Óskalisti MAKEUP EDITION| Jól 2015

Jæja. Það gengur ekki að hafa förðunarblogg með jólaóskalista sem inniheldur engar snyrtivörur. Þannig að hér kemur það sem mig langar mest í á íslenskum snyrtivörumarkaði (þá meina ég hlutir sem fást hér heima, ekki íslenskir hlutir endilega)

Mig langar mikið í fleiri Red Cherry augnhár. Ég er spenntust fyrir #43 og #110 en langar að prófa þau öll samt. Þau fást t.d. í Makeup Gallerý á Akureyri og á Lineup.is

Mig langar í fullt af fleiri Eyekandy glimmerum, hvaða lit sem er, vil bara safna þessum elskum því þau eru æði! Fást á haustfjord.is

Mig langar í MAC pigment. Bara eitthvað fallegt- alla litina (á engan nema Vanilla). Ég elska pigment og veit þau eru mörg falleg frá MAC. Þau fást í MAC náttúrulega.

Mig langar líka í MAC Fix+ og ég lendi eiginlega óhuggulega oft í því að hugsa; oh nú þyrfti ég akkúrat að eiga fix+ (gríp þó alltaf í tómt). Það fæst í MAC. 

Mig langar í fleiri MAC varaliti. Efst á listanum eru líklega Russian Red, Velvet Teddy, Twig, Spirit, Kinda Sexy, Peach Blossom (Og já bara allir sem elinlikes talaði um í snapstory í kvöld hahaha, takksvomikið).

Mig langar í Lilly Lashes- bara hver sem er! Þau fást í Cool Cos í Reykjavík og ég er alveg allt of spennt að prófa. 


Mig langar í Inglot pigment. Hvaða liti sem er- þau eru öll dásamleg og ég á ekki eitt stykki. Fást í Inglot í kringlunni. 

Svo langar mig í Makeup Eraser klútinn sem fæst í Cool Cos. 

Mig langar líka óttalega mikið að prófa nýju Litcosmetics glimmerin sem fást á fotia.is! Mjög. 

Svo langar mig að skoða Make Up Store vörurnar betur, því ég hef ekkert verið að prófa þær. Væri til í að byrja á einhverjum fallegum kinnalitum. Fást í Make Up Store Smáralind. 

Ég væri líka til í að eiga fleiri Morphe palettur. Á 35S og 35C en langar í 35N, 35W, 35O og eiginlega bara restina líka haha. Fallegar og á góðu verði á fotia.is


Ég gæti raunar haldið áfram allt of lengi. Sérstaklega ef ég tæki allar snyrtivörurnar með sem eru ekki selda á Íslandi. En ég verð að stoppa einhverstaðar. 

Katrín María


Óskalisti| Jól 2015

Sæl kæru vinir. Það hefur ýmislegt dregið á daga mína síðustu misserin sem útskýrir fjarveru mína á helst til öllum samfélagsmiðlum.Nú er allt að komast á réttan kjöl og eftir 4. desember er ég komin í jólafrí. Þá verður kátt á öllum miðlum, vonum við. 
En sökum þess að ættingjar og vinir hafa áreitt mig í að verða heilan mánuð varðandi jólagjafaóskalistablogg (flott orð) þá hef ég ákveðið að miskunna mig yfir þeim og skella í slíkt. Kanski fáið þið jólagjafainnblástur jafnvel. Listinn verður óhóflegur, ég ætlast ekki til neins af honum. En ég læt mig dreyma. Hér kemur þetta í engri sérstakri röð.

Skindinavia The Makeup Finishing Spray. Fæst hér

Ittala Ultima Thule Bjórglös (60cl) koma tvö í pakka og fást hér

Lukkutröll Bronz. Lukkutröllin eru til í allskonar litum og þremur stærðum og boða góða lukku. Mér finnst þau of sæt fyrir lífið og ég þrái eitt Bronztröll af stærstu gerð (eða næststærstu). Fást hér.

Polaroid 600 Myndavél. Þó þessi myndavél sé mögulega það ljótasta sem ég hef séð, þá eru myndirnar úr henni fallegar og mig langar í. Ég veit að Fuji Instax Mini vélarnar eru töluvert meira hipp og kúl, en mig langar ekki í svona ponsulitlar myndir. Fæst hér.

Stórir djúsí ullarsokkar eru á óskalistanum á hverju ári. Fæ þá ekki oft, en þegar ég fæ þá er ég yfirleitt komin í gegnum þá af notkun fyrir næstu jól. Svo þeir fara alltaf aftur á listann. ELSKA ullarsokka. Fæst í höndunum á þér ef þú nennir að prjóna. 

TOGETHER plakat. Fæst hér. 

Have you loved yourself today plakat. Fæst hér.

Sigma Tapered Face Kopar. Fæst hér. 

YSL Top Secret All in one BB cream í litnum Clear (ljósasti). Fæst í Hagkaup. 

Rúmföt Lín design. Áttblaðarós og sólkross. Fæst hér

Paul Pava Vatnsflaska. Fæst hér
Pyropet kisa. Fæst hér. 


Mig langar rosa mikið í hauskúpu. Helst gyllta eða silfraða eða svarta (eða samt bara hvernig sem er) og helst sem er ekki baukur. En ég veit bara ekki hvar slíkt fæst. Þannig þessi er líka mjög á óskalistanum, þó hún sé baukur. Hún fæst hér.

Nude Tude frá theBalm. Hún fæst hér

Annars er ég bara ekkert brjálæðislega viss hvað mig langar í jólagjöf og þessi listi er kanski helst til viðmiðunar, bara eitthvað sem ég rétt náði að skrapa saman í. Mig langar náttúrulega í fullt af snyrtidóti (hvað sem er) en hef heyrt að fólki finnist leiðinlegt að gefa mér það því ég á svo mikið.

 Ég er alltaf heitust fyrir einhverju fallegu á heimilið, borðspilum, snyrtivörum, kertum, kósý sokkum og inniskóm, teppum og bókum svo það er allt efst á óskalistanum. 

Katrín María