Full Face með Jessup Bamboo| Myndband

Færslan er unnin í samstarfi við Shine.is, burstarnir voru gjöf.





Ég fékk þessa súpernettu bursta að gjöf frá Shine.is um daginn. Mig hafði áður lúmskt kitlað eftir þeim því þeir eru á svo ótrúlegu (bókstaflega ótrúlegu) verði og mig hefur alltaf vantað eitthvað solid sett sem ég get bent fylgjendum á þegar þeir eru í burstaleit. Ég fæ ofboðslega oft spurningar um hvaða bursta byrjendur ættu að eiga, og ég á alltaf frekar erfitt með að benda fólki beint á uppáhaldssettin mín því þau eru lúmskt dýr, sérstaklega þegar maður er að byrja og vill bara fá tilfinningu fyrir hvað mann vantar. Ég ákvað því að gera förðun frá A-Ö með þessu setti til að sýna að það er hægt að fá allt sem maður þarf í einu settu, fyrir ótrúlega næs verð. 

Þetta myndband er alveg jafn útúrsýrt og allt annað sem ég geri. En notagildi burstsanna kemur samt glögglega í ljós í gegnum vitleysuna ;) 






Neon Peach

Vörur í færslunni voru annars vegar keyptar af höfundi og hins vegar gjöf til höfundar. Gjafir eru stjörnumerktar. 




Það var sól í mér um daginn og mér hafði áskotnast flippað glimmer frá fotia.is í litnum Abba sem mér fannst helst passa við einhverja óhefðbundna og skemmtilega förðun.
Úr varð þetta Neon ferskju freakyness. En ég notaði tækifærið og kafaði ofan í eina af mínum uppáhalds palettum, fyrstu Sleek palettuna sem ég keypti mér, Oh So Special iDivine palettuna (hún fæst held ég á haustfjord.is- allavega aðrar samskonar iDivine palettur). Þar eru tveir ferskjulitir sem ég er að verða búin að klára upp til agna. Ferskjulitaðir augnskuggar klikka ALDREI á sumrin. 

Augu:
Sleek iDivine Oh So Special palette (haustfjord.is)
Morphe 35S palette (fotia.is)
L.A. Splash Art Kit Tekt liner* (haustfjord.is)
Lit glimmer í ABBA* (fotia.is)
Primalash Professionals augnhár í stíl #167* (haustfjord.is)

Stjörnu og blóma glimmerið er eitthvað ódýrt ebay naglaskraut sem ég eignaðist fyrir hálfri öld en passaði fullkomlega við þessa förðun.