INSPIRATION VOL.2

Ég elska ennþá Tumblr (Mitt er hér). 



















Katrín María



Nýtt| Ágúst 2014

Ég hef sankað að mér nokkrum nýjungum undanfarið og eins og svo oft áður deili ég því með elsku lesendunum mínum.

Ég ákvað að koma þessu frá sem fyrst. Leið mín liggur nefnilega vestur um höf í næstu viku og það hefur læðst að mér sá ónotalegi grunur að hér eigi eftir að birtast stútfull færsla með nýjungum í kjölfarið. Í stað þess að safna þessu öllu upp ákvað ég því að skella þessu sem er nýtt í augnablikinu inn strax. 

Það vantar reyndar Real Techniques "setting brush" inn á þessa mynd. Fljótfærni. 

1. 
SKYN Iceland farðahreinsi klútar- mig vantaði nýja klúta og þar sem þessir komu nýlega í sölu hjá okkur varð ég að kaupa þá, svona til að prófa!

2. 
Guerlain Shine Automatique varalitur í 260 (Jardin Bagatelle)- mjög látlaus og sjúklega fallegur litur. Smá "wash of color" og mikill glans. Ótrúlega þægilegur everyday litur sem ég fékk að gjöf, mér til mikillar lukku. 

3. 
Guerlain Long Lasting bi-phase eyeliner- Fljótandi eyeliner með sveigjanlegum pensli. Ég er búin að vera sjúk í þennan í allt sumar, nota hann alltaf þegar ég mála mig í vinnunni svo ég ákvað að ég yrði að splæsa í hann áður en ég hætti. 

4.
Real Techniques svampurinn- maður verður nú að prófa þetta allt! Sérstaklega í ljósi þess að ég varð nýlega ástfangin af Beauty Blendernum mínum alveg upp á nótt, það kveikti smá forvitni á þessum svampi sem er víst bomb.com

5.
Beauty Formulas Wax Strips- Kalt vax fyrir andlit og bikinílínu. Mér finnst þetta must fyrir andlitið, bæði í kringum varir og svo á kinnum og þess háttar. Maður er með helling af pínulitlum og ósýnilegum hvítum hárum yfir allt andlitið og þó þau pirri mann ekki og sjáist ekki, þá verður öll förðun svo miklu fallegri þegar undirlagið er alveg slétt og fellt. Líka flott fyrir þær sem fá hormónahýjung á efri vörina og slíkt, þá safnast púður og meik ekki í þessi litlu hár. 

6.
Guerlain Météorites Compact púður- Ótrúlega fallegt og fíngert púður í enn fallegri dós. Ég er alveg varla að tíma að nota þessa gersemi sökum þess hversu fallega hún situr bara í safninu mínu, fékk púðrið að gjöf. 

Eyelinerinn, púðrið og varaliturinn án pakkninga. 

Katrín María



Leikið með liti| Appelsínugulur

Ég er alltaf að dunda mér við að finna nýjar leiðir til að innleiða liti í förðunina mína á sem látlausastan hátt. Þ.e. að búa til lúkk sem virkar sem svona "everyday lúkk" en er með smá splashi af lit (án þess að vera þessi gamla góða "lína undir neðri augnhár" aðferð (sem er samt líka alltaf frábær). Um daginn langaði mig að prófa smá appelsínugult og eftirfarandi lúkk var útkoman. Langaði bara að deila þessu með ykkur "afþvíbara". Það skemmtilega við þessa aðferð er að maður getur auðveldlega notað hvaða lit sem er án þess að það verði eitthvað hrikalega klikkað.
[Biðst fyrirfram afsökunar á beautystillingunni á myndavélinni, er hætt að nota hana fyrir bloggið vegna athugasemda en þessi færsla er nokkurra vikna gömul]




Pínu skrítið að hafa bara svona smá lit yst á augnlokinu, sérstaklega þegar það er bara einn litur svo að blöndunin verður ekkert sérstaklega meiriháttar. En þetta virkar samt alveg, alveg skemmtileg tilbreyting allavega. Appelsínuguli liturinn er frá BHcosmetics og restin er úr Naked Basics palettunni. 

Katrín María



Týndu förðunarlúkkin

Í gegnum tíðina hef ég tekið myndir af allskonar förðun sem ekki hefur komist á bloggið. Eflaust vegna þess að ég hef ekki verið ánægð með útkomuna, ekki munað að setja þau á bloggið eða þau hafi einfaldlega verið skrítin og kjánaleg. Ég ákvað að í dag væri góður dagur til að deila með ykkur nokkrum af þeim lúkkum sem ekki þóttu nógu góð fyrir sérfærslu á Glimmer og Gleði í gegnum tíðina.



Hafið gaman af!


Illa blönduðu Pöndu-augun náðu aldrei að festa sig í sessi í hjarta mér.
------------------------------------


Skrítna áramótaförðunin sem var smurt á andlitið á 15 mínútum leit töluvert verr út en til var ætlast var heldur ekki í uppáhaldi. 
--------------------------------------

Bridget Bardot heavy liner tilraunir með svörtum augnskugga á augnloki voru heldur ekkert meiriháttar uppáhald þó ég hafi sportað lúkkinu daglega í viku. 
------------------------------------


Stundum var ég líka bara of tilraunaglöð og emo á svipinn til að hægt væri að setja myndirnar á netið. Það er þó eitthvað nett flippað við þetta appelsínugula kisulúkk. ( Já ég sagði nett flippað, get over it).
---------------------


Það þarf engin sérstök orð hér. Þetta átti aldrei að fara neitt annað en í ruslið á myndavélinni. Stundum finnst mér ógeðslega fyndið að smyrja bronzer eða kinnalit yfir allt andlitið á mér. Ég þakka guði fyrir að ég eigi ekki kinnalitamyndirnar. 
--------------------------


Þetta lúkk er svosem ekkert spes, en ég ætlaði alltaf að setja þessa mynd inn til að sýna þessar "ombré" rauðu varir. Þær vöktu mikla lukku á facebook á sínum tíma, en eru ekkert sérstaklega spennandi svo ég nennti aldrei að setja þær á bloggið. Já facebook fær að sjá margt sem Glimmer&Gleði fær aldrei að sjá. 



Ég veit ekki afhverju þetta lúkk kom ekki á G&G. Eða kanski kom það inn á sínum tíma? Mig minnir allavega að ég hafi ekki notað þessar myndir áður. Fýla þetta litakombó í botn. 
-------------------------------




Þetta lúkk er eitt af mínum allra uppáhalds af öllum sem ég hef gert. Þó er það ekki meira spennandi en þetta. Það var bara eitthvað við þessa augnskugga sem ég notaði, sem algjörlega sló í gegn í mínum huga. Í aðalhlutverki er pigment frá MAC í litnum melon, sem er algjörlega sjúklegt. 
---------------------


Þarna reyndi ég að gera svipað lúkk með einhverjum einföldum koparaugnskuggum, það kom ekki næstum því eins vel út. 
-------------------------


Þarna var ég að leika mér í cut crease hugleiðingum. Það tókst ekki eins vel og ég vildi og því fór lúkkið aldrei á Glimmer og gleði. Lúkkið fór samt á djammið... og það sést glögglega á seinni myndinni (sem var eina almennilega myndin sem var tekin af augunum þetta kvöld- því miður). 
-----------------------


Áramótalúkkið 2013-2014. Þetta lúkk kom ekki inn á G&G því ég var engan veginn sátt með það. Þetta átti að vera cut crease en endaði í einhverri últra þykkri crease línu, alltof hátt blönduð og bara ekki að gera sig. Kanski var þetta allt í lagi samt... bara ekki eins og ég ímyndaði mér. 
------------------------


Já kids. Stundum fer maður á makeup flipp og gerir eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Þarna gerðist ég djörf og byrjaði á að smyrja bronzer á mig alla frá toppi til táar. Svo setti ég á mig fjólubláar augabrúnir, neon bleikar varir og hálsmen í hárið. Ég kórónaði lúkkið með því að skyggja og highlighta mig alveg til tunglsins og til baka. Þorði aldrei að setja myndirnar á bloggið hahah.
----------------------------

Eitthvað fáránlegt sem ég skil ekki... Minnir mig á golfvöll, eða vatnslitamynd úr leikskóla. Ekki alveg viss, en ég var ekki alveg að fýla þetta. 
---------------------------


Man ekki afhverju þetta kom ekki inn á bloggið. Man ekki einu sinni hvaða augnkugga ég notaði, en þetta er alveg ágætis lúkk. 


Fleiri cut crease tilraunir. Cut crease virðist vera minn akkílesarhæll, mér ætlar ekki að takast að ná því almennilega. En þetta er allt á réttri leið. 

Sorrý ef þetta var leiðindafærsla. Fannst bara synd að láta þessar myndir allar safna ryki í einhverjum möppum í dimmum hornum tölvunnar. Töluvert af tíma hefur jú líklega verið varið í alla þessa förðun!

[Hvað af týndu lúkkunum var ykkar uppáhalds?]

Katrín María



Fyrsta brúðarförðunin| Sumarbrúðkaup

Þann 17. júní farðaði ég í fyrsta skipti brúði fyrir brúðkaup. Besta vinkona mín gifti sig þennan dag og barð mig að farða sig af því tilefni. Ég neita því ekki að ég var ótrúlega stressuð, ekki að ég sé ekki þrælvön að farða- en það er einhvern veginn meira stressandi þegar það liggur mikið undir. T.d. vill maður að brúðkaupsmyndirnar komi fallega út og fólk verður að vera ánægt, ekki bara á deginum sjálfum heldur um ókomin ár.

Brúðarförðun þarf því að vera tímalaus, einföld en nógu mikil svo að andlitsdrættirnir séu skýrir og fallegir á myndum. Eftir töluvert stress en þó að mestu yndislegan morgun vorum við svo öll meira en sátt við útkomuna, brúðurin, brúguminn og ég!
Athöfnin og myndatakan fóru meira að segja fram utandyra og það rigndi eldi og brennisteini allan tíman en förðunin hélst frábærlega langt fram á nótt þrátt fyrir allt sem gekk á.

Fyrir- brúðurin skálar í freyðivíni í vinkonubrunch að morgni brúðkaups. 


Ég var að sjálfsögðu með skipulagið alveg á hreinu í óreiðunni.




Gullfalleg!

Saman í veislunni <3

Katrín María