Ætlaði núna bara að skella þessu hérna inn því þetta er búið að vera tilbúið frekar lengi en ég hef ekki komið mér í að setja þetta í blogg :)
Ég er semsagt búin að fá margar margar beiðnir um að sýna hverni ég geri svona "vatna-marmara-neglur" (veit ekkert hvað má kalla þetta á íslensku) svo ég ákvað að drífa bara í því.
Vídjóið er ekkert frábært- og það eru milljón slík til á youtube sem eru eflaust með betri sjónarhornum og skýrari leiðbeiningum en ég ákvað að skella þessu bara inn samt sem áður!
LYKILATRIÐI:
-Fylla glas eða dollu (ekki með of stóru opi) af STOFUHEITU vatni- mjög mikilvægt atriði! (Ég geymi vatn í flösku yfir nótt til að vera 100% pottþétt (því ég er ekki nógu klár að blanda stofuheitt vatn í krananum).
- Veljiði alla þá naglalakk liti sem ykkur dettur í hug og eins marga og þið viljið og setjið litina aftur og aftur ofan í þar til það kemur þéttur og augljós "regnboga-hringur" í vatnið- ef þið setjið bara einu sinni hvern lit verður þetta bara þunnt og gegnsætt.
- Persónulega myndi ég benda byrjendum á að nota ekki lökk með miklu shimmer eða glimmer í, ég lendi alltaf í veseni með það og það kemur illa út (en það er samt hægt- ég bara kann það ekki almennilega).
- Naglalakkið má ekki vera of gamalt því það verður að dropa hratt úr penslinum (gömul lökk eru oft klístruð og þykk eins og appelsínugula lakkið sem ég nota í vídjóinu og á í stökustu erfiðleikum með)
- Ekki halda penslinum of langt frá vatninu því þá sekkur dropinn.
-Hafið hraðar hendur svo lakkið storkni ekki í vatninu!
- Þetta er subbulegt, svo best er að setja glært límband meðfram öllum nöglum- og ef þú vilt vera extra snyrtileg/ur þá geturðu notað matarfilmu eins og ég gerði í vídjóinu (venjulega nota ég samt bara límband, og nota svo eyrnapinna og aceton til að þrífa það sem fer útfyrir).
Annars skýrir vídjóið þetta allt saman nokkuð vel- í byrjun sést ekki mikið hvað er í gangi en um mitt vídjóið fékk ég hjálparhönd við að sýna ykkur nákvæmlega hvað gerist ofan í glasinu svo ekki gefast upp á að horfa!
Og horfið líka á það hér á youtube til að sjá það í sem bestum gæðum!
-Kata!
P.s. það er MEGA flott að hafa svartan með öllum litunum!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Engin ummæli :
Skrifa ummæli