Önnur tilraun| Electric Palette

Ég gerði aðra tilraun. Það var gaman!







Já ég gefst ekkert upp á að nota þennan græna lit- hvað er smá myglublær milli vina?
Í alvörunni, Harmony pressed pigment frá Hot Makeup sem er þarna ofan á litnum á miðju augnlokinu er alveg ultimate fave. Hann er æði til að "pop shit up".

Katrín María


Tilraunastarfssemi| Electric Palette

Fyrir þá sem ekki fylgja mér á snapchat (katrinmariaa), sem væri reyndar ótrúleg skrítið- hver ertu eiginlega? þá fékk ég senda svo fallega gjöf um daginn.
Gjöfina fékk ég óvænt alla leið frá Luxemborg frá Svanborgu Signý (svannymua á snap) sem ég er svo heppin að hafa kynnst í gegnum netheima og höfum við ræktað einstaka vináttu með okkur á skömmum tíma. Dýrmætt þetta internet.

En já að gjöfinni! Ég fékk sko mikið fallegt, en stjarna pakkans (fyrir utan póstkortið sem ég fékk) var klárlega Electric Palettan frá Urban Decay sem ég hef þráð í áraraðir (algjörlega grínlaust). Ég fór líka að grenja, eðlilega.




Palettan er dásamleg, ég vildi óska þess að ég hefði tekið myndir ÁÐUR en ég réðist á hana, en hún er ekkert síður falleg svona smá potuð. 




Ég prufukeyrði palettuna semsagt á snapchat og tók örlítið of stórt upp í mig. Ég myndi líklega framkvæma þetta aðeins öðruvísi svona eftir á að hyggja en litirnir eru þó óneitanlega fallegir. 





Palettan var allt sem ég óskaði mér og það var unaður að leika með hana. Hlakka til að prófa fleiri liti og fleiri farðanir með henni.

Annað sem er í uppáhaldi er Svanný, nennið þið að fylgja henni ef þið gerið það ekki þegar, því hún er klár og fyndin, snillingur í förðun og lífskúnstner með meiru.
Þið finnið hana:
Hér á SNAP: svannymua
Hér á INSTAGRAM
Hér á FACEBOOK
Hér á BLOGGINU

Katrín María


Farðabardaginn| Rimmel vs. Rimmel


Ég ákvað að bera saman þessi tvö meik frá Rimmel. Meik sem bjóða upp á ólíka eiginleika en ég fæ oft spurningar um þau og hvernig ég fíli þau/hvoru ég mæli með. 

Rimmel Match Perfection (Blátt lok) >>
Þessi farði gefur miðlungsþekju, er léttur og veitir ljóma. Ég er mjög hrifin af honum, hann lítur fallega út á húðinni og er bara akkúrat svona farði sem hentar þurru húðinni minni (og ljómaperranum innra með mér). Hann er helst til klístraður við ásetningu svo maður þarf annað hvort mikla þolinmæði í að bíða eftir að hann þorni eða að setja hann með púrði (sem ég reyni yfirleitt að gera ekki- en finnst nauðsynlegt í þessu tilviki). Annað sem ég gæti sett út á er sú staðreynd að það þarf svolítið að hafa fyrir því að blanda honum inn í húðina. Ég finn ekki mikið fyrir honum á húðinni og hann ýkir ekki misfellur eða þurrk sem er frábært. Þekjan í honum er meiri en nóg fyrir mig, en það er kanski ekki að marka- ég vill alltaf frekar minni þekju og meiri hyljara hvort sem er. Það er þó hægt að byggja þennan vel upp. 

Rimmel Lasting Finish (Rautt lok) >>
Þessi farði er þyngri, á að endast í 25 klst. (trúum við því ekki allar?) og gefur fulla þekju. Ég var hrædd um að hann yrði of þungur fyrir mig og þurru húðina mína en svo er alls ekki. Hann er í miklu uppáhaldi þessa dagana og ef maður vill ekki of mikla þekju getur maður vel stjórnað henni með t.d. blautum förðunarsvampi (ég vel yfirleitt Beautyblender eða Real Techniques svampa). Þar sem þessi farði er þurrari en sá að ofan þarf ég persónulega ekki að setja hann með púðri. Annar fylgikvilli er svo að hann sest svolítið í misfellur á þurri húð og lítur ekki alveg eins vel út á húðinni minni og Rimmel Match Perfection. Þetta eru þó bara hlutir sem ég tek eftir í mjög góðri birtu upp við mjög öflugan spegil svo almennt truflar það mig ekkert. Ég get ímyndað mér að hann sé enn dásamlegri á olíumeirihúð en minni en hann er þó klárt uppáhald hjá mér líka. 

Samanburður >>
Ég er ánægð með báða farðana, sér í lagi því þeir eru á góðu verði og fást á Íslandi sem er dásamlegt. Match Perfection lítur betur út á húðinni minni því ég er með þurra húð, en Lasting Finish er fljótlegri og auðveldari í notkun, gefur meiri þekju og endist lengur. Fyrir mig væri blái farðinn meiri daglegur farði á meðan rauði farðinn hentar betur við tilefni þar sem ég vill mikla og góða endingu og fullkomna þekju. 



Katrín María