Beautytips- Part 1

Heil og sæl!
Ákvað að splæsa í einn nýjan fastan lið, fegurðar ráð í pörtum.
Ætla að hafa 6 beautytips í hverju svona bloggi. Ég vill byrja á því að taka það fram að ráðin eru frá hinum ýmsu stöðum og hinum ýmsu fegurðarspekingum, ég finn þau á netinu og í tímaritum og bókum og allskonar. Ekkert af þessu er heilagt, en þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem hafa t.d. hentað mér vel.

#1- Að setja ilmlaust bodylotion eða body-rakakrem eftir að maður setur á sig ilmvatn  festir í raun ilminn og lætur hann endast lengur. Þetta er svokallað "lock-in". Það er í lagi að kremið sé með smá ilmi, en þá er bara mikilvægt að hún kæfi ekki ilmvatnið sem maður er með.

#2- Ef maður hefur átt langan dag, ekki sofið nógu mikið, eða er einfaldlega bara þreytulegur til augnanna er gott ráð að setja hvítan eða einhverskonar ljósan eyeliner á neðri vantslínuna undir augunum. Með þessu birtir yfir augunum og hvítan virðist hvítari og augun meira vakandi.

#3- Ef þú ert hrifin af neon lituðum naglalökkum og stefnir á að skella á þig einu hressu neon-lakki, er frábær hugmynd að setja skjannahvítt naglalakk undir. Þetta verður til þess að liturinn "poppar" og nýtur sín í botn, með þessu móti máttu búast við að liturinn verði nákvæmlega eins og hann lítur út í flöskunni. Þetta sama ráð virkar einnig með t.d. pastel-liti.

#4- Að setja "highlighter" í kringum varirnar lætur þær virðast þykkari og flottari. Sérstaklega ef varirnar eru málaðar. Þetta kemur best út með fölgylltum highlighter, t.d. með smá shimmer. (Fyrir þá sem ekki vita, er highlighter oft t.d. ljós augnskuggi, oft með smá shimmer, sem maður notar til að birta yfir og lyfta förðunar-lúkkum. Oft notað fyrir neðan augnbrúnirnar eða í innri augnkróka).

#5- Ef þú ert klaufi með kinnalitinn eða óvön að nota slíkar vörur, eða átt einfaldlega kinnalit sem er mjög mikið litaður og erfitt að setja hann á án þess að líta út eins og trúður, er góð hugmynd að blanda honum saman við smá "translucent" eða gegnsætt púður. Þetta gerir manni auðveldara að blanda kinnalitnum fallega á húðina svo hann verði ekki of ýktur.

#6- Ef þú hefur vanið þig á að nota "þurrvörur" í hár, vörur sem maður setur í þurrt hár og skolar ekki úr, eins og t.d. næringu, allskonar styling sprey, hitavörn eða annað slíkt þá er gott að hafa það í huga ef þú notar þetta t.d. eftir sturtu að hárið ætti að vera orðið minnst 70% þurrt áður en vörurnar eru settar í. Þetta eykur virkni þeirra til muna og kemur í veg fyrir að vörurnar þynnist út þegar þær blandast of röku hári. Þannig að ef þú villt t.d. koma í veg fyrir hitaskemmdir af völdum hárblásara eða sléttujárns eða annarra hár-hita-tækja, og notar hitavarnarsprey, gerir það alls ekki mikið gagn ef hárið er of blautt þegar varan er sett í.

Vona að eitthvað af þessu hafi verið hjálplegt fyrir einhvern :)

-Kata

Hreinsun á andliti-mikilvægi og mín rútína!

Ég vill aðeins ræða um mikilvægi þess að þrífa af sér andlitsfarðan á kvöldin áður en maður fer að sofa, og hugsa vel um húðina og í raun allt andlitið.
Ég verð að viðurkenna að það er ekkert langt síðan að ég setti hreinsun á farða algjörlega í annað sætið. Jafnvel tíunda ef út í það er farið.
Í dag átta ég mig svo auðvitað á því að það er ekkert mál að þrífa af sér farðan t.d. á meðan maður horfir á sjónvarpið/tölvuna, eða bara að gefa sér 5-10 mínútur rétt áður en maður leggst á koddan, það er nú ekki svo mikil fórn á tíma.
Ég taldi það aldrei beint mikilvægt, kanski að hluta til vegna þess að ég hef aldrei notað þungan farða neitt að viti, bara létt púður og maskara.
Nú á ég mjög erfitt með að skilja hvernig mér datt í hug að sleppa því að þrífa af mér maskara. Það sem var farið að gerast hjá mér var að ég mátti varla snerta augnhárin mín því þá losnuðu þau. Þau voru handónýt, ekki að vaxa af nægum krafti aftur, og skorti algjörlega súrefni þar sem þau voru alltaf að drukkna undir gömlum þornuðum maskara í mörgum lögum!
Eftir að ég fór að hafa meiri áhuga á snyrtivörum, lærði ég alltaf meira og meira um hreinsivörur og hversu mikilvægt er að fara vel með andlitið sitt.
Ég er t.d. mjög gjörn á að fá þurrkubletti í andlitið og skildi ekki afhverju ekkert rakakrem virkaði almennilega. Það var þá vegna þess að ég var alltaf að klína því yfir óhreint andlit þannig það náði aldrei almennilega að síga inn í húðina.
Ég er annars frekar heppin með húð, og fæ t.d. ekki mikið af bólum, en eftir því sem maður bíður lengur með að þrífa á sér andlitið, því meiri líkur eru á að nokkrar slíkar láti sjá sig.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er allt frekar "common knowledge" og að kanski eru flestir duglegir að þrífa af sér málninguna fyrir svefninn, en ég veit að ég hefði haft gott af því að skoða svona blogg fyrir ekki svo löngu. :)
Ég ætla að láta fylgja með Andlits-hreinsunar-rútínuna mína:

- Fyrir letidýr eins og mig eru blauthreinsiklútar algjör snilld! Í Bónus er hægt að fá mikið af þeim á viðráðanlegu verði, t.d. hef ég mikið notað hreinsiklútana frá Athena en þá er hægt að fá 3 pakka saman á tæpar 300 kr., þessir klútar fást í 2 týpum, fyrir normal húð og svo fyrir viðkvæma húð. Ég er með frekar viðkvæma húð, fæ fljótt roða undan ýmsum efnum og húðin mín ertist auðveldlega en samt eru normal þurrkurnar frá Athena í góðu lagi fyrir mig, semsagt mildar. Þetta eru ekki bestu klútarnir, og maður þarf alveg snefil af þolinmæði til að leyfa þeim að þrífa allt vandlega af, en þeir eru ódýrir og virka að sjálfsögðu. Ég splæsi helst í alvöru hreinsiklúta þegar buddan er í góðu ásigkomulagi eða ef ég er t.d. í útlöndum. Annars finnst mér þær of dýrar því maður notar rosalega mikið af þeim og þarf því oft að kaupa nýjar.




-Aðrir klútar sem ég nota annað slagið eru Dr. Fisher hreinsiklútar, einn pakki af þeim kostar tæpar 300 kr. í bónus. Ég fýla þá ekki, enda hef ég brennt mig á því að vörur með miklum ilmefnum í séu of sterkar fyrir húðina á mér, og þessir klútar tilheyra þeim flokki. Mikið af ilmefnum og mig svíður undan þeim. Annars virka þeir fínt, og eru örugglega góðir fyrir fólk með sterka og góða húð.

- Einnig keypti ég mér Garnier Nutri-Pure Detoxifying, oil free hreinsiklúta með viðbættum vítamínum í New York og því miður bara einn pakka :( Ég get ekki sagt að þeir virki neitt sérstaklega vel til að þrífa farða, en mér finnst þeir ómissandi sem "eftiráklútar" þá þríf ég málninguna af mér með öðrum klútum, og nudda svo þessum yfir andlitið eftir á því þeir gefa húðinni svo frábæran raka og ferskt yfirlit, svolítið eins og tóner. Þeir næra húðina frábærlega og þar sem húðin á mér verður oft þurr eftir notkun á hreinsiklútum fannst mér æði að eiga þessa klúta með til að mýkja og veita raka.
Garnier klútarnir

- Nivea klútar eru einnig ódýrir og fást í bónus fyrir lítið fé. Þeir eru einnig til í 2 týpum, viðkvæm húð og eðlileg húð. Ég keypti svoleiðis en mér fannst þeir alls ekkert framúrskarandi, sérstaklega þar sem þeir skildu eftir smá roðabletti á húðinni minni, ég hefði betur tekið þessa fyrir viðkvæma húð. Þær eru samt sem áður ódýrir, og virka þegar öllu er á botninn hvolft.
- Uppáhalds klútarnir mínir (af þeim sem ég hef prufað) eru Neutrogena klútar sem ég keypti í New York, enn og aftur keypti ég bara einn pakka og hef ekki fundið þá hér heima :( En þeir ertu mig ekkert og fjarlægðu farðan vel á mjög stuttum tíma.
<3

Ég hef prufað ýmiss hreinsiefni í vökvaformi og það eina sem mér finnst virka nógu vel í þeim efnum eru þeir sem eru með olíu og svo allskonar öðrum efnum sem eru ekki góð fyrir mann og eiga víst að vera krabbameinsvaldandi og eitthvað :)
Ég er svosem engin áróðurskona og finnst fínt að nota bara það sem virkar, en mér finnst klútarnir langeinfaldastir og þægilegastir.
Á þennan vökva í augnablikinu, virkar nákvæmlega ekki neitt!

Að lokum vill ég minnast á að svona hreinsiklútar eru engan vegin fullnægjandi til að hreinsa burt farða og allann skítinn sem safnast og sest í húðina á manni í gegnum daginn. Þeir hreinsa bara rétt yfirborðið og ýta "daglegu drullunni" bara lengra inn í húðina.
Þessvegna nota ég alltaf djúphreinsir fyrir andlitið þegar ég fer í sturtu. Þetta er eitthvað sem ætti að gerast daglega, bara að passa að efnið sé ekki of sterkt og sé merkt "for daily use" því sum efni þurrka húðina og eru slæm ef þau eru notuð of oft í viku.

- Í augnablikinu er ég að nota Go 360° Clean appelsínugula brúsann. Þetta er með litlum fínum "scrub-kornum" sem gera það að verkum að þú djúphreinsar ekki bara húðina heldur hreinsar burtu dauðar húðflögur og örvar blóðrásina og þar af leiðandi súrefnisflæði til húðarinnar.
Með brúsanum fylgir einskonar "bursti" úr gúmmí, sem maður setur hreinsinn á og nuddar svo andlitið í hringlaga hreyfingum. Með þessu nærðu drullu sem hefur sest djúpt í húðina og leyfir henni því að anda fullkomlega þegar þessari meðferð er lokið.
Rosalega ánægð með þennan hreinsir.
Mismunandi tegundir úr Go 360° clean línunni :)

Eftir á er svo ekki annað eftir en að skella á sig léttu og góðu rakakremi (tóner ef svoleiðis er fyrir hendi) og þá er maður með nýhreinsaða og endurnærða húð sem er tilbúin undir næsta umferð af farða að svefni loknum.

Persónuleg reynsla mín af því að hreinsa vel farða af andlitinu lýsir sér helst í því að ég finn minna fyrir þessum þurrkublettum eða roðablettum. Ég er með MIKLU heilbrigðari augnhár, þau eru farin að lengjast, og ný farin að bætast í hópinn hér og þar, í stað þess að vera með örfá kræklótt augnhár er ég nú með fínan garð af heilbrigðum augnhárum sem verða bara betri með tímanum.
Það sem ég hef líka verið að nota í staðin fyrir rakakrem er Argan olía (sést í uppáhaldsblogginu) og hún nærir einmitt augnhárin um leið og hún gefur húðinni frábæran raka.

-Kata

Peacock Partý! (Frumlegt nafn)

Jæja enn eitt hressandi lúkk komið upp!
Ekkert skemmtilegra þegar manni leiðist en að kippa í næsta andlit og skella smá sulli á það :)
Sem betur fer er Elísabet Ósk (týnda systir mín) alltaf svo tilkippileg og til í smá uppstrílun. Er henni ævinlega þakklát fyrir það.
Í gærkvöldi ákvað ég semsagt að skella í eitt "Peacock" útlit. Nafnið dregst helst af litadýrðinni, en þeir gætu vel minnt á "Peacock" (man ekki alveg hvað það er á íslensku).
Og hér er útkoman:




Pretty!
Mega sætt... og ótrúlegt en satt finnst mérþetta bara nokkuð "wearable", þó éghafi búist við að svo væri ekki með alla þessa litadýrð!
En þetta gæti alveg virkað á villt djamm, og svo gaman að vera fín málaður á djamm myndunum líka ;)

-Kata

Bleikt smokey eye

Jæja ég drullaðist loksins til að taka mynd af förðun sem ég gerði :))
Notaði mjög skemmtilega og ódýra skugga.
Bleikur varð fyrir valinu með svörtu smokey skyggingunni, ég notaði LA colors og Pink cosmetic london glitz eye shadow sem ég fékk fyrir nánast ekki neytt í samkaup á ísafirði. Ágætis litir, LA colors fást/fengust í mega store í smárlind á 300 kall. Ekki dýrt það fyrir ágætis liti sem eru rooosalega skærir og flottir. Einnig má sjá Katrínu nota þessa liti í "ocean breeze" förðuninni.

Svo notaði ég að sjálfsögðu primer, meik, púður, maskara og eyeliner. Enda aðal grunnurinn að flottri förðun.







Þá er það komið... vonandi gaf þetta þér einhverjar hugmyndir :))
-Júlíana Haraldsdóttir. :)


Ocean Breeze :)

Ég er lengi búin að vera spennt fyrir að prófa að gera eitthvað aðeins meira ýkt lúkk en ég er vön, eitthvað svona sem maður fer ekkert endilega með á djammið, allavega ekki ég persónulega, en það fer auðvitað eftir fólki.
Svo fannst mér tilvalið að prufa þetta lúkk núna þar  sem Elísabet Ósk (módelið) var að fá 100 lita palletuna frá E.L.F. og okkur langaði að experimenta smá með hana.
Enduðum reyndar á því að nota bara allskonar liti sem við fundum, bæði úr E.L.F. pallettunni, Deluxe Shadow Box Pallettunni frá Urban Decay og svo bleika liti frá L.A. colors því við vildum fá eins skæra liti og við mögulega gátum.
Datt ekkert nafn í hug á þetta lúkk annað en Ocean Breeze, væntanlega tilkomið útaf fallega bláa litnum.




Rosa fallegt! :D
 Vill taka það fram að lokum að ég notaði Primer Potion frá Urban Decay undir augnskuggana, sem mér finnst  algjört mösst!
Notaði svo cream eyeliner frá e.l.f. og Voluminous maskara frá loréal.
Mjög ánægð með útkomuna og Elísabet frábært módel!

-Kata!



favourites

Ákvað að taka áskoruninni frá katrínu og gera svona uppáhaldsblogg. Eða það sem ég nota mest þessa stundina :))



*Body shop face primer. Þar sem ég er með slæma húð í andlitinu af náttúrunnar hendi þá er þessi primer algjörlega málið fyrir mig. Mæli með honum fyrir þá sem eru með þurkubletti, bólur, ör, eða bara ójafna húð! Ber hann á mig og set svo meikið og púðrið yfir. Húðin verður alveg silki mjúk.


*Kabuki andlits burstinn frá ELF er sjúkur bursti !! hann er svo mjúkur að ég hlakka til að púðra mig á morgnana. Held að það sé hægt að fá svona body brush líka. Sjúklega ódýrt að versla hjá elf svo go for it. Þú finnur hann á www.eyeslipsface.is



*Elf eyelid primer. Algjör nauðsin að nota primer undir augnskuggann sinn. 
*Lóreal Telescopic maskari í gylltum umbúðum, ALL TIMES favourite! Ég var vooðalega mikið í því að prófa maskara einusinni og keypti alltaf nýja og nýja tegund. En þessi toppar alla sem ég hef prófað algjörlega. Lengir og þykkir.

*Body shop foundation bursti, mjúkur og rosalega góður dreifari. Klárlega bersti meikburstinn sem ég hef prófað.




*Ég er enþá að læra að nota varaliti hehehe, eða svona á eftir að finna réttu litina sem klæða mig, þannig að svona daglega nota ég bara vaselín til að fá smá gljáa á varirnar. En annars er það gloss ef ég vill vera fín.


*Uppáhalds ávöxturinn minn þessa dagana er klárlega nektarínur, var búin að steingleyma hvað þær eru sjúklega góðar !!


Jæja ætla að láta þetta gott í bili allaveganna.
- Júlíana.



1940´s Hár

Í gær kom pakki til mín frá amazon.com. Í þessum pakka var ævisaga Vidal Sassoon, fyrir þá sem ekki vita hver hann er þá er hann hárgreiðslumaður. Mjög merkilegur maður.
Ég les aldrei en þessi bók er algjör snilld og er algjörlega að halda mér við efnið.


 Ég las um rosalega áhugavert tæki sem var notað m.a árið  1940. Náði athyglinni minni mikið þegar Vidal lýsir því í bókinni hvernig permanent var framkvæmt á þeim tíma. Ég googlaði búnaðinn og fann snilldar myndir af þessu tryllitæki.


Þetta lýtur meira út fyrir að vera pyntingartæki heldur en permanent búnaður.

Í bókinni segir frá því þegar Vidal var að vinna á fyrstu hárgreiðslustofunni sem hann lærði á hjá Adolph Cohen. Þá var stríð í Bretlandi. Þannig að á öllum speglunum á stofunni stóð "Madam, During an air raid, you are permed at your own risk". Þannig að þegar viðvörunarbjöllur fóru í gang fór starfsfólkið í skýli sem var á stofunni á meðan kúnnarnir sátu fastir við permanent tækið. Allt gert fyrir útlitið.


 LOL!


  -Júlíana.