Sumar förðun!

Með hækkandi sól fylgir einhver fiðringur- það kemur litur á allan gróðurinn, fólk fer að leyfa sér skærari litaðan klæðnað, drykkir, naglalökk, skór- allt dettur einhvern veginn úr því að vera í dökkum og látlausum litum yfir veturinn og yfir í að vera í allskonar skemmtilegum og lifandi litum yfir sumarið.
Það er því ekki laust við að mann langi að draga fram lituðu augnskuggana og reyna að innleiða smá litagleði í förðunina líka!
En litir eru ekki allra tegund af skyri- og því ákvað ég að skella í einfalda og nokkuð látlausa förðun- sem er með sumarlegum lit en fer ekki yfir strikið.



 Förðunin geeetur ekki farið úrskeiðis ef þú notar bara einn lit- og innleiðir hann í einfalda dagsförðun- í meðfylgjandi vídjói  (sem ég mæli enn og aftur með að þið horfið á á youtube í betri gæðum) má sjá hugmynd af slíku lúkki. Ég er búin að vera með þetta á augunum núna stanslaust í 2 vikur! Er búin að veera í svo miklu sumarskapi!






Vörur notaðar:
Andlit:
- Nivea nourishing day care moisturizer
- e.l.f. face primer
- e.l.f. brightening concealer
- Revlon ColorStay foundation í Sand Beige
- e.l.f. pressed powder í Buff
- e.l.f. makeup mist and set sprey
- e.l.f. eyebrow kit í Dark

Augu:
- e.l.f. eyelid primer
- Foxy úr Naked2 frá Urban Decay (ljósrjómaður mattur litur)
- Ljós (nánast hvítur) ferskjulitur frá Sleek Makeup
- Skær ferskjulitaður/bleikur frá Sleek Makeup
- Tease úr Naked2 frá Urban Decay (fjólugrár mattur litur)
- Ljósbleikur glimmerskuggi frá Sleek Makeup
- Bootycall úr Naked2 frá Urban Decay (highligt litur/kampavíns-shimmer)
- e.l.f. liquid liner í svörtu
- e.l.f. cream eyeliner í svörtu
- Rimmel Sexy Curves mascara
- e.l.d. Dramatic Lash Kit- gerviaugnhár



-Kata!
P.s. ég er á instagram! @catrinazero (þar koma inn svona neglur dagsins/förðun dagsins annað slagi og svona)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


Water marble!

Jæja- skammast mín fyrir bloggleysið undanfarið ætla að skella mér í endurtekt í tölfræði (og rústa því auðvitað) og demba svo inn bloggfærslum- (loforð, loforð ég veit!) en ég er enn með listann sem fer enn stækkandi með hverjum deginum svo ég er uppfull af hugmyndum!
Ætlaði núna bara að skella þessu hérna inn því þetta er búið að vera tilbúið frekar lengi en ég hef ekki komið mér í að setja þetta í blogg :)



Ég er semsagt búin að fá margar margar beiðnir um að sýna hverni ég geri svona "vatna-marmara-neglur" (veit ekkert hvað má kalla þetta á íslensku) svo ég ákvað að drífa bara í því.
Vídjóið er ekkert frábært- og það eru milljón slík til á youtube sem eru eflaust með betri sjónarhornum og skýrari leiðbeiningum en ég ákvað að skella þessu bara inn samt sem áður!

LYKILATRIÐI:
-Fylla glas eða dollu (ekki með of stóru opi) af STOFUHEITU vatni- mjög mikilvægt atriði! (Ég geymi vatn í flösku yfir nótt til að vera 100% pottþétt (því ég er ekki nógu klár að blanda stofuheitt vatn í krananum).
- Veljiði alla þá naglalakk liti sem ykkur dettur í hug og eins marga og þið viljið og setjið litina aftur og aftur ofan í þar til það kemur þéttur og augljós "regnboga-hringur" í vatnið- ef þið setjið bara einu sinni hvern lit verður þetta bara þunnt og gegnsætt.
- Persónulega myndi ég benda byrjendum á að nota ekki lökk með miklu shimmer eða glimmer í, ég lendi alltaf í veseni með það og það kemur illa út (en það er samt hægt- ég bara kann það ekki almennilega).
- Naglalakkið má ekki vera of gamalt því það verður að dropa hratt úr penslinum (gömul lökk eru oft klístruð og þykk eins og appelsínugula lakkið sem ég nota í vídjóinu og á í stökustu erfiðleikum með)
- Ekki halda penslinum of langt frá vatninu því þá sekkur dropinn.
-Hafið hraðar hendur svo lakkið storkni ekki í vatninu!
- Þetta er subbulegt, svo best er að setja glært límband meðfram öllum nöglum- og ef þú vilt vera extra snyrtileg/ur þá geturðu notað matarfilmu eins og ég gerði í vídjóinu (venjulega nota ég samt bara límband, og nota svo eyrnapinna og aceton til að þrífa það sem fer útfyrir).

Annars skýrir vídjóið þetta allt saman nokkuð vel- í byrjun sést ekki mikið hvað er í gangi en um mitt vídjóið fékk ég hjálparhönd við að sýna ykkur nákvæmlega hvað gerist ofan í glasinu svo ekki gefast upp á að horfa!
Og horfið líka á það hér á youtube til að sjá það í sem bestum gæðum!


-Kata!
P.s. það er MEGA flott að hafa svartan með öllum litunum!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                 Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Fjólublátt&Silfur (flott fyrir græn augu!)| Myndband

Elska að leika mér með fjólubláan og silfurlitaðan sama (held ég hafi áður gert blogg með mjög líku lúkki)- en ég fæ venjulega svo mikið hrós fyrir þessa samsetningu svo ég ákvað að taka upp vídjó til að sýna ykkur hvernig sé best að ná þessu lúkki.
Það skemmir ekki fyrir að fjólubláir litir láta græn augu "poppa" (okei sorrý ég þoli ekki þetta orðtæki, það minnir mig alltaf bara á þetta úr guinness world records bókinni) hahah en okei- fjólublár lætur græn augu virðast grænni- þið skiljið hvað ég er að fara!







Litirnir ekki alveg að sýna sinn innri mann á þessum myndum en jæja- kíkið á vídjóið ef þið viljið skoða betur:


-Kata
(Ég er á instagram @catrinazero)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                   Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Hvernig þríf ég burstana mína?

Ég hef fengið þessa spurningu þó nokkrum sinnum- og í framhaldi af því oftar en einu sinni verið beðin um að gera blogg um það.
Ég veit fyrir víst að fæstir eru svo duglegir, en það er talað um að það sé gott að þrífa alla burstana sína með vatni og sjampói minnst einu sinni í viku- og helst þrífa þá með sótthreinsandi burstaspreyi daglega eftir notkun- þetta á sérstaklega við um burstana sem eru notaðir í blautar vörur eins og krem eyeliner, meik eða hyljara og þess háttar, því bakteríurnar elska að synda í því sulli og halda partý.
Þetta er í raun allt saman voða basic en það eru nokkur krúsjal atriði sem þarf  að hafa á hreinu áður en farið er í að þrífa burstana:
- Ekki þvo þá upp úr heitu vatni heldur volgu
- Ekki láta hárin standa upp í loftið þegar þú lætur þá þorna
-Reyndu að bleyta bara hárin- ekki handfangið
-Snúðu burstanum alltaf niður svo vatn komist ekki í járnhólkin sem heldur hárunum. Með tímanum geta hárin losnað ef vatn nær til límsins, og það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að plokka hárin af andlitinu eftir að maður hefur sett á sig meik/púður/bronzer o.s.frv með hárlosandi bursta.



Best er að nota milt sjampó- einhversskonar burstasjampó (mitt er frá elf) eða t.d. barnasjampó því þau eru mildari en venjuleg sjampó.
Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati er samt að nota sótthreinsandi uppþvottalög í bland við extra virgin ólífu olíu- það nær allri drullu burt á no time (ekki alveg litnum samt)- en mér hefur enn ekki tekist að finna uppþvottalög sem lætur burstana mína ekki lykta viðbjóðslega svo ég held mig við sjampóið í bili.
- En þegar mér finnst extra erfitt að þrífa burstann (t.d. burstinn sem ég nota í blautt meik) þá nota ég smá ólífu-olíu í bland við burstasjampóið og þá flýgur drullan af (burstinn verður líka sjúklega mjúkur) maður verður bara að muna að skola rosalega vel!

Ég gerði smá vídjó til að sýna ykkur hvernig prósessið er hjá mér þegar ég þríf þá:

http://www.youtube.com/watch?v=aodkA55kzB0&feature=g-upl

Þetta er bara aðferðin sem mér finnst best að nota! Endalaust af vídjóum og bloggum til um það hvernig best sé að þrífa burstana sína ;)

-Kata
(Ég er á instagram @catrinazero)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Hlébarða Makeup| Myndband

Stundum er hreinlega málið að nýta lærdómspásurnar til hins ítrasta!
Ég gerði það um helgina og tók upp heil fjögur vídjó- misgóð og misskemmtileg samt.
Meðal þeirra var þetta vídjó þar sem ég mála hlébarðamynstur á augun á mér- ég veit ekki hvað hljóp í mig, líklega einhver hlébarði... (lol Katrín).

Annars var þetta ótrúlegea skemmtilegt, og ekki endilega eitthvað sem maður sér á hverjum degin- en þetta er ótrúlega auðvelt, engin tækni á bakvið þetta- einfaldlega hellingur af þolinmæði, þá sérstaklega þegar maður er að taka upp því þá getur maður bara notað eina hönd, því hin heldur á örlitlum spegli. (Ekki það að maður þurfi margar hendur í þetta).

Svona kom þetta allavega út:






Og hér er vídjóið sem ég mæli með að þið smellið á og horfið á á youtube! (Og endilega breyta upplausn í 720p HD svo allt sé í góðum gæðum:

Endilega like-ið!
-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Komdu sumar!

Jæja.. nú er eitt próf eftir! Svo það fer að sjá fyrir endan á þessu öllu saman (:
Bíð svo ótrúlega ótrúlega spennt eftir að þetta sé búið svo ég geti farið að blogga almennilega, er búin að skrifa niður 9 mismunandi hugmyndir af skemmtilegum bloggum og listinn lengist bara með hverjum deginum! Svo margt sem mig langar að fjalla um! :)
Var einnig að láta mér detta í hug að gera svona Q&A blogg- þar sem ég svara spurningum ef þið eruð forvitin um eitthvað (ekki samt spyrja mig ef þið viljið vita eitthvað gáfulegt, eins og eitthvað tengt stærðfræði eða efnafræði eða eðlisfræði  o.s.frv. ég er ekki rétta manneskjan í það). Ef ykkur líst á það getið þið sent mér nafnlausar spurningar á Tumblr-bloggið mitt (linkur á það neðst hérna í blogginu) Þar ýtiði einfaldlega á litla bleika Ask hnappinn sem er efst á síðunni, veljið hvort þið viljið koma undir nafni eða ekki og sendið mér spurningu/spurningar ef þið viljið vita eitthvað eða spyrja að einhverju :)
Annars var tilgangurinn með þessu bloggi aðallega sá að losna við þessa hræðilegu mynd sem fylgdi blogginu á undan þessu! Hahah :)

Önnur Kiwimynd (gegnir s.s. sama tilgangi og  seinasta Kiwimyndin)


Mæli með að þið kíkið á linkana hér neðst í blogginu og einnig vill
ég láta vita að ég er á instagram: @catrinazero ! Kíkið á það!
Góðar stundir!

-Kata


                            Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest