KRULLUR

Ég elska krullur !
Allar krullur !
Uppáhaldið mitt er nú samt einföldu krullujárnskrullurna, hef ófáusinnum gert svoleiðis í gegnum tíðina.  Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af uppáhalds krulluhausunum mínum.



Irma Lind frænkulíus. Skartar hér fallegum dökkum krullum með fjólubláum blæ. Mér finnst liturinn setja einstaklega flott edgy look á krullurnar. 

 Katrín María með fallegu ljósu lokkana. Ég elska að sjá fallegar krullur í svona fallega ljósu hári. 

Þegar ég geri svona krullur, þá skipti ég hárinu alltaf upp og greiði efsta partinn af hárinu upp og vinn mig frá neðst á hnakkanum upp á hausinn. Skipti í smáar skiptingar í krullujárnið. Læt lokkinn kólna smá, lakka yfir hann og greyði svo lauslega í gegnum hann með puttunum. Þá verður hann lausari og villtari.
Muna bara að lakka nógu mikið þegar þessu er lokið !!



Ein gömul og góð af mér og katrínu á góóðu kvöldi :D 

Bless í bili. 
-Júlíana.







Tabatha Coffey

Heppin var ég að taka eftir þessum snillingi. Tabatha Coffey er í algjöru uppáhaldi hjá mér, hún er hárgreiðslukona, sjónvarpskona og ofur kona!

Tabatha stjórnar eitt af uppáhalds þáttunum mínum sem heita Tabatha's salon take over og eru sýndir á Style Network. Þættirnir snúast um það að hjálpa eigendum hárgreiðslustofa sem eru við það að missa fyrirtækið sitt vegna lélegrar þjónustu, lítillar reynslu í sambandi við fyrirtækjarekstur og óþrifnaðar.



Hún gaf út bók nýlega sem heitir It's not really about the hair sem lýsir því hvað mótaði hana og gerði hana að þessari ofur konu sem hún er í dag. Ég pantaði hana af ebay og ég einfaldlega elska þessa bók.


Hún gefur mér allaveganna mikinn innblástur í því að standa mig vel og ég dýrka það hvað hún er hreynskilin.



- júlíana.

Mini Make up station

Þar sem ég er currently búandi hjá kærastanum mínum, þá er frekar þröngt um okkur sem er bara kósý. Ég lét mér dreyma um það að koma snyrtidótinu mínu upp á snyrtilegan og sætan hátt í þessu litla rými þannig að ég tók frá eina hillu í hillusamstæðunni minni og raðaði dóteríinu mínu upp þar.

Byrjaði reyndar á því að skella mér í Tiger og finna mér einhver falleg ílát til að geyma hlutina mína í þar sem NYX kassinn minn er frekar leiðinlegur í útliti og geymslu, og kom það mér stórlega á óvart hvað það voru ódýr en samt flott ílát sem ég fann þar.

Hér að neðan eru nokkrar myndir:

-Svona lítur litla space-ið mitt út.


- Krúttaralegu bleiku körfurnar kostuðu 300 kr stk. Algjör snilld geymir allskonar dóterí. 
Sætu glösin voru 200 kr stk !!


- Á eftir að finna eitthvað undir varalitina mína :) enda enþá að safna. 


- Þarna geymi ég augnskuggana mína, meikið og púðrið.


Ekki mikið af snyrtidóti sem ég á í augnablikinu. Er aðalega að nota NYX og Body shop vörur fyrir förðun. En langar rosalega að byrja að prófa E.L.F vörurnar og stefni á það í sumar :)) 

Ég ætla að requesta Make up station blogg frá katrínu maríu því ég veit að hún var að koma frá New york og hefur heldur betur bætt í safnið sitt :))


-Júlíana. 







Upphafið

Heil og sæl gott fólk!

Við stúlkurnar höfum nú sett upp, eins og sést glögglega, litla sæta síðu tileinkaða hinum ýmsu áhugamálum okkar.
Hér á síðuna munum við setja í rauninni bara  allt sem okkur dettur í hug, þó flest verði miðað að einhverju stelpulegu og fallegu.
Það er vert að taka það fram að við erum alls engir fræðingar í neinu sem við setju hér inn (fyrir utan að sjálfsögðu hárgreiðslum en hún Júlíana er langt komin í námi í hárgreiðslu og stefnir að því að klára sveinspróf á því sviði næsta vor). Þetta er allt til gamans gert og ef einhverjum líkar ekki aðferðir okkar eða skoðanir, þá er því miður voðalega lítið hægt að gera í því. Þetta eru jú allt bara áhugamál, og áhugamál fólks eru jafnmismunandi og við erum mörg.

Við vonum að einhver geti notið þess að hlusta á bullið í okkur og skoða það sem okkur finnst áhugavert.  Ef ekki er ykkur guðvelkomið að hoppa bara útaf síðunni og heimsækja hana aldrei aftur! Þó það væri jú best ef sem flestir hefðu gaman af.
Ef þið eruð svo alfarið á móti svona pæjubloggum að þá er hægt að kíkja við annað slagið og bíða eftir að það komi eitthvað öðruvísi, því þetta verður jú síða með öllu milli himins og jarðar þegar öllu er á botninn hvolft.



Ást og hamingja!
-Katrín María & Júlíana