Byrjaði reyndar á því að skella mér í Tiger og finna mér einhver falleg ílát til að geyma hlutina mína í þar sem NYX kassinn minn er frekar leiðinlegur í útliti og geymslu, og kom það mér stórlega á óvart hvað það voru ódýr en samt flott ílát sem ég fann þar.
Hér að neðan eru nokkrar myndir:
-Svona lítur litla space-ið mitt út.
- Krúttaralegu bleiku körfurnar kostuðu 300 kr stk. Algjör snilld geymir allskonar dóterí.
Sætu glösin voru 200 kr stk !!
- Á eftir að finna eitthvað undir varalitina mína :) enda enþá að safna.
- Þarna geymi ég augnskuggana mína, meikið og púðrið.
Ekki mikið af snyrtidóti sem ég á í augnablikinu. Er aðalega að nota NYX og Body shop vörur fyrir förðun. En langar rosalega að byrja að prófa E.L.F vörurnar og stefni á það í sumar :))
Ég ætla að requesta Make up station blogg frá katrínu maríu því ég veit að hún var að koma frá New york og hefur heldur betur bætt í safnið sitt :))
-Júlíana.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli