Bloody nails!

Halló elsku fólk!
Í dag prufaði ég svolítið öðruvísi neglur, ég horfði á ótrúlega skemmtilegt nagla tutorial hjá Andreu í Andrea's Choice, og ákvað að prufa að herma, eða gera allavega mjög svipaðar neglur. Hún er algjör snillingur!
Ég er að vísu ekki með alveg sömu litina og hún notaði (hún notaði snjóhvítan og svo vínrauðan með shimmerögnum), en ég er að gera það nákvæmlega sama.
Einfalt og skemmtilegt! Fyrir þá sem vilja taka Halloween alla leið, jafnvel þó að Íslendingar séu ekki mikið í þeim pakkanum ;)



-Kata!

Metallic Blue!

Loksins náði ég að taka mynd af einhverju sem ég var að gera, þó svo að gæðin séu takmörkuð. Það hefur að vísu mikið með lélega birtu að gera!
Skelli hér inn einu shimmer-bláu með brúnni umgjörð og smá gylltum.
Fínt á djammið! Einfalt og skemmtilegt ;)



1. Primer frá e.l.f. á allt augnlok
2. Gylltur kremaugnskuggi frá e.l.f. líka sem klístraður "primer" undir lituðu augnskuggana.
3. Ljósgulur/aðeins gylltur augnskuggi á innri hlið augnloksins og inn í innri augnkróka.
4. Shimmer blár skuggi yfir allt lokið (reyna að sleppa samta augnkróknum).
5. Ljósbrúnn (Buck úr Naked Pallette) ofan á augnbeinið, blanda vel, engar harðar línur.
6.Dökk brúnn skuggi frá e.l.f. undir augnbeinið (crease).
7. Enn dekkri brúnn skuggi frá e.l.f. rétt smá í "ytra vaffið". (nær frá augnhárum í ytri augnkrók og smá upp undir augnbeinið, lítið vaff í rauninni.
8. Krem eyeliner frá e.l.f. myndar smá vængi út fyrir ytri augnkróka.
9. Svartur eye-liner á efri og neðri vatnslínu.
10. Blái liturinn á augnloki notaður til að búa til smá línu fyrir neðan neðri augnhár, og smá af þessum ljósgyllta notaður fyrir neðan negri augnhár í innri augnkróknum.
11. Helling af maskara! (helst gerviaugnhár ef þú vilt virkilega láta lookið poppa).


Minni á að hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær ;)
-Kata<3


Neglur!

Ætla að skella hingað inn fínu bláu nöglunum mínum!
Var á Ísafirði um helgina og elsku mamman mín splæsti í OPI lakk handa mér<3
Lakkið heitir "No Room For The Blues" og er svona fallega dökk-himinblátt, myndi ég segja.
Ótrúlega fallegur litur, og ég skellti smá "Last Friday Night" glimmerlakki frá OPI yfir neglurnar á baugfingri til að pimpa lúkkið upp :)
Það er mögulega hægt að komast upp með eina umferð af lakki því það er mikill og góður litur í því, en það kemur best út með einni umferð af undirlakki, tveimur umferðum af bláa lakkinu og svo einni umferð af glossy yfirlakki. Ótrúlega pretty!


Minni svo á vídjóið í blogginu hér fyrir neðan: Hvernig ég geymi snyrtivörurnar mínar :)

-Kata

Purdy stuff!

Jæja, nú er ég dottin í veikindi, hvort sem það er þessi kúvending á lífstíl á stuttum tíma eða bara þessi flensa sem hefur verið að ganga :)
Ég hef allaveg losnað við helling af bjúg, held ég sé búin að pissa 50x eða oftar seinasta sólahring, líklega orsakast það bæði vegna veikindanna og svo einnig vegna þess að ég hef ekki verið að borða brauð.

En já það var ekki það sem ég vildi tala um! Ég á pínu yndislegan kærasta sem stökk á pósthúsið eftir vinnu og kom með pakka til mín sem ég hafði pantað fyrir nokkru (þvílíkur lúxus að fá svona þjónustu þegar maður liggur veikur heima).
Í honum:

120 colors palette 2nd edition ( til frá 1st - 4th edition)  frá BHcosmetics <3 Myndavélin á tölvunni minni sýnir enga miskunn, litirnir eru allir ólíkir hvorum öðrum (sést ekki vel þarna) og unaðslega fallegir! Líka svo mikill litur í þeim að maður þarf varla neitt af þeim á augnlokin í einu! Hér eru mun betri myndir ;)
Svona lítur hún út að utan. Og ég skarta þarna fyrsta look-inu úr henni, sem sést að sjálfsögðu ekki neitt.  Ljósi parturinn (miðjan á auganu) er í raunveruleikanum skær-túrkis-blá með glimmeri. Svo er ég með turkis-bláan eyeliner frá e.l.f. við neðri augnhárin. Ekkert af þessu er sýnilegt :(

-Kata!


Andlit dagsins!

Ég verð eiginlega að byrja þessa færslu á að biðjast afsökunar á gæðum myndanna sem fylgja með hér á eftir. En eins og ég hef minnst á hérna einhverntíman áður, þá gaf myndavélin mín ástkæra upp öndina. Og vefmyndavélin á tölvunni minni verður þá því miður bara að duga, sem er mjög leiðinlegt því að hún sýnir alls ekkert í líkingu við raunveruleikan og lúkkið sem ég set hér inn er í raun allt öðruvísi en þið sjáið það.
Aðallega langaði mig bara til að setja inn nýtt blogg, og fyrst ég var með nýja augnförðun tilbúna, ákvað ég að skella henni bara inn :)
Þið sjáið þó allavega örlítið:)




Ég notaði Urban Decay primer potion undir augnskuggan.
Byrjaði svo á því að setja hvítan mjúkan eyeliner yfir allt augnlokið til að gera litin sem kemur á eftir skærari og fallegri. Svo blandaði ég fjólubláum og bleikum augnskugga og setti yfir allt augnlokið. Svo setti ég svartan á dýpra svæðið fyrir neðan augnbeinið og dreifði vel úr honum bæði upp og svo örlítið niður á við. Þetta mýkir allar harðar línur og gerir lúkkið meira "Smokey".
Svo dustaði ég smá glimmeri yfir fjólubleika litinn, en það sést að sjálfsögðu ekki á þessum hræðilega lélegu myndum.
Að lokum skellti ég smá dökkbrúnum/svörtum augnskugga á neðri augnháralínuna og "smudge-aði"  hana til að fá smokey yfirlit fyrir neðan augun.
Svo var það bara blautur eyeliner fyrir ofan efri augnhárin og á efri og neðri vatnslínu plús helling af maskara! :)
Á vörunum er ég svo með blöndu af Seductive og Voodoo varalitunum frá e.l.f.

-Kata!
P.s. megið endilega, hvort sem það er undir nafni eða nafnlaust, koma með ábendingar um hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa um eða skoða og hvað á að færa í aukarnar hér á síðunni :)

Umfjöllun: Remington Pearl Wand

Heil og sæl aftur!
Í þessu bloggi ætla ég að fjalla svolítið um "Remington  Pearl Wand", sem er krullujárn frá Remington, án klemmu. Þetta er semsagt í rauninni bara keila, sem þú vefur hárinu utan um. Mesti munurinn á þessu og krullujárni með klemmu er að mínu mati sá að þú getur búið til mun fjölbreyttari og náttúrulegri krullur með keilunni. Þetta er mjög jákvætt þar sem það eru kanski ekki allir að fýla gömlu góðu fermingarkrullurnar í dag.

Járnið lítur svona  út:

Ég fékk járnið að gjöf frá kærastanum mínum fyrir nokkrum mánuðum, en mig hafði langað rosalega lengi að prufa slíka græju. Hann gaf mér líka krullujárn með klemmu í jólagjöf fyrir u.þ.b. 2 árum sem ég hef notað ansi mikið.
Það tekur mig hinsvegar um tvær og hálfa klukkustund að krulla mig sjálf með því járni, en eftir að ég fékk þetta tekur það í mesta lagi hálftíma, og ef ég er ekki að reyna að ná einhverju fullkomnu lúkki, getur þetta tekið um 10 mínútur.

Ástæðan er sú að járnið hitnar á 30 sekúndum, það eru margar mismunandi hitastillingar á því, allt eftir því hvernig hárið á þér þolir hita eða hvað þú ert tilbúin að hita það mikið og með þessum almennilega hita og góðu húð sem hylur járnið, þarftu ekki að halda nema í mestalagi 5 sekúndur og þá er lokkurinn tilbúin. Með venjulegu krullujárni með klemmu (að minnsta kosti þeim sem ég hef prófað) heldur maður mun lengur og er aldrei alveg viss hvenær lokkurinn er tilbúinn.

Járnið er fallegt, með sætu blómamynstri og svo eru örlitlar agnir af glimmeri á allri keilunni sem gerir það alveg extra girly og skemmtilegt.
Það er snúningssnúra á því (eins og á öllum almennilegum krullujárnum í dag) því það er ekkert meira pirrandi en að þurfa að gera hlé á krulleríinu til þess að snúa því marga hringi til baka því snúran er farin að vefjast um sjálfa sig.
Og eins og ég sagði áðan getur maður stillt hitan á járninu að vild, t.d. minni hiti fyrir viðkvæmt eða þunnt hár, og meiri hiti fyrir þykkt og heilbrigt hár, allt eftir því hvernig maður vill hafa það.
Járnið er breitt í annan endan og mjókkar svo út, sem þýðir að þú getur haft stærri krullur, minni krullur og jafnvel blandað þeim saman til að fá fjölbreytt og náttúrulegt útlit á hárið.
Það fylgir einn hanski með járninu, en járnið getur orðið rosalega heitt og það er auðvelt að brenna sig á því ef maður er ekki vanur að nota svoleiðis tæki. Hanskann setur maður á höndina sem maður notar til að vefja hárinu um keiluna, því svo þarf maður að halda hárinu þar í nokkrar sekúndur á meðan það krullast.
Mér finnst erfitt að nota hanskann því þá hef ég minni tilfinningu fyrir lokknum sem ég er að vefja, og þess vegna sleppi ég honum oftast, en það hefur líka orðið til þess að ég brenni mig ansi oft, sem er ekki uppáhalds!

Mín uppáhalds leið til að nota járnið er að taka lokk, snúa upp á hann allan og vefja honum svo utan um keiluna og krulla hann. Þetta gerir eitthvað svo sérstakar krullur, en samt svo náttúrulegar og töff. Ég vildi bara að ég væri með aðeins síðara hár, því það styttist auðvitað helling þegar krullurnar eru komnar í, og ég fýla það ekki alveg nógu vel. En krullur í síðu, fallegu hári eru to die for. (Allavega fyrir einhvern með jafn slétt og dautt hár og ég er með)! :) 

Járnið mitt var keypt á 10.000-13.000 kr.- ég man ekki nákvæmlega verðið, en það var keypt einhversstaðar á Ísafirði, pantað frá Reykjavík.
En ég veit að það er til (eða var til í júní) í fríhöfninni í Keflavík á undir 5.000 kr.- sem er fáránlega góður díll!
Mæli með þessu fyrir krulluáhugafólk, og í guðanna bænum passið ykkur að brenna ykkur ekki!

Nokkrar gerðir af krullum gerðar með Remington Pearl Wand: 

Kate Hudson með frekar fínar og settlegar krullur hér til vinstri og Uma Thurman til hægri með lauslegar krullur, vafðar í uppgreiðslu.

Hérna eru krullurnar stærri og lauslegri, náttúrulegri og einfaldlega sexý!
-Kata!