Skelli hér inn einu shimmer-bláu með brúnni umgjörð og smá gylltum.
Fínt á djammið! Einfalt og skemmtilegt ;)
1. Primer frá e.l.f. á allt augnlok
2. Gylltur kremaugnskuggi frá e.l.f. líka sem klístraður "primer" undir lituðu augnskuggana.3. Ljósgulur/aðeins gylltur augnskuggi á innri hlið augnloksins og inn í innri augnkróka.
4. Shimmer blár skuggi yfir allt lokið (reyna að sleppa samta augnkróknum).
5. Ljósbrúnn (Buck úr Naked Pallette) ofan á augnbeinið, blanda vel, engar harðar línur.
6.Dökk brúnn skuggi frá e.l.f. undir augnbeinið (crease).7. Enn dekkri brúnn skuggi frá e.l.f. rétt smá í "ytra vaffið". (nær frá augnhárum í ytri augnkrók og smá upp undir augnbeinið, lítið vaff í rauninni.
8. Krem eyeliner frá e.l.f. myndar smá vængi út fyrir ytri augnkróka.
9. Svartur eye-liner á efri og neðri vatnslínu.
10. Blái liturinn á augnloki notaður til að búa til smá línu fyrir neðan neðri augnhár, og smá af þessum ljósgyllta notaður fyrir neðan negri augnhár í innri augnkróknum.
11. Helling af maskara! (helst gerviaugnhár ef þú vilt virkilega láta lookið poppa).
Minni á að hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær ;)
-Kata<3
Engin ummæli :
Skrifa ummæli