Spjall|Uppáhalds|Vonbrigði|Söngprufa|Bull

Okei hér er smávegis update/spjall/bull myndband. Nokkrar uppáhalds vörur, vonbrigði, stikkprufa af yndælum söng (hehe) og almenn vitleysa. Biðst afsökunar á seinustu 5 mínútunum eða svo... mér leiddist aðeins. 


Silfurrefurinn kveður að sinni.



Öðruvísi förðun

Ég veit ekki alveg hvað ég get kallað þetta. Fantasy förðun? Avant Garde? Ég kalla þetta kanski ekkert sérstakt, því þetta er ekkert sérstakt, bara eitthvað og allskonar. 

Ég er mikil ævintýra og annarsheims manneskja. Þ.e. ég elska allt svona ævintýra og/eða bækur og myndir og hugmyndir sem eru ekki af þessum heimi endilega. Eitthvað sem er ekki til. Ég elska svoleiðis. Ég gæti hugsað mér að skrifa bækur um allskonar sem er ekki til og ég get endalaust lesið bækur um aðra heima. Stundum blása þessir heimar í mig andagift og úr verður eitthvað öðruvísi. Eftirfarandi eru til dæmis þannig lúkk. Þau meika ekkert endilega sens- og þurfa ekki vera falleg í allra augum, en eru bara frá hjartanu hverju sinni.








Þessi lúkk birtast yfirleitt á instagram frekar en hér. Svo ég mæli með instagram.com/katrinmariaa ef þið viljið fylgjast frekar með. 




Sleek Pout Paint| Umfjöllun

Í óðsmannsleit minni að bláum varalit um daginn endaði ég óvart á því að fjárfesta í þremur stykkjum, einn af þessum bláu varalitum fann ég á haustfjord.is en þar taldi ég mig hafa dottið aldeilis í lukkupottinn því að hann var svokallaður fljótandi varalitur og í sömu línu var til hvítur fljótandi varalitur svo að ég sá fyrir mér að þarna hefði ég nælt mér í allskyns útgáfur af bláum varalitum ef ég myndi blanda þessum bláa og hvíta saman í mismunandi hlutföllum.

Þessir varalitir eru frá Sleek og eru í fljótandi formi. Það þarf ofboðslega lítið af þeim og þeim má blanda saman á alla vegu. Að auki eru þetta svo kallaðir stains sem þýðir að þeir lita varirnar svo liturinn helst extra lengi (og varirnar eru litaðar jafnvel eftir að búið er að þvo þá af).




Ég keypti mér hvíta (Cloud 9) og bláa (Peek A Bloo) en er svo mikið dekurdýr að ég fékk þrjá aðra með til að prufa (Rosetta, Pinkini og Lava). Nú bý ég því svo vel að geta búið til allskonar blöndur og fengið út allskonar fallega varaliti. 

Það er eitthvað að þessu "Collage" forriti sem ég nota... gerir mig stundum eins og postulínsdúkku. Veit ekki hvernig ég kem í veg fyrir það. En þetta eru Rosette, Lava og Pinkini. Og mjög myglað vinnuandlit, sem sést sem betur er ekki því ég er svo nýskeind í framan út af þessu myndaforriti (myndirnir eiga að vera eins og þessi hér fyrir neðan).

Lava, Rosette, Pinkini, Peek A Bloo og Cloud 9. 

Hér blandaði ég Lava og Cloud 9 saman og fékk út þennan líka fína laxableika lit.

Svo hér er ég alveg ótrúlega hress, með úfið hár og laxableikan varalit eftir 8 klukkustunda vinnudag.

Ég hef átt Pout Paint frá Sleek áður. Ótrúlega næs varalitir (sérstaklega ef maður hefur gaman af því að blanda og tilraunast með varaliti) og það er skemmtilegast hvað þarf lítið í einu, þannig maður fer ekkert á bömmer ef maður blandar óvart hræðilegan lit, maður byrjar bara aftur.



Myndband| Hvort myndirðu frekar?

Mér datt í hug að skella í stutt og laggott "tag" myndband. Þannig ef þið hafið gaman af mér og tímasóun og eigið 5 mínútur aflögu, gæti þetta verið eitthvað fyrir ykkur. 
Smellið á myndina til að sjá myndbandið.
Ég svara nokkrum "bjútýtengdum" spurningum og þið lærið kanski eitthvað smá um mig í leiðinni? 



NYX Macaron Lippies| Umfjöllun




Það er greinilegt að sumarið er á leiðinni því ég er að tapa mér í litríkum varalitum. Mig hefur lengi langað að prófa NYX Macaron varalitalínuna en hún er töluvert óhefðbundnari en gengur og gerist. 

Ég ákvað að gera bara einhverja mjög neutral og óáberandi förðun til þess að taka myndir af varalitunum, þar sem þeir eru alveg nógu áberandi sjálfir. Það endaði samt óvart svona. Þessi förðun átti að vera rosa hipp og kúl, en ég er eins og Rorschach mynd eftir leikskólabarn.


Mér finnst litirnir mjög skemmtilegir, vildi samt að ég hefði pantað Lavender litinn, hann virkar fallegur. Þeir koma á óvart í gæðum en ég myndi segja að Earl Grey væri sístur af þeim- minni þekja og meira "streaky". Þeir eru allir með glansáferð (ekki shimmer samt) en verða fallega mattir með lausu litlausu púðri yfir.


Mínir uppáhaldslitir af þessum fimm eru Blue Velvet og Pistachio. Nú þarf ég bara að gera dauðaleit af varablýöntum í stíl- ég er slakasti varalita-ásetjari á Íslandi.


Myndband| Svört Smokey Förðun


Þá er komið að myndbandinu þar sem ég sýni ykkur hvernig ég geri þessa basic svörtu smokey förðun með hlýrri skyggingu. 




Vona að þið hafið gaman af og/eða lærið eitthvað sniðugt. 


Okei afsakið, en þessi stilla úr myndbandinu er bara best. Hands down. Þannig ég þurfti að hafa hana hér. Ég biðst afsökunar ef hún ofbýður einhverjum. Djók aldrei. 



Smashbox Full Exposure Palette| Umfjöllun

Smashbox vörurnar fást á hinum ýmsu stöðum, ég hef t.d. séð þær í Hagkaup Kringlunni og Lyf og Heilsu á Glerártorgi. 

Svolítið notuð og subbuleg, samt falleg. 

Ég hafði heyrt mikið um Full Exposure palettuna á YouTube og seinasta ár var ég staðráðin í að kaupa mér hana fyrst hún fékkst á Íslandi. Það endaði svo reyndar með því að ég fékk hana í jólagjöf sem ég var hæstánægð með. 

Í palettunni eru 14 augnskuggar, í efri röðinni eru 7 shimmer/glimmer augnskuggar og í neðri röðinni eru 7 mattir augnskuggar. Þessi jafna blanda af möttum og shimmer augnskuggum er stór kostur við palettuna, þarna er maður komin með ótrúlega marga möguleika. Palettan býður upp á einfalda og milda förðun og allt upp í mjög dramatíska og dökka/glimmer förðun.


Augnskuggarnir eru frekar pigmentaðir, maður þarf þó góðan grunn sérstaklega undir glimmer augnskuggana ef maður vill að glimmerið haldist almennilega á augnlokinu. Þeir eru ekkert framúrskarandi hvað blöndun varðar en maður getur heldur ekki alltaf búist við slíku. Mér finnst úrvalið af möttum blöndunarlitum ótrúlega gott og þetta er snilldar paletta til að ferðast með- maður hefur allt þetta mest basic fyrir augnförðun þarna á einum stað.


Glimmerskuggarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Oftast þegar ég nota bara venjulegan shimmer augnskugga yfir allt augnlokið finnst mér alltaf vanta eitthvað örlítið meira til að poppa hann upp og bæti því yfirleitt smá glimmeri yfir sjálf. Í þessari palettu eru þrír augnskuggar með innbyggðu glimmeri þannig ég þarf engu við að bæta. Það þarf þó eins og ég sagði góðan klístraðan grunn til að glimmerið festist með skugganum, annars fellur það auðveldlega frá þegar skugginn er settur á augnlokið. 

Ég notaði Full Exposure palettuna í glóbuslínuna í þessari förðun. Glimmerið er þó ekki úr henni. 
Ég er mjög ánægð með palettuna, margir og góðir klassískir litir á einum stað. Nú langar mig að eignast næstu palettu á eftir þessari; Double Exposure frá Smashbox. Kanski maður skelli sér á hana, ég vona að þeir hafi lagt meira í formúluna síðan þessi var gefin út svo skuggarnir séu auðveldari í blöndun.



Myndband| Double Bubble Glimmer



Þá er komið að myndbandi með þessari glimmerförðun þar sem Double Bubble glimmerið frá Eyekandy er í aðalhlutverki. 


Vonandi hafið þið gaman af!




L.A. Girl Pro Powder| Umfjöllun

Ég keypti L.A. Girl Pro púðrið af því að það er HD (high definition) púður alveg eins og uppáhalds púðrið mitt frá e.l.f. HD púðrið frá e.l.f. hefur alltaf verið uppáhalds púðrið mitt til að nota undir augun því það er svo ótrúlega mjúkt og blörrar fínar línur og misfellur. Nú er ég búin að nota HD púðrið frá L.A. Girl nokkrum sinnum og mér finnst þau nánast alveg eins. Sem er frábært. 



Púðrið er hvítt að lit en þegar maður setur það á sig er það "ósýnilegt" eða algjörlega litlaust. Það er aðeins þarna til að matta, blörra og láta kremvörur á borð við hyljara haldast lengur. Þetta er s.s. púður til að "setja" farða. Það er undursamlega mjúkt eins og flest þessi hvítu litlausu HD púður og manni finnst pínu eins og maður sé með sílíkon primer á milli puttana þegar maður nuddar púðrinu á milli þeirra. 


Mér finnst svona fíngerð púður alltaf koma betur út undir augunum, en venjuleg andlitspúður eiga það til að þurrka undirauga svæðið og verða meira "cakey". Ég er núna einungis að tala um þetta sem púður yfir hyljara undir augum- en ég fýla þessi hvítu púður ekki yfir allt andlitið þar sem þau geta veitt svolitla hvíta slykju á heildarlúkkið. 

Það er þó eitt sem ber að hafa í huga með svona HD púður- þau virka alls ekki vel með flassi. Persónulega skiptir það mig engu máli, ég nota svona púður oft og það pirrar mig ekki neitt. En þeir sem eru mikið að taka myndir með flassi myndu líklega vilja velja annarskonar púður undir augun. 

Júlíana vinkona mín er með púðrið undir augunum á þessum myndum (veit að þetta eru lélegar myndir, en þær eru aðeins til samanburðar) hér sést púðrið ekkert.


Hérna er hún sama kvöld, nema þessi mynd er tekin með flassi. Púðrið endurkastar flassinu og lýsist upp. 

Mér finnst púðrið frábært, alveg jafnfrábært og e.l.f. púðrið fyrir þennan pening! Gott verð og góð áferð, ef maður setur ekki flass-erfiðleika fyrir sig þá mæli ég klárlega með því til að setja hyljara undir augum ef maður vill létt púður sem er litlaust og verður ekki "cakey" undir augunum.