Bubblelina| Breytilegt naglalakk!

Okei stundum verður maður bara of spenntur yfir naglalakki. Það hefur oft gerst í gegnum tíðina; glimmer, neon, french, shatter og margt annað hefur fangað huga manns og kitlað gleðikirtlana óhóflega. En þetta fór alveg upp á næsta level nýlega þegar Bubblelina hitabreytandi lökkin mættu í Makeup Gallerý á Akureyri. 

Þau voru búin að liggja á hillunni í nokkra daga og ég hafði heyrt hvernig þau virkuðu, en það var ekki fyrr en Karin frá www.nola.is sem flytur þau inn, kom og var með kynningu og demo á lökkunum í Makeup Gallerý sem ég varð virkilega spennt yfir þeim!

Ég varð auðvitað strax að prufa testerana og setti á mig litinn "Orange you glad" ásamt einni blárri accent nögl.  Þau eru bæði með svona "sand áferð".

Lökkin eru þannig að þau breyta um lit í hita/kulda. Á myndunum hér að ofan er lakkið ljóst þar sem nöglin er heit (sökum líkamshita) en dökkt þar sem neglurnar eru kaldar (t.d. er ég að dýfa einni nögl í kalt vatn á neðri myndinni). Hjá mér eru neglurnar líka það langar að þær haldast yfirleitt kaldar fremst (sést á myndinni). 

Þetta fer því mest eftir því hvort þér er heitt eða kalt, en þú getur leikið þér að breyta litunum með köldu  og heitu vatni eða öðrum kælandi/hitandi hlutum að vild.

Hér prufaði ég litinn "Don't let the man-go" en hann er gulur þegar manni er heitt og rauður þegar manni er kalt. Það er líka mangólykt af honum! Mér finnst þessi svo skemmtilegur því hann gjörbreytir um lit. Þessi er ekki með sand áferð.

Hér er nokkrum af litunum dýft í heitt vatn á efri myndinni, þannig lýsast þeir töluvert. 

Sjálf gat ég ekki staðist mátið og ákvað að splæsa í eitt glas (átti mjög erfitt með að velja og á eflaust eftir að kaupa fleiri). Ég keypti mér Signature Bubblelina lakkið, fyrsta lakkið sem búið var til af þessum hitabreytilökkum þeirra og það er þetta í fjólubláu flöskunni á efstu myndinni í blogginu. Það er einnig á neðstu myndinni, þetta fjólubláa/bleika. Það er bleikt þegar manni er heitt og dökkfjólublátt þegar manni kólnar, áferðin á því er bara svona venjuleg slétt áferð.

Lökkin sem ég hef prófað hingað til (fjórar týpur) hafa enst mjög vel á nöglunum mínum. 

Ég er eitthvað svo ofurspennt fyrir svona öðruvísi og spennandi stöffi. Varð að blogga um þetta því þetta gladdi mig svo! (Það skal tekið fram að ég er ekkert sponseruð og ég keypti lakkið mitt sjálf). Ég var bara of spennt yfir þessu til að deila því ekki með ykkur :)

Eini sölustaðurinn á Akureyri eins og er, er Makeup Gallerý á Glerártorgi en svo fást lökkin á www.nola.is og á einhverjum sölustöðum í Reykjavík ef þið verðið jafn spennt fyrir þessu og ég ;)

Katrín María


Smashbox Liquid Halo HD| Umfjöllun

Ég lagði af stað í meik-leiðangur um daginn. Mig var sárlega farið að vanta fljótandi farða í safnið og ég hafði heyrt um Smashbox Liqud Halo HD farðann frá nokkrum vel metnum youtube-urum nýlega svo ég skellti mér á slíkann. 

Ég var mjög spennt að prufa en fyrstu viðbrögðin voru vonbrigði. Mér fannst hann meira eins og litað rakakrem en farði- það fór eitthvað voðalega lítið fyrir honum, en það mátti kanski búast við því þar sem hann á að hafa light to medium þekju. 

Ég prófaði hann þó aftur og aftur, með mismunandi burstum og svömpum og hef að auki komist að því að hann blandast mjög fallega ef maður notar fingurna til að bera hann á. Ég nota þó oftast þéttan flat top bursta. Hann hefur ekki mikla þekju en hann jafnar húðlitinn fallega og er frábær farði fyrir sumrin, þegar maður þarf ekki mikið en vill smá extra glow. Þar að auki er þetta HD farði svo hann á að henta vel í myndatökur, jafnvel þó hann sé með 15 í SPF. 

Fyrir og eftir. Húðliturinn verður jafnari og fínni en farðinn er þó þanni gerður að hann sést ekki mikið og samblandast húðinni manns mjög fallega og náttúrulega. 

Umbúðir: On point, falleg og elegant glerflaska með pumpu sem einfaldar notkun til muna og er hreinleg.

Áferð og ásetning: Létt og líkist þinni eigin húð, mjög létt þekja en jafnar húðlit og gefur ljóma- helsti galli er að það þarf mjög mikið til að þekja andlitið, varan er semsagt ekki mjög drjúg. Helst lengi fallegur á húðinni, finnst hann ekki hafa horfið þegar deginum lýkur og hann heldur bronzer og kinnalit vel.

Niðurstöður: Frekar ósýnilegur farði sem gerir helling fyrir mann án þess að maður átti sig almennilega á því. Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af honum og er mjög fegin að ég gaf honum nokkra sénsa, því það tók mig alveg þónokkur skipti þar til mér fór að lítast almennilega á hann. Farðinn er oil-free svo hann ætti að henta feitari húðgerðum. Ég er reyndar með þurra húð en fíla hann samt vel. Mæli með fyrir þá sem vilja litla þekju og léttan farða sem líkist meira manns eigin húð en meiki. 


Katrín María




Diorshow Iconic Overcurl| Umfjöllun

Mig var heldur betur farið að vanta maskara um daginn. Mig langar nefnilega alltaf í allt of marga til að ég geti valið og því fresta ég maskarakaupum alltaf óhóflega lengi. Ég hafði þó heyrt slatta um Diorshow Iconic Overcurl og þá oftast mjög jákvæða umfjöllun og lofsömun. Ég sló því til og prófaði gripinn. 



Þessi er ekki alveg mín tegund af skyri. Þetta er allt í lagi maskari, en ég er svo ótrúlega sérvitur þegar kemur að möskurum að það getur verið erfitt að gera mér til geðs. Ég hef heyrt að hann sé frábær fyrir þá sem vilja smitfrían og fastan maskara og þar að auki heldur hann krullu víst stórkostlega.
Mér fannst hann ekki lengja alveg nóg fyrir minn smekk. Ég þarf kanski að fara að lækka standardinn, því ég hef heyrt svo rosalega góða hluti um þennan maskara- það var eitthvað ekki að gera sig í kemestríunni okkar á milli. 

Hér getið þið séð með og án maskara. Vinstri myndin er ein umferð af Iconic Overcurl en hægri myndin eru tvær umferðir. Það er augljóslega mjög mikilvægt að fara fleiri en eina umferð að mínu mati. 

Hann lítur í sjálfu sér allt í lagi út- ég er einhvern vegin alltaf að bíða eftir maskaranum sem hrópar "ÞÚ ÞARFT ALDREI AFTUR GERVIAUGNHÁR"en þið vitið... ég þarf kanski bara að taka höfuðið niður úr skýjunum í smá stund. 

Maskarinn helst vel, í gegnum grát, skin og skúrir og allt það, hann er hinn fínasti maskari. Ef ykkur langar í venjulegan maskara, sem heldur krullu vel og smitast ekki, þá mæli ég klárlega með þessum. En ef ykkur langar í eitthvað yfirþyrmandi geggjað og frábært- þá þurfum við  "stutt-augnhára-fólkið" örugglega bara að fara saman í gerviaugnháraleiðangur. 

Katrín María



Ný klipping| Youtube kemur til hjálpar!

Ég gerðist svo djörf að klippa af mér helling af hári, sjálf, í síðustu viku. Stundum fær maður bara leið og getur ekki beðið í nokkra daga með að fara á hárgreiðslustofu. Þá var það bara beint á youtube að leita af "How to cut your own hair". Það var náttúrulega aldrei neitt spes hugmynd, en eftir að hafa sameinað nokkra fróðleiksmola saman og dundað mér svo við allskyns lagfæringar endaði þetta allt á besta veg. Nema hvað ég er auðvitað mun hárfátækari eftirá. 

Svona var hárið fyrir: (og nei ég gat ekki fundið neina rómantískari og væmnari mynd).

Og svona var það eftir:
Ég er vel vinnuþreytt og glaseygð á þessari mynd, en hárið sést allavega að einhverju leyti. 
Fyrri myndin sínir reyndar illa raunverulega sídd, en ég myndi alveg þora að segja að ég hafi auðveldlega losað mig við 10-15 cm af hári, jafnvel meira. 

Aðferðin sem ég notaði var frekar biluð en youtube konan sem ég horfði á lét mig binda hárið í tagl undir hökuna á mér og klippa svo þar fyrir neðan (eftir því hvað ég vildi klippa mikið). Ég bara hlýddi og það virkaði (svona þegar ég var búin að eyða hálftíma í að losna við allskonar skrítnar misfellur og ójafnvægi). 

Mæli samt alveg með hárgreiðslustofum, fyrir þá sem eru þolinmóðari en ég og ekki eins nískir!

Katrín María



Að komast til botns...

Ég fékk skemmtilegt request fyrir þó nokkru síðan hér á bloggið. En þá var ég beðin um að blogga um vörur sem ég er komin niður í botn á (niður í "pan" eins og kanarnir myndu segja). Ég elska að horfa á svoleiðis vídjó og skoða svoleiðis blogg, því ef manneskja hefur notað voruna svo mikið að það er farið að sjást í botninn er nokkuð víst að hún hefur ýmislegt um vöruna að segja (og líklega jákvætt). 

Mér fannst því tilvalið að slá til og skella í eitt slíkt, en hér að neðan eru allar vörurnar sem ég er "komin til botns í", þ.e. þær sem ég hef ekki þegar hent. 

Naked Flushed hefur verið í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega núna undanfarið. Ég hef verið að nota bronzerinn daglega í sumar svo það er ekki skrítið að það sé farið að sjá á honum. Liturinn passar mér vel og ég mæli hiklaust með þessu fyrir ferðaglaða förðunarsjúklinga.

Kinnaliturinn í Taupe frá NYX var lengi vel uppáhaldið mitt til að skyggja andlitið. Hann er enn ofarlega á listanum en ég hef dregið svolítið úr skyggingaræðinu seinustu vikurnar. Hann hefur enst mér ansi lengi, en er skiljanlega farin að láta á sjá eftir stöðuga notkun. Mæli með fyrir föla förðunarsjúklinga. 

Naked Basics palettan er eintóm gleði í dós. Mattir augnskuggar í þessum basic blöndunar og skyggingarlitum sem eru fullkomnir fyrir daglega notkun. Ég tók það nokkuð bókstaflega og hef látið þessa finna vel fyrir því. Mæli með fyrir blöndunarglaða förðunarsjúklinga. 

Elsku Lorac Pro. 6 augnkuggar komnir til botns, enda er þessi augnskuggapaletta allt það og meira til. Ef þú átt þessa í safninu getur ekkert farið úrskeiðis- hef sýnt þessum augnskuggum meiri ást en nokkrum öðrum í safninu. Mæli með fyrir augnskuggafátæka förðunarsjúklinga. 

Chanel Poudre Universelle púðrið mitt. Nota það jafn mikið og hvert annað púður en það hefur enst mér heldur betur lengur en önnur ódýrari púður. Ég var ekkert eitt sólskinsbros þegar ég var að punga út peningunum fyrir þessu púðri, en það skiptir greinilega máli hvað hlutirnir kosta því þetta er mun drjúgara en t.d. Rimmel Stay Matte hérna fyrir neðan, sem er þó eitt af uppáhalds. Mæli með fyrir ríka förðunarsjúklinga. 

Rimmel Stay Matte púðrið- eitt af uppáhalds, ekki síst vegna þess hversu ódýrt það er. Það eru alltaf nokkrar vel botnaðar dósir til á þessu heimili. Púðrið er nefnilega gott, en það klárast ótrúlega hratt- og því er það ekkert sérstakt afrek þegar farið er að sjást til botns. Mæli með fyrir glansandi förðunarsjúklinga.

e.l.f. eyebrow kit- Þetta er einmitt svoleiðis vara líka. Möst í safnið, ódýrt, alltaf gott en klárast allt of hratt. Það er samt allt í lagi, því eins og ég sagði þá er það bæði möst og ódýrt. Sem er fyrir öllu! Mæli með fyrir alla förðunarsjúklinga. 

Nars Laguna Bronzerinn- Ég hálf skammast mín fyrir að hafa þennan með. Þetta var uppáhaldsbronzerinn minn fyrir alveg þremur árum eða svo, og það er alveg gott betur en ár síðan fór að sjást til botns (örugglega 2 ár). En þá hætti ég líka bara að nota það. Það fæst ekki á Íslandi og einhverra hluta tími ég alltaf að splæsa í allskonar hluti, en aldrei þetta. Mig sárvantar það aftur, tími ekki að klára það því þá á ég ekkert- en nota það þar af leiðandi aldrei, svo það er búið að vera ofan í skúffu í meira en ár í akkúrat þessu ástandi. Skömm! Mæli með fyrir illa bronzaða förðunarsjúklinga. 

Síðast en ekki síst er elsku Bourjois súkkulaði bronzerinn í nr. 51. Þessi tók við af Nars Laguna þegar nískan gagnvart honum heltók mig. Hef notað þessa elsku daglega í fleiri fleiri mánuði og hann hefur sannarlega gefið. Mæli með fyrir alla bronze-glaða og súkkulaðisjúka förðunarsjúklinga. 

Svona eftir á að hyggja fattaði ég að ég gleymti alveg að fara yfir kinnalita-skúffuna mína. Og því urðu nokkrar vörur útundan. Þar að auki er ég tiltölulega nýbúin að fara yfir allt og henda og gefa því sem ég ekki nota, þar var eflaust fullt af hálftómum dósum sem hefðu vel átt heima hér- en fengu frelsi áður en mér tókst að prumpa þessari færslu út úr mér. 

Katrín María
(p.s. maður má segja prumpa í bloggfærslu þegar maður er fín dama)



Nýtt í safninu

Æj stundum kemur lífið bara fyrir mann. Engar afsakanir- ég veit það er langt síðan ég bloggaði, en ég er allavega einni háskólagráðu ríkari síðan síðast og að auki orðin uppfull af blogg hugmyndum. Það er ennþá margt að gerast í lífinu en ég sakna þess svo óskaplega að blogga svo ég ætla að reyna að hafa það ofarlega á to do listanum í hverri viku. 

Á þessum blogglausa tíma hef ég keypt mér nokkrar snyrtivörur og þess háttar, þó ekki of mikið- enda er ég að reyna að spara þar sem miðar hafa verið keyptir til útlanda í september. En eftirfarandi er eitt og annað sem mig hefur vantað/ eða afleiðing þess að ég get ekki staðist freistingar.



Smashbox Halo Liquid HD foundation
Ég hafði heyrt svolítið um þennan farða á youtube undanfarið og mig var farið að vanta meik. Mig langar alltaf að prófa eitthvað nýtt svo ég ákvað að skella mér á þennan. Það er von á nánari umfjöllun á næstu dögum :)

Nivea Lip Butter í Rasperry Rose
Varasalvasjúklingurinn í mér varð að prufa þennan þegar ég gekk fram á hann í Hagkaup. Man þegar allir á youtube voru að tala um þessa varasalva og hversu góðir þeir væru. Lyktin af þessum Rasperry Rose salva er nóg til að ég mæli með honum fyrir alla. Himnesk!

EOS varasalvar í Honeysuckle Honeydew, Sweet Mint og Strawberry Sorbet
Þessi stækkun á EOS varasalvasafninu mínu er meira einhverskonar árátta en eitthvað annað. Þeir eru ekkert bestu varasalvar í heimi, að minnsta kosti ekki 2000 króna virði (en þeir virka fínt og eru sætir) En þessi appelsínuguli, mandarínu, er eini sem er medicated og hann er allra besti varasalvinn sem ég hef prófað! (Hann er ekki á myndinni).

Gosh Click'n'Conceal
Keypti þennan í Makeup Gallerý í dag, langar svo að prufa hann undir augun þannig ég keypti ljósasta. Ég nota venjulega MAC pro longwear í NW15 undir augun og elska hann, en mig langar að finna einhvern ódýrari svona fyrir minni tilefni- vonandi er þessi góður, ég læt vita :) Gosh vörurnar eru líka allar paraben fríaar sem er plús. 

Lancôme Teint Miracle foundation
Fékk þennan frá Júlíönunni minni. Áferðin á farðanum er himnesk, hann er reyndar aðeins of dökkur en ég verð bara að tana hart í útlöndum í haust (og nýta St. Tropez froðuna sem ég keypti mér um daginn). Ótrúlega fallegt meik. 

Diorshow Iconic Overcurl maskarinn
Keypti mér þennan um daginn því ég hafði heyrt svo góða hluti um hann. Hann hentar mér ekkert sérstaklega vel, finnst augnhárin virðast svo stutt þegar ég nota hann, kanski því hann gefur meiri volume en lengd- er ekki alveg viss því ég hef bara heyrt stórkostlega hluti um hann. 

Real Techniques Silicone Liner Brush
Varð að kaupa mér þennan til að prufa. Keypti hann bara í dag þannig ég á eftir að prufa hann, en ég er vægast sagt spennt að skella á mig eyeliner vængjunum á morgun með þessum.

Dove GoFresh svitalyktaeyðirinn
Þessi græni er með gúrkum og grænu tei- uppáhalds lyktin mín frá Dove hingað til.

Það er þá ekki meira í bili. Slatti af færslum upcoming á næstunni :)

Katrín María