Og hér erum við aftur. Enn eitt ársuppgjörið, þó ég hafi skrifað slíkt rétt í gær að mér finnst.
2017 færði mér ný ævintýri og nýjar áskoranir og nýja sigra. Ég byrjaði árið á að útskrifast úr meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Það var ótrúlegur sigur fyrir konu sem kláraði námi með lítinn grís í fæðingarorlofi og mann sem vann heimshorna á milli. Í kjölfarið fylgdu óvissutímar, svona tímar þar sem einu tímabili í lífinu lýkur og leit hefst að nýjum verkefnum. Svoleiðis tímabil höndla ég ekki frábærlega. Óvissa og óskipulag leysir gamlann kvíða úr læðingi og tilhugsuninn um að vita ekki hvað tæki við eftir fæðingarorlof var eitthvað sem ég átti erfitt með. Ég náði þó að dreifa huganum rækilega með tveimur spánarferðum í upphafi sumars með viku millibili og einu barnaafmæli heima á Íslandi milli utanlandsferða. Við fórum með góðum vinum til Barcelona yfir helgi og komum svo heim og héldum upp á 1 árs afmæli Míu Salóme, þremur dögum seinna flugum við aftur út til spánar með stórum hluta stórfjölskyldunnar og áttum þar dásamlega daga. Spánarferðirnar veittu yndislegar minningar sem er dýrmætt að eiga, en vissulega eru gleði og ævintýri ekki nóg til að drepa niður kvíða yfir komandi tímum og ég fékk því að berjast aðeins við óvissukvíðann í öðru landi líka.
En Mía. Mía Salóme er karakter sem virðist stækka með hverju augnabliki. Á þessu ári höfum við komist að því að hún elskar dýr, öll dýr, veri það skordýr, spendýr eða annars konar dýr. Hún elskar líka að taka til og hafa hlutina í röð og reglu. Hún eyðir ófáum stundum í að nöldra í foreldrum sínum yfir barmafullri ruslafötu og slæmri umgengni og svo lætur hún ömmu sína og afa heyra það ef þau skilja eftir opnar hurðar, skáphurðar, uppþvottavélar, jah eða hvað annað sem hægt er að loka. Guð forði ykkur frá því að fá hana í heimsókn ef það er mylsna á gólfinu, þá úff-ar hún og ojj-ar og röflar helst þar til einhver er mættur með sópinn. Við erum semsagt farin að efast um uppruna hennar, því við foreldrar hennar erum hvorki mestu dýravinir né snyrtipinnar landsins. En svo elskar hún að dansa, og þá verða allir í húsinu að dansa með. Þarna tengi ég pínu við hana.
En Mía. Mía Salóme er karakter sem virðist stækka með hverju augnabliki. Á þessu ári höfum við komist að því að hún elskar dýr, öll dýr, veri það skordýr, spendýr eða annars konar dýr. Hún elskar líka að taka til og hafa hlutina í röð og reglu. Hún eyðir ófáum stundum í að nöldra í foreldrum sínum yfir barmafullri ruslafötu og slæmri umgengni og svo lætur hún ömmu sína og afa heyra það ef þau skilja eftir opnar hurðar, skáphurðar, uppþvottavélar, jah eða hvað annað sem hægt er að loka. Guð forði ykkur frá því að fá hana í heimsókn ef það er mylsna á gólfinu, þá úff-ar hún og ojj-ar og röflar helst þar til einhver er mættur með sópinn. Við erum semsagt farin að efast um uppruna hennar, því við foreldrar hennar erum hvorki mestu dýravinir né snyrtipinnar landsins. En svo elskar hún að dansa, og þá verða allir í húsinu að dansa með. Þarna tengi ég pínu við hana.
Í byrjun sumars var það ljóst að ég fengi vinnu og ég notaði sumarið í að venjast þeirri tilhugsun, ásamt því að búa til fleiri góðar minningar með fólkinu í kringum mig. Við fórum suður og norður og út um allt. Mættum á þrælskemmtilegt Ögurball, fórum í útilega á Rauðasandi og nutum síðustu mánaðanna í fæðingarorlofi. Í sumarlok hófst svo nýr kafli, Mía byrjaði á leikskóla og ég fór að kenna krökkunum í 1.- 10. bekk í Grunnskóla Önundarfjarðar hin ýmsu fög. Mía er hamingjusöm á leikskólanum og ég er ánægð í vinnunni. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í að móta þessa flottu krakka og síðast en ekki síst forréttindi að fá að vinna með svona dásamlegu fólki. Vá hvað það er mikilvægt og gott. Fólkið sem ég hef kynnst þar er áhugavert fólk sem gott er að vera í kringum dag hvern og mér finnst ég læra af þeim heilan helling, hvort sem það tengist vinnunni eða bara lífinu sjálfu.
Á sama tíma og ég byrjaði í nýrri vinnu ákvað ég að setja annan hluta lífs míns á bið, og það var viðvera mín á Snapchat. Sem var töluverð og þar fylgdust nokkur þúsund manns með. Það var stór ákvörðun í byrjun ágúst að hætta að eyða tímanum í taka upp snöpp og horfa á fólk á Snapchat en það færði mér fullt af frítíma sem fór í að rækta önnur og áþreifanlegri áhugamál. Ég hafði mjög gott af þessu, og svona eftir á að hyggja hefði ég engu komið í verk ef ég hefði ætlað að eyða þeim litla tíma sem ég hafði utan vinnu í þetta áhugamál. Í staðinn prjónaði ég nokkrar peysur, dúllaði við dagbókarskrif, dansaði og spjallaði heilmikið við Míu og naut þess að eiga hversdaginn án áreitis. Nú eru komnir 5 mánuðir og ég á erfitt með að hugsa mér að byrja aftur að eyða dýrmætum tíma í þetta, þó mér finnist vissulega margt dýrmætt og dásamlegt við samskipti mín við kunnugt og ókunnugt fólk víðsvegar á landinu í gegnum Snapchat.
Veturinn hefur svo liðið að mestu tilbreytingalítill hjá, fyrir utan eftirminnilegasta atvik ársins þegar vinkonur mínar Heiðdís og Lovísa gerðu sér óvænt ferð alla leið frá Akureyri til Flateyrar til að koma mér á óvart. Sú helgi rennur seint úr minni, þó það hafi tekið mig góðan sólahring að meðtaka komu þeirra og fara að njóta eftir allan sálartryllingin sem fylgdi. Vá hvað það er fallegt að eignast svona vinkonur allt í einu í gegnum internetið. Svona lifir maður stelpur, takk.
Ég hélt að árið hefði verið að mestu tíðindalítið, en mastersgráða, tvær utanlandsferðir, ný vinna og leikskólabarn er bara ágætis samansafn af upplifunum og afrekum.
Ég er tilbúin að leyfa 2018 að leiða mig inn í fleiri ævintýri og uppákomur en markmið ársins eru að vera meiri Katrín María. Að finna leiðir til að skilgreina sjálfa mig betur út frá mér sjálfri, frekar en hlutunum sem eru að gerast í lífi mínu. Hver er Katrín þegar hún er ekki að afreka eitthvað námstengt? Byrja í nýrri vinnu? Eignast barn? Grínast á samfélagsmiðlum? Hver er Katrín þegar hún er ótengd og ein með sjálfri sér? Ég held hún sé fín. Hlakka til að kynnast henni betur.
Gleðilegt nýtt ár.
Ég er tilbúin að leyfa 2018 að leiða mig inn í fleiri ævintýri og uppákomur en markmið ársins eru að vera meiri Katrín María. Að finna leiðir til að skilgreina sjálfa mig betur út frá mér sjálfri, frekar en hlutunum sem eru að gerast í lífi mínu. Hver er Katrín þegar hún er ekki að afreka eitthvað námstengt? Byrja í nýrri vinnu? Eignast barn? Grínast á samfélagsmiðlum? Hver er Katrín þegar hún er ótengd og ein með sjálfri sér? Ég held hún sé fín. Hlakka til að kynnast henni betur.
Gleðilegt nýtt ár.