Áramótaförðun #2| Myndband

Ég er óstöðvandi í myndbandagerð þessa dagana.
Nú hefur annað áramótalúkk litið dagsins ljós- að þessu sinni með mínum allra uppáhalds augnskugga held ég bara. 


Allir sem vilja Tómas í næsta myndband skulu vinsamlegast kommenta slíkar beiðnir í komment undir YouTube myndbandinu! 

Katrín María


Áramótaförðun 2015| Myndband

Og þá er komið að fyrstu áramótaförðuninni fyrir áramótin 2o15/2o16!

Að þessu sinni er fjólublátt glimmer í aðalhlutverki en næsta áramótalúkk fær líklega að vera látlausara fyrir þá sem eru ekki í litahugleiðingum. 


Katrín María



Jólaförðun 2015 og óvæntar fréttir| Myndband

Hæ! Myndband hvar ég tilkynni eitthvað óvænt og kenni ykkur að glimmera ykkur í gang fyrir jólin!
Vóhó þvílík spenna?!

Þætti vænt um að þið kíktuð og kanski skilduð eitthvað eftir ykkur. Ekki samt kúk í poka, frekar like eða komment. En valið er samt ykkar- þetta er frjálst land.



Katrín María


Óskalisti MAKEUP EDITION| Jól 2015

Jæja. Það gengur ekki að hafa förðunarblogg með jólaóskalista sem inniheldur engar snyrtivörur. Þannig að hér kemur það sem mig langar mest í á íslenskum snyrtivörumarkaði (þá meina ég hlutir sem fást hér heima, ekki íslenskir hlutir endilega)

Mig langar mikið í fleiri Red Cherry augnhár. Ég er spenntust fyrir #43 og #110 en langar að prófa þau öll samt. Þau fást t.d. í Makeup Gallerý á Akureyri og á Lineup.is

Mig langar í fullt af fleiri Eyekandy glimmerum, hvaða lit sem er, vil bara safna þessum elskum því þau eru æði! Fást á haustfjord.is

Mig langar í MAC pigment. Bara eitthvað fallegt- alla litina (á engan nema Vanilla). Ég elska pigment og veit þau eru mörg falleg frá MAC. Þau fást í MAC náttúrulega.

Mig langar líka í MAC Fix+ og ég lendi eiginlega óhuggulega oft í því að hugsa; oh nú þyrfti ég akkúrat að eiga fix+ (gríp þó alltaf í tómt). Það fæst í MAC. 

Mig langar í fleiri MAC varaliti. Efst á listanum eru líklega Russian Red, Velvet Teddy, Twig, Spirit, Kinda Sexy, Peach Blossom (Og já bara allir sem elinlikes talaði um í snapstory í kvöld hahaha, takksvomikið).

Mig langar í Lilly Lashes- bara hver sem er! Þau fást í Cool Cos í Reykjavík og ég er alveg allt of spennt að prófa. 


Mig langar í Inglot pigment. Hvaða liti sem er- þau eru öll dásamleg og ég á ekki eitt stykki. Fást í Inglot í kringlunni. 

Svo langar mig í Makeup Eraser klútinn sem fæst í Cool Cos. 

Mig langar líka óttalega mikið að prófa nýju Litcosmetics glimmerin sem fást á fotia.is! Mjög. 

Svo langar mig að skoða Make Up Store vörurnar betur, því ég hef ekkert verið að prófa þær. Væri til í að byrja á einhverjum fallegum kinnalitum. Fást í Make Up Store Smáralind. 

Ég væri líka til í að eiga fleiri Morphe palettur. Á 35S og 35C en langar í 35N, 35W, 35O og eiginlega bara restina líka haha. Fallegar og á góðu verði á fotia.is


Ég gæti raunar haldið áfram allt of lengi. Sérstaklega ef ég tæki allar snyrtivörurnar með sem eru ekki selda á Íslandi. En ég verð að stoppa einhverstaðar. 

Katrín María


Óskalisti| Jól 2015

Sæl kæru vinir. Það hefur ýmislegt dregið á daga mína síðustu misserin sem útskýrir fjarveru mína á helst til öllum samfélagsmiðlum.Nú er allt að komast á réttan kjöl og eftir 4. desember er ég komin í jólafrí. Þá verður kátt á öllum miðlum, vonum við. 
En sökum þess að ættingjar og vinir hafa áreitt mig í að verða heilan mánuð varðandi jólagjafaóskalistablogg (flott orð) þá hef ég ákveðið að miskunna mig yfir þeim og skella í slíkt. Kanski fáið þið jólagjafainnblástur jafnvel. Listinn verður óhóflegur, ég ætlast ekki til neins af honum. En ég læt mig dreyma. Hér kemur þetta í engri sérstakri röð.

Skindinavia The Makeup Finishing Spray. Fæst hér

Ittala Ultima Thule Bjórglös (60cl) koma tvö í pakka og fást hér

Lukkutröll Bronz. Lukkutröllin eru til í allskonar litum og þremur stærðum og boða góða lukku. Mér finnst þau of sæt fyrir lífið og ég þrái eitt Bronztröll af stærstu gerð (eða næststærstu). Fást hér.

Polaroid 600 Myndavél. Þó þessi myndavél sé mögulega það ljótasta sem ég hef séð, þá eru myndirnar úr henni fallegar og mig langar í. Ég veit að Fuji Instax Mini vélarnar eru töluvert meira hipp og kúl, en mig langar ekki í svona ponsulitlar myndir. Fæst hér.

Stórir djúsí ullarsokkar eru á óskalistanum á hverju ári. Fæ þá ekki oft, en þegar ég fæ þá er ég yfirleitt komin í gegnum þá af notkun fyrir næstu jól. Svo þeir fara alltaf aftur á listann. ELSKA ullarsokka. Fæst í höndunum á þér ef þú nennir að prjóna. 

TOGETHER plakat. Fæst hér. 

Have you loved yourself today plakat. Fæst hér.

Sigma Tapered Face Kopar. Fæst hér. 

YSL Top Secret All in one BB cream í litnum Clear (ljósasti). Fæst í Hagkaup. 

Rúmföt Lín design. Áttblaðarós og sólkross. Fæst hér

Paul Pava Vatnsflaska. Fæst hér
Pyropet kisa. Fæst hér. 


Mig langar rosa mikið í hauskúpu. Helst gyllta eða silfraða eða svarta (eða samt bara hvernig sem er) og helst sem er ekki baukur. En ég veit bara ekki hvar slíkt fæst. Þannig þessi er líka mjög á óskalistanum, þó hún sé baukur. Hún fæst hér.

Nude Tude frá theBalm. Hún fæst hér

Annars er ég bara ekkert brjálæðislega viss hvað mig langar í jólagjöf og þessi listi er kanski helst til viðmiðunar, bara eitthvað sem ég rétt náði að skrapa saman í. Mig langar náttúrulega í fullt af snyrtidóti (hvað sem er) en hef heyrt að fólki finnist leiðinlegt að gefa mér það því ég á svo mikið.

 Ég er alltaf heitust fyrir einhverju fallegu á heimilið, borðspilum, snyrtivörum, kertum, kósý sokkum og inniskóm, teppum og bókum svo það er allt efst á óskalistanum. 

Katrín María


Sedona Lace Brushes| + Snapchat

Mikilvægar upplýsingar neðst í þessari færslu.
Loksins! Mikið sem ég hef verið spennt að gera þessa færslu. 

Það er nefnilega þannig að nú eru uppáhalds förðunarburstarnir mínir komnir í sölu á Íslandi- en þeir eru frá merkinu Sedona Lace og eru nú seldir á shine.is sem er íslensk verslun (og vefverslun). 



Ég hef verið að nota Sedona Lace burstana í meira en þrjú ár núna og þeir eru ennþá undirstaðan í flestum förðunum sem ég geri, hvort sem það er á mér eða öðrum. Sedona Lace eru á pari við Sigma burstana sívinsælu, og eru margir burstarnir að fyrirmynd Sigma, það var helst þess vegna sem ég keypti þá. Mig vantaði almennilega bursta- en ég var fátækur námsmaður og mig vantaði ódýrari kost en vildi samt vera viss um að ég væri að gera almennilega fjárfestingu sem ég yrði ánægð með og myndi endast mér í einhver ár. Við getum augljóslega sagt að ég hafi tekið rétta ákvörðun, mínir eru ennþá going strong og eru alltaf uppáhalds. Burstarnir eru tvennskonar, annars vegar er það upprunalega línan þar sem burstahárin eru svört, hvít eða bæði- það er sú lína sem ég hef verið að nota undanfarin ár. En svo er það Vegan línan þeirra, þeir burstar eru með bleikum hárum og það eru þeir sem eru komnir í sölu á Shine.is. Ekki leiðinlegt að geta verslað úrvals cruelty free bursta á sanngjörnu verði. Það skal tekið fram að það eru sömu burstar í báðum línum, bara öðruvísi á litinn.

Allir Sedona Lace Burstarnir mínir saman komnir. Bleika vegan línan og hvíta/svarta línan.
Eyrún hjá Shine.is var svo yndisleg að senda mér nokkra bursta úr Vegan línunni, en hún vissi að Sedona Lace burstarnir væru í uppáhaldi hjá mér. Ég keypti mér svo nokkra til viðbótar sem ég hafði augastað á. Ég hef því verið að prufa bleiku burstana undanfarið til samanburðar við þessa sem ég á og ég er að elska þá alveg jafn mikið. Þeir eru líka æðislegir á litinn (ég er reyndar veik fyrir svona öðruvísi burstum). Helsti munurinn á vegan línunni og hinni er sú að bleiku vegan burstarnir eru töluvert mýkri í viðkomu, sem er æði. 

Uppáhalds settið mitt er Vortex settið, en það er settið sem ég keypti mér fyrir rúmum þremur árum og jafnframt þeir burstar sem ég nota mest. Vortex settið er líka til í Vegan línunni. Þar eru 13 frábærir burstar og í alvörunni allt sem ég þurfti þegar ég var burstalaus förðunarsjúklingur. Settið er hannað af bloggara og er því svolítið step-up frá þessum basic förðunarsettum sem eru yfirleitt algengust, burstarnir henta betur þeim trendum sem eru í gangi í heiminum í dag og eru að mínu mati meira spennandi. 



Fyrir þá sem vilja vita meira um burstana ætla ég að spjalla betur um þá á Snapchat í dag og sýna ykkur hvernig ég nota þá og í hvað. Þar kynnist þið hverjum og einum bursta aðeins betur. 
Snapchat: katrinmariaa

Takk takk, sjáumst á snappinu!


L.A. Splash

Þeir sem dýrka og dá förðunarheiminn á Instagram ættu að hafa heyrt um eða kannast við L.A. Splash fljótandi varalitina. Ég hafði að minnsta kosti heyrt þeirra getið oftar en ég kærði mig um (í ljósi þess að ég þarf sennilega ekki á meiru að halda í snyrtivörusafnið en finn mig alltaf knúna til að kaupa hype-aðar vörur). 

Ég náði að halda aftur af mér (og á ég lof skilið fyrir það). Alveg þangað til að þeir birtust á einni af mínum uppáhalds íslensku vefverslunarsíðum; Haustfjörð.is. Ég leit náttúrulega á þetta sem skilaboð frá æðri máttarvöldum og keypti fimm stykki. Enda er ég mikil hófmanneskja (eða þið vitið...).




Malevolent > Phantom > Till Midnight > Latte Confession > Lovegood

Formúlurnar eru þrennskonar; Lip Couture, Smitten Lip Tint Mousse og StudioShine Waterproof LipLustre. Að mínu mati allar mattar en Studio Shine inniheldur þó einskonar glimmer/shimmer agnir í "mattleika" sínum.

Ég keypti fjóra Lip Couture (gyllt lok) og einn Smitten Lip Tint Mousse (bleikt lok). Smitten liturinn (Lovegood) varð strax mitt allra mesta uppáhald, liturinn er fullkominn og svo finnst mér formúlan í honum best þrátt fyrir að hafa haldið að ég myndi ekki kunna við hana. Hún á það víst til að "springa/brotna" á vörunum ef maður fer óvarlega í ásetninguna en ég læt eina umferð duga og lendi aldrei í veseni. Formúlan er alls ekki ólík Lip Couture formúlunni en mér finnst hún bara aðeins þægilegri á vörunum (hin helst klístruð lengur). Það allra besta við þessa varaliti alla sem einn er hvað þeir endast lengi og þekja vel. Það er ótrúlega auðvelt að vinna með þá, og kanski var ég bara svona heppin í litavali, en enginn af litunum eru með vesen í þekju eða ásetningu (eitthvað sem ég lendi stundum í með L.A. Girl og Anastasia fljótandi varalitinina). Af öllum fljótandi möttum varalitum sem ég hef prófað eru L.A. Splash litirnir mitt uppáhald- þ.e. ef tekið er inn í þekja, ending og tilfinningin á vörunum. Held ég gæti borðað múldýr án hnífapara án þess að það hefði tiltöluleg áhrif á þessa varaliti, þeir haldast á eins og kaka á rassi. 

Í mestu uppáhaldi þetta augnablikið eru Lovegood og Phantom.
Besti sénsinn ykkar á að sjá þessa varaliti "in action" þ.e. á vörunum mínum er að fylgjast með á instagram (katrinmariaa) og snapchat (katrinmariaa).

Takk, þið eruð æði og þessir varalitir líka. 
Katrín María



Purest Purple // Hreinasti Fjólublár

Hey og halló.
Hér er nýtt myndband með fjólubláa lúkkinu sem var beðið af eftirvæntingu. 


Smellið á þessa mynd til að sjá myndbandið.


Takk þið eruð æði.
SNAP: katrinmariaa
INSTAGRAM: katrinmariaa

Katrín María


Baleful Blue // Ötull Blár

Ég og bláir augnskuggar eigum ekki samleið. Ég gef þeim samt alltaf séns. Í þetta skiptið varð úr einhverskonar hafmeyju/neðansjávar fantasíu förðun. Fíla konseptið, hata litina, it is what it is. En ég er hinsvegar ástsjúk í álflögur- er með milljón og eina hugmynd í viðbót þar sem ég vil innleiða álið, það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því öllu saman. 





>Augu<
MorpheBrushes 35C Palette (Fæst hér)
BH Cosmetics 120 Color Paletta (2nd edition) (Fæst hér)
Sleek Ultra Mattes V1 Palette (Fæst hér)
Maybelline Gel Liner (Fæst í Hagkaup)
Socialeyes lashes in Minx (Fæst hér)

>Andlit<
Nars Sheer Glow í Deuville (Fæst hér)
Maybelline Fit Me Hyljari (Fæst í Haugkaup)
MAC Pro Longwear Hyljari í NC15 (Fæst í MAC Kringlunni og Smáralind)
Inglot kinnalitapaletta (Fæst í Inglot Kringlunni)
Anastasia Beverly Hills Contour Kit (Fæst hér)

>Varir<
NYX Nectar Lipliner (Fæst í verslun NYX í Reykjavík)
L.A. Splash Lip Couture í Latte Confessions (Fæst hér)

Setti linka á þær verslanir sem eru annað hvort staðsettar á Íslandi eða senda til Íslands fyrir aftan hverja og eina vöru (eða í hvaða verslunum þær fást). Hvað segum við, já eða nei? Er þetta þægilegt fyrirkomulag eða óþarfi? 

Snap: katrinmariaa // Instagram: katrinmariaa



Favourites| Myndband

Í eftirfarandi myndbandi fer ég yfir hlutina sem ég hef notað mest undanfarnar vikur. 


Smellið á myndina til að horfa. 



Angry Red // Reiður Rauður

Stundum get ég ekki sofið af því að ég fæ hugmynd af förðun og langar svo að framkvæma hana strax. Einu sinni, þegar mér var síður annt um heilsuna, fór ég þá samstundis á lappir og henti mér af stað (oftast um miðjar nætur). Í dag skrifa ég gróflega niður í símann minn hvað ég er að hugsa og byrja svo á því um leið og ég vakna. Þetta er hugmynd næturinnar. 





>Augu<
BH Cosmetics 120 Palette (2nd edition)
Maybelline Gel Liner
Socialeyes Vixen Lashes
Álpappír úr ARButique

>Andlit<
Nars Sheer Glow (Deuville)
MAC Pro Longwear (NC15)
Anastasia Contour Kit
Milani Powder Blush (Tea Rose)
theBalm Mary LouManizer

>Varir<
NYX Deep Purple Lip Liner
Barry M Black Lipstick
Dior Rouge Lipstick (Mysterious Mauve)

Ég er að gera tilraunir með enska titla á blogginu. Veit ekki hvort ég haldi þeim íslensku inni mikið lengur- ég lýg því ekki að eitt af því flóknasta við að vera íslenskur bloggari sem fylgist aðallega með bloggum og myndböndum á ensku, er að reyna að finna heiti á myndbönd og bloggfærslur á íslensku (yfirleitt er titillinn kominn til manns á ensku miklu fyrr).