Baleful Blue // Ötull Blár

Ég og bláir augnskuggar eigum ekki samleið. Ég gef þeim samt alltaf séns. Í þetta skiptið varð úr einhverskonar hafmeyju/neðansjávar fantasíu förðun. Fíla konseptið, hata litina, it is what it is. En ég er hinsvegar ástsjúk í álflögur- er með milljón og eina hugmynd í viðbót þar sem ég vil innleiða álið, það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því öllu saman. 





>Augu<
MorpheBrushes 35C Palette (Fæst hér)
BH Cosmetics 120 Color Paletta (2nd edition) (Fæst hér)
Sleek Ultra Mattes V1 Palette (Fæst hér)
Maybelline Gel Liner (Fæst í Hagkaup)
Socialeyes lashes in Minx (Fæst hér)

>Andlit<
Nars Sheer Glow í Deuville (Fæst hér)
Maybelline Fit Me Hyljari (Fæst í Haugkaup)
MAC Pro Longwear Hyljari í NC15 (Fæst í MAC Kringlunni og Smáralind)
Inglot kinnalitapaletta (Fæst í Inglot Kringlunni)
Anastasia Beverly Hills Contour Kit (Fæst hér)

>Varir<
NYX Nectar Lipliner (Fæst í verslun NYX í Reykjavík)
L.A. Splash Lip Couture í Latte Confessions (Fæst hér)

Setti linka á þær verslanir sem eru annað hvort staðsettar á Íslandi eða senda til Íslands fyrir aftan hverja og eina vöru (eða í hvaða verslunum þær fást). Hvað segum við, já eða nei? Er þetta þægilegt fyrirkomulag eða óþarfi? 

Snap: katrinmariaa // Instagram: katrinmariaa



Favourites| Myndband

Í eftirfarandi myndbandi fer ég yfir hlutina sem ég hef notað mest undanfarnar vikur. 


Smellið á myndina til að horfa. 



Angry Red // Reiður Rauður

Stundum get ég ekki sofið af því að ég fæ hugmynd af förðun og langar svo að framkvæma hana strax. Einu sinni, þegar mér var síður annt um heilsuna, fór ég þá samstundis á lappir og henti mér af stað (oftast um miðjar nætur). Í dag skrifa ég gróflega niður í símann minn hvað ég er að hugsa og byrja svo á því um leið og ég vakna. Þetta er hugmynd næturinnar. 





>Augu<
BH Cosmetics 120 Palette (2nd edition)
Maybelline Gel Liner
Socialeyes Vixen Lashes
Álpappír úr ARButique

>Andlit<
Nars Sheer Glow (Deuville)
MAC Pro Longwear (NC15)
Anastasia Contour Kit
Milani Powder Blush (Tea Rose)
theBalm Mary LouManizer

>Varir<
NYX Deep Purple Lip Liner
Barry M Black Lipstick
Dior Rouge Lipstick (Mysterious Mauve)

Ég er að gera tilraunir með enska titla á blogginu. Veit ekki hvort ég haldi þeim íslensku inni mikið lengur- ég lýg því ekki að eitt af því flóknasta við að vera íslenskur bloggari sem fylgist aðallega með bloggum og myndböndum á ensku, er að reyna að finna heiti á myndbönd og bloggfærslur á íslensku (yfirleitt er titillinn kominn til manns á ensku miklu fyrr). 


5 uppáhalds varalitir


Eftirfarandi eru fimm af mínum uppáhalds varalitum þessa stundina, það var töluvert krefjandi að velja bara fimm... en ég er bara svo dugleg og frábær að mér tókst það (heh?). Þeir eru ekki í vinsældarröð, bara allir frábærir á sinn hátt. 

Anastasia Beverly Hills Liquid Lipstick í Vintage >> Fljótandi möttu varalitirnir frá ABH hafi fengið misjafna umfjöllun á netinu en þessi er allavega minn uppáhalds fljótandi varalitur og formúlan sú besta sem ég prófað hingað til (ég er alls ekki sjóuð í fljótandi varalitum, en af þeim fjórum formúlum sem ég hef prófað er þessi uppáhalds, ekkert framúrskarandi, en betri en hinar). Liturinn Vintage er líka bara liturinn sem ég hef mest gaman af í öllu varalitasafninu mínu- eitthvað sem ég elska við þennan bjarta fjólubláa lit á vörunum mínum. (Fæst m.a. á anastasiabeverlyhills.com)

 Milani Matte Orchid >> Þessi matti "hot pink" varalitur var ást við fyrstu prufu. Formúlan er ótrúlega notaleg á vörunum miðað við aðra matta varaliti sem ég hef prófað og þetta er fyrsti bleiki varaliturinn sem ég set á mig og þurrka ekki samstundis af mér. Milani vörurnar koma ótrúlega á óvart miðað við verð og þessi litur var tilvalin í sumar, þegar ég vildi eitthvað aðeins meira statement lúkk en ég er vön. Hef notað hann sérlega mikið vegna þess hvað hann endist vel á vörunum. (Fæst m.a. á haustfjord.is)

Topshop Matte Lips í Rio Rio >> Ég er öll í möttu varalitunum þessa stundina! Rio Rio er fyrsti varaliturinn sem ég prófa frá Topshop af einskærri forvitni og hann varð strax mikið uppáhald, sem er sérlega athyglisvert í ljósi þess að ég fíla yfirleitt ekki appelsínurauða liti á mér- en þessi vandist óvenju vel. Endingin á þessum ódýra varalit er algjörlega framúrskarandi. Ég komst nánast af 12 klst með tilheyrandi máltíðum og drykkjum án þess að þurfa að lappa nema rétt örlítið upp á hann eftir um 9 klst. Það er ótrúlegt! Léttur og þægilegur á vörunum en helst samt á sínum stað. (Fæst m.a. á feelunique.com)

Gerard Cosmetics Lipstick í Buttercup >> Þessi fallegi nude litur hefur verið minn go-to varalitur næstum síðan ég keypti hann. Ég nota yfirleitt varablýant til að móta varirnar og skelli svo smá af þessum og þá virka þær einhvernveginn stærri og fallegri en ef ég er ekki með neitt á vörunum. Ótrúlega basic og þægileg vara til að eiga í safninu. Svo er hægt að byggja hann upp í vel ljósan nude ef maður vill. Endingin er ekkert einhver saga til næsta bæjar, bara venjuleg, en hann er mýkri og meira creamy á vörunum en hinir Gerard litirnir sem ég á. (Fæst m.a. á gerardcosmetics.com)

M.A.C. Amplified Lipstick í Chatterbox >> Þessi litur er fallegur ljósbleikur með glansáferð. Ég nota hann aðallega yfir aðra liti, t.d. nude liti, ef ég vil poppa þá aðeins upp og hafa þá bleikari fyrir dagana sem ég vill ekki ýktar varir en samt aðeins meira oompfh en bara nude. Svo er hægt að byggja hann upp og hafa hann virkilega bleikan- sem er líka skemmtilegt. Endingin er ósköp venjuleg en formúlan er creamy og þægileg á vörunum sem er bónus (fyrirhafnarlítið og þægilegt). (Fæst m.a. í MAC Kringlunni)

Hafið þið prufað einhverja af þessum varalitum? Hvernig fíluðuð þið þá? Hverjir eru ykkar uppáhalds varalitir?



Makeup Haul| Myndband

Ég hef undanfarið bætt nokkru smálegu við safnið mitt, meðal annars í gegnum feelunique og svo nokkrar verslanir á Íslandi. Í eftirfarandi myndbandi fer ég létt yfir það nýjasta í safninu. 


Hafið þið prófað eitthvað af þessu? Yay or nay? Hver eru uppáhalds andlitsvötnin ykkar?