :)

Fékk líka meira dót frá Coastal Scents sem þið fáið að sjá í næsta eða þarnæsta bloggi! Spennó Spennó!

- Kata 
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest



Sedona Lace Vortex Brush Set!

Eins og svo margt förðunaráhuga fólk veit- er lykilinn að fallegri ásetningu og fallegu lúkki (hvort sem um er að ræða andlit eða augu) almennilegir förðunarburstar.
Að vera með góða bursta gerir alla "málningarvinnu" margfalt auðveldari og fallegri. Að sjálfsögðu fer þetta eftir persónulegum smekk hvers og eins en ég við vitum flest að góð verkfæri auðvelda manni oft vinnu og það er ekkert öðruvísi þegar það kemur að förðun.

Ég er persónulega burstasjúk. Til að byrja með átti ég kanski einhverja tvo bursta sem ég notaði í alla mína augnförðun, ég var nú bara nokkuð sátt við þá og sátt við útkomuna sem þeir gáfu en svo fór ég að prófa nýja bursta sem gegndu mismunandi hlutverkum og sá að það eru svo margir burstar til sem geta auðveldað manni lífið svo mikið og gert förðunina svo miklu fallegri.
Almennilegir burstar eru samt dýrir, og sérstaklega ef maður er alltaf að kaupa bara einn og einn, svo ég fjárfesti í mínu fyrsta burstasetti- sem innihélt 13 unaðslega bursta.
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða merki ég ætti að kaupa, hvernig sett, hvaða dóma þeir fá, allt svona er mikilvægt því ég vildi ekki henda 10.000 krónum í eitthvað sem stæðist svo ekki væntingar.

Ég ákvað að lokum að skella mér á Sedona Lace Vortex burstasettið því þar eru allir burstarnir sem ég þráði mest og settið er frekar óhefðbundið- að því leytinu til að í flestum öðrum standard burstasettum eru ekki svona "einkennilegir" burstar. En þetta sett var sett saman af bjútýbloggara, sem byggði það á nákvæmlega því sem henni fannst best til að búa til sem fallegasta förðun og því sem henni fannst áberandi vinsælast meðal annarra bjútýbloggara, settið sló í gegn og var uppsellt lengi vel (og er einmitt uppselt í dag en kemur aftur 15. júlí). Það var annað hvort þetta eða Sigma, og ég fann bara ekki sett hjá Sigma sem innihélt alla þessa bursta sem mig langaði í, fyrir utan að þetta var algjörlega að standast samanburð við Sigma burstana samkvæmt flestum sem ég fylgist með á Youtube.

Settið

Jumbo Fan- FB01 (Face brush)--> Þessi bursti er einn af mínum uppáhalds (ætti kanski ekki að segja þetta því þeir eru flestir uppáhalds)- þetta er þykkur væng bursti, mun massífari en flestir burstar í svipuðum stíl og ég nota hann mest til þess að setja Highlighter púður á andlitið (kinnbein, nef, aðeins á enni o.fl.).Hann væri líka góður til að "setja" blautt meik, semsagt með púðri, sérstaklega ef maður notar fínt HD púður yfir allt andlitið. Hann er algjör draumur og svo er hann bara svo ótrúlega fönký og fallegur að ég elska hann. 

Dome Contour- FB 03 (Face brush)--> Þessi bursti er bara tær snilld frá A til Ö. Ég var pínu efins til að byrja með, fannst hann eitthvað svo lítill og stífur, en prófaði hann svo í skyggingu á andlitinu (hann er hannaður til þess) og hann er svo fáránlega góður, ég get ekki hugsað mér að nota neitt annað í andlits-skyggingu. Hann er lítill svo hann passar fullkomlega undir kinnbeinin til að búa til smá línu frá eyrum og í átt að munnvikum, til að skyggja nefið og ennið og kjálkan og og og... hann er bara frábær. Svo er hann mátulega stífur sem gefur manni skýra línu, en gerir manni um leið kleift að blanda vöruna inn í húðina án þess að "ofblanda". Í mínu setti er þessi allavegana möst-have, þar sem ég skyggi alltaf þegar ég mála mig sökum óviðráðanlegra bollukinna. Það er einnig mælt með honum í blautt meik fyrir þá sem vilja þekja vel.

Flat Top Buffer- FB 07 (Face brush)--> Þessi bursti er ætlaður í meik, hvort sem það er blautt meik, púður meik, kremað meik eða hvað. Og Oh My Lord hvað hann gerir góða hluti! By far langbesti meikbursti sem ég hef nokkurntíman prófað. Áður en þessi kom til sögunnar var ég að nota e.l.f. flata púðurburstan (svipaður og þessi bara ekki eins þéttur og mjúkur) og ég var hæstánægð með hann (og elska hann ennþá) en þessi stal senunni algjörlega. Í alvörunni, það er mjög erfitt að fá eins fallega ásetningu á meiki eins og með þessum bursta að mínu mati, allavega líður mér eins og listamanni með hann í hönd. Svo er hann svo mjúkur og frábær bara! ( Ef hann er smá rakur við notkun verður ásetningin fáránlega auðveld og rugl falleg (ef hún gat verið betri!!))

Tulip Contour- FB 03 (Face brush)--> Þessi bursti, hann er bara svo einkennilega fallegur og mjúkur, held ég hafi aldrei snert svona mjúkan bursta fyrr á lífsleiðinni. Þessi er í ótrúlegu uppáhaldi, hann kemur sér vel á ýmsum sviðum og er talað um að hann væri fullkomin til að skyggja t.d. kinnarnar, eða highlighta kinnbeinin og margt fleira. Ég nota hann til þess að setja á mig andlitspúður, ég nota HD púðrið frá e.l.f. (glært og örfínt púður) þessi bursti nær bara svo vel á öll svæði, snilld til að setja púður undir augun, kringum nefið, bara allstaðar og ásetningin verður falleg, ég nota hann líka í bronzer, til að létt skyggja allt andlitið áður en ég tek dökkt skyggingarpúður til að skyggja mig í klessu. Ég elska þennan bursta, og hann finnst nú ekki í hvaða bursta setti sem er. 

Angled Detail-EB 23 (Eye brush)--> Ósköp venjulegur skásettur augnbursti sem hentar ótrúlega vel í vængjaðan krem eyeliner eða smáatriði (eins og að koma þunnri línu af augnskugga á neðri eðaefri augnháralínu) Hann hentar einnig vel til að fylla inn í augabrúnirnar, hvort sem notað er gel eða púður. Allir verða að eiga að minnsta kosti einn slíkan (þó ég eigi 5 stykki og finnist það hvergi nærri nóg) því þessi burstar eru svo góðir á svo mörgum mismunandi sviðum.

Universal Blender- EB 09 (Eye brush)--> Ég ELSKA blöndunarbursta, þessi burstar eru lang mikilvægastir í hverju einasta augn lúkki sem ég geri. Þeir gera allt svo miklu auðveldara og flottara að mér finnst þeir algjörlega ómissandi. Þessi bursti er ótrúlega góður, ég á nokkra blöndunarbursta sem ég skiptis á að nota, og þeir eru misþykkir, misstífir og ég nota þá í mismunandi hluti en þennan nota ég oftast til þess að setja augnskugga yfir allt augnlokið, og svo nota ég annan blöndunarbursta til að "blanda" augnskuggan út og gera útlínurnar fallegri. Þessi er samt tilvalin í það hlutverk líka, en ég hef bara um of marga bursta að velja og mér finnst gott að geta verið með mismunandi bursta fyrir mismunandi liti. Hann er líka tilvalin til þess að blanda dekkri augnskugga í glóbuslínuna (já ég lærði loksins íslenskt orð yfir þetta augntóftar-bananalínu dæmi) Þessi bursti er möst í svona setti.

Flat Synthetic- EB 11 (Eye brush)--> Svona synthetic burstar eru frábærir í allt blautt, eða kremað eins og hyljara, kremaugnskugga eða primer og augnskuggagrunn. Hann er flatur og stífur svo hann sýgur vöruna ekki upp í sig held leggst varan utan á burstan sem þýðir að maður er ekki að eyða helling af vörunni til einskis. Þessi er frábær í hyljara, en ég nota hann langmest til að setja kremaugnskugga á augnlokin (áður en ég set púðurskugga yfir) og hef ég mest notað þennan í Nyx Jumbo augskuggablýantinn í litnum Milk, og er að elska hann, gefur svo mátulega mikið af vörunni.

Pointed Crease- EB 15 (Eye brush)--> Þessi bursti er með örmjóum toppi, er ótrúlega mjúkur og er frábær til að fókusa dökka skugga í glóbuslínuna, án þess að það fari að blandast niður á augnlok eða upp að augabrúnum. Mér finnst hann bestur til að setja mjög dökka liti í glóbuslínuna og jafnvel til að gera beina línu sem blandast ekkert niður á augnlokið (cut crease look). Frábær bursti!

Bent Liner- EB 19 (Eye brush)--> Ég elska elska elska vængjaðan krem/gel eyeliner! Ég er með svoleiðis í 99% tilvika þegar ég mála mig og þessvegna var þessi bursti himnasending, auðveldar manni að fullkomna "vængina" og býður upp á mjög þunna og nákvæma línu. Það að hafa hann beygðan á toppnum er svo til að auðvelda manni ásetninguna enn frekar. Must have fyrir krem og gel eyeliner sjúka!

Capped Lip Brush- LB 25 (Lip brush)--> Þessi bursti er ótrúlega sniðugur, hann rennur ofan í silfurlitaða hylkið og svo er lok sett þar ofan á. Þetta er auðvitað snilld fyrir varalitabursta, þar sem þeir verða klístraðir og kremaðir sem býður auðvitað bakteríunum í heimsókn. Þegar maður vill hafa varalitabursta í veskinu sínu, án þess að hann verði sjoppulegur og safni að sér bakteríum, þá er svona hylki auðvitað algjört möst. Um burstan sjálfan hef ég ekki mikið að segja, enda nota ég ekki oft svona bursta í varalitina mína því ég nota oftast mjög ljósa varaliti þar sem ég þarf ekkert endilega "fullkomna ásetningu". Mér sýnist þetta samt vera hinn fínasti bursti, ósköp venjulegur varalitabursti. 


Detailed Shader- EB 21 (Eye brush)--> Þessi bursti er líklega í minnstu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hann aðeins of stífur og augnskuggarnir púðrast svolítið af honum. Hann er ætlaðir á minni svæði þegar verið er a gera augnförðun, t.d. á fólki sem er með lítil augu eða til að komast vel inn í glóbuslínuna og þessháttar svæði. Hingað til hef ég aðeins fýlað hann sem "smudge" bursta, þegar ég þarf að blanda út dökka augnskugga á nerðri augnháralínunni í t.d. smokey lúkki. 

Brow Spoolie Duo- EB 17 (Eye brush)--> Mér leist ekkert á þennan tvöfalda augnbrúna bursta til að byrja með. Maskaragreiðan er jú snilld, ég nota alltaf svoleiðis til að blanda út púður og gel sem ég nota á augabrúnirnar. En skásetti burstinn leit út fyrir að vera bara drasl, hárin í honum eru stíf og hörð en burstin sjálfur mjög breiður og "útum allt". Ég ákvað samt að gefa honum séns og prufa hann í augnbrúna púðrið mitt og viti menn! Þeir voru ekki alveg í ruglinu þegar þessi var hannaður, því það að hafa hann svona stífan og breiðan og harðan gefur ótrúlega náttúrulegt og eðlilegt lúkk þegar maður notar hann í augnbrúnapúður. Þeir verða ekki eins "teiknaðar" og líta frekar út eins og þær innihaldi meira af hárum í staðin fyrir að vera "bara litaðar".  Mjög sátt með þennan bursta.

Synthetic Blender-EB 13 (Eye brush)--> Algjörlega uppáhalds augnburstinn minn í settinu, og uppáhalds blöndunarburstinn minn bara af öllum sem ég á! Hann er hannaður til þess að vera fullkomin í hyljara og augnskuggagrunni eða kremaugnskugga (og hann er fullkominn í slíkt)- en ég prufaði að nota hann til að blanda út dökka augnskugga í smokey lúkki og vá! Hann er algjör draumur! Ég hef alltaf verið mjög ánægð með mína blöndunarbursta (og er enn) en þessi er bara á öðru level-i, datt ekki í hug að það væri til bursti sem gerði manni svona auðvelt fyrir að gera hið fullkomna Smokey lúkk! Elska hann!

Þetta er þá komið- þetta burstasett býður yfir höfuð upp á topp gæði og margir af þessu burstum eru orðnir ómissandi í mínum augum eftir að hafa prufað þá.
Settið kostar eitthvað í kringum 10.000 krónur, en það er ótrúlega gott verð fyrir svona gæða bursta! Burstar eru mjög dýrir í dag, og að geta fengið 13 bursta á þessu verði og í þessum gæðum er bara ótrúlegt! Sé ekki eftir einni einustu krónu og myndi grínlaust ekki útiloka það að panta annað svona sett sem back up (þegar ég er orðin rík og allt það).


-Kata! (P.s. sorrý hvað ég hef verið MIA undanfarið- no excuses, reyni að koma sterk inn núna)
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest