Fólk tekur eftir því, en samt er það ekki svona "in your face" áberandi.
Þetta er fallegt jafnvel þó maður sé ekki með neinn augnskugga á augnlokinu, og bara smá maskara með og svo er þetta svo einfalt- ég meina, hver getur ekki skellt einni þunnri línu af uppáhalds skærlitaða augnskugganum sínum eða eyelinerinum sínum meðfram neðri augnhárunum?
Ég var með svoleiðis um daginn- var með náttúrulega og sæta bronzaða liti á augnlokinu og setti svo grænbláann eyeliner og bláann augnskugga yfir á neðri augnháralínuna. Þetta hefði að sjálfsögðu komið frábærlega út án þess að vera með bronzuðu augnskuggana á augnlokinu en ef ykkur langar að sjá einfalt og sumarlegt bronz lúkk- kíkið þá á vídjóið sem ég gerði hér á youtube:
-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Skemmtilegt blogg hjá þér elsku Katrín, var bara að rekast á það! Á svo sannarlega eftir að bíða spennt eftir nýjum færslum, eeeelska svona blogg :) Knús á þig!
SvaraEyðaTakk fyrir það! Alltaf gaman að fá nýja lesendur :)
Eyða