Gestalook: Gráblátt Smokey

Ég gaf Júlíönu þessa palettu frá Sleek Makeup í afmælisgjöf. Þetta er iDivine Bad Girl palettan, mjög dökkir litir, og fullkomin paletta fyrir smokey-junkies!
Hún var aðeins að leika sér með hana og gerði þetta líka ótrúlega flotta gráblásvarta smokey look og ég fékk að setja myndirnar af því í blogg.
Ótrúlega falleg litablanda, og geggjað djammlúkk!




-Kata!
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}

Nýtt í safninu: Blandaðir aukahlutir

Jæja, þá er það bara restin!
Svona allskonar nýtt og sniðugt.
Makeup the ultimate guide bókin eftir Rae Morris- elska allt við þessa bók. Get setið stundunum saman og flett í gegn um hana og fengið góðar hugmyndir og leiðbeiningar. Ótrúlega falleg bók og vel upp sett. Rae Morris er líka algjör snillingur!

The Brush Guard- plastnet utan um burstana, til að fara vel með þá og halda þeim hreinum og heilum. Snilld þegar maður er að ferðast og svona. Og algjört möst hjá mér þegar ég þríf þá, svo þeir haldi sinu upprunalega formi og geti staðið á hvolfi á meðan vatnið rennur úr þeim. 

Daglegur sótthreinsandi bursta hreinsir frá e.l.f.- nota þetta alltaf eftir að ég nota burstana mína- sérstaklega þegar ég er að mála aðra með þeim og svona, einnig til að þrífa þá á milli lita, ef ég fer úr einum lit í annan en vantar sama burstan. Þornar á nokkrum sekúndum 

Mjög ánægð með þetta bursta sjampó frá e.l.f.- var búin að vera að gera heimatilbúið burstasjampó sem virkaði líka fínt, en það kom ekki eins góð lykt af burstunum eins og þegar ég notaði þetta. 

e.l.f. Kabuki andlits burstinn- ótrúlega mjúkur og elska að nota hann í High Definition litalausa púðrið svona til að festa allt þegar ég er búin að setja á mig meik, eða hyljara og slíkt. 

BH Cosmetics burstasettið- hluti af verðinu rennur til styrktarsjóðs brjóstakrabbameinssjúkra. (Í BNA). Góðir og mjúkir burstar, blöndunarburstinn í settinu er minn all time uppáhalds.


BH Cosmetics round stippling brush- nota þennan bursta í blautt make- svolítið stífur, en það hjálpar manni bara að blanda farðann extra vel inn í húðina. 
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}


Nýtt í safninu: Hár

Er búin að tala um meirihlutan af vörunum í öðrum bloggum, en ég vildi ekki skilja hárvörurnar útundan svo ég skrifaði bara afur um þær.
Þið sleppið þessu bara ef þið munið allt sem ég skrifaði um þessar vörur áður!
P.s.- mér skjátlaðist þegar ég hélt að "body-bloggið" væri með fæstum vörum- þetta er klárlega með færri vörum.

Batist þurrsjampó-lifesaver þegar maður er að reyna að dekra við hárið á sér og vill ekki þrífa það of oft. Sérstaklega fyir mig, er með svo þunnt og slétt hár að það verður skítug nánast um leið og ég stíg út úr sturtunni! hahah. Svo ég nota þetta óspart þegar hárið er á síðasta séns, en ég tími samt ekki að þrífa það. 

Frasinn "silkimjúkt hár" fékk allt aðra meiningu í mínum huga eftir að ég notaði þennan hármaska, sem er fyrir slitið og ónýtt hár. Ef ég gæti ofið náttföt úr hárinu á mér, myndi ég gera það. (Creepy much?)

Macadamia olía til að laga skemmt og þurrt hár. Mmm lyktar svo vel og gerir hárið á mann glansandi og mjúkt án þess þó að manni finnist maður vera með matarolíu í hárinu<3 Einnig mjög krúsjal fyrir hárið á mér á meðan ég er að nota spreyið sem ég tala um hér beint fyrir neðan, því það þurrkar á mér hárið, svo þetta vegur vel á móti.

Lýsingarspreyið frá John Frieda! Jæja,  kláraði heilan brúa á no time og er byrjuð á öðrum. Spreyar-  blæst hárið-sléttar það svo og þá lýsist það meira og meira með hverri notkun. Hárið á mér er búið að lýsast helling! Beint eftir notkun verður hárið á mann svolítið þurrt, og þessvegna er Macadamia olían fullkomin eftir á. Annars er það fljótt að jafna sig, svo olía er ekkert must. 
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

Nýtt í safninu: Restin af líkamanum

Þá færum við okkur yfir í vörur fyrir restina af líkamanum (s.s. ekki andlitið).
Líklega fæstar vörur í þessu bloggi.

Moringa Bodyscrub frá Bodyshop- Ég man ekki hvað þetta blóm heitir á íslensku- en ég veit að lyktin er nákvæmlega eins. Fáránlega frískandi og góð fersk blómalykt. Nammi! Frábær skrúbbur til að losa sig við dauðar húðfrumur og til að örva húðina. 

Mögulega best lyktandi handáburður í heimi!
Grace Cole handáburður með vatnsmelónu og blóðappelsínu lykt! Nammi! Ótrúlega góður fyrir svona þurrar hendur eins og mínar, þá sérstaklega í kuldanum!

Body Butter Duo frá Bodyshop með Macadamia hnetum- tvískipt- dekkri hlutinn er venjulegt bodybutter, en ljósi hlutinn er fyrir extra þurra bletti (olnbogar, hné, hælar o.s.frv.) Snilld fyrir fólk eins og mig sem er með þurrkubletti sem virðast ekki vilja lúta í lægri hlut gegn venjulegu body butteri, þrælvirkar! Lyktin er líka heaven!

Moringa Body Butter frá Bodyshop- lyktin sú sama og af skrúbbnum hér að ofan, tilvalið eftir skrúbb-sturtuna, til að halda sér lyktandi eins og ný útsprungnu blómi all day long!

Sápurnar frá Heitt á Prjónunum!! Á þær í mörgum týpum- jarðaberjasápu með jarðaberjafræjum- gerir mann stanslaust mjúkan og lyktandi eins og ferskur jarðaberja-akur (það er eftirsókarvert, ég er að segja ykkur það!) og svo sápur með lavender fræjum og yndislegri lykt- sápur með höfrum- sápur til að sofa betur- jólasápur- nefdu það! Allt til og allt jafn unaðslega mjúkt og vel lyktandi ;)

Wild Pearl ilmvatnið frá Naomi Campell- eina ilmvatnið sem hefur snert húð mína frá jólum! Love it!
-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

Nýtt í safninu: Andlit

Þá er komið að andlitsvörunum (fyrir utan augu og varir)- enn eru þetta vörur sem ég sankaði að mér um jólin og svo í janúar.

e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Blushing- ljósbleikur litur með smá glimmeri í- ótrúleg sætur bleikur kinnalitur á aðeins 400 kr.- hjá e.l.f. 

e.l.f. blush and bronzing duo- verð að segja þar sem Nars Laguna bronzerinn er minn allra uppáhalds að ég er mjög ánægð með þessa vöru- mjög dökkur bronzer svo maður verður að fara varlega þegar maður setur hann á- en ég nota hann til að skyggja andlitið (kinnbein, kjálka, gagnaugu o.þ.h.) Kinnaliturinn er líka sætur og líkist að nokkru leiti Orgasm  frá Nars- en hann er ekki mjög litríkur svo maður þarf aðeins meira af honum til að fá lit. Mjög ánægð með þetta duo!

e.l.f. augnbrúna gel og púður- önnur dollan mín af því og ég er strax örugglega hálfnuð með hana. Nota þetta daglega. 

Clean&Clear morning burst andlits skrúbbur- þessi skrúbbur er ætlaður fyrir feita húð, en ég er með frekar þurra húð, svo ég get ekki notað þetta daglega. En ef húðin á mér er slæm, dugar fyrir mig að nota þetta kanski tvo daga í röð, og þá lagast hún mjög hratt- þarf bara að nota gott rakakrem eftir á svo ég fái ekki nýja þurrkubletti.  Einnig er þetta mjög frískandi svo þetta er gott til að vakna betur á morgnana. 

Revlon ColorStay í Sand Beige- ótrúlega góður farði ef maður vill  hylja algjörlega allt, allan rauðan lit, útbrot eða bólur- en ég nota þetta bara ööörsjaldan og blanda því þá við rakakrem því þetta er of þykkt fyrir mig, ég fæ strax bólur ef ég nota þetta eitt og sér- ég nota þetta meira sem hyljara bara á bletti. 

e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Flushed- mjög sætur dökkbleikur litur,  svolítið eins og maður sé kaldur í kinnum og frísklegur, mjög sætur litur. 

e.l.f. essentails kinnalitur í litnum Glow- highlighter sem ég nota daglega á kinnbeinin til að birta yfir andlitinu,  ljós bleik-gylltur litur sem kemur ótrúlega vel út. 

e.l.f. High Definition púður- mjög fíngert og sest í allar línur og misfellur á andlitinu- einnig flott til að gera andlitið mattara eftir að maður notar t.d. blautt meik og vill ekki setja litað púður yfir og dekkja andlitið. Þetta púður er litlaust- og hjálpar til við að láta mann myndast betur.

e.l.f. consealer og highlighter- nota þennan til að hylja bletti á andlitinu áður en ég set daglega púðrið á mig. Highlighterinn nota ég ekki eins mikið. 

Ljós Tone Correcting consealer- keypti hann í ljósasta litnum til að hylja bauga, og birta um leið yfir andlitinu og láta mann líta út fyrir að vera meira vakandi til augnanna.

e.l.f. mineral face primer- Primer fyrir andlitið, gerir gæfumuninn þegar maður setur hann á undan blautum farða. Gerir undirlagið slétt og það verður auðveldara að blanda vöruna sem þú setur ofan á. 

NYX Push up bra fyrir augabrúnr- dekkri liturinn er til að fylla inn í augabrúnirnar og ljós liturinn er highlighter til að setja undir augabrúnirnar og "lyfta" þeim. Mig sárvantar stóran yddara til að geta haldið áfram að nota þennan blýant- mjög ánægð með hann. 

Daglega rakakremið mitt- ótrúlega rakagefandi og gott, og eins og ég hef minnst á áður er þetta í raun eins og að skvetta vatni framan í sig, gefur svo mikin raka (þornar að sjálfsögðu ekki eins og vatn heldur fer inn í húðina og gefur henni frábæran raka).

Biotherm Biosource hydra mineral  cleanser toning mousse- hreinsi krem fyrir andlitið, nær óhreinindum ótrúlega vel og  skilur nánast ekkert eftir af óhreinindum. 

Biotherm Aquasource toning water- nota þetta ekki daglega- en þegar mér finnst andlitið á mér vera mjög skítugt eða fitugt að þá renni ég yfir það með þessum tóner, eftir að ég hef þrifið það og hann tekur allt sem varð eftir.

Gerir mér grein fyrir að stundum er ég búin að minnast á vörurnar í öðrum bloggum, en hafði þær samt með aftur.

-Kata!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

Nýtt í safninu: Varir

Þá er komið að vara-vörunum sem eru nýjar í safninu (frá jólum-út janúar).
Er farin að nota t.d. varaliti mun meira en áður, og þá er ekki leiðinlegt að eiga t.d. fín gloss með og svona.

e.l.f. lip stain í litnum Bombshell- ótrúlega sætur litur  og svo glært gloss með til að setja yfir. Helst ótrúlega vel á vörunum, jafnvel þó maður fái sér að borða eins og einu sinni, eða sé að drekka. Það er stór kostur. 

Örugglega uppáhalds liturinn minn frá e.l.f. essentials línunni- skær rauður, notaði hann mikið um jólin, mjúkur og helst vel á- auk þess kostar hann bara 490 kr.- og þurrkar ekki á mér varirnar eins og margir varalitir. 

Stila varalitur í litnum Miranda- ótrúlega fallegur litur, sem ég fýla vel á mér, en það er sterk vaxlykt af varalitnum (eins og vaxlitur bara) og hann stingur í varirnar þegar ég set hann á- svo ég hef ekki verið að nota hann mikið enda augljóslega annað hvort gallaður eða ég með ofnæmi fyrir honum. 

Revlon Colorstay Overtime Lipcolor í litnum Neverending Nude- elska þennan lit,  hann helst margfalt lengur á vörunum en allar aðrar vara-vörur sem ég á. Og liturinn er svona: liturinn á manns eigin vörum plús smá extra- ef þið skiljið. 

e.l.f. essential varalitur í litnum Nostalgic- var búin að tala um þennan lit í "versu vörurnar". Hata allt við hann, þurr, harður, erfitt að ná lit úr honum, brotnar auðveldlega- og ég var eins og lík þegar mér tókst að setja hann á- eini varaliturinn frá e.l.f. sem ég hef ekki fýlað. 

Revlon colorburst lipstick í litnum Petal- elska þennan lit, mjúkur og creamy, og látlaus svo maður getur notað hann daglega t.d. í skólann eða vinnuna án þess að það sé of áberandi (ef maður er óvanur að nota varalit t.d.). Smá svona golden shimmer í honum sem gerir hann enn flottari 

Rasperry bleikrauður litur með glimmeri í- hann er bleikur en  t.d. þar sem er ekki mjög bjart sýnist hann rauður (t.d. á skemmtistöðum o.s.frv.) Mjög flottur- pínu harður, en það er líka til þess að hann helst rosa vel á. 
Burt's Bees Bývax varasalvi- órúlega góð piparmintu-nammi lykt og þetta er einn af þeim varasölvum sem maður finnur að virkar um leið og maður setur hann á sig. Í augnablikinu eina sem virkar til lengri tíma fyrir varirnar mínar.

-Kata!
Þið verðið að kíkja á eyeslipsface.is til að fá ódýra og flotta varaliti og gloss!
{Ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.}

Nýtt í safninu: Augu

Ég var búin að lofa setja hér inn það nýjasta í safninu hjá mér, en er búin að draga það svo endalaust lengi að það er orðið allt of mikið til að hafa í einu bloggi. Þetta er bæði frá jólum (gjafir), og svo janúar, eitthvað sem átti að vera löngu komið inn.
Bjarta hliðin er þó sú að nú er ég búin að fá tækifæri til að nota þessar vörur og get sagt ykkur hvernig þær eru að virka fyrir mig í leiðinni, sem er fínt.
En vegna þess að þetta er svona mikið ætla ég að skipta þessu niður í 6 blogg: Augu, Andlit, Body, Hár, Varir og svo blandaðir "aukahlutir". Er ennþá að gera það upp við mig hvort ég eigi að setja inn eitt blogg á dag, þar til þau eru öll komin upp eða hvort ég eigi að vera með önnur í bland og setja þessi bara annað slagið.
Endilega kommentið ef þið hafið skoðun á því- það er hægt að kommenta án þess að segja til nafns ;) Og munið líka að ég sé ekki hver like-ar, ég sé bara hversu margir like-a.

88 lita matta palettan frá BHcosmetics- elska meirihlutan af litunum, en sumir eru ekki nógu litríkir (sjást ekki vel á augnlokum)- hef heyrt að það sé algengt með 88lita palettur, en 120 lita palettan er ekki svoleiðis.

Keypti þessi augnhár fyrir mjög lítinn pening hjá ARboutique Keflavík á facebook,  keypti nokkrar tegundir og er mjög ánægð með þau.

Augnháralím frá ARboutique- fáránlega gott! Vá... á eftir að halda mig við þetta svo lengi sem það verður til sölu (Mæli með að þið kíkið á ARboutique Keflavík á facebook, allskonar bæði snyrtidót, skart og bara allt- á frábæru verði.

NYX jumbo blýantur í Black Bean- mér gengur mun betur að gera smokey eftir að ég fékk þennan,  svartur  creamy  blýantur til að nota sem grunn undir aðra augnskugga. 

NYX jumbo blýantur í Cottage Cheese- silfraður cremy blýanur til að setja undir t.d. silfraða augnskugga eða í raun hvað sem er, ég nota hann mjög mikið. 

Fékk þessi líka hjá ARboutique, og svo önnur svipuð nema með "demöntum" við rótina. 

ARboutique glimmer- fékk mér gull og multicolor.

Sleek Makeup paletta í Me, Myself and Eye- special edition- einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef notað.

Sleek Makeup paletta í Oh So Special, elska þessa liti! 

e.l.f. augnskugga "quad" í litnum Punk Funk- litirnir eru miklu skærari og flottari, með glimmeri í raunveruleikanum. Ótrúlega flottir.

Telescopic maskarinn frá L'Oréal- Þessi verður alltaf ofarlega á uppáhalds listanum er það ekki? Að mínu mati að minnsta kosti. 

NYX ultra pearl mania í litnum walnut- Bronzlitaður duft augnskuggi, kemur ótrúlega vel út þegar maður bleytir í honum og skellir á augnlokið- hreyfist heldur ekki ögn það sem eftir er dags. 


Ég áttaði mig á því þegar ég var búin að skrifa bloggið að ég gleymdi slatta af vörum- en þetta er alveg nóg, efast um að þið nennið að lesa mikið lengri blogg, svo ég sleppi þeim í bili- enda ekkert merkilegir hlutir fyrst ég gleymdi þeim.

-Kata!
(Endliega kommentið og segið mér hvort ég á að setja inn eitt á dag og klára þetta bara, eða setja önnur á milli?)
Og ef like-takk virkar ekki, gætiru þurft að fara á upphafssíðuna og aftur inn í bloggið.