Svoleiðis helgum fylgir oftar en ekki djamm, og þannig var það einmitt um helgina.
Þær leyfðu mér að gera sig sætar (sætari, svo það sé á hreinu), og ég gerði tvö gjörólík lúkk.
Fyrst er það Júlíana, en hún vildi eitthvað litríkt og edgy, og ég mátti alveg gera hana pínu extreme, svona miðað við hvernig ég mála mig t.d. venjulega fyrir djamm. Lúkkið kom ótrúlega vel út, í tropical litum (bleikum og gul-gylltum) með svartri umgjörð og er algjörlega fullkomið á djammið fyrir þá sem þora að "sýna smá lit" ;)
Ekkert smá fín og sæt :) |
Ekkert smá flott! :) |
Ekki leiðinlegt að fá svona frábær módel! |
Kanski að ég skelli einhverntíman hérna inn "How to" fyrir þessi look, en í bili fáið þið bara að njóta þess að skoða þessar myndir, og jafnvel reyna að spreyta ykkur á einhverju svipuðu ef þið hafið áhuga :)
-Kata!
Neiii jiii fínar!
SvaraEyða