Nýtt frá Dior| Fluid Stick & Hydra Life Close-Up


Ég fór á Dior námskeið um daginn þar sem ég lærði ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt um hinar ýmsu vörur, en kynntist einnig þessum tveimur vörum (sem fást t.d. í Make Up Gallerý á Glerártorgi, Akureyri. Það er Dior kynning þar 2.- 3. maí og þar getið þið m.a. kynnst nýju fljótandi varalitunum betur ;) #shamelessvinnustaðaplug 

Dior Hydra Life Close-Up og Dior Addict Fluid Stick í 754 Pandore. 
---
Hydra Life Close-Up
Er rakakrem sem hjálpar til við að fela svitaholur húðarinnar og í raun aðrar misfellur. Mælt er með því að nota kremið kvölds og morgna í staðinn fyrir venjulega rakakremið þitt. En mér finnst skemmtilegast að nota þetta á svipaðan hátt og primer, því þegar maður setur þetta krem á húðina blörrast hún strax mjög mikið, virðist sléttari og svo lítur farði margfalt betur út ofan á þessu kremu en venjulegu rakakremi. Kremið fer strax inn í húðina, og skilur eftir silkimjúka, ljómandi en matta áferð. Held að þetta sé stórkostlegt fyrir feita húð, því það mattar svo fallega. Fyrir þurra húð eins og mína finnst mér samt best að halda mig við mitt venjulega rakakrem og nota þetta svo þegar ég vill vera extra flawless! Ég nota þetta samt nánast undantekningalaust undir farða á daginn, en það er fallegt eitt og sér líka. 


Dior Addict Fluid Stick
Ég er búin að vera mjög spennt fyrir þessum "varalita hybrid", þetta er semsagt pigmentið sem þú fengir úr varalit, glansinn sem þú fengir úr glossi og svo er notað vatn í staðinn fyrir vax, svo að þetta er extra mjúkt og létt á vörunum. Einskonar lip laquer eins og hefur verið vinsælt upp á síðkastið.
Það sem greip mig fyrst voru umbúðirnar (enda sucker fyrir sætum umbúðum), þetta lítur út eins og varalitur, þar til þú dregur lítinn sætan "bursta" upp úr glasinu. 


Pandore er svona appelsínurauður litur, ótrúlega sumarlegur og ég hlakka mikið til að kynna mér fleiri liti í sumar. Ótrúlega þægilegt í notkun og ég er að fíla "freshness-ið" sem fylgir þessum háglans, finnst það örlítið sumarlegra en möttu litirnir (þó ég elski þá líka). 

Og hér er liturinn á vörunum mínum. Fer vel á vörum og kinnum ;)


Ég fékk þessar fallegu vörur að gjöf á námskeiðinu, en það var bara fyrir mig til að prófa (og ég var aldrei beðin um að tala um þær á blogginu, enda held ég að sú sem gaf mér vörurnar hafi ekki nokkra hugmynd um að ég sé bloggari). Mig langar bara svo að sýna ykkur, og þá ekki bara því ég veit þið hafið flest gaman af svona "nýjar vörur" bloggum, heldur líka því ég er sjúklega ánægð með þessar vörur.
Ég lofa að lofsama aldrei neitt sem ég hef ekki gaman af eða líkar illa við :)

Katrín María
Glimmer og Gleði 


Þrjú andlit helgarinnar| Föstudagur, Laugardagur & Sunnudagur

Ég var í miklu förðunarstuði um helgina. Stundum dett ég í svona gír þar sem mig langar að prófa allskonar og á í mestu erfiðleikum með að velja mér augnförðun.

Föstudagur
Ég hugsaði með mér á föstudaginn að það væri orðið vel tímabært að leika sér aðeins með grænan augnskugga. Einhverra hluta vegna hef ég haldið mig frá þeim í gegnum tíðina, sannfærð um að þeir færu mér ekki. En svo kom þetta bara svona líka ágætlega út! Þessi græni litur er ofsalega fallegur og er frá Inglot. 

Laugardagur
Ég hef alltaf verið svolítið meira fyrir rauðu tónana, kanski af því það fer grænum augum venjulega vel. Á laugardaginn lék ég mér því með rauða og appelsínugula augnskugga frá Inglot. Ég er búin að vera í einhverjum Inglot fíling undanfarið. 

Sunnudagur
Á sunnudeginum tónaði ég mig aðeins niður og fór í jarðlitina, með svolitum shimmer. Þarna er í aðalhlutverki augnskuggagrunnurinn frá Stila í litnum Kitten. Restin af augnskuggunum er svo að mestu leyti Inglot, en MAC laumast þarna líka með. Mér finnst nú skemmtilegra að leika mér að litunum, en ég var á hraðferð þennan sunnudaginn og þá er svo gott að grípa í jarðlitina. 

-----

Það var algjörlega óviljandi að ég notaði mestmegnis Inglot augnskugga um helgina, ég áttaði mig ekki á því fyrr en bara núna þegar ég tók bloggið saman. Ég á bara svo mikið af Inglot augnskuggum og hef ekkert verið að nota þá, þannig ég hef gripið mikið í þá undanfarið til að prófa og er hæstánægð með þá! 

Hvað af þessum þremur lúkkum er ykkar uppáhald? Grænt, rautt eða jarðlita?



Litasprenga| Myndbandskennsla

Jæja! Loksins nýtt myndband!
Lúkkið er að þessu sinni aðeins litaglaðara en venjulega, enda er maður að detta í sumarfíling og svo er alltaf gaman að prófa eitthvað allt öðruvísi, þ.e.a.s. ef maður þorir og er í þannig skapi.



Þetta myndband er búið að liggja í tölvunni hjá mér um nokkra mánaða skeið, gekk eitthvað illa að koma því inn á netið- en það tókst loksins í dag!

Vonandi hafið þið gaman af! Viljið þið fleiri myndbönd? Hvað viljiði sjá?


Spurning dagsins: Mynduði fara svona út úr húsi?

Takk í bili <3

Katrín María


Power Combo dagsins| RT fine liner brush+Maybelline Gel Liner

Datt í hug að gera svona Power Combo blogg.
Svo alltaf þegar mér dettur eitthvað mega Power Combo í hug, get ég skellt því í færslu!

Er nefnilega með mega Power Combo í notkun þessa dagana:

Real Techniques Fine Liner burstinn


Maybelline Lasting Drama gel eyeliner í blackest black

---
Þetta kombó er að gera það gott þessa dagana! Real Techniques burstinn er svo ótrúlega mjór og meðfærilegur að það er draumur að nota hann í gel eyeliner. Svo er formúlan í maybelline eyelinernum svo mjúk og þægileg að með þessu tvennu er maður ótrúlega snöggur að fá fullkomna eyeliner línu.
Burstinn er líka svo mjór að það er auðveld að ná fallegum vængjuðum eyeliner ("kisu-eyeliner").

Ég er allavega búin að prófa marga bursta og gel eyelinera í gegnum tíðina. Í augnablikinu er þetta Power Combóið mitt fyrir day-to-day förðun!

Real Technques burstarnir fást t.d. í Makeup Gallerý á Glerártorgi á Akureyri.
Maybelline vörur fást t.d. í Hagkaup.



Ef þið viljið grjóthart sumar-partý-ræktar lag þá mæli ég með þessu.
Mögulega ekki allra tebolli samt haha!

Katrín María



Nýtt dót og glæpir í andlitshreinsun!

Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er ekki með alveg hreina sakaskrá þegar kemur að andlitshreinsun. 

Jú ég þríf að sjálfsögðu af mér málninguna á hverju kvöldi, alltaf, annars get ég ekki sofnað! Ég nota makeup hreinsiklúta til að taka farðan og augnmálninguna, en þríf andlitið ekki eftir á, sem er mjög slæmt fyrir húðina því maður nær sko ekki næstum því allri drullunni af með einhverjum hreinsiklútum. 



Ég geri þetta líklega vegna þess að ég kemst upp með það. Húðin mín er frekar góð og það er eiginlega alveg sama hvernig hreinsirútínan mín er, það hefur venjulega engin áhrif. Það eina sem hefur sjáanleg slæm áhrif á húðina mína er óhollur matur og þá sælgæti númer 1, 2 og 3 þannig að ef ég held því í lágmarki er ég góð. Mig langar samt að fara að hugsa betur um húðina mína (sérstaklega svona upp á framtíðina). 



Ég er mjög spennt fyrir Bodyshop vörunum, en það sem mig bráðvantaði fyrst og fremst var góður og ódýr andlitsskrúbbur, svo ég skellti mér á einn slíkan. Ég ætla að safna örlitlum meiri pening (eða bíða eftir námsláninu hehö) áður en ég fer og kaupi aðrar andlitshreinsivörur, en skrúbburinn var nauðsynleg byrjun fyrir mig. 

Ég keypti Bodyshop Seaweed Pore-Cleansing skrúbb fyrir blandaða til feita húð (sem ég er ekki með) en mig vantaði bara eitthvað til að djúphreinsa á mér húðina og ná allri drullu í burtu. Ég nota hann bara sjaldnar í staðinn (1-2 í mánuði), svo ég þurrki ekki upp á mér húðina. 

Svo keypti ég svona lítinn sætan skrúbbsvamp, sem verður góður til að nota þegar ég eignast "daglegan" andlitshreinsi, þá get ég bara poppað honum á svampinn og verið viss um að þrífa húðina frábærlega!



So far so good! Hef bara prufað Seaweed skrúbbinn einu sinni, en vaknaði daginn eftir með barnarassamjúka húð! Hlakka til að prufa meira af hreinsivörunum frá Bodyshop og segja ykkur svo frá þeim! 


Katrín María